Morgunblaðið - 25.03.1993, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 25.03.1993, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1993 47 Svar til Kristrúnar Gimnarsdóttur Kvennaknattspyma Frá Halldóri E. Sigurbjörnssyni: SL. SUNNUDAG var ítarleg um- ijöllun í Mbl. um svonefnda „hæfi- leikamótun“ yngri knattspyrnu- manna, karlkyns. Er það von mín að Mbl. sjái sér fært að fjalia með sama hætti um stöðu mála í kvenna- knattspyrnunni hvað þetta varðar. Ekki kom fram í. máli formanns KSÍ að svipuð „hæfileikamótun" ætti sér stað meðal yngri knatt- spymukvenna, hins vegar ætla ég að svo sé. Tel ég KSÍ bæði rétt og skylt að gæta fyllsta jafnréttis á þessu sviði. í þessu sambandi skora ég á Ellert B. Schram forseta ÍSI að beita sér fyrir bættum hlut kvenna í íþróttum. Tekur það til jafns rétt- ar til fjármuna, aðstöðu, umfjöllun- ar og stefnumarkandi aðgerða inn- an sérsambanda ÍSÍ. Reyndar væri réttast að um sinn yrði hlutur kvenna aukinn, þannig að staða þeirra yrði sem fyrst sambærileg við karla. HALLDÓR E. SIGURBJÖRNSSON, Ásbraut 11, 200 Kópavogi. Frá Eiríki Þorlákssyni: NÝVERIÐ (þriðjud. 16. mars) birt- ist langt bréf til blaðsins frá ungri listakonu, Kristrúnu Gunnarsdótt- ur, sem kvartaði sáran undan skrif- um mínum um sýningar, sem hún og önnur ung listakona héldu í kringum síðustu mánaðamót í Ný- listasafninu. Málefnaleg umræða er eitt, en hneykslan Kristrúnar er slíkt, að í fáeinum málsgreinum tekst henni að saka mig um skítkast, fjas og umframt allt fáfræði. Eftir fyrsta lestur undraðist ég eigin ill- mennsku, en taldi síðan rétt að reyna að bera blak af minni auvirði- legu persónu, þó enginn sé dómari í eigin sök. Aldrei fyrr hef ég verið sakaður um skítkast, og þykir illt fyrir hönd þeirra sem reyndu að kenna mér ungum kristilegt lítillæti, kurteisi og umburðarlyndi. Hafna ég því þeirri ásökun, nema beinar tilvitn- anir geti sýnt mér fram á villu míns vegar. Tilraun til málefnalegrar um- ræðu hjá einum getur verið fjas eitt í eyrum náunga hans, og sit ég aumur en rólegur undir slíku ámæli. Á meðan ég fæ ekki þau viðbrögð við skrifum mínum al- mennt, verður þó haldið áfram á sömu braut. Ásakaður um fáfræði um mynd- list og allar hræringar heimsins á Apartheid, Afríska þjóðarráðið og baráttan fyrir lýðræði í Suður-Afríku Frá Sigurlaugu S. Gunnarsdóttur: Á „SKIPULAGSRÁÐSTEFNU“ ijölmargra aðila í Jóhannesarborg 5.-6. mars tóku lýðræðisöflin í land- inu undir forystu Afríska þjóðar- ráðsins enn skref í áttina að kosn- ingum til stjórnlagaþings í Suður— Afríku. Fleiri tóku þátt í ráðstefn- unni en áður höfðu tekið þátt í samningaviðræðum og allar 26 sendinefndirnar samþykktu að einni undanskildri, að halda áfram í næsta mánuði samningaviðræðum um gerð nýrrar stjórnarskrár. Lýðræðishreyfingin hefur því frumkvæðið í Suður—Afríku. Brest- ir komu í samstöðu hægrisinna sem krefjast „sjálfsákvörðunarréttar Afríkaner“ annars vegar, og hinna sem verja svokölluð heimalönd eins og Inkatha-hreyfingin, þegar íhaldsflokkurinn féllst á næsta stig í samningaviðræðunum. Staða ríkisstjórnarflokksins, Þjóðarflokksins, hefur veikst. Það hlutverk öryggissveita ríkisstjórn- arinnar að ýta undir ofbeldi og morð á þeim er beijast gegn apart- heid, kemur æ berlegar í ljós og rýrir stjórnina trausti. Þegar 16 manns, þar á meðal börn eins af leiðtogum Inkatha-hreyfingarinnar, voru myrt í tveimur árásum í Natal