Morgunblaðið - 22.01.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.01.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1993 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1993 25 ~f fltorgitsitMitfrtó Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Stöðugleikmn og verðlagning opin- berrar þjónustu að blæs ekki byrlega í ís- lenzkum þjóðarbúskap ef marka má skýrslu Þjóðhagsstofn- unar (19. janúar 1993) um efna- hagshorfur á nýju ári. Að mati Þjóðhagsstofnunar harðnar enn á lífskjaradal þjóðarinnar; við- skiptakjör versna, landsfram- leiðsla og þjóðartekjur dragast enn saman, atvinnuleysi vex og verður 5% að meðaltali á árinu. Við búum ekki við efnahagslegar kringumstæður sem réttlæta hækkanir á opinberri þjónustu sem fram koma í útreikningi framfærsluvísitölunnar í þessum mánuði. Að vísu eru einnig jákvæð teikn á lofti. En þau mæla, ekk- ert síður en hin neikvæðu, gegn „einleik" opinberra aðila í verð- hækkunum á þjónustu. Það er jákvætt tákn að verðbólga frá upphafi til loka síðasta árs var sú minnsta sem mælst hefur hér á landi í 32 ár, 2,4%. Þjóðhags- stofnun spáir hins vegar 4% verð- bólgu á þessu ári. Sú spá er þó háð fyrirvara sem tengist kjara- samningum á vinnumarkaði, sem framundan eru. í annan stað stendur spá Þjóðhagsstofnunar til þess að hallinn á viðskiptum við útlönd fari minnkandi, verði 9 milljarðar króna 1993 í stað 14,7 milljarða 1992. Við ríkjandi aðstæður er mikil- vægara en flest annað að varð- veita þann stöðugleika í verðlagi, sem náðist í framhaldi af þjóðar- sáttarsamningum í febrúar 1990. Ef tekst að hemja verðbólgu hér á landi undir því sem hún er eða verður í helztu samkeppnis- og viðskiptaríkjum, styrkist staða íslenzks atvinnulífs, sem nauð- synlegt er, bæði til að vinda ofan af atvinnuleysinu og varðveita kaupmátt. Með áframhaldandi stöðugleika nýtist og efnahags- batinn, þegar hann kemur, fyrr og betur í almannaþágu. Það er nauðsynlegt að verðleggjendur opinberrar þjónustu og aðilar vinnumarkaðarins leggist á eitt um að varðveita stöðugleika í verðlagi, en á það hefur skort síðustu vikumar. Minna má á hækkun á gjaldskrá hafna þegar um áramótin, sem óhjákvæmi- lega hefur áhrif á flutnings- og útgerðarkostnað. í frétt hér í blaðinu í gær kemur og fram að helmingur eða 0,6% af 1,2% hækkun framfærsluvísitölunnar í janúar stafi af hækkun opinberr- ar þjónustu og gjalda til ríkisins. Þar segir: „Við útreikning framfærslu- vísitölunnar í janúar, sem miðuð er við verðlag í byijun janúar samanborið við desemberbyijun, reyndust um 0,6% hækkunar vísi- tölunnar bein afleiðing hækkana á opinberri þjónustu og gjöldum til ríkisins. Tannlæknakostnaður barna hækkaði um 11% vegna breytinga á endurgreiðslu ríkisins á tannlæknakostnaði. Húshitun hækkaði um 8,5% vegna álagn- ingar virðisaukaskatts. Taxtar hitaveitnanna hækkuðu hlutfalls- lega mismikið vegna endur- greiðslna hluta skattsins, eða á bilinu 5,3 til 14%. Rafmagnsverð hækkaði um 2,1%. Benzínverð hækkaði um 7,6%.