Morgunblaðið - 25.03.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.03.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1993 25 Verdens Gang um fiskútflytjendur í Noregi Hafa blekkt yfirvöld í fjölmörgum löndum „SVINDLIÐ á sér stað á minnstu skektum og allt upp í stærstu verksmiðjutogara. Það er stundað í öllum krókum og kimum með- fram allri ströndinni, í suðri, vestri og norðri. Það þrífst í embættis- mannakerfinu og í pólitíkinni og altalað er, að menn séu látnir vita í tíma ef hið opinbera ætlar að vera með einhveija eftirlitstilburði." Þannig segir meðal annars í greininni, sem norska blaðið Verdens Gang birti í gær um svikamylluna í norskum sjávarútvegi, kvóta- svindl, rányrkju og tollsvik. Var frá þessu skýrt i Morgunblaðinu í gær en Verdens Gang mun fjalla áfram um þetta mál næstu daga. Ezer Weizman Weizman nýr forseti Jerúsalem. Reuter. EZER Weizman, fyrrum orr- ustuflugmaður og ákafur tals- maður friðarsamninga við araba, var kjörinn forseti ísraels á þingi í gær. Bar hann sigurorð af forseta þingsins, Dov Shilansky, með 66 at- kvæðum gegn 53 en kjörtíma- bilið er fimm ár. Weizman, sem tekur við af Chaim Herzog 13. maí nk., gaf í skyn í gær, að hann ætlaði að gera fleira en gegna sínum form- legu skyldum sem forseti. „Ég vona, að ég geti lagt mitt lóð á vogarskálina og stuðlað að friði í Miðausturlöndum,“ sagði Weiz- man en hann var annar æðsti maður ísraelshers í stríðinu við araba 1967. Weizman er kominn af kunnri fjölskyldu í ísrael og frændi hans, Chaim Weizman, var fyrir forseti ríkisins á árunum 1948-’52. í greininni er það haft eftir Leiv Grönnevedt, einum af bankastjórum Kreditkassen og fyrrum ráðuneytis- stjóra í sjávarútvegsráðuneytinu, 4að stjórnvöld í Noregi hafi aldrei lagt mikið á sig við að framfylgja upp- runareglunum. Samkvæmt samningi við Evrópubandalagið, EB, frá 1973 ber þeim þó skylda til þess enda var hann forsenda tollfríðindanna, sem Norðmenn njóta. Blaðamennimir segja, að norskir útflytjendur hafi blekkt yfirvöld í mörgum löndum árum saman' og vitna í dóm, sem kveðinn var upp í Álasundi fyrir réttu ári. Þar urðu útflytjendur uppvísir að því að nota fölsk heilbrigðis- og útflutningsvott- orð og vottorð frá eftirlitsmönnum, sem voru látnir. Þorski breytt í annan fisk „Kvótarnir gætu verið helmingi meiri en þeir eru ef eftir þeim hefði verið farið,“ er haft eftir manni, sem þekkir vel til, en komið hefur í ljós, að í sumum fiskvinnsluhúsum er gert ráð fyrir því í tölvukerfinu hvernig meðhöndla skuli ólöglegan afla. Út úr því kemur hann sem ein- hver allt önnur fisktegund. Nefnt er dæmi um togara í Álasundi, sem til- kynnti 20 tonn af þorski, 30 tonn af ufsa og 30 tonn af karfa en í raun var aflinn að mestu þorskur. Frá 1988 til 1992 keyptu Norð- menn gríðarmikið af þorski_ frá Al- aska og síðan af Rússum. I Noregi eru hins vegar engar opinberar tölur til um þessi kaup og eftir ýmsum er haft, að mikið eða jafnvel mest af fiskinum hafi verið flutt út sem norskt. Umsókn Norðmanna um EB-aðild Samningaviðræð- ur hefjast 5. apríl Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. HANS van den Broek, einn af framkvæmdastjórum Evrópu- bandalagsins (EB), kynnti í Brussel í gær álit framkvæmda- stjórnarinnar á umsókn Norðmanna um aðild að bandalaginu. í máli hans kom fram að staðfesting Maastricht-samkomulags EB væri forsenda þess að samningar við Norðmenn og önnur aðildarríki Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) sem sótt hafa um aðild verði til lykta leiddar. Van den Broek sagði að það væri augljóst að fyrirhugaðar hvalveiðar Norðmanna stönguðust á við reglur EB. Á heildina litið er aðild Noregs að EB fáum erfiðleikum bundin. Augljóst þykir þó að landbúnaður, sérstaklega á norðurslóðum, fisk- veiðar og byggðastefna verði snúin viðfangsefni í samningunum. Þá sagði van den Broek að samkeppn- ismál, áfengiseinkasala og sala og framleiðsla orku yrði erfið við- fangs. Ríkisstyrkir væru umtals- verðir í Noregi og tryggja yrði að þeir væru í samræmi við reglur EB. Fiskveiðar Norðmanna yrði að aðlaga sjávarútvegsstefnu EB og fyrirsjáanlegt væri að þær við- ræður yrðu mjög viðkvæmar. Van den Broek kvaðst búast við því að viðræðurnar yrðu til lykta leiddar þannig að Noregur fengi fulla aðild á árinu 1995.1 umsögn framkvæmdastjórnarinnar væri gengið út frá því að þetta væru allt yfirstíganlegir erfiðleikar. Sér- fræðingar norsku stjórnarinnar hefðu undanfarið tekið þátt í samn- ingaviðræðunum við hin EFTA- rikin sem ætti að flýta samningun- um. HVERJIR STYÐJA JELTSIN Flest lýðveldin innan Samveldis sjálfstæöra ríkja hafa lýst yfir stuöningi viö Jeltsín f baráttu hans við þingið. Hann hefur fallið frá því aö taka sér „tilskipunarvald" en ætlar áfram aö halda þjóöar- atkvæöagreiöslu um völd í Rússlandi. Hann hefur sett mikinn þrýsting á þau héruö Rússlands sem eru í andstööu viö hann. Héruö sem hafa gert greln fyrir afstööu sinnl ® Á móti m Styöja 1. tsjeljabInsk 7. ALTAI 2. DAGEÍSTAN 8. KAMTSJATKA 3. KARELIA 9. KRASNODAR 4. KEMEROVO 10. SVERDLOVSK 5. SAKHALÍN 11.KÚRGAN 6. STRAVROPOL 12. SAMARA REUTER L A N D FYRRUM SOVÉTLÝÐVELDI Styöja: Moldavla Hlutlaus: 0 tunSOO' Georgía, Ukraína H-Rússland, Kírgízístan, Eistland, Kazakhstan, Lettland, Lítháen, Tadzhíkístan Armenía, Azerbajdzhan /fc Afstaöa óviss: .j Úsbekistan, Turkmenistan y,, og verði þingið ofan á er einnig ljóst að hreinsunum verður hrundið af stokkunum. Þá verða fyrstir til að fjúka umbótasinnarnir Andrej Koz- yrev utanríkisráðherra, Borís Pjod- orov aðstoