Morgunblaðið - 09.03.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.03.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1993 Landskeppni við Frakka á 10 borðum Skák_____________ Margeir Pétursson DAGANA 17. til 27. mars næst- komandi munu bestu skák- menn íslands og Frakklands heyja 10 umferða landskeppni sem haldin verður í Hafnar- firði og í Rópavogi. Búast má við æsispennandi keppni, því samkvæmt stigunum eru 10 manna landslið þjóðanna svo að segja hnífjöfn. Frakkar eru geysilega vaxandi skákþjóð, árlega halda þeir fjölda alþjóð- legra móta og fjölmenn kyn- slóð ungra franskra skák- manna er í örri framför. Landslið íslands og Frakk- lands mættust síðast á Ólymp- íumótunum í Saloniki 1988 og í Novi Sad 1990 og sigruðu Frakkar í bæði skiptin með minnsta mun, 2Vi— V/i. Auk þess sem þjóðimar reyna með sér í 100 skákum verður einnig um einstaklingskeppni að ræða. Góð verðlaun eru eru í boði fyrir þá sem fá flesta vinn- inga. Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að hver Islend- ingur teflir við alla Frakkana tíu og öfugt. Til að ná áfanga að stórmeistaratitli þurfa íslensku liðsmennimar að fá sjö vinninga af 10 mögulegum, en til áfanga að allþjóðlegum meistaratitli þarf fimm vinninga. Franska liðið Óvænt forföll urðu á síðustu stundu í franska liðinu. Joel Lautier, sem nýlega komst upp i 2.645 stig, varð fyrir miklum skakkaföllum í einvígi við Rúss- ann Kramnik í Cannes í febrúar og tapaði IV2—4‘/2. Þetta þýddi töluvert stigatap fyrir Lautier og hann sá sig um hönd og lagði ekki í íslandsferð þar eð hann óttaðist um að tapa enn frekari stigum í viðureigninni við ís- lenska landsliðið. Boris Spasskí, fyrrum heims- meistari, er hættur að tefla fyrir franska landsliðið, en er samt væntanlegur til landsins í nokkra daga í tengslum við keppnina. Forföll Lautiers urðu þó ekki til að veikja franska liðið, heldur til þess að franska skáksamband- ið breytti um stefnu við val sitt á mönnum. Hingað til hefur það ekki leyft rússneskum stórmeist- urum sem sest hafa að í Frakk- landi að tefla með landsliðinu, en það verður samt aðstoðarmað- ur Kasparovs til margra ára, hinn þrautreyndi stórmeistari Joszef Dorfman, sem mun leiða franska liðið. Dorfman hefur þjálfað og teflt í Frakklandi í þijú ár og var fyrirliði liðsins á Ólympíu- og Evrópumótunum í fyrra, án þess að tefla sjálfur. Liðið er þannig skipað: Joszef Dorfman SM 2.580 Olivier Renet SM 2.535 Bachar Kouatly SM 2.505 Manuel Appicella AM 2.495 Eric Prie AM 2.470 Emmanuel Bricard AM 2.460 Arnaud Hauchard AM 2.450 Jean-René Koch AM 2.450 David Marciano AM 2.430 Jean-Luc Chabanon AM 2.425 íslenska liðið Tíu af ellefu stigahæstu skák- mönnum íslands á lista FIDE 1. janúar sl. eru með. Helgi Áss Grétarsson er sá eini sem hefur boðað forföll, en sæti hans tekur Róbert Harðarson, sem næstur er í stigaröðinni. Það sést glögg- lega af skákstigum íslendinganna að breiddin hér er ekki nærri því eins mikil og hjá Frökkunum: Jóhann Hjartarson 2.625 Margeir Pétursson 2.560 Jón L. Árnason 2.535 Helgi Ólafsson 2.515 