héraði, tóku fulltrúar ANC á ráð- stefnunni virkan þátt í samþykkt yfirlýsingar frá fulltrúum Inkatha- hreyfingarinnar þar sem þessi manndráp voru fordæmd. Ávinningar lýðræðishreyfingar- innar eru afrakstur áratuga bar- áttu, allt frá uppreisninni í Soweto til fjöldaaðgerðanna um þær mund- ir er ríkisstjórnin neyddist til að láta Nelson Mandela lausan úr fangelsi 1990. ANC og bandamenn þeirra hafa sótt styrk í virka þátt- töku fjöldans til þess að draga fleiri og fleiri að samningaborðinu, ein- angra hörðustu rasistana og knýja stjórnvöld til þess að hefja uppræt- ingu apartheid kerfisins. Lýðræðisöflin í Suður-Afríku verðskulda fulla samstöðu. Á ís- landi hefur samstaða einkum birst í upplýsingastarfi ýmiss konar, VELVAKANDI SAMKYN- HNEIGÐ VEGNA greinar sem Agnes Bragadóttir skrifaði í Morgun- blaðið sl. sunnudag um ballet og minnist þar á kýnvillu, lang- ar okkur að benda henni, og fleirum sem tjá sig í fjölmiðlum, á að til er annað orð yfir kyn- villu. Það er orðið „samkyn- hneigð" og er það notað yfir fólk sem laðast að fólki af sama kyni. Þetta orð, samkynhneigð, er nú að finna í Orðabók Menn- ingarsjóðs og er ekki eins nei- kvætt og orðið kynvilla. Orðið kynvilla bendir til þess að fólk sé að villast á kyni, en samkyn- hneigð að fólk laðist að sama kyni en sé ekki að villast á neinu. Ég vona að fólk fari að átta sig á þessum merkingarmun og verði jafnframt jákvæðara gagnvart samkynhneigðum. BJörgvin Gíslason, Gunnar Rafn. EININGARTIL- FINNING EININGARTILFINNINGIN er viska allrar visku. Hún elur af sér léttleika, gleði, ferskleika og lipurð. Sé hún fyrir hendi‘er hægt að afla sér allrar þekking- ar milli himins og jarðar. Og tala um hana sín á milli eins og hún sé okkar sameiginlega eign. Hún er sjálf trúin; hún er í öllu og allt í henni. Alhrein, glaðvak- andi, tær vitund; viska. Máttur almættisins sem mætir sjálfu sér í öllu sem heyrt er og séð er. Elsa Georgsdóttir í Kaupmannahöfn F/EST I BLAOASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI því sviði játa ég sekt mína hik- laust; annað væri hroki. Þó tel ég að við formlegt nám hér á landi og erlendis, skoðun tuga eða hundruða sýninga hér á landi (og erlendis, eftir því sem fé og færi hafa gefið tilefni til) árlega um langt skeið, lestur bóka og listtímarita, hafi set- ið eftir nokkur þau þekkingarkorn og sjónreynsla, sem geri mér mögu- legt að stunda þá iðju að fjalla um listsýningar fyrir lesendur Morgun- blaðsins. Og á meðan lesendur blaðsins og ritstjórar eru ekki hund- óánægðir með þá umfjöllun, og heimta höfuð mitt á fati, mun ég halda því áfram. Umfjöllun um myndlist í dagblaði verður að miðast við þarfir hins almenna sýningargests, eftir því sem mögulegt er, en getur ekki helgast af sjálfsáliti eða viðkvæmu stolti einstakra listamanna. Ádeilur listamanna á þá sem annast þau skrif eru ekki nýtt fyrirbæri, og tíminn einn mun leiða í ljós hvor aðilinn mat listina réttar á hverjum tíma. Þar vísa fordæmin vissulega til beggja handa. í lokin vil ég gera að mínum orð Jóns Þorleifssonar, sem sat sem gagnrýnandi undir svipuðum ákúr- um fyrir rúmlega fjörutíu og fímm árum (reyndar frá öllu reyndari listamönnum en Kristrúnu Gunn- arsdóttur): „Ef það er ábyrgðar- hluti að skrifa um sýningar, þá er það engu minni ábyrgðarhluti að setja saman sýningar, það ættu þessir listamenn að muna, engu síð- ur en aðrir .. . Að mínum dómi var sýningin of einhæf og svið hennar of þröngt í sniði ... Svo ef þeir, sem skrifa um þessi efni, ættu ein- ungis að hrósa öllu eftir fyrir fram ákveðinni línu, væri ekkert gaman á ferðum. Mætti þá segja með réttu, að menn tækju gagnrýnenda starfið létt. Því allt eins og listamanninum er fijálst að mála, móta, vefa eða tálga, eins og hugur hans girnist, á gagnrýnanda að vera það líka frjálst.