Morgunblaðið - 09.03.1993, Side 25

Morgunblaðið - 09.03.1993, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1993 25 Mótmælt með afsögn Carlo Ripa di Meana, fyrrverandi umhverfisráðherra, ásamt Marinu, konu sinni. Hann sagði af sér embætti á sunnudag og er fjórði ráð- herrann í ríkisstjórn Giulianos Amatos, sem hættir á einum mánuði. Hneykslis- og spillingarmálin á Ítalíu Ovissa um fram- tíð stjóraarinnar Róm. Reuter. GIULIANO Amato, forsætisráðherra Ítalíu, og stjórn hans áttu undir högg að sækja í gær vegna áætlana um að taka vægilega á þeim, sem gerast sekir um pólitíska spillingu. Á sunnudag neitaði Oscar Luigi Scalfaro, forseti Ítalíu, að undirrita tilskip- un þess efnis og um helgina sagði Carlo Ripa di Meana um- hverfisráðherra af sér embætti í mótmælaskyni. Talið er Amato bregðist við með því að skipa nýjan mann í embætti umhverfisráðherra og breyta tilskip- uninni í frumvarp, sem lagt verði fyrir þingið. Raunar telja margir, að Scalfaro forseti, sem hefur verið mikill stuðningsmaður Amatos, hafi jafnvel bjargað honum með því að neyða hann til að huga betur að þessu viðkvæma máli. Ef forsetinn hefði undirritað til- skipunina hefðu þeir, sem dæmdir hafa verið í fangelsi fyrir að afla stjómmálaflokkum fjár með ólög- mætum hætti, verið látnir lausir strax en þess í stað gert að greiða sekt og bannað að gegna opinberu embætti í tvö og upp í fjögur ár. Stjórnarandstaðan á Ítalíu hefur gagnrýnt tilskipunina og dómarar segja, að hún muni lama rannsókn- arstarfið. Andstaða Scalfaros var byggð á því, að um væri að ræða tilskipun, sem gæti farið í bága við þjóðarat- kvæðagreiðslu um fjármögnun stjórnmálaflokka en hún er fyrirhug- uð í næsta mánuði. „Scalfaro virðist hafa tekist það ótrúlega, að halda eigin trúverðugleika án þess að fella stjórnina," sagði dagblaðið La Stampa en ítalska ríkisútvarpið taldi, að eins líklegt væri að stjórnin félli. Hneykslismálin á Italíu hafa leitt í ljós, að stjómmálaflokkarnir fjár- mögnuðu starfsemi sína að hluta með því krefjast mútugreiðslna frá kaupsýslumönnum og atvinnurek- endum gegn því að útvega þeim opin- bera verksamninga eða bankalán. Snúast flest málanna um starfsemi af þessu tagi en aðrir hafa verið sakaðir um margvíslega aðra spill- ingu, til dæmis beinan fjárdrátt eða að hafa tekið við þýfi. World Trade Center í New York Islamska hreyf- ingin sver af sér aðild að tilræðinu Kaíró, New York. Reuter. HELSTA hreyfing herskárra múslima í Egyptalandi, Gama’a el-Islamiya (Islamska hreyfingin), vísaði því á bug í gær að hún væri viðriðin sprengjutilræðið í in hótaði ennfremur að refsa andlegan lærimeistara hennar, íslamska hreyfingin sagði í yfir- lýsingu að hún réðist ekki á sak- lausa borgara. Sheik Omar Abdel- Rahman, blindur kierkur sem býr í New Jersey, væri ekki viðriðinnn sprengjutilræðið í World Trade Center. Sheik Omar var sýknaður af ákærum um að hafa lagt blessun sína yfir morðtilræðið á Anwar Sad- at, forseta Egyptalands, árið 1981. Hann hefur búið í Bandaríkjunum frá 1990. Tveir menn, sem hafa verið hand- teknir vegna sprengjutilræðisins, eru taldir vera fylgismenn klerksins. Annar þeirra er jórdanskur rík- isborgari af palestínskum uppruna, Mohammed Salameh, sem var hand- tekinn á fimmtudag og ákærður fyrir aðild að tilræðinu. Grunur leik- ur á að hann hafi tekið sendibíl sem notaður var í tilræðinu á leigu. Hinn maðurinn er 42 ára Egypti, Ibrahim Elgabrowny, sem var hand- tekinn og ákærður fyrir að ráðast á tvo lögregiumenn bandarísku al- ríkislögreglunnar FBI þegar þeir leituðu að honum á heimili hans. Bandaríska sjónvarpið CNN skýrði frá því að lögreglan hefði fengið vitneskju um nafn annars manns sem hefði verið með Mo- hammed Salameh þegar hann tók sendibílinn á leigu. Maðurinn hefði hins vegar horfið fyrir viku. CNN sagði að lögreglan hefði fundið raf- taugar á heimili hans en ekki væri vitað hvort þær tengdust sprengju- tilræðinu. ísraelar sakaðir um aðild að tilræðinu Irönsk stjórnvöld sökuðu ísra- elsku leyniþjónustuna Mossad um að hafa staðið fyrir sprengjutilræð- inu í því skyni að ala á hatri á World Trade Center. Hreyfing- þeim sem reyndu að ófrægja Sheik Omar Ábdel-Rahman. Reuter Grunaður um tilræðið Mohammed Salameh, jórdanskur ríkisborgari af palestínskum uppruna, hefur verið ákærður fyrir fyrir aðild að sprengjutil- ræðinu í World Trade Center. múslimum. Þá birti Khaleej Times í Sameinuðu arabísku furstadæm- unum frétt á forsíðu frá fréttaritara í New York þar sem hann sakar bandaríska fjölmiðla um að hunsa „mikilvægt hlutverk ísraelsku kon- unnar Josie Hadas“ í málinu. Þegar Salameh tók sendibílinn á leigu gaf hann upp símanúmer Hadas, en talsmenn FBI hafa ekki viljað svara spumingum blaðamanna um hvort hún sé ísraelsk og tengist ísraelsku leyniþjónustunni. Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraue Kopavogi, sími 571800 Toyota 4Runner V-6 '91, rauður, sjálfsk., ek. 22 þ. Sóllúga, rafm. í ruðum, álfelgur, 33“ dekk o.fl. V. 2,4 millj. Toyota Corolla XL 1600 liftback 16-V’92, rauður, 5 g., ek. aðeins 20 þ. V. 1.030 þ. Sk. ód. Daihatsu Feroza SX 4 x 4 '91, 5., ek. 11 þ. Veltigrind o.fl. V. 1.180 þ. Subaru 1800Í GL station '87, blásans., sjálfsk., ek. 110 þ. Rafm. í rúðum o.fl. Gott eintak. V. 690 þ. stgr. Jeep Cherokee 2,5 L '85. Blár (tvílitur), sjálfsk., ek. 82 þ. mílur. V. 890 þ. Skipti. Góð vaxtalaus lán. Daihatsu Charade GTi Turbo '88, svart- ur, ek. 73 þ. Ný skoðaður. V. 580 þ. Sk. ód. Daihtasu Charade TX '91, 5 g., ek. 19 þ. V. 630 þ. MMC Galant GLSi Super Saloon '91 sjálfsk. m/öllu, ek. 31 þ. V. 1.400 þús. Sk. ód. MMC Lancer EXE hlaðbakur '92, sjálfsk., ek. 15 þ. V. 1.080 þ. Sk. ód. MMC Lancer GLX '88, sjálfsk., ek. 68 þ Rafm. í rúðum o.fl. Fallegur bíll. V. 550 þ. Peugout 309 GL Profile '91,5 dyra, rauð ur, 5 g. Gott ástand. V. 595 þús. stgr. Ford Bronco 8 cyl. (302) '74, sjálfsk., mikið endurnýjaður. Gott ástand. V. 480 þ. Góð lán. »IIl: Fjoldi bilreíöa á gifii staðgrciðslu- verði eða sannoiornum lánakjörum. VZterkurog k J hagkvæmur auglýsingamiðill! Nýtt útbob á spariskírteinum ríkissjóbs verbur mibviku- daginn 10. mars Næstkomandi miðvikudag fer fram nýtt útboð á spariskírteinum ríkissjóðs. Um er að ræða hefð- bundin verðtryggð spariskírteini í eftirfarandi flokkum: l.fÍ.D 1993 5 ár 10. apríl 1998 l.fl.D 1993 10 ár 10. febrúar 2003 Þessir flokkar eru skráðir á Verðbréfaþingi íslands og er Seðlabanki íslands viðskiptavaki þeirra. Aðrir sem óska eftir að gera tilboð í spariskír- teinin eru hvattir til að hafa samband við framangreinda aðila, sem munu annast tilboðsgerð fyrir þá og veita nánari upplýsingar. Öll tilboð í spariskírteinin þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14, miðvikudaginn 10. mars. Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 62 60 40. Spariskírteinin verða seld með tilboðsfyrirkomu- lagi. Löggiltum Verðbréfafyrirtækjum, verðbréfa- jmiðlurum, bönkum og sparisjóðum gefst einum kostur á að gera tilboð í spariskírteinin samkvæmt tilteknu tilboðsverði. Lágmarkstilboð er kr. 5.000.000 að nafnverði. LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæö, 150 Reykjavík, sími 91- 62 60 40

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.