Morgunblaðið - 09.03.1993, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1993
51
Nýr háskóli og rót-
tæk uppstokkun á
laimakerfi kennara
NÝR háskóli í Reylg'avík og róttæk uppstokkun á launa-
kerfi háskólakennara voru meðal hugmynda sem fram
komu á málþingi sem Menntamálaráðuneytið hélt í sam-
vinnu við Háskóla íslands, Félag háskólakennara og Stúd-
entaráð HI, um stefnu og framtíð Háskóla íslands sl. laugar-
dag. Olafur Proppé, dósent í Kennaraháskóla íslands, lagði
til í framsöguerindi sínu að flestir sérskólar á háskólastigi
yrðu sameinaðir í einn háskóla, Háskóla Reykjavíkur, m.a.
í þeim tilgangi að veita Háskóla íslands samkeppni. Gísli
Már Gíslason, formaður Félags háskólakennara, lagði fram
hugmyndir sínar um nýtt launakerfi háskólakennara, en
þær byggjast m.a. á því að laun yrðu rannsóknahvetjandi.
Ólafur Proppé lagði til að flestir
af þeim tólf skólum fyrir utan HÍ
sem væru á háskólastigi myndu
sameinast í einum skóla, Háskóla
Reykjavíkur. Skólinn myndi skip-
ast í þrjú til fjögur meginsvið sem
nefna mætti skóla; kennaraskóla,
listaskóla og tækniskóla, og ef til
vill verslunarskóla. í kennaraskó-
lanum yrðu sameinaðir Kennara-
háskóli íslands, Þroskaþjálfaskól-
inn, Fósturskólinn og íþrótta-
kennaraskólinn. í listaskólanum
yrðu Leiklistarskólinn, Myndlistar-
og handíðaskólinn og Tónlistar-
skólinn og jafnvel Listdansskólinn.
| tækniskólanum yrðu Tækniskóli
íslands og búvísindadeildin á
Hvanneyri. Þarna gætu líka komið
inn efstu stig Stýrimannaskólans
og Vélskólans. í verslunarskólan-
um yrðu Samvinnuskólinn og
Tölvuháskóli Verzlunarskólans, ef
áhugi væri fyrir hendi hjá þessum
skólum.
Margar flugur í einu höggi
Ólafur sagði að með þessu fyrir-
komulagi væri hægt að slá margar
fiugur í einu höggi. „Við leysum
vanda þeirra skóla á háskólastigi
sem við hvað mesta tilvistarkreppu
búa með því að marka þeim stað
með formlegum hætti í viður-
kenndum háskóla. Við búum til
nýjan háskóla sem er nægjanlega
stór og fjölþættur til að veita Há-
skóla íslands heilbrigða og já-
kvæða samkeppni. Við sköpum
aðstæður til að marka heildar-
stefnu um æðri menntun ílandinu
og til að heíja markvissa uppbygg-
ingu tveggja stórra háskóla, í stað
fjölmargra stærri skóla,“ sagði
Ólafur. Auk þess sagði hann að
þessu gæti fýlgt mikil hagræðing
og spamaður.
Launakjörum fjarstýrt
Gísli Már Gíslason, formaður
Félags háskólakennara, vék að því
í framsögu sinni að launakjör há-
skólakennara væru bágborin og
þeim væri í raun fjarstýrt af aðilum
vinnumarkaðarins. Hann sagði að
nauðsynlegt væri að samið yrði
um rannsóknahvetjandi launa-
kerfi, en sérfræðingar OECD,
efnahags- og framfarastofnunar
Evrópu, hefðu ásamt mörgum öðr-
um bent á nauðsyn þess. Gísii lagði
síðan fram hugmyndir sinar um
nýtt launakerfi háskólakennara,
sem fyrst og fremst byggir á því
að laun yrðu rannsóknahvetjandi,
en ekki kennsluhvetjandi. Auka-
þóknanir yrðu eingöngu greiddar
fyrir vísinda- og rannsóknastörf
og kennarar gætu keypt sig frá
almennri kennslu með rannsókn-
afé.
Framlag til vísinda
Samkvæmt hugmyndum Gísla
myndu reyndari og færari kennar-
ar aðallega sinna rannsóknatengdu
framhaldsnámi, en framhaldsnem-
ar myndu sinna einfaldari kennslu.