Hannes Hlífar Stefánsson 2.495 Karl Þorsteins 2.480 Þröstur Þórhallsson 2.430 Héðinn Steingrímsson 2.420 Björgvin Jónsson 2.400 Róbert Harðarson 2.335 Larsen vann tölvuforritið Margir skákhugamenn minn- ast líklega viðureigna bandaríska tölvuforritsins Deep Thought við þá Kasparov og Karpov fyrir nokkrum árum. Síðan þá hefur IBM keypt forritið og lagt mikið í að endurbæta það. Ný útgáfa Hin þrítuga Nana Joseliani frá Georgíu sló óvænt út Zsuzsu Polgar, 23 ára. þess, Deep Blue, var prófuð í Danmörku í síðasta mánuði og tefldi m.a. fjögurra skáka einvígi við gömlu kempuna Bent Larsen. Þessi keppni vakti mikla athygli í Danmörku og var æsispenn- andi. Einvíginu lyktaði með naumum sigri Larsens, 2‘/2—1V2. En forritið tefldi síðan eina skák við stórmeistarann Lars Bo Han- sen og vann örugglega. Þetta forrit er bæði haganlega samið og einnig nýtir það sér gífurlega orku. Sú útgáfa þess sem Larsen tefldi við skoðaði 10 milljón stöð- ur á sekúndu! Að sögn aðstand- enda forritsins hijáðu það ýmsir tækniörðugleikar sem verður kippt í lag fyrir næstu keppni þess, en þeir ætla sér að vinna Kasparov innan fárra ára. Heims- meistarinn hefur einnig sagst búast við því að forritin verði farin að slá bestu skákmönnunum við fyrir aldamót. Allt virðast þetta þó getgátur einar og spár tölvusérfræðinga um velgengni forrita sinna hafa hingað til reynst alltof bjartsýn- ar. Þá eru stórmeistarar að mjög litlu leyti famir að rannsaka tölvuskák með það fyrir augum að ná sem bestum árangri gegn þeim. Áfall fyrir Polgar-fjölskylduna Úrslit í lokaeinvíginu í áskor- endakeppni kvenna urðu geysi- lega óvænt. Elsta Polgar-systirin, Zsuzsa, hafði sigrað með miklum yfirburðum á áskorendamótinu í Peking í haust og þótti flestum sem einvígi hennar við Nönu Jos- eliani frá Georgíu yrði hreint formsatriði. Zsuzsa er heilum hundrað skákstigum hærri en andstæðingurinn og vann tvær fyrstu skákimar. En sú georgíska var ekki á því að gefast upp, hún náði að minnka muninn í sjöttu skákinni og jafna í þeirri áttundu og síðustu. Þá vora tefldar tvær skákir með styttum umhugsunar- tíma og varð aftur jafnt, 1—1. Að lokum var varpað hlutkesti og lukkudísimar reyndust alveg hafa yfirgefið ungversku stúlk- una. Það verða því þær Nana Joseliani og Xu Jun, heimsmeist- ari kvenna frá Kína, sem eigast við í heimsmeistaraeinvígi kvenna í haust. Hollenskur milljónamæringur hafði tekið að sér að kosta einvíg- ið, en hann gerði ráð fyrir að það yrði Zsuzsa Polgar sem myndi mæta Xu Jun. Það virðist því sem kvennaeinvígið sé komið í sömu sjálfhelduna og einvígi Kasparovs og Shorts. Þessi óvæntu úrslit minna líka á það að þótt heims- meistarinn sé 150 skákstigum hærri en Short þá er ekki hægt að ganga út frá því sem gefnu að Kasparov haldi titlinum. STALGRINDARHUS Getum boðið mjög vönduð stálgrindarhús frá Finnlandi. Húsin eru samþykkt af Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins og henta m.a. vel sem hlöður, gripahús, vélageymslur, reiðhallir og iðnaðarhúsnæði.. Einnig getum við boðið stálbita ásamt þakjárni á