“ Aðrar hækkanir voru ekki komnar út í verðlagið þegar það var kannað í byijun árs, en koma trúlega fram við næsta útreikn- ing eða síðar. Það á við um hluta verðhækkunar á rafmagni. Lækkun endurgreiðslu á virðis- aukaskatti eggja og nokkurra kjöttegunda var heldur ekki kom- in fram í hækkuðu búvöruverði nema að litlu leyti. Sama máli gegnir um hækkun lyfjaverðs og hækkun á gjöldum til sérfræð- inga í heilbrigðisþjónustu vegna ákvarðana heilbrigðisráðuneytis um brevtta kostnaðarþátttöku ríkisins. Sem og um 4% hækkun á afnotagjaldi Ríkisútvarpsins. Opinberar verðhækkanir, sem framfærsluvísitalan mælir og stjórnmálamenn axla pólitíska ábyrgð á, bera þess vart vottinn, að landsfeður og opinberir ákvörðunaraðilar geri sömu kröf- ur til sjálfra sín og annarra um aðhald í þessum efnum. Hvað réttlætir til dæmis að Ríkisút- varpið, eitt fjölmiðla, hækki nán- ast lögskyldað afnotagjald, við ríkjandi efnahagsaðstæður, um 4%? Það gegnir sama máli um stjómmálamenn og þá sem ráða ferð við samningaborð á vinnu- markaðinum. Stöðugleikinn í efnahags- og verðlagsmálum er í höndum þessara aðila, öðrum fremur. Hann skarast við rekstraröryggi atvinnuveganna, atvinnuöryggi almennings, kaup- mátt fólks og möguleika þjóðar- innar til að vinna sig út úr krepp- unni, upp úr öldudalnum, til nýs hagvaxtar. Við ríkjandi aðstæður verður að setja varðveizlu stöðug- leikans í verðlagi ofar ótímabær- um átökum á vinnumarkaði og ofar þrýstingi rekstrarþátta í rík- isbúskapnum sem knýja á dyr hins pólitíska ákvörðunarvalds um hækkanir á skattheimtu og/eða verði opinberrar þjónustu. Opinber rekstur verður að sæta sömu aðhaldskröfum og atvinnu- lífið og almenningur. 12.32712.185 milljónir kr. Tekjur 1992 Tölurnar 1993eru skv. áætlun en tölur ársins 1992 eru bráöabirgðatölur 6.165 6.260 m.kr. Heildartekjur 2.635 2.195 i g71 2.045 1.685 1.555 Útsvar Aðstöðugjöld Fasteignagjöld Aðrartekjur Rekstrargjöld Reykjavíkurborgar Samtals: 10.619 millj. kr. Önnur gjöld Umhverfismál 3% Menningarmál Hreinlætis- og heilbrigðismál Stjórn borgarinnar íþrótta- og tómstundamál Gatnagerð og umferðarmál Félags- mál Dagvist barna Skólamál Áætlaðar framkvæmdir Reykjavíkurborgar 1993 Gatnagerð og nýbyggingar Framkvæmdir fyrirtækja Viðhalds- verk fyrirtækja Umhverfismál 2% Viðhald fasteigna Samtals: 8.863 millj. kr. Gatnagerð Byggingar- framkvæmdir Markús Örn Antonsson borgarstjóri leggur áherslu á úrbætur í atvinnumálum Reykjavíkurborg mun verja 9 milljörðum króna til verklegra framkvæmda á árinu REYKJAVÍKURBORG, bæði borgarsjóður og borgarfyrirtæki, mun á þessu ári veija tæplega 9 milljörðum króna til verklegra framkvæmda. Þetta kom fram í ræðu Markúsar Arnar Antonssonar borgarstjóra við síðari umræðu um fjár- hagsáætlun borgarinnar 1993, sem fram fór á fundi borgarstjórnar í gær- kvöldi. Að sögn borgarstjóra má gera ráð fyrir að þessu til viðbótar bætist umtalsverðar aukafjárveitingar til úrbóta í atvinnumálum, en þær námu sam- tals 380 milljónum króna á síðasta ári. Sagði hann að þótt það væri ekki á valdi Reykjavíkurborgar einnar að leysa þann vanda, sem við væri að etja í atvinnulífinu um þessar mundir, þá ætti engum að dyjjast að borgin lægi ekki á liði sínu í baráttunni við atvinnuleysið. Fyrri umræða um frumvarp að fjárhagsá- ætlun borgarinnar 1993 fór fram á borgar- stjómarfundi þann 17. desember síðastliðinn. Þá kom fram að áætlaðar heildartekjur borgarinnar á árinu yrðu 12 milljarðar og 185 milljónir króna, rekstrargjöld yrðu alls 10 milljarðar og 629.043 þúsund