Allur framgangur kennara byggð-
ist á framlagi þeirra til vísinda og
miklar kröfur yrðu gerðar til kenn-
ara. Nýráðnir kennarar, lektorar,
yrðu ráðnir til sex ára og laun
þeirra yrðu um 1,5 til 1,8 milljónir
króna á ári. Endurráðning og
framgangur lektora í dósentsstöð-
ur byggðist á framlagi þeirra til
vísinda og dósentslaun yrðu 2,5 til
3 milljónir á ári. Prófessorar þyrftu
að vera fremstir í sínu fagi á
heimsmælikvarða. Laun þeirra
yrðu 3,5 milljónir á ári og hækk-
uðu með framlögum til rannsókna.
Allur frekari framgangur byggðist
á framlagi til vísinda og afköstum.
Gísli sagði að ef þetta kerfi yrði
tekið upp myndu núverandi kenn-
arar starfa áfram samkvæmt nú-
gildandi launakerfi. Þeir gætu
komið inn í nýja kerfið, en sömu
kröfur yrðu þá gerðar til þeirra
og til nýráðinna kennara.
Gísli sagði að ef þessar hug-
myndir yrðu framkvæmdar mynd-
um við eignast framsækinn há-
skóla, sem yrði sá aflvaki þekking-
ar sem við vildum að hann væri.
Skólinn myndi laða til sín nemend-
ur, bæði erlenda og innlenda. Allt
rannsóknastarf yrði öflugra og
innflutningur á þekkingu myndi
dragast saman og útflutningur að
sama skapi aukast.
Atvinnulífið áhugasamt
Fulltrúar atvinnulífsins á mál-
þinginu, Lára V. Júlíusdóttir fram-
kvæmdastjóri ASÍ og Jónas Friðrik
Jónsson lögfræðingur hjá Verslun-
arráði, voru bæði þeirrar skoðunar
að efla ætti tengsl Háskólans við
atvinnulífið. Jónas sagði að Há-
skólinn ætti á erfíðleikatímum eins
og nú væru, að gegna lykilhlut-
verki í nýsköpun í samvinnu við
ríkisvaldið og atvinnulífið. Háskól-
inn hefði hins vegar ekki úr miklu
að spila og þyrfti því að leita
ýmissa nýrra leiða til að fjármagna
rannsóknir og kennslu. „Eitt af
þeim atriðum sem gætu aukið þátt-
töku íslenskra fyrirtækja í rann-
sóknaverkefnum væri að framlög
til slíkra rannsókna mætti telja til
reksturskostnaðar, þó að framlag-
ið félli ekki undir hina almennu
skilgreiningu reksturskostnaðar í
skattalögum," sagði Jónas. Hann
sagði að jafnframt væri æskilegt
að hrinda þeirri hugmynd í fram-
kvæmd að bjóða einstökum fyrir-
tækjum eða fyrirtækjahópum, að
styrkja stöðu prófessora við Há-
skólann, þar sem prófessorinn
myndi gegna kennsluskyldu í þágu
skólans en rannsóknaskyldu að
hluta í þágu atvinnulífsins.
„Þessar hugmyndir sem ég hef
nefnt eru settar fram í þeirri trú
að auknar rannsóknir leiði til efna-
hagslegs ávinnings til lengri tíma
litið, og framlög, bæði einkaaðila
og hins opinbera, skili sér til baka,“
sagði Jónas.
Jónas varpaði einnig fram þeirri
hugmynd hvort ríkisvaldið og at-
vinnulífið ættu ekki í sameiningu
að reka verkefnaskrifstofu þar sem
kennarar og nemendur við Háskól-
ann gætu komið með hugmyndir
að verkefnum. Fyrirtæki gætu
einnig látið skrá verkefni sem þau
hefðu áhuga á að láta vinna fyrir
sig og síðan yrði athugað hvort
þama yrði samval á milli. „Svona
markaðsskrifstofa þyrfti ekki að
vera dýr. Hún gæti verið rekin í
samvinnu ríkisins og samtaka at-
vinnurekenda og þó svo að kostn-
aður væri í lágmarki gæti hagur
af henni orðið mjög mikill ef vel
tækist til,“ sagði Jónas Friðrik.
Hlutur Háskólans í andlegu
lífi
Guðrún Helgadóttir alþingis-
maður auglýsti eftir hlut Háskól-
ans í andiegu lífi þjóðarinnar, og
sagðist alltof lítið heyra í þeim
merku mönnum sem þar væru inn-
an dyra. Hún sagðist muna þá tíð
er nánast allir hefðu hlustað á
háskólamenn eins og Sigurð Nor-
dal þegar þeir komu í útvarpið og
þættir með honum og fleiri há-
skólamönnum hefðu verið vinsælli
en þættir Hemma Gunn væru í
dag.
