Morgunblaðið - 25.03.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.03.1993, Blaðsíða 4
ö í’por SflAie .88 HUOAQUXMMn fllGAJamiOHO?* "4——-——------------------------------— 'MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1993 Konur úr Bolungar- vík í vínnu á Isafirði „VIÐ gátum bætt við nokkrum konum og nú vinna einar sex úr Bolungarvík hjá okkur. Þær aka Fæðingarheimilið Borgin ítrek- ar fyrra boð BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt eftirfarandi: „Reykjavíkurborg hefur sem kunnugt er boðið ríkinu að nýta húsnæði Fæðingarheimilis Reykjavíkur við Eiríksgötu, án sérstaks endurgjalds, ef þar verði áfram boðinn valkostur í þjónustu við fæðandi konur. Borgarráð ítrekar þetta boð, megi það verða til þess að Fæð- ingarheimilið verði nú nýtt sem skyldi, þar sem fyrir liggur að þörf fyrir slíka aðstöðu-er mikil.“ á milli, enda er þetta ekki meira ferðalag en á milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Við gæt- um hins vegar ekki boðið öllum þeim Bolvíkingum, sem misstu starfið þegar EG var tekið til gjaldþrotaskipta, starf hjá okkur, því við höfum ekki aðstöðu til þess, jafnvel þó hráefni væri nóg,“ sagði Hans Haraldsson, út- gerðarsljóri Norðurtangans hf. á Isafirði. Hans sagði að konur á Ísafírði vildu margar helst starfa í frystihús- inu fyrir hádegi og því hefði verið unnt að ráða nokkrar í hálft starf eftir hádegi. „Við gætum sjálfsagt ráðið nokkrar í viðbót og mér finnst jákvætt ef fólk sækir vinnu hingað, í stað þess að vera á atvinnuleysis- bótum heima. Það er mikið um að fólk sæki vinnu á milli Bolungarvík- ur og ísafjarðar, enda ekki nema um 15 mínútna akstur að ræða.“ Ekki aðstaða Hans var inntur eftir því hvort frystihúsin á ísafirði gætu unnið úr kvóta EG. „Nei, við höfum stefnt að því að vera sjálfum okkur nógir og höfum ekkert hugsað okkur að taka starfsemina í Bolungarvík yf- ir, þó við getum ráðið nokkra starfs- menn þaðan. Það er enda takmark- að hversu mikil vinnsla getur farið fram í húsum okkar, við höfum til dæmis ekki pláss fyrir fleiri borð í vinnslusal. Bolvíkingar eru ákveðnir í að ráða fram úr málum sínum sjálfir og bíða átekta eftir stofnun Ósvar- ar. Fólk vill líka helst starfa í sinni heimabyggð. Ég reikna því með að ef frystihúsið í Bolungarvík fer í gang þá snúi konurnar, sem hér starfa, aftur heim,“ sagði Hans Haraldssom útgerðarstjóri Norður- tangans á Isafirði. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 25. MARS YFIRLIT: Skammt vestur af Hvarfi er 984 mb. lægð sem fer norðaustur meðfram austurströnd Gfænlands. Yfir austanverðu landinu er hæðar- hryggur sem fer austur. SPA: Sunnan- og suðaustan hvassviðri eða stormur vestanlands, hvass- viðri suðaustan til en stinningskaldi eða allhvasst norðaustanlands. Rign- ing verður viðast hvar um landið. Um og uppúr hádegi snýst vindur vestanlands í suðvestan kalda eða stinningskaida með slydduéljum og síðar snjóéljum. í fyrstu verður hlýtt um allt land en síðdegis kólnar vestanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Suðvestan kaldi með éljum sunnan- og vestanlands, en norð-austahlands verður úrkomulítið. Vægt frost. HORFUR Á SUNNUDAG: Austlæg átt, sumstaðar nokkuð hvöss. Slydda eða rigning víða um land, síst þó norðanlands. Hiti 0-6 stig. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsfmi Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600. o Heiðskírt <á Léttskýjað / / / * r * / / * / / / / / * / Rigning Slydda & «{j^ £| Hálfskýjað Skýjað Alskýjað * * * • JL * V v V Snjókoma Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörín sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig._ 10° Hftastig Súld = Þoka stig.. 4 FÆRÐA VEGUM: {Kl. 17.30ígær) Ágæt færð er á flestum vegum, nema Mosfellsheiði er þungfær. Breið- dalsheiði, Vatnsskarð eystra og Vopnafjarðarheiði eru ófær og Hellis- heiði eystra er fær jeppum. Á Vesturlandi er Brattabrekka ófær. Fært er til ísafjarðar og Þingeyrar. Mývatns- og Möðrudalsöræfi eru fær. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og ígrænnilínu 99-6315. Vegagerðin. VEÐ URVIÐA UMHEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri *1 iéttskýjað Reykjavík +1 skafrenningur Bergen 1 snjóél Helsinki 4 skýjað Kaupmannahöfn 7 léttskýjað Narssarssuaq 0 skafrenningur Nuuk +11 skýjað Osló 5 skýjað Stokkhólmur 6 skýjað Þórshöfn 1 urkoma Algarve 21 léttskýjað Amsterdam 8 léttskýjað Barcelona ' 12 suld Berlín 8 skýjað Chicago 3 8Úfd Feneyjar 12 rigning Frankfurt 8 skúr Glasgow 8 skúr Hamborg 6 léttskýjað London 9 skýjað Los Angeles 15 alskýjað Lúxemborg vantar Madrid 17 skýjað MaLaga 21 heiðskírt Maliorca 20 skýjað Montreal +4 aiskýjað NewYork 2 rigning Orlando 19 þokumóða Parfs 11 léttskýjað Madeira 18 skúr Róm 16 skýjað Vín vantar Washington 7 súld Winnipeg 0 léttakýjað IDAGkl. 