Morgunblaðið - 09.03.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1993
39
Minning
Ingólfur Kristinsson
Fæddur 20. október 1910
Dáinn 26. febrúar 1993
Hinsta kveðja til kærs
frænda
Móðurbróðir minn, Ingólfur, lézt
í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri 26. febrúar sl. eftir stutt veik-
indi. Hann fæddist á Akureyri og
bjó þar alla ævi. Hann var því sann-
ur Akureyringur. Ég minnist hans
með mikilli hlýju og þakklæti.
Úddi, eins og ég og bræður mín-
ir og einnig böm Helgu móðursyst-
ur ávallt nefndum hann, var okkur
öllum mjög kær og mikils virði í
uppvextinum. Hann var enn á
barnsaldri þegar við vorum að fæð-
ast hvert á fætur öðru og varð því
ekki aðeins náinn frændi, heldur
líka leikfélagi og vinur. Við dáðum
hann öll og vorum stolt af honum,
því hann var svo fallegur, góður
og skemmtilegur.
Ég var svo lánsöm, að hann og
amma Guðlaug, sem var orðin
ekkja, áttu heimili með foreldrum
mínum um árabil þegar ég var að
alast upp. Það var dásamlegt að
hafa þau hjá sér, njóta daglegra
samvista við þau og eiga þau að ef
á bjátaði. Úddi frændi minn var
svo barngóður að af bar og sóttum
við öll til hans. Hann virtist alltaf
hafa tíma til að sinna manni, að
breyta grát í gleði og bregða á leik
var honum eðlislægt.
Það var ákaflega kært með hon-
um og ömmu. Hann var yngsta
barn hennar og eini drengurinn og
varð henni alltaf ástríkur og um-
hyggjusamur sonur.
Amma, Guðlaug Stefanía Benj-
amínsdóttir, og afi, Kristinn Jósefs-
son, eignuðust ijögur börn, dæturn-
ar Helgu, Magnúsínu og Guðrúnu
og svo Ingólf. Þau urðu fyrir þeim
mikla harmi að missa yngstu dótt-
urina, Guðrúnu, aðeins tíu ára
gamla. Og enn dró ský fyrir sólu
er Helga lést 1928, 38 ára frá fjór-
um ungum börnum. Það var mikil
raun fyrir alla fjölskylduna og sorg
og söknuður ömmu og mömmu
minnar, Magnúsínu, var átakanleg-
ur.
Nú áttu þær aðeins Ingólf eftir
og hann var sannarlega augasteinn
og eftirlætisgoð þeirra beggja. Við-
mót þeirra hvert við annað ein-
kenndist af ástúð og umhyggju.
Marnma var tíu árum eldri en
Úddi, en þrátt fyrir það var sam-
band þeirra sem jafnaldrar væru.
Þau voru lík um margt, bæði svo
opin og hlý, og vildu öllum gott
gera. Ahugamálin voru einnig svip-
uð hjá báðum, svo sem tónlist, leik-
list, íþróttir og félagsmál. Þau léku
bæði hjá Leikfélagi Akureyrar og
Úddi söng lengi með Karlakórnum
Geysi. Hann stundaði fimleika af
kappi með LFA og var í sýningar-
flokki þess félags. Þau systkinin
höfðu bæði yndi af að dansa og
man ég vel hvað mér þótti gaman
að horfa á þau dansa saman; bæði
svo létt i spori og geislandi glöð.
Mér er líka minnisstætt hve mikið
líf og fjör var alltaf í kringum hann
frænda minn, enda var hann vin-
margur og eftirsóttur vegna glæsi-
leika og glaðværðar.
Hann kvæntist ungur fallegri og
góðri jafnöldru sinni, Grétu Jóns-
dóttur, dóttur Jóns Björnssonar
skipstjóra á Akureyri og konu hans
Kristínar Guðjónsdóttur. Það var
mikið jafnræði með þeim og hjóna-
band þeirra farsælt og hamingju-
ríkt. Þau eignuðust sex myndarleg
og góð börn sem öll hafa verið for-
eldrum sínum til gleði og sóma.