“ Ég vona að lokum að hin unga listakona nái um síðir að hreinsa sína hneykslan úr blóðinu, og geti snúið sér óskipt að þeirri listsköp- un, sem hugur hennar hneigist til. EIRÍKUR ÞORLÁKSSON, myndlistargagnrýnandi. heimsóknum fulltrúa ANC og við- skiptabanni á landið. ANC hvetur til þess að viðskiptabanninu verði viðhaldið þar til dagsetning fyrir kosningar til stjórnarlagaþings hef- ur verið ákveðin og nefnd skipuð til að sjá um kosningarnar. Þá hvatningu ber að virða. Við hljótum að halda í heiðri samstöðu með baráttunni fyrir lýð- ræði í Suður—Afríku þar sem hver maður, karl og kona, hefur eitt at- kvæði, þar sem ekki er byggt á kynþáttafordómum og ekki á kven- fyrirlitningu, svo vitnað sé í grund- völl lýðræðishreyfingarinnar þar. Við hljótum að fylgja þeirri hreyf- ingu síðasta spölinn og setja sem mestan þrýsting á stjórnvöld þar í landi og hér heima, að íbúar þurfi ekki að gjalda fleiri mannslíf vegna lengri lífdaga valdakerfisins í Suð- ur—Afríku. SIGURLAUG S. GUNNLAUGS- DÓTTIR, Seljavegi 11, 101 Reykjavík. Aðalfundur ISLANDSBANKI Aðalfundur Islandsbanka hf. árið 1993 verður haldinn í Borgarleikhúsinu mánudaginn 29. mars 1993 og hefst kl. 16:30. Dagskrá 1. Aðalfundarstörf í samræmi við 19. gr. samþykkta bankans. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum bankans. 3. Önnur mál, löglega upp borin. ■ Tillaga til breytinga á samþykktum varöar 20. gr. og er svohljóðandi: "Stjórn bankans sem í samþykktum þessum nefnist bankaráö, skipa 7 menn ogjafnmargirti! vara. Þeir sem gefa kost á sér til setu í bankaráði skulu tilkynna þaö skriflega til bankaráös eigi síðar en þremur virkum dögum fyrir upphaf aðalfundar. Stjórnin skal kosin hlutfallskosningu á aðalfundi ár hvert. Aðalmenn skulu kosnir fyrst en varamenn síðan. Varamenn skulu taka sæti í forföllum aðalmanna þannig að sá sem flest atkvæði fær tekur fyrst sæti og síðan koll af kolli. Sé ekki unnt að gera upp á milli varamanna eftir atkvæðum skulu aðalmenn tilnefna varamenn sem taki sæti þeirra við forföll og í hvaða röð. Hlutfallskosningin er án listaframboðs. Hún skal fara þannig fram að nöfnum allra frambjóöenda er raðað á einn atkvæðaseðil. Hver hluthafi má greiða frá einum og upp í sjö mönnum atkvæöi. Atkvæða- magni sínu má hann skipta í þeim hlutföllum sem hann vill milli frambjóðendanna. Skipti hann því ekki sjálfur skal það skiptastjafnt á milli þeirra sem hann kýs." ■ Atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar að fundinum veröa afhentir hluthöfum eöa umboðsmönnum þeirra í islandsbanka, Ármúla 7 (3. hæö), Reykjavík, 24., 25. og 26. mars kl. 9:15 -16:00, sem og á fundardegi kl. 9:15 - 12:00. ■ Ársreikningur félagsins fyrir árið 1992 sem og tillögur þær sem fyrir fundinum liggja verða hluthöfum til sýnis á sama stað og tíma. ■ Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að vitja atkvæöaseöla og aögöngumiða sinna fyrir kl. 12:00 á fundardegi. Reykjavík, 23. mars 1993 Bankaráö íslandsbanka hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.