Morgunblaðið - 09.03.1993, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1993
9
MED VISA A AFMÆLISARI
50 þúsund króna fríúttektir mánaðarins
komu á eftirtalin „Lukkunúmer“:
69973 og 71659
(Hafnarfjörður) (Garðabær)
0\
KVENNA
ATHVARF
Námskeið
verður haldið á vegum Samtaka
um kvennaathvarf 11 .-13. mars nk.
í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3, kl.
19-22 fimmtudag og föstudag og
kl. 10-16 á laugardag.
!
Efni námskeiðsins er m.a.: Kynning á Samtökum
um kvennaathvarf og starfsemi þess. Áhrif heim-
ilisofbeldis á konur og börn. Stuðningur við þol-
endur ofbeldis. Starfsemi Stígamóta.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku í símum
91-613720 og 91-611205.
Þátttaka er öllum opin.
Námskeiðsgjald er kr. 3.500.
///'
______ Einar Farestveit & Co.hf.
Borgartúni 28 ® 622901 og 622900
Blomberg eldunartækin hlutu
hin eftirsóttu, alþjóðlegu IF
hönnunarverðlaun fyrir framúr-
skarandi glæsilega og hugvit-
samlega hönnun.
Enginn býður nú meira úrval af
innbyggingartækjum ( sam-
ræmdu útliti en Blomberg I
Komdu til okkar og kynnstu
Blomberg af eigin raun, hringdu
eða skrifaðu og fáðu sendan 60
slðna litprentaðan bækling á (s-
lensku.
Stefán Ólafsson.
Auðlindin býr í fólkinu
Stefán Ólafsson, dósent við félagsvís-
indastofnun háskólans, fjallar um for-
sendur framfara í atvinnulífinu í grein í
Fjármálatíðindum, tímariti hagfræði-
deildar Seðlabankans: „Við þurfum að
reka burt bölmóðinn og sækja fram með
kappi, taka til hendinni á vinnustöðun-
um, breyta áherzlum í menntakerfinu,
auka sveigjanleika á vinnumarkaði, festa
heilbrigð samkeppnisskilyrði í sessi og
örva nýsköpun. Tækifærin eru allt um
kring, en helzta forsenda framfaranna
er sú, að við lærum betur að virkja þá
auðlind sem í fólkinu sjálfu býr.“
Framfara-
hyggja
Stefán Ólafsson segir
m.a. í grein í Fjármálatíð-
indum:
„Almennt hcld ég að
segja megi, að Islending-
ar hafi þokkalega fram-
farahyggju í umhverfi
sínu nú á dögum. Þeir
eru jákvæðir gagnvart
nýjungum, opnir fyrir
nýjum tíðaranda og
tæknitólum, en hins veg-
ar togar hefðartryggðin
einnig alltaf í þá. Hún
kemur fram í menning-
arlegri íhaldssemi og of-
urumhyggju fyrir fram-
leiðsluháttum og búsetu-
mynstrum fortíðarinnar.
Þó hefur sú hugsun þok-
að nokkuð á allra síðustu
árum, svo sem sjá má t.d.
á stefnubreytingu í land-
búnaðarmálum. Miklu er
þó enn kostað til að
vernda byggðarlög fyrir
breytingum. Helzta nei-
kvseða afleiðing hefðar-
tryggðarinnar hér á
landi er einmitt sóun fj;ir-
muna í vonlaust vemdar-
starf, sem betur hefði
mátt nýta til nýsköpunar.
Lifsskoðun þjóðarinnar
er þó almennt séð fram-
farasinnuð, rekin áfram
af mikilli efnahyggju og
ásókn í nútímaleg gæði.“
Vinnumemi-
ing - skipulag
vinnunnar
Síðar í greininni segir:
„Almennt má segja að
íslendingar búi yfir
þróttmikilli vinnumenn-
ingu. Þetta kemur fram
í þvi, að mjög stór hluti
þjóðarinnar stundar
launuð störf af einhveij-
um toga og að vinnutími
við launuð störf er lang-
ur, samanborið við aðrar
þjóðir ...