Pétur Þ. Óskarsson, formaður
Stúdentaráðs HÍ, gerði Lánasjóð
íslenskra námsmanna að umtals-
efni og sagði að ýmsar breytingar
væru nauðsynlegar á þeim bæ.
Nefndi hann t.d. að kröfur LÍN til
námsframvindu væru aðrar en
kröfur Háskólans og nauðsynlegt
væri að samræma kröfumar. Ólaf-
ur G. Einarsson menntamálaráð-
herra tók undir orð Péturs í loka-
ræðu sinni og sagði að samræmi
yrði að vera í þessum málum.
Hann sagði að það lægi fyrir stjórn
LÍN að endurmeta ýmsar reglur
sem nú væri komin reynsla á og
þegar væri ljóst að sumu þyrfti
að breyta.
Endurskipulagning
Birgir ísleifur Gunnarsson,
seðlabankastjóri og formaður þró-
unamefndar Háskóla íslands,
gerði grein fyrir starfi nefndarinn-
ar og nokkmm af þeim hugmynd-
um sem þar hefðu verið ræddar,
eins og greint var frá í Morgun-
blaðinu á sunnudaginn. Hann sagði
að huga þyrfti að endurskipulagn-
ingu námsins og rætt hefði verið
um að taka upp þriggja ára
gmnnnám í flestum deildum og
bjóða síðan upp á tveggja ára
meistaranám eftir það og jafnvel
þriggja ára doktorsnám í kjölfarið.
Birgir sagði að einnig væri rætt í
nefndinni hvort taka ætti inn í
Háskólann fleiri námsgreinar og
færa aðrar til annarra skóla. Það
væri einnig brýnt fyrir Háskólann
að auka og bæta tengslin við þjóð-
lífið og atvinnulífið.
Ólafur G. Einarsson, mennta-
málaráðherra, fluttu lokaræðuna á
málþinginu og fór yfir margar þær
hugmyndir sem varpað var fram.
Hann sagði í sambandi við umræð-
una um kjaramál háskólakennara
að menntamálaráðherra ætti að
hafa sterkari stöðu í samningamál-
um og vel kæmi til greina að há-
skólakennarar semdu beint við yf-
irstjórn skólans um kaup og kjör.
Það hefði marga kosti í för með
sér. Ólafur sagðist fagna þeim
sjónarmiðum atvinnulífsins sem
heyrðust á málþinginu, og allar
þær hugmyndir sem fram hefðu
komið á málþinginu væri nauðsyn-
legt að skoða betur og mörgum
þyrfti hrinda í framkvæmd.
ÚR DAGBÓK
LÖGREGLUNIMAR í REYKJAVIK:
FLESTALLIR lögreglumenn
geta tekið undir efni forystu-
greinar Morgunblaðsins sl.
sunnudag þar sem höfundur
fjallar um afbrot og aðgerðir. í
niðurlagi segir hann „að tíma-
bært sé að veita þessum málum
meiri athygli og þeim sem eru
í daglegri snertingu við þau
öflugri stuðning". Þeir lands-
menn, sem ekki lásu greinina,
eru hvattir til þess sem og Kaup-
mannahafnarbréfið í sama
blaði.
Um helgina þurfti lögreglan
54. sinnum að hafa afskipti af
ölvuðum einstaklingum, en auk
þess komu ölvaðir einstaklingar
við sögu fjögurra líkamsmeið-
inga, 14 ölvunarakstursmála, 6
heimilisófriða og 19 ónæðis-
mála, auk þess sem 4 ölvaðir
leituðu sjálfir eftir því að fá að
deila fangageymslunum með 35
öðrum þar sem þeir áttu ekki í
önnur hús að venda. Af þeim
voru a.m.k. 3 er eiga við geðræn
vandamál að etja.
Alls var tilkynnt um 30 um-
ferðaróhöpp þar sem einungis
var um eignatjón að ræða, en
auk þess urðu meiðsli á fólki í
7 tilvikum. Á föstudagsmorgun
var tilkynnt um að ekið hefði
verið á gangandi vegfaranda á
Meistaravöllum og að ökumað-
urinn hefði ekið á brott eftir
óhappið. Meiðsli vegfarandans
urðu minniháttar, en ökumaður-
inn var stöðvaður skömmu síðar
og handtekinn. Jafnvel var talið
að hann hefði ekið á vegfarand-
ann af ásettu ráði.
Lögreglan þurfti að kæra 105
ökumenn fyrir að aka of hratt.
Af þeim þurfti að svipta tvo
ökumenn „á staðnum".