12.00 6° / Heimíid: Veöurstofa Islands / (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gœr) Heimsóknir til tannlækna Minna en 1 ár frá - síðustu heimsókn 66,3% 64,0% 18ára 35-44 65 ára ára og eldri 53,1% 7,7% tenntir tann- iausir i— Meira en - 10 árfrá síðustu heimsókn 43,1% 0,0% 2,4% 18 ára 35-44 65 ára ára og eldri Miðaldra fólk fari oftar til tannlækms GERA þarf átak til að fá þá, sem komnir eru á miðjan aldur, til þess að fara oftar til tannlæknis, sérstaklega þá sem hafa misst allartennurnar. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Háskóli íslands hefur gefið út. í aldurshópnum 18 ára var minna en eitt ár síðan 66,3% þeirra fóru til tannlæknis. í aldurshópnum 35-44 ára var minna en eitt ár frá því að 64% fóru síðast til tannlæknis. í þessum aldurshópi höfðu 5,8% misst allar tennumar. Marktækur munur var á því hvað lengra var síðan tann- lausir í þessum aldurshópi fóru síð- ast til tannlæknis heldur en tenntir. Hlutfall þeirra, sem sögðu að minna en eitt ár væri frá síðustu ferð til tannlæknis, var hærra hjá því fólki í þessum aldurshópi sem var enn tennt en hjá þeim 18 ára. Af 65 ára og eldri sögðu 20,8% að minna en eitt ár væri frá síð- ustu heimsókn til tannlæknis. Minna en eitt ár var frá því 53,1% tenntra og 7,7% tannlausra fóru síðast til tannlæknis. Þeir sem voru 18 ára höfðu allir farið til tannlæknis á síðastliðnum 5 árum. Meira en 10 ár vom liðin frá því að 2,4% í 35-44 ára aldurs- hópnum og 43,1% í hópi 65 ára og eldri fóru síðast til tannlæknis. Hlutfallslega flestir í elsta hópnum höfðu aldrei komið til tannlæknis. Af þessum niðurstöðum draga skýrsluhöfundar þá ályktun, að gera þurfi átak til þess að fá mið- aldra fólk til þess að fara til tann- læknis, sérstaklega þá sem hafa misst allar tennurnar. íslenski fálkinn eftirsóttur víða um heim Fálkaþjófar hand- teknir í ÞýskaJandi ÞÝSKA lögreglan hefur handtekið skipulagðan hóp fálkaþjófa i Þýskalandi sem hafði undir höndum 80 fálka, þar af nokkra sem teknir voru á ísiandi. Ævar Petersen fuglafræðing- ur kvaðst hafa upplýsingar um að lögreglan í Þýskalandi hefði nýlega ráðist til atlögu gegn •nokkrum mönnum búsettum þar og tekið af þeim 80 fáika af sömu tegund og íslensku fálkarnir eru. Allir höfðu þeir verið ólöglega fengnir. Ævar sagði að lögreglan hefði upplýsingar um að einhvetj- ir þeirra kæmu frá ísiandi, en líklega fleiri frá öðrum Norður- löndum. „Mál þetta hefur teygt anga sína til Danmerkur, Sví- þjóðar og Noregs og inn í það fléttast menn, sem hafa stoppað upp fálka ólöglega," sagði Ævar. Tengsl til arabalanda Hann sagði að ekki væri búið að dæma í þessu máli ytra, en því tengdust menn sem vitað væri að hefðu verið hér á landi. Hann sagði að hér væri um til- tölulega þröngan hóp að ræða, en hann hefði starfað víða um heim. Sumir þeirra hefðu tengsl við arabalönd, en þar væri greitt hæst verð fyrir fálka. Fálkamir væru þó einnig eftirsóttir í Þýskalandi, Engiandi og Austur- ríki og miklir peningar væru í spilinu. „Sumir þeirra sem hafa verið að smygla fáikum milli landa tengjast líka fíkniefnamis- ferli. Þetta eru menn sem svífast einskis og geta keypt fólk sem ekki er þekkt hjá toilayfírvöldum og lögreglu t.d. til að fara til íslands og smygla þaðan fálk- um,“ sagði Ævar. lyúpnaveiðimenn og fálkinn Ævar sagði að nokkuð hefði verið um að komið væri með særða eða dauða fálka til Nátt- úrufræðistofnunar undanfarin misseri. Um væri að ræða fugla sem hefðu flogið á bíla, hús, ljósastaura eða víra, eða fengið spýju yfir sig úr fyl. Einnig kæmi fyrir að komið væri með dauða og særða fáika sem hefðu verið skotnir. „Það ber dálítið á þessu þegar rjúpnaveiðar standa yfir. Veiðimenn verða argir út í fálk- ann þegar hann splundrar rjúpnahópnum fyrir framan nefíð á þeim. Sumir halda að þeir séu að bjarga rjúpnastofninum með því að skjóta fáika. Enn aðrir skjóta fálka til að láta stoppa þá upp,“ sagði Ævar. Hann sagði að stofninn væri ekki í hættu, hann hefði dregist saman á ýmsum stöðum, einkum sunnanverðu landinu, en það væru ennþá til um 350 varppör í landinu. „Líklega er hvergi í heiminum jafnþétt varp af fálk- um af þessari tegund og hér á landi, en það þýðir ekki að menn geti leyft sér hvað sem er.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.