Morgunblaðið - 07.02.1993, Page 9
án þess að hafa beinharðar stað-
reyndir mælinga í höndum. Svarthol-
in eru talin vera tvennrar megin-
gerðar. Annars vegar falla stjörnur,
ekki öllu stærri en okkar Sól, sam-
an, er kjarnabruni hættir að „halda
þeim í sundur." Hins vegar er talið
að miðjur heilla vetrarbrauta, þ. á m.
okkar geti fallið saman, og myndist
úr ótal samföllnum og ósamföllnum
stjörnum. Einmitt hér eiga við orð
Krists um flísina í auga bróðurins
og bjálkann í eigin auga: Sýn gefst
illa til miðju okkar eigin vetrarbraut-
ar, vegna lauss efnis og mikils fjölda
stjarna á leið þangað. Hinsvegar er
systurþoka okkar, Andrómeduþok-
an, svo vinsamleg að vera eins kon-
ar sýninga á okkar eigin Vetrar-
braut, undir hæfilegu sjónhorni í
hæfilegri fjarlægð. Megindrættir eru
eins. I miðju hennar telja menn sig
hafa leitt verulegar líkar að svona
risasvartholi. Svartholin minni gerð-
arinnar fyrirfmnast vafalítið í okk^r
eigin Vetrarbraut, ef þau eru til á
annað borð. Mjög margar stjarna
(sóla)-Vetrarbrautarinnar eru tví-
stirni. Oft eru meðlimirnir tveir mjög
misstórir í upphafi. Regla er að stór-
ar (massamiklar) stjörnur brenna
miklu hraðar upp en þær minni. Því
ætti sú sem er í upphafi stærri í
tvístirninu að vera orðin að svart-
holi, sem þá jafnframt sogar til sín
efni frá systurstjörnunni. Hrap þess
efnis gefur tilefni til röntgengeislun-
ar, eins og áður er lýst. Einmitt þar
sem tvístirni er á ferð, er oft aðeins
ein stjarna sýnileg, en á hringhreyf-
ingu. Það staðfestir tilveru annarrar
stjörnu, sem gæti aðeins verið út-
kulnuð stjarna, en þyrfti ekki að
vera svarthol. Röntgengeislunin sem
lýst var ætti að staðfesta slíkt. Eftir
langa og erfíða leit eru menn komn-
ir að staðfastlegri niðurstöðu um að
í 3.000 ljósára ijarlægð sé eina slíka
að finna: Tvístirni með umferðatíma
upp á 8 klst. sem snýst um ósýnileg-
an hlut, að öðru leyti en því að frá
honum kemur sterk röngengeislun.
Stjarnan ber einkennið A0620-00,
ef einhverjum kemur það við.
Þar sem líkaminn hafði legið stóð
yndisleg óþekkt planta i blóma.
Disirnar nefndu hana nafni hins
heittelskaða kvalara: Narkissos.
vald yfír mér.“ Engu gat Ekkó svar-
að nema einu: „Eg gef þér vald
yfír mér,“ en þá var hann horfínn.
MORGUNBLAÐIÐ
MANNUFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1993
B 9
LÆKNISFRÆÐI/7ívaó er fleirkenni Marfansf
LANGINTESAR
eftir Þórarin
Guðnason
ÞAÐ VAR laust fyrir síðustu alda-
mót sem franski læknirinn Antoin-
Bernard-Jean Marfan beindi at-
hygli stéttarbræðra sinna að sjald-
gæfum erfðakvilla sem er vepju-
lega fremur talinn heilkenni en
sjúkdómur.
|| rðið heilkenni hefur verið not-
að sem þýðing á fræðiorðinu
syndroma og merkir fleiri en eitt
og fleiri en tvö einkenni sem til
samans gefa til kynna að um ákveð-
ið sjúklegt ástand sé að ræða. Ef
til vill lægi nær að
nefna þetta fleir-
kenni á íslensku og
taka þannig mið
af orðum eins og
eintala og fleirtala.
| Það verður gert í
þessum pistli svo
að virða megi fyrir
sérhvemigþaðlít-
ur út á pappímum og gefst þá um
leið kostur á að prófa hvernig það
fer í munni.
Þar sem fleirkenni Marfans er
að verki er útlit sjúklinga all-sér-
kennilegt. Þeir em grannir og há-
vaxnir, jafnvel renglulegir. Einkum
stingur í augun að útlimimir em
eins og teygðir miðað við bolinn og
fingumir svo langir og mjóir að
höndin minnir á kónguló. Umbúnað-
ur liðamóta og aðrir bandvefír lík-
amans eru mýkri og eftirgefanlegri
en gengur og gerist, enda er þessu
fólki öðmm hættara við að fara úr
liði og ýmsar skekkjur í hrygg og
ganglimum em því einatt til ama.
Onnur líffæri verða stundum, en
alls ekki alltaf, fyrir barðinu á fleir-
kenni Marfans og má þar helst til
nefna hjartað og meginslagæðina
(ósæðina) sem flytur blóðið úr því
fyrsta spölinn á leiðinni út um
kroppinn. Lokumar eða blöðkumar
í vinstri hjartahelmingi sem til skipt-
is opna og loka dymm milli fram-
og afturhólfs em óþéttar í æðimörg-
um marfan-sjúklingum eða réttara
sagt verða það smám saman þegar
aldursámm fjölgar. Svipuðu máli
gegnir um lokumar milli afturhólfs
(slegils) og ósæðar. Því veldur víkk-
un æðarinnar og þó einkum þess
hluta hennar sem næstur er hjart-
anu, en um leið og hún þenst út
þynnist veggur hennar og stundum
svo mjög að hann rifnar með lífs-
hættulegum afleiðingúm.
Sjóninni er hætta búin ef þessi
erfðagalli lætur til sín taka í augun-
um. Algengasta röskun þar af hans
völdum er breyting á legu auga-
steins vegna slökunar banda sem
eiga að halda honum í horfí. Auk
þess er marfan-fólk oft nærsýnt og
því hættir til að fá sjónhimnulos.
Hversu algengt er fleirkenni
Marfans? Sumir telja að einn af
hveijum fímmtíu þúsundum muni
nærri sanni, aðrir nefna allt að því
fímm sinnum fleiri. Það virðist ekki
fara í manngreinarálit hvað varðar
kynferði eða kynþætti en erfist eft-
ir reglu sem hljóðar eitthvað á þessa
leið: Sæðisfruma karls með fleir-
kennið fijóvgar eggfrumu og líkum-
ar em einn á móti einum að bamið
fylli marfan-flokkinn. Sama er að
segja um konu með fleirkennið:
Frjóvgað egg hennar hefur mögu-
leika einn á móti einum til að verða
marfan-bam eða ef við kjósum að
orða það á annan veg — möguleika
til að verða það ekki.
Meginástæða þess hve lítið er
með vissu vitað um tíðni fyrirbæris
af þessu tagi er sú að erfítt er um
örugga greiningu; sjúkdómsmyndin
er oft margbreytileg og óljós. Upp
á síðkastið hefur ómskoðun á hjarta
og umhverfí þess þótt gefa betri
Blygðunarfull hélt hún til eftir
niðurlæginguna í djúpum helli og
ekkert gat sefað sorgina. Sagt er
að hún hafí veslast upp af ástarþrá
uns rödd hennar var ein eftir. Því-
lík var einsemd Ekkóar að rödd
hennar bergmálar til eilífðarnóns á
einmanalegum stöðum.
Narkissos lagði fæð á ástina og
hélt samviskulaust sína leið. Um
síðir bað þó ein hinna hjartasærðu
dísa bænar sem var heyrð af guðun-
um: „Megi sá sem enga elskar,
elska sjálfan sig.“ Nemesis, gyðja
hefnda og réttlátrar reiði var sett
sveininum kaldlynda til höfuðs. Og
þegar Narkissos beygði sig niður
að tærri lind til að svala þorsta sín-
um og leit spegilmynd sína, varð
hann umsvifalaust ástfanginn af
sjálfum sér.
„Nú skil ég,“ hvíslaði hann,
„hvers vegna aðrir hafa þjáðst af
mínum völdum, því ég blátt áfram
brenn af ást til sjálfs mín. En hvem-
ig get ég notið fegurðarinnar sem
speglast í vatninu? Ég er bundinn
þessari mynd, ég get ekki yfirgefið
upplýsingar en fyrri rannsóknarað-
ferðir.
Ekki er hægt að ljúka hugleiðing-
um um fleirkenni Marfans án þess
að minnast þeirra frægðarmanna
sem eftir myndum að dæma hafa
þótt líklegir til að bera merki þess
utan á sér, en þeir eru tónsnilling-
arnir Paganini og Rakhmanínov og
sextándi forseti _ Bandaríkjanna
Abraham Lincoln. Árið 1959 greindi
læknir einn í Kalifomíu þetta fleir-
kenni í sjö ára dreng og við ítarlegt
ættfræðigrúsk kom upp úr dúmum
að langalangafi piltsins var hálf-
bróðir forsetans en sjóntruflanir og
hjartasjúkdómar höfðu heijað á
marga í ættinni.
Skopteikning
af Abraham
Lincoln
hana. Dauðinn, ekkert nema dauð-
inn getur leyst mig úr þessum álög-
um.“
Narkissos tærðist upp af þrá.
Hvíldarlaust dáðist hann álútur að
eftirmynd sinni í lindinni, stífur í
óslitinni stöm. Ekkó stóð úrræða-
laus við hlið hans, orðlaus uns hann
mælti sín síðustu orð er hann kall-
aði til sjálfs sín í spegilvatninu:
„Farðu heill, farðu heill!“ Og orðin
endurómuðu úr munni hennar sem
kveðja til ástarinnar. „Farðu heill!"
Sagt er að hann hafí farið á bát
yfir ána sem hringast utan um
heimkynni hinna dauðu. Friðlaus
af þrá til sjálfs sín hallaði hann sér
og greip síðustu svipmynd sína í
vatninu.
Hryggbrotnar dísir hugðust mis-
kunna sér yfír hann og leituðu lík-
amans til greftmnar. En fundu
ekki. Þar sem líkaminn hafði legið
stóð yndisleg óþekkt planta í blóma.
Dísimar nefndu hana nafni hins
heittelskaða kvalara: Narkissos.
Speki: Sjálfsást er eins og hugstola
hlustun á bergmál eigin raddar.
ÁRSHÁTÍÐ - AFNIÆLI
ÞORRABLÓT
H]á RV færð þú öll áhöld til veislunnar s.s
diska, diskamottur, glös, glasamottur,
hnífapör, servéttur, partívörur, dúka o.m.fl.
Sérmerkjum glös fyrir árshátíðir, afmæli
og önnurtilefni.
Hreinlega alll til hreinlætis og margt, margt ffleira
ffyrir stofnanir, fyrirtæki og heimili.
Lítið við og sjáið úrvalíð.
Opið frá kl. 8.00 -17.00.
Þekking - Úrval - Þjónusta
REKSTRARVÖRUR
Réttarhálsi 2 - Sími; 91-685554 - Fax: 91-687116
ATHUQIO!
ÚTSÖLUNNI ER LOKIÐ OG ÞVÍ
VERÐUR LOKAÐ Á MORGUN
MÁNUDAGINN 8. FEBRÚAR
Við erum að fvlla verslunina af nýjum
og glæsilegum Habitat-vörum
og opnum bví næst kl. 10.00
þriðjudaginn 9. febrúar nk.
Verið velkomin - næg o bílastæði!
_
LAUGAVEGI 13 - SÍMI (91) 625870
AUGLÝSINGASTOFA BRYNJARS FIAGNAFISSONAR