krónur og 1.556.070 þúsund krónur yrðu færðar til eignabreytinga. Síðari umræða um fjárhagsáætlunina fór fram á fundi borgarstjómar í gærkvöldi. í ræðu Markúsar Arnar Antonssonar, borgar- stjóra, kom fram, að breytingartillögur meiri- hluta borgarráðs við frumvarpið hefðu ekki í för með sér breytingar á niðurstöðutölum þótt einstakir liðir rekstrargjaldanna hefðu tekið nokkmm breytingum. Þannig hefðu rekstrargjöldin hækkað í heild um ríflega 93,8 milljónir króna ef ekki kæmu til áætlað- ar endurgreiðslur vegna sjúkraflutninga og lækkun áætlaðs framlags til greiðslu kostn- aðarhlutdeildar borgarsjóðs í rekstri Sorpu. Borgarstjóri sagði einnig, að þrátt fyrir að verðbólguspár fyrir yfirstandandi ár hefðu verið nokkuð á reiki að undanfömu, þá virt- ist sem verðlagsforsendur fmmvarpsins gætu haldið í öllum meginatriðum. Hins vegar ríkti meiri óvissa um tekjuöflun borgarsjóðs en oftast áður, einkum hvað varðaði útsvörin. 9 milljarðar til framkvæmda Að sögn borgarstjóra verður samanlagður kostnaður Reykjavíkurborgar, borgarsjóðs og borgarfyrirtækja, vegna verklegra fram- kvæmda á árinu um 9 milljarðar króna. Þá beri að hafa í huga, að aukafjárveitingar til úrbóta í atvinnumálum hafi numið samtals tæplega 380 milljónum króna í fyrra og gera megi ráð fyrir því, að þær verði umtalsverð- ar á þessu ári, til viðbótar fjárhagsáætlunar- tölunum. Samkvæmt ræðu borgarstjóra skiptist kostnaður vegna verklegu framkvæmdanna í grófum dráttum með þessum hætti: BORGARSJÓÐUR: m.kr. Byggingarframkvæmdir: 2.913 Gatnagerð, nýbygging: 1.236 Gatnagerð, viðhald: 940 Umhverfi, útivist og fl.: 221 Viðhald fasteigna: 691 Samtals: 6.001 BORGARFYRIRTÆKI: Framkvæmdir alls: 1.667 Viðhaldalls: 1.195 Samtals: 2.862 Reykjavíkurborg alls: 8.863 Borgarstjóri sagði að fjárhagsáætlunar- frumvarpið mótaðist mjög af þeim erfiðleik- um, sem við væri að etja í atvinnulífinu. Miðað væri við að framkvæmdaumsvif borg- arsjóðs og borgarfyrirtækja í heild haldist í meginatriðum óbreytt frá því sem verið hef- ur tvö undanfarin ár, þrátt fyrir mikinn og almennan samdrátt í þjóðfélaginu. Það væri auðvitað ekki á færi Reykjavíkurborgar einn- ar að leysa vandann í atvinnumálum, en engum ætti hins vegar að dyljast, að borgin lægi ekki á liði sínu í baráttunni við atvinnu- leysið, hvort heldur um væri að ræða ráðstaf- anir til lengri eða skemmri tíma. Með vísan til þess hefði borgarstjórn samþykkt lántöku að fjárhæð 2,5 milljarðar króna, sem gerði borginni kleift að halda óbreyttu fram- kvæmdastigi þriðja árið í röð. Jafnframt því hefði verið lögð áhersla á örvun atvinnulífs til langs tíma, svo og bætt skilyrði til nýsköp- unar í atvinnulífmu. Nýbreytni í atvinnumálum í þessu sambandi minntist borgarstjóri á stofnun Aflvaka Reykjavíkur hf. og stofnun hlutafélags um rekstur Pípugerðar Reykja- víkur. Aflvaki ætti að hafa það hlutverk að styðja nýbreytni í atvinnumálum en borgin myndi einnig veita 20 milljónum króna í styrki, sem renna ættu til tilrauna á því sviði, sem einstaklingar og stofnanir stæðu að. Fram kom að fjöldi aðila hefði leitað til borg- arinnar að undanfömu með óskum um sam- starf og stuðning. Ekki væri ástæða til að fjölyrða um einstök verkefni, en þó mætti nefna samstarf við hollensk raforkufyrirtæki og kapalverksmiðju um hagkvæmnisathugun á lagningu sæstrengs fyrir raforkuútflutning til Hollands. Þama væri á ferðinni athyglis- vert verkefni þótt engu yrði spáð um niður- stöður athugunarinnar. 