mjög hagstæðu verði. Góðfúsfega feítið uppfýsínga hjá okkur UM BOÐ/SALA: HEKLA LAUGAVEG1174 SÍMI695500 VERÐDÆMÍ: miðað við gengi29/l '93 Stcerð:: 11.20 x 12.40= 138m2 Kr. 1.086.000 — 11.20 x24.40=273m2 Kr. 1.632.000 — 14.20 x24.40=346m2 Kr. 2.047.000 — 20.20 x 40.40=816mz Kr. 4.605.000 SALA: Eyrarvegi 37 800 Selfoss Sími 98-22277 _____________Brids_________________ Umsjón Arnór Ragnarsson íslandsmót yngri spilara í sveitakeppni íslandsmót yngri spilara, fæddir 1968 eða síðar, verður haldið helgina 12., 13. og 14. mars nk. Skráning er á skrifstofu Bridssambands íslands í síma 91-689360 og skráningarfrestur er til miðvikudagsins 10. mars. Það verður spiluð einföld umferð, allir við alla, og lengd leikja ræðst af því hve margar sveitir taka þátt. Keppnisgjald er kr. 10.000 á sveit og keppnisstjóri verður Kristján Hauksson. Spilað er um gullstig, hver unninn leikur gefur 'h gullstig á spilara. Bridsklúbbur Fél. eldri borgara Kópavogi Föstudaginn 26. febrúar var spilað- ur tvímenningur og mættu 12 pör. Úrslit urðu: Garðar Sigurðsson - Eysteinn Einarsson 211 Jósef Sigurðsson - Einar Einarsson 187 HeiðurGestsdóttir-StefánBjömsson 177 Jón Hermannsson - Sveinn Gamalíusson 1786 Meðalskor 165 stig. Þriðjudag 2. mars var spilaður tví- 3M Röntgenfilmur menningur og mættu 16 pör. Úrslit urðu: Friðgeir Ágústsson - Guðmundur Á. Guðm. 258 SæbjörgJónasdóttir - Bergsveinn Breiðfiörð 248 GunnarPálsson-GústafFinnbogason 244 Margrét Sigurðardóttir - Bragi Salómonsson 236 HannesAlfonsson-ValdimarLárusson 231 Meðalskor 210 stig. Næst verður spilað þriðjudaginn 9. mars kl. 19 að Digranesvegi 12. Bridsfélag Hreyfils Síðastliðinn mánudag voru spilaðar fimm umferðir í barómeter-tvímenn- ingnum. Að loknum tuttugu umferð- um er staða efstu para þessi: ÓskarSigurðsson-SigurðurStóngrímsson 311 Daníel Halldórsson - Ragnar Bjömsson 267 Jón Sigtryggsson - Skafti Bjömsson 253 Ágúst Benediktsson - Rósant Hjörleifsson 178 Vetrarmitchell BSÍ Föstudagskvöldið 5. mars var spil- aður eins kvölds vetrarmitchell í Sig- túni 9. 32 pör spiluðu og urðu úrslit þannig: N/S riðill ValtýrPálsson-BjömSnorrason 506 MaríaÁsmundsd.-Stóndórlngimundarson 485 AronÞorfmnsson-KjartanJóhannsson 485 ÞórðurMöller-RögnvaidurMöller 475 A/Vriðill GuðlaugurNielsen-AntonValgarðsson 491 ÁsthildurSiguigíslad.-LárusAraórsson 477 GuðlaugurSveinsson-ÓskarKarlsson 460 IngaLáraGuðmunds.-HannaFriðriksd. 458 Næsta föstudagskvöld, 12. mars, verður ekki spilað vegna íslandsmóts yngri spilara í sveitakeppni sem hefst kl. 19.30 í Sigtúni 9. Sí&asta hraðlestrarnámskeiðið Síðasta námskeið vetrarins hefst fimmtudaginn 11. mars nk. Viljir þú margfalda lestrarhraöann, hvort heldur er til að bjarga næstu prófum með glæsibrag eða til að njóta þess að lesa meira af góðum bókum, ættir þú að skrá þig strax á næsta námskeið. Lestrarhraði nemenda fjórfaldast að jafnaði. Við ábyrgjumst að þú nærð árangri! Skráning aila daga í síma 641091. HRAÐLESTRARSKOLINN ...við ábyrgjumst að þú nærð árangri! S 1978-1992 CS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.