Þau eru Hildur, sem er elst, þá Öm
og Örlygur, síðan Gréta og Ingólfur
og yngstur er Örvar. Bamabörnin
eru 24 og barnabarnabörnin 32.
Langalangafabarninu hélt hann í
fangi sér á 82 ára afmælisdaginn.
Móðurbróðir minn var því afar vin-
sæll og naut af heilum hug sam-
vista við afkomendur sina sem allir
elskuðu hann og dáðu.
Hann missti Grétu 25. apríl 1982
og var hún okkur öllum harm-
dauði. Ég saknaði hennar á stijál-
um ferðum okkar Ingva til Akury-
erar eftir að hún féll frá, það hafði
alltaf verið svo gott gaman að koma
í Helgamagrastræti 34, fallega
húsið sem þau byggðu sér ung og
bjuggu síðan í alla tíð.
A kveðjustund þakka ég elsku
Údda mínum samfylgdina og bið
honum Guðs blessunar á æðri stig-
um. Æskuminningarnar eru bjart-
ari og fegurri vegna hans.
Frændsystkinum mínum, fjöl-
skyldum þeirra og öðmm aðstand-
endum vottum við Ingvi og Berg-
ljót Kristín einkadóttir okkar hina
dýpstu samúð.
Dýrmæt er fögur minning.
Hólmfríður G. Jónsdóttir.
Fyrstu kynnin mín af Ingólfi
Kristinssyni, ömmubróður mínum,
voru í bernsku minni þegar hann
kom frá Akureyri í heimsókn til
okkur í Kópavoginn og tók mig og
litlu systur mína í „kleinu“. Þá var
mikið hlegið og eftir það kölluðum
við hann kleinukarlinn eða þangað
til við fórum að kalla hann Ödda
frænda. Undir því gælunafni gekk
hann í minni fjölskyldu. Ég var svo
lánsamur að fá að búa hjá þeim
hjónum, Ingólfi og Grétu, í Helga-
magrastræti 34 meðan ég var í
Menntaskólanum á Akureyri, sam-
tals í fimm vetur. Fyrir mig, sem
hafði misst föður minn fáum árum
áður, var það sérstakt lán að fá
Údda frænda sem „plat-pabba“ og
þau hjón voru mér í alla staði sem
góðir foreldrar. Fyrir það get ég
seint fullþakkað.
Ingólfur var Akureyringur í húð
og hár og var stoltur af bænum
sínum. Hann kenndi mér m.a.
mikilvægi þess að vera trúr upp-
runa sínum og leggja rækt við
heimaslóðir. Það gerði hann svo
sannarlega með virkri þátttöku í
félagsmálum, menningar- og
stjómmálum bæjarins.
Ungur að árum hóf hann að iðka
íþróttir með Iþróttafélaginu Þór og
Fimleikafélagi Akureyrar og fór
með því í sýningarferðir til Reykja-
víkur og víðar.
Hann starfaði og lék með Leikfé-
lagi Akureyrar um árabil og í mörg
ár söng hann og starfaði með
Karlakómum Geysi.
Ingólfur var hugsjónamaður og
baráttumaður fyrir betra lífi og var
m.a. formaður Starfsmannafélags
Akureyrar í tólf ár og var fulltrúi
þess á þingum BSRB í Reykjavík
og gegndi fleiri trúnaðarstörfum
fyrir stéttarsystkini sín. Það segir
sína sögu um hann að Starfs-
mannafélagið gerði hann að heið-
ursfélaga þess þegar hann varð
sjötugur. Þá átti hann sæti fulltrúa
á aðalfundum Kaupfélags Eyfirð-
inga og var um tima formaður fé-
lagsins Karl II.
Sem fyrr segir var Ingólfur
Akureyringur í húð og hár; hann
fæddist þar og ólst upp. Ungur að
árum missti hann föður sinn og
varð snemma að byija að vinna
fyrir sér. Hann vann m.a. við ullar-
þvott hjá Gefjun, síðar skrifstofu-
störf við póstbátinn Drang, en
lengst af vann hann í Sundlaug
Akureyrar eða þar til hann lét af
störfum vegna aldurs.
Ingólfur kvæntist Grétu Jóns-
dóttur 26. nóvember 1932. Hún var
fædd 3. október 1910, en lést 25.
apríl 1982. Þau hjón eignuðust sex
börn: Hildi, gift Guðlaugi Tómas-
syni og eiga þau fimm böm og tíu
barnabörn, Öm, kvæntur Elsu Val-
garðsdóttur og eiga þau þijú börn
og fimm barnabörn, Órlyg, kvænt-
ur Ásu Jónsdóttur og eiga þau fjög-
ur börn og fimm barnabörn, Ing-
ólf, sem kvæntur er Sigrúnu Valdi-
marsdóttur og eiga þau fimm börn
og níu barnaböm, Grétu, gift Sig-
urði Hallgrímssyni og eiga þau
fjögur börn og fimm bamabörn,
og Órvar, kvæntur Erlu Ólafsdóttur
og eiga þau tvö börn. Barnabörnin
eru því orðin 23 og langaafabörnin
34 og eitt langalangafabarn. Öll
börn þeirra Ingólfs og Grétu búa
fyrir sunnan nema Örlygur, sem
býr á Akureyri.
Foreldrar Ingólfs vom Kristinn
Jósefsson bónda á Krónustöðum í
Saurbæjarsókn, fæddur 1. ágúst
1863, en bjó á Akureyri frá 1903,
og kona hans Guðlaug Stefanía
Benjamínsdóttir, fædd 12. ágúst
1870 á Stekkjarflötum.
Jósef afi Ingólfs var bóndi á
Krónustöðum, Sigurðsson bónda í
Suður-Tjarnarkoti, Flóventssonar.
Móðir Kristins Jósefssonar hét
Friðbjörg, dóttir Þorláks tjikulás-
sonar og Friðfinnu Friðfinnsdóttur.
Guðlaug Stefanía, móðir Ingólfs,
var dóttir Benjamíns Jónssonar
bónda á Stekkjarflötum og konu
hans, Guðlaugar Gísladótur.
Ingólfur átti þijár systur, en þær
voru: Helga Sigríður, amma mín,
fædd 27. júní 1889 í Samkomu-
gerði, dáin 1928, Magnúsína, fædd.
1. janúar 1919 á Æsustöðum, dáin
16. desember 1992, og Guðrún,
fædd 24. október 1904, dáin 22.
júní 1915.
Ingólfur var ætíð í miklum met-
um hjá Guðrúnu, móður sinni, enda
reyndist hann henni vel, m.a. með
því að taka mig að sér og létta
þannig undir með henni á erfiðum
tímum.
Eftir lát Grétu var Ingólfur svo
lánsamur að eignast góða og
trausta vinkonu, Þorbjörgu Han-
sen, en hún og fjölskylda hennar
reyndust honum vel síðustu_ árin.
Örlygur sonur hans og Ása og
fjölskylda þeirra voru honum stoð
og stytta, jafnt í blíðu sem stríðu
og var Ingólfur ánægður að hafa
þau svo nærri. Helst hefði hann
viljað hafa öll börnin hjá sér á
Akureyri, enda var Akureyri besti
bær í heimi í hans augum og hann
átti alltaf bágt með að skilja hveiju
fólk gæti verið að sækjast eftir
suður.
Ég á margar góðar minningar
um þau hjón í Helgamagrastræti
og þau gáfu mér, óhörðnuðum
unglingi, vegarnesti, sem hefur
reynst mér vel á lífsleiðinni.
Ingólfur Kristinsson var góður
drengur og sannur sonur Akur-
eyrar. Ég kveð hann með þakklæti
og virðingu um leið og ég óska fjöl-
skyldu hans guðs blessunar.
Bæn
Skrifuð á blað
verður hún væmin
bænin
sem ég bið jær
en geymd í hugskoti
slípast hún
eins og perla í skel
við hveija hugsun
sem hvarflar til þín.
Hrafn Andrés Harðarson.
Minning
Véný Viðarsdóttir
Fædd 17. nóvember 1930
Dáin 1. marz 1993
í dag verður gerð frá Dómkirkj-
unni útför Vénýjar Viðarsdóttur.
Hún lést í Landspítalanum 1. marz
sl. eftir stutta legu.
Venna eins og hún var kölluð af
vinum sínum fæddist í Reykjavík
17. nóvember 1930. Foreldrar
hennar voru Anna Margrét Hall-
dórsdóttir, kölluð Dassa af vinum
sínum og samferðamönnum, dóttir
Halldórs Georgs Stefánssonar
læknis og konu hans Unnar Maríu
Skúladóttur Thoroddsen hjúkrunar-
konu og Viðar Pétursson tannlækn-
ir, sonur Péturs Zóphaníassonar
ættfræðings og konu hans Guðrún-
ar Jónsdóttur. Þau Dassa og Viðar
stunduðu bæði nám við Mennta-
skólann í Reykjavík um þessar
mundir.
Venna ólst upp hjá móðurforeldr-
um sínum. Að loknu barnaskóla-
prófi innritaðist hún í Verzlunar-
skóla íslands og lauk þaðan burtfar-
arprófi vorið 1949 í hópi kátra
skólasystkina.
17. nóvember 1954 giftist Venna
eftirlifandi manni sínum, Gylfa
Jónssyni bifreiðastjóra. Börn þeirra
urðu fimm, Guðbjörg fóstra, f. 21.
maí 1945, Unnur María, f. 12. októ-
ber 1958, dó ung, Viðar íþrótta-
kennari á Hellissandi, f. 26. desem-
ber 1961, kvæntur Dröfn Skúla-
dóttur, Siguijón trésmiður, f. 14.
ágúst 1965, í sambúð með Elísa-
betu Austmann, og Halldór nemi,
f. 13. júní 1970. Barnabömin eru
fjögur.
Venna var gáfuð eins og hún
átti kyn til, kom alltaf til dyranna
eins og hún var klædd. Hún var
heilsteypt, hafði ákveðnar skoðanir
á mönnum og málefnum og hélt
þeim fram af festu. Við vorum ekki
alltaf sammála, en það breytti í
engu vináttu okkar. Árið 1973 flutt-
ust þau Gylfi og fjölskyida í næsta
hús við okkur við Skeiðarvog. End-
urnýjuðust þá gömul kynni, börn
okkar ólust upp saman og nær dag-
legt samband var á milli heimil-
inna. Foreldrar Vennu áttu bæði tvö
hjónabönd að baki þegar þau lét-
ust. Eftirtektarvert var hve mikill
kærleikur var á milli hálfsystkin-
anna, þau stóðu jafnan saman sem
einn maður.
Á kveðjustund er mér efst í huga
að þakka vinkonu minni fyrir ára-
tuga vináttu sem aldrei bar skugga
á. Við sendum Gylfa og fjölskyldu
þeirra allri innilegar samúðarkveðj-
ur.
Finnur Stephensen.
í hendi Guðs er hver ein tíð,
í hendi Guðs er allt vort stríð,
hið minnsta happ, hið mesta fár,
hið mikla djúp, hið litla tár.
(M.J.)
Við vorum ungar að árum þegar
leiðir okkar lágu fyrst saman í
skóla. Sú vinátta, sem þá var stofn-
að til, var byggð á traustum grunni
og hefur þar aldrei fallið skuggi á.
Ógleymanlegir eru skóladagarnir
þegar væntingar til lífsins og tilver-
unnar eru mestar. Þá eignuðumst
við marga vini og kunningja sem
halda hópinn enn þann dag í dag.
Véný vinkona okkar var félagslynd
og vinsæl meðal skólasystkinanna
og lagði dijúgan skerf til þeirrar
samheldni sem hefur ávallt ríkt hjá
VÍ ’49. Við vinkonumar héldum
áfram að hittast reglulega og þann-
ig urðum við þátttakendur í lífs-
hlaupi hver annarrar. Véný ólst upp
hjá móðurforeldrum sínum, Unni
Skúladóttur Thorodsen og Halldóri
G. Stefánssyni lækni. Naut hún
mikillar ástúðar og umhyggju
þeirra og var hvers manns hug-
ljúfi. Menningarlegt uppeldi hennar
og meðfæddar góðar gáfur nýttust
henni vel í lífinu.
Véný kynntist mannsefni sínu,
Gylfa Jónssyni, árið 1953. Var
hjónaband þeirra mjög hamingju-
ríkt. Þau eignuðust fimm böm, en
urðu fyrir þeirri iriiklu sorg að missa
tæplega sex ára dóttur sína 1964
eftir langvarandi veikindi. Þá kom
vel í ljós stilling Vénýjar og æðm-
leysi sem hún einnig sýndi í sínum
eigin veikindum.
Andleg verðmæti og mannleg
samskipti mat hún meir en verald-
leg gæði. Hún var mikil og vand-
virk hannyrðakona og hafði mikla
ánægju af því að gleðja aðra með
fallegum munum sem hún hafði
unnið.
Véný hafði alla tíð mikla gleði
af spilamennsku og tók oft þátt í
brids-keppnum með góðum árangri.
Ættfræði var henni hugleikin og
bjó hún yfir miklum fróðleik á því
sviði. Síðustu tíu árin starfaði hún
í hlutastarfi sem hjúkranarritari á
öldrunardeild Landspítalans í Há-
túni og líkaði það starf vel.
Minningarnar þjóta í gegnum
hugann og er erfitt að hugsa sér
framtíðina án Vénýjar vinkonu okk-
ar. Það er mikil lífsreynsla að missa
svo nána vinkonu. Ljúft viðmót,
glaðlyndi og hlýja til allra sem hún
umgekkst voru ríkir þætti í fari
hennar og þeirra nutum við ekki
síst.
Þegar leiðir skiljast nú um sinn
og tómleiki og söknuður fylla hug-
ann minnumst við okkar kæra vin-
konu með þakklæti fyrir vináttu
hennar og kærleiksríka samfylgd.
Algóður Guð styrki og blessi ást-
vini hennar alla á þessari kveðju-
stundu.
Helga, Hildur, Ragnheiður
og Sigurlaug.
Sælir eru hjartahreinir, því þeir
munu Guð sjá. Þetta ritningarverk
finnst mér eiga vel við Véný, því
að allir sem hún kynntist um ævina
urðu vinir hennar og alltaf velkomn-
ir á heimili þeirra Vénýjar og Gylfa,
og alltaf var hún boðin og búin að
rétta hjálaprhönd til þeirra. Það eru
ljúfar minningar sem rifjast upp
fyrir mér þegar ég bjó hjá Vennu
og Gylfa í Seiðarvoginum. Frá
fyrsta degi voru ég og Dísa mín
orðnar hluti af fjölskyldunni og
Venna besta vinkona sem ég gat
eignast. Ég kveð þig með söknuði
elsku Venna, og bið Guð að geyma
þig að eilífu. Ég bið Guð að styrkja
ykkur í sorg ykkar elsku Gylfi og
böm.
Helga Pálmadóttir.
í minningxi
móðursystur
Við minnumst hlýju hennar, glað-
værðar, notalegrar nærveru, gáska,
gjafmildi, hispursleysis og stríðni.
Við minnumst yndislegrar konu.
Við minnumst með söknuði ótal
samverustunda sem hafa alltaf ver-
ið svo sjálfsagðar og auðsóttar.
Venna er dáin og samverustund-
irnar verða ekki fleiri en minningin
um elskulega frænku lifir.
Valdís og Ólafur Páll.
* Blóm Skreytingar Gjafavara
Kransar Krossar Kistuskreytingar
Opið alla daga frá kl. 9-22
Fákafeni 11
s. 68 91 20