650 milljónir í ýmsa styrki Undir lok ræðu sinnar vék Markús Öm Antonsson að stuðningi borgarinnar við ýmis sjálfstæð félög, samtök og stofnanir. Fram kom, að alls myndi borgin á árinu veita rúm- lega 650 milljónum króna í styrki til aðila, sem ynnu að menningarmálum, skólamálum, íþrótta- og æskulýðsstarfi og félagsmálum. Styrkir til menningarmála næmu rúmlega 135 milljónum. Þar væri meðal annars um- talsvert framlag til Leikfélags Reykjavíkur, en að auki styddi borgin ýmsa aðra hópa listamanna, svo sem leikhópa, hljómsveitir og listasöfn. Til viðbótar greiddi borgin síðan 33 milljónir króna til rekstrar Sinfóníuhljóm- sveitar Islands. Hann sagði að ýmsir sérskólar ásamt einkaskólum á grunnskólastigi væru styrktir um tæplega 35 milljónir króna, til íþrótta- og æskulýðsstarfsemi félaga færu 410 millj- ónir og til stuðnings annarri félagsmálastarf- semi væri varið tæpum 60 milljónum. Þar væri meðal annars um að ræða starfsemi á vegum líknarsamtaka, skáta, félaga sem ynnu að framförum í heilbrigðismálum og fleiri slíkra aðila. Vakti borgarstjóri sérstaka athygli á þeirri áherslu, sem lögð væri á stuðning við frjálsa félagastarfsemi í þágu barna og ungmenna. Þar bæri sérstaklega að nefna stóraukin framlög til íþróttafélag- anna í borginni, en þau hækkuðu úr tæplega 317 milljónum á síðasta ári í tæpar 380 milljónir. Umræðan um fjárhagsáætlunina stóð enn þegar Morgunblaðið fór í prentun í nótt og var búist við að hún stæði fram undir morgun. Landfylling við höfnina FRAMKVÆMDIR eru nú hafnar að nýju við breikkun Miðbakka í Reylgavíkur- höfn. Verið er að reka niður 16-17 metra langar stálplötur sem mynda eiga þil um höfnina. í haust var lokið vinnu við Austurbakka og eystri hluta Miðbakka en auk þess að flytja bakka hafnarinnar fram og endurnýja mann- virki er með þessum framkvæmdum verið að fylla upp Iand til að útvega iými fyrir Geirsgötu, sem ætlunin er opna fyrir bílaum- ferð í haust og tengja Kalkofnsvegi í austri og Tryggvagötu við Hafnarborgir í vestri. Framhald á 80 ára framkvæmdum Hannes J. Valdimarssön hafnarstjóri sagði við Morgunblaðið að þegar framkvæmdum væri lokið væri að því stefnt að mun betri viðleguaðstaða fengist fyrir skemmtiferða- skip en nú er og að allt að helmingur þeirra skemmtiferða skipa sem til borgarinnar koma geti fengið viðlegu í gömlu höfninni. Um 75 ár eru frá því að búinn var til fylling frá Hafnarstræti að miðbakka. Morgunblaðið/Júlíus Hamrað þil Miklar framkvæmdir eiga sér nú stað í gömlu höfninni í Réykjavík þar sem verið er að reka niður þil á um 16 metra kafla við Miðbakka til að skapa rými fyrir Geirsgötuna nýju sem verður aðalleið í gegnum miðborgina. Áætlað er að umferð hefjist um götuna næsta haust. Forsljóri Royal Arctic Line um samningana við Eimskip Frumkvæði kom frá báðum aðilum JAN Cilius Nielsen, forsljóri Royal Arctic Line, sem hefur einka- rétt á Grænlandssiglingum, segir að fullyrðingar Ómars Jóhanns- sonar, framkvæmdastjóra Samskipa, um að Royal Arctic hafí látið í veðri vaka að Eimskip hafí haft frumkvæði að samstarfs- samningi félaganna, séu ekki réttar. Nielsen segir að frumkvæði í málinu hafí raunar komið frá báðum aðilum, þótt Royal Arctic hafi stigið fyrsta skrefíð. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eim- skips, segir að það rétta í málinu sé að danska félagið hafí átt frumkvæðið og hann taki því ummæli Jakobs Bjarnasonar, fram- kvæmdasljóra Hamla, í Morgunblaðinu í gær, ekki til sín. „Þetta er hlutur sem kemur frá báðum aðilum. Ég held að sann- gjamt sé að segja að fyrsta skref- ið hafi verið af okkar hálfu,“ sagði Nielsen í samtali við Morg- unblaðið. „Menn reyna að þreifa sig áfram og leita eftir því hvort áhugi sé fyrir hendi. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn, er erfitt að segja til um hvor átti frum- kvæðið. En það er hins vegar áreiðanlega rangt að halda fram að Eimskip hafi nálgazt okkur með einhveiju óðagoti og gert okkur tilboð. Það er alls ekki til- fellið.“ Ekki samið við tvo í einu Nielsen var spurður álits á ummælum Ómars Jóhannssonar um að Royal Arctic hefði verið að semja við tvo aðila í einu. „Þetta er ekki satt. Við hættum viðræðum við Samskip áður en við rannsökuðum möguleika á samningi við Eimskip," sagði Nielsen. Hann sagðist ekki geta fullyrt hvort starfsmenn sínir hefðu verið í viðræðum við full- trúa Samskipa síðastliðinn þriðju- dag, en hann efaðist stórlega um að svo hefði verið. „Samningur- inn við Eimskip var gerður á síð- astliðnum fáeinum dögum. Það er ekki rétt að við höfum sagt að Eimskip hafí haft samband við okkur 20. desember. Engar Tek ummæli Jak- obs Bjarnasonar ekki til mín, segir forstjóri Eimskips viðræður áttu sér stað á þeim tíma. Það gæti verið að við höfum átt samræður við Eimskip á þess- um tíma, en þó dreg ég það í efa. Annars vil ég ekki skýra frá því í smáatriðum hvað var rætt á fundi okkar með Samskipum á miðvikudag. Ég tel að það þjóni ekki tilgangi. Þetta er mál okkar og Samskipa og ekki til opinberr- ar birtingar. Það ættu Samskips- menn að hafa í huga líka,“ sagði Nielsen. Aðspurður hvenær viðræðum við Samskip hefði lokið, sagði Nielsen: „Það síðasta, sem við fengum í hendumar frá Samskip- um, er dagsett 4. janúar. Viðræð- ur við Eimskip hófust örugglega eftir þann tíma.“ Hann neitaði því einnig að hafa talað um það við Samskipamenn að Eimskip hefði boðið betri kjör en rætt hefði verið um við Samskip. Skiptir ekki máli hver átti frumkvæðið Jakob Bjamason, fram- kvæmdastjóri Hamla, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær: „Samskip og Lauritzen höfðuÁ fram á síðustu daga verið að vinna að samningi og mér skilst að samningsdrög hafi legið fyrir. Okkur er kunnugt um að Lauritz- en hafí sagt Samskipum að Eim- skipafélagið hafi haft fmmkvæði að samningnum, en Eimskipafé- lagsmenn segja opinberlega að hinir hafí átt frumkvæðið.“ Hörð- ur Sigurgestsson, forstjóri Eim- skips, sagðist í samtali við blaðið í gær ekki taka til sín ummæli Jakobs um óvenjulega viðskipta- hætti þar sem þau ættu einkum við um samskipti Lauritzen og Samskipa. „Mér fínnst ekki skipta nokkru máli hver átti . frumkvasðið. Við erum í flutn- ingasamskiptum, við höfum und- anfarið verið að flytja þessar vör- ur til Grænlands og við erum að minnsta kosti vikulega í sam- bandi við þessa menn,“ sagði Hörður. „Skiptir það nokkru máli hver byijaði? Ékki börðum við þá til að semja við okkur.“ Hörður segir að þegar græn- lenzka landstjómin hafí boðið út Grænlandsflutningana, hafí þijú skipafélög verið valin til að bjóða^o • í flutningana; Eimskip, J. Lau- ritzen, móðurfyrirtæki Royal Arctic, og danska félagið Morten- sen & Lange. Þessum fyrirtækj- um hafí verið bannað að hafa samstarf sín á milli. Lauritzen hafí orðið að tryggja sér sam- starfsaðila á íslandi og eins og málum var háttað, hafí ekki ver- ið öðrum til að dreifa en Samskip- um. Eftir að Lauritzen samdi við landstjómina, hafí hins vegar opnazt möguleiki á samstarfí við Eimskip, þar sem fyrirtækin hafí ekki lengur keppt um verkefnið. Ómar Hl. Jóhannsson framkvæmdastjóri Samskipa Töpum 40-60 milljónum vegna missis í viðskiptum ÓMAR Hl. Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samskipa, segir að vegna missis viðskipta við dansk-grænlenzka skipafélagið Royal Arctic Line muni Samskip verða af 40-60 miHjóna króna brúttó- tekjum í ár, en áætlað hafi verið að eftir árið 1995 gætu tekjur skipafélagsins af flutningunum orðið á annað hundrað milljónir króna á ári. Ómar segir það vera rétt, sem Jakob Bjarnason, framkvæmdastjóri Hamla, segir I Morgunblaðinu í gær; að danska fyrirtækið haldi því fram að Eimskip hafi átt frum- kvæði að samningunum, þótt Eimskipafélagið segi hið gagn- stæða. Hann segist sammála Jakobi um að þarna séu einkenni- leg vinnubrögð á ferðinni. „Fulltrúar Royal Arctic, sem ræddu við okkur á miðvikudag, sögðu, án þess að við hefðum spurt, að Eimskip hefði haft sam- band við þá að fyrra bragði um 20. desember síðastliðinn og gert þeim tilboð, sem hefði verið hag- stæðara en það, sem rætt var um í samningununy við Sam- skip,“ sagði Ómar. „í framhaldi af þessu hefði verið gengið frá samstarfssamningi við Eimskip nokkrum dögum síðar. Það er ljóst að Danirnir hafa verið að semja við tvo aðila samtímis, því að við undirmenn þessara manna, sem hafa unnið að málinu í smá- Danirnir voru að semja við tvo á sama tíma atriðum, var minn maður að semja um krónur og aura varð- andi lestun og losun skipa hér síðastliðinn þriðjudag — eftir að þeir voru búnir að skrifa undir samning við Eimskip." Yfirtaka flutninga hefði brotið í bága við EES Ómar sagði að Royal Arctic Line hefði farið fram á það við Samskip að yfirtaka flutninga Samskipa til Norðurlandanna, á svipaðan hátt og félagið hygðist nú flytja varning fyrir Eimskip með skipum sínum. „Að fengnu lögfræðilegu áliti féllust fulltrúar Samskipa ekki á slíkt, vegna þess að það myndi stangast á við reglur EES og EB um fijálsa samkeppni í sjóflutningum. Þetta fyrirtæki, Royal Arctic Line, hef- ur einokunaraðstöðu varðandi alla flutninga til og frá Græn- landi.“ „Stóra málið er það, sem Dan- imir sögðu við okkur í gær — að þeir ætla að sameina Norður- < landasiglingar sínar og Eimskips. Maður spyr þá hvemig málum sé háttað þegar veralegur hluti af stykkjavöraflutningum íslend- inga er kominn í hendur útlend- inga og það sem meira er, einok- unaraðila hér í vestri við okkur. Maður spyr hvort þarna séu er- ^ lend áhrif komin inn á íslenzka flutningamarkaðinn eins og var í gamla daga,“ sagði Ómar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.