En vinnuvilji skilar sér
ekki sjálfkrafa í meiri
verðmætasköpun. Ef
óskynsamlega er staðið
að skipulagi vinnu og vin-
nutíma getur framleiðni
samt verið lítil, einnig ef
fæmi í verklagi er ábóta-
vant. Það á einmitt við
um íslendinga, að þvi er
virðist. Þeir vinna mikið
en afkasta Iitlu á hverri
viimustund. Þjóðveijar
vinna hins vegar frekar
stuttan tíma en afkasta
afar miklu á hverri
vinnustund. Japanir bæði
vinna mikið og afkasta
miklu á vinnustund ...
Agi og hollusta aJmennra
starfsmanna em einmitt
taldar vera með stærri
uppsprettum framfar-
anna í þessum löndum."
í greininni segir og:
„Margt bendir til að
íslendingar eigi ómæld
tækifæri tíl hagvaxtar
með því einfaldlega að
að breyta skipulagi vinnu
og vinnutíma. Lítil fram-
leiðni islenzka atvinnu-
lífsins samanborið við
aðrar þjóðir bendir að
minnsta kosti til þess.“
Framhalds-
skólar - verk-
menntakerfi
Stefán Ólafsson segir
og:
„Háskólamenntun er
þýðingarmikil fyrir þjálf-
un sérfræðinga og fólks
sem bera þarf uppi rann-
sóknir, en slíkt nám og
starf hentar einungis
miklum minnihluta nem-
enda. Millistig skólakerf-
isins, framhaldsskólam-
ir, skipta mestu máli fyr-
ir fjöldann og fyrir at-
vinnulífið. Góðan grunn
þarf fyrir alla til að þeir
getí haft góða fæmi í
undirstöðugreinum og
skapað sér áframhald-
andi persónuþroska, en
að því frátöldu þarf
ræktun starfshæfni að
taka við, hvort sem er
með beinni verkmenntun
eða skólun i viðfangsefn-
um sem atvinnulifi tengj-
ast
Verkmenntakerfið
þarf að tengjast atvinnu-
lifinu beint, svo sem er í
hinu árangursríka þýzka
kerfi, sem og í Sviss,
Austurríki og Japan, þar
sem nám í skóla er sam-
einað námi á vinnustað
(ekki endilega með
meistarakerfi líkt og
tíðkast hefur í bygging-
ariðnaði). Sterkt verk-
menntakerfi er einmitt
talið vera ein þýðingar-
mesta forsendan fyrir
miklum styrk þýzka iðn-
aðarins, sem og þess jap-
anska."
....■■■■■. ..■■ ■..■......Z—
Loðfóðraður
V ETRARFATNAÐUR
í synaiandi sveiftu
Stórsýning
Geirmundar
Valtýssonar
Geirmundur,
Berglind Björk,
Guðrún Gunnarsdóttir,
Ari Jónsson,
Maggi Kjartans
• 6iddu við - Með vaxandi þrá
Ort í sandinn - Ég er rokkari
Fyrir eitt bros - Sumarsæla
Ufsdansinn - Þjóðhátið i Eyjum
Helgin er að koma
Í syngjandi sveiflu - Sumarfrí
Utið skrjáf i skógi - Með þér
Ég syng þennan söng
A þjóðlegu nótunum
Tifar tímans hjól - Vertu
Ég bið þin - Á fullri ferð
Ég hef bara áhuga á þér
Látum sönginn hljóma
Nú er ég léttur - Nú kveð ég allt
Hljómsveit
Geirmundar Valtýssonar
leikur fýrir dansi
Kynnar:
Þorgeir Ástvaldsson og Margrét Blöndal.
.Malscðill:
'Rjótnasúpa ‘’Princcss incð Imjlalijöíi
Jlamha- otj tjrísaslcik mei qrilluðum sveppum
otj rósnwrínsósu
Sðppehinurjómaröml
Þríréttaður kvöldverður kr. 3.900
Verð á dansleik kr. 1.000
Þú sparar kr. 1.000
SÍMI 687111
Miðasala og borðapantanir daglega milli kl. I4-I8 á Hótel Islandi.