Á laugardagskvöldið framvís-
aði ungur maður greiðslukorti
til greiðslu varnings í söluturni
í austurborginni. Þegar maður-
inn var farinn með kortið og^
vaminginn uppgötvaðist að
hann hafði framvísað stolnu
greiðslukorti. Lögreglan handt-
ók manninn ásamt öðrum á veit-
ingastað síðar um kvöldið. í fór-
um hans fannst hið stolna
greiðslukort. Honum var vísað
til vistunar í fangageymslunum.
Á sunnudagskvöld var komið
að manni að gramsa á skrif-
stofu fískverkunarhúss á
Grandagarði. Maðurinn á lang-
an afbrotaferil að baki. Hann
hafði þröngvað sér meðfram
rennihurð til þess að komast
óboðinn inn í fyrirtækið. Hurð
fangageymslunnar þurfti hann
hins vegar ekki að opna sjálfur.
í þessari viku og næstu helgi
mun lögreglan á Höfuðnesjum
kanna sérstaklega ljósabúnað
ökutækja og hvort ökumenn aki
undir áhrifum áfengis. Um helg-
ina þurfti lögreglan á svæðinu
að hafa afskipti af 25 ölvuðum
ökumönnum. Fimm þeirra höfðu
lent í umferðaróhöppum áður
en til þeirra náðist.
Athugasemd vegna frétt-
ar um „Hvíta víkinginn“
SIGUMHJR Sigurðarson
dýralæknir hefur beðið
Morgunblaðið um að birta
eftirfarandi athugasemd:
„Það er einhver misskilningur í
frétt um „Hvíta víkinginn", sem
birtist í Morgunblaðinu sl. laugar-
dag, 6. þ.m. Ég hef aldrei talað
við Aftenposten í Noregi en ég
veit, að blaðamaður þar reyndi að
ná í mig en mistókst.
Hins vegar er það rétt, að Dýra-
vemdarnefnd ríkisins vakti at-
hygli norskra yfirvalda dýravemd-
armála á umdeildu atriði í þessari
mynd þar sem svin er skorið á
háls að því er virðist lifandi og
óskaði svara við því ef unnt væri,
hvort tilskilin leyfi hefðu verið
fengin og eftirlit verið með dýrun-
um meðan á töku stóð.
Það er ekki eftir mér haft í
þessu sambandi, að Hrafn hafi
misþyrmt dýrum. Hins vegar er
mér kunnugt um það, að ýmsum
ofbýður hvemig Hrafn notar dýr
í myndum sínum fyrr og nú og
Dýravemdamefnd lýsti yfir á sín-
um tíma vanþóknun á fyrmefndu
atriði og taldi það grafa undÉffT'’
tilfSmingu manna fyrir góðri með-
ferð á dýrum, sem öllum mönnum
er skylt að ástunda. En Dýra-
verndarnefnd fullyrti ekkert um
misþyrmingar enda hafði hún ekki
nægar upplýsingar til þess.“
y
ies
9. kikvika - 7. man 1993
Nr. Lákur: Rðóin:
1. Ancoua - Gokm - X-
2. Atalanta - Inter - x -
3. Fojgta - Brcscia - x -
4. Juventus - NapoU i - -
5. AC Milan - Florcnttoa i - -
6. Panna - Lazio í - -
7. Pcacara - Udtocac - X -
8. Roma - CagUari - X -
9. Sampdoria - Torlno - - 2
10. AscoU - Vcrtma - X -
11. Ccacna - Coacnza 1 - -
12. Lucdicac - Piaccnu - x -
13. Padova - Lecce í - -
HciIdarvinningauppharAin:
15,0 milljónir króna
13 rfttír: (“ 2.002.610 | kr.
12 réttir: 27.710 | kr.
llréttlr: f 2.130 | kr.
lOréttir: T 570 | kr.
—ef þú spilar til að vinna!
9. Idkvika - 6. mara 1993 |
Nr. Lakur : Röð'ui:
1. Blackburn -Sheft Utd. - X -
2. Ipswich - Arscnal - - 2
3. Uvcrpool - Man. Utd. - - 2
4. Q.P.R. - Norwich 1 - -
5. Wimblcdon - Soutbampt. - - 2
6. Bamaley - Lckcater - - 2
7. Birmlngham - Oxford 1 - -
8. Briatol C. - Tranmerc - - 2
9. Miliwall - Sunderland - X -
10. Pcterbrgh. - Grimaby 1 - -
11. Southend - Cbarlton - - 2
12. Watford - Swindon - - 2-
13. Wcat Ham - Wolvea 1 - -
HcildarvinningsuppiucOin:
137 milljónir króna |
13 réttir: 3.674340 |
12 réttir: 74380 |
11 réttír: 5320
lOréttír: 1370