Morgunblaðið - 07.02.1993, Síða 10

Morgunblaðið - 07.02.1993, Síða 10
íg««í yAmmm x wsm<3HJHHOé «í«Aj®(4iia5?*OM MOÍIGUXBLAÐID SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1993 JÓHANN TRYGGVASON hóf tónlistarferíl sinn sem organisti í sveitakirkjum norður í landi, en hefur nú starfað sem tónlistarkennari í London í næstum hálfa öld Egwmþöríína og riljann til að bera eftir Einar S. Arnalds VIÐ Jóhann Tryggvason höfum mælt okkur mót á Lækjartorgi. Hann langaði að skoða sig um í bænum. Ég kom held- ur of snemma svo ég settist á vegg- hleðslu við torgið og virti fyrir mér mannlífið. Þetta var rétt eftir hádegi á föstudegi síðla í desember, í svartasta skammdeginu, en vegfarendur önnum kafnir við að búa sig undir hátíð ljóssins sem í vændum var. Mér var hugsað til þess hve margt hafði breyst frá því Jóhann fór utan til náms í London haustið 1945 þar sem hann ílentist og hefur búið síðan. Þá voru íbúar Reykjavíkur ekki nema liðlega 45 þúsund, Sjómannaskólinn var þá á austurmörkum meginbyggð- arinnar og enn hafði höfuðstaðurinn ýmis einkenni smábæja. í þann mund sé ég hvar Jóhann kemur norður Lækjargötuna, gengur hratt, fremur lágvaxinn, þéttur á velli en kvikur í hreyfingum og fjör- legur — eins og ungur maður þrátt fyrir að vera orðinn hálfáttræður. Hann kemur strax auga á mig og kastar á mig kveðju þegar hann nálgast. ,,Sæll, búinn að bíða lengi?“ Eg kvað nei við því. „Það er skrítið,“ segir Jóhann og það vottar fyrir glettnislegu brosi á svipbrigðaríku andlitinu, „að ganga svona Lækjargötuna án þess að mæta sálu sem maður þekkir, áður fyrr þekkti maður annan hvern mann.“ Eftir rúmlega 47 ára búsetu í fjar- lægri stórborg vottar ekki fyrir er- lendum hreim í málfari hans, tungu- takið rammíslenskt og norðlenskt að auki. Að gönguferðinni um miðbæinn lokinni ókum við heim til mín, því ætlunin var að Jóhann segði mér undan og ofan af lífshlaupi sínu. Þegar við vorum búnir að koma okk- ur vel fyrir í stofunni heima hjá mér hurfum við um stund aftur í tímann og minningar Jóhanns frá æskudög- um hrönnuðust upp. Síðan rakti hann lífsferil sinn í stuttu máli. „Ég er fæddur að Ytra-Hvarfi í Svarfaðardal, Eyjafjarðarsýslu, árið 1916. Þar var þá torfbær, ágætur á þeirra tíma mælikvarða og vel við haldið. Ekki löngu áður en ég fór að heiman var núverandi íbúðarhús reist þar og ég tók þátt í að reisa það. Ég ólst upp við öll venjuleg sveitastörf. Við vorum auðvitað fá- tæk, það voru flestir á þessum tíma, en við höfðum alltaf nóg að bíta og brenna. Það var vilji foreldra minna að ég tæki við búinu með tíð og tíma, Jóhann ásamt einu af barna- börnum sínum, Klöru Jóhönnu. en það hefur farið á annan veg. Já, og ef til vill hafa tildrögin ver- ið þau að á heimilinu var harmóníum. Það var einradda og ekki nema fjór- ar áttundir. Hljóðfæraeign var ann- ars fremur fátíð í þá daga. Nokkrum árum seinna keypti faðir minn tals- vert burðugra orgel. Ég hef líklega ekki verið nema 5 ára gamall þegar fyrra 'nljóðfærið kom en ég man mjög greinilega eft- ir því. Ég fór undir eins að fíkta í því, og mér er minnisstætt hvað mér fannst það furðulegt að heyra þessi hljóð. Þá var ekkert útvarp og ég hafði aldrei heyrt neina tónlist, nema ef vera kynni í kirkju. Ég lærði á hljóðfærið að mestu leyti af sjálfum mér. Pabbi gat lesið G-lykilinn og kenndi mér það og kom mér þannig á sporið við að lesa nótur. Ég fékk enga haldgóða tilsögn fyrr en ég var svona fjórtán ára, en þá fór ég til Jakobs bróður míns, sem þá vann sem skrifstofumaður á Akureyri, og hann kenndi mér í einar þrjár vikur. Hann er tónlistarmaður eins og ég. Ég fikraði mig áfram við þetta meira af vilja en mætti, má segja. Ég man að þegar ég var fermdur gaf Jakob mér nótur að öllum sónöt- um Beethovens. Það fannst mér stór- kostlegur fengur, en ekki var nú beint þægilejgt að spila þær á harmoníum. Eg reyndi það nú samt, en þær fara miklu lengra en hljóm- Morgunbiaðið/Kristinn borðið náði, sérstaklega upp á við, svo ég réð illa við þetta. Auk söng- laga voru það aðallega kóralar, pre- lódíur og þess háttar sem ég lék. Þegar ég fór til Jakobs, eins og ég nefndi áðan, spilaði ég á píanó, að öðru leyti spilaði ég eingöngu á orgel- ið heima á þessum árum.“ Hvenær fórstu svo að spila utan heimilisins? „Jakob bróðir minn var um skeið organisti í dalnum og þegar hann fór tók Gestur Hjörleifsson við. Svo fór hann suður á námskeið og þá tók ég við framkirkjunum, þ.e.a.s. á Völlum, Tjöm og Urðum; síðar spil- aði ég líka í Ufsakirkju (á Dalvík) og í Hrísey. Þá var ég u.þ.b. sextán ára. Ég hélt þeirri stöðu þar til ég fór alfarinn úr sveitinni árið 1936, þá tvítugur. Ég byijaði strax á því að reyna að koma á fót kirkjukór. Satt að segja byijaði ég að reyna að stofna kór, svona í einhverri mynd, talsvert áður en ég tók við kirkjunum. Fólk kom að Hvarfi víða að úr sveitinni og við æfðum á kvöldin. Þessi kór sem ég stofnaði í dalnum söng fyrir mig í kirkjunum eftir því sem kórfé- lagarnir gátu komið því við. Fólk barðist í að mæta á æfíngar í alls konar veðrum, sumir yfír ána, jafn- vel við háskalegar kringumstæður. Áhuginn var óbugandi. Eg á margar yndislegar minningar frá þessum dögum. Gestur Hjörleifsson var með karla- kór á Dalvik og ég tók við honum um tíma. Þá réðst ég í það fyrirtæki að halda konsert með báðum kórun- um á Dalvík, í Ungmennafélagshús- inu. Efnisskráin var ekki löng, u.þ.b. klukkutímj. Þetta var nú heldur djarft fyrirtæki. Þá var ég aðeins sextán ára gamall. Ég man að ég átti ekki nein sómasamleg föt. I fyrstu ætlaði ég ekkert að hirða um slíkt smáatriði, en Baldvin Jóhanns- son kaupfélagsstjóri, frændi minn, sagði: „Nei, þú getur ekki farið upp á senu í þessu, ég lána þér bara föt.“ Svo ég var í sparifötum af kaupfé- lagsstjóranum þegar ég stjórnaði og þau pössuðu svona rétt sæmilega." Og hvernig tókst þessi opinbera frumraun þín með taktstokkinn? „Tónleikarnir vöktu mikla eftir- tekt, því slík skemmtun var fremur sjaldgæf í þá daga. Og þeir tókust held ég bærilega. Við fluttum ein- göngu íslensk lög. Meðal áheyrenda voru allmargir nemendur Mennta- skólans á Akureyri, en á þessum árum kom hópur þeirra á hveijum vetri til að læra sund í Sundskálanum í Svarfaðardal. Hann var tiltölulega nýbyggður en engin slík aðstaða þá á Ákureyri. íþróttakennarinn hét Hermann Stefánsson, kraftalega vaxinn maður og svipmikill persónu- leiki. Hann var sjálfur raddmaður góður, tenór, og söng bæði einsöng og með karlakómum Geysi. Þegar tónleikunum lauk kom Hermann upp á svið og hélt lofræðu yfir áheyrend- um. Þar hóf hann mig til skýjanna fyrir þetta djarflega tiltæki. Eg hef aldrei verið hár í loftinu, en ég skal segja þér að á þeirri stundu fannst mér ég vera smæstur á ævinni. Ég stóð eins og hræddur fugl uppi á senunni á meðan hann var að hrósa mér. En eftir á var þetta mikil örvun fyrir mig eins og þú getur ímyndað þér.“ Hugðirðu þá á tónlistamám? „Til þess voru engin fjárráð. Pen- ingar væru heldur sjaldséðir í upp- vexti mínum. Ég var um fermingu þegar kreppan mikla skall á. Af og til komst maður í byggingarvinnu og vegavinnu, það voru nánast einu launin sem maður fékk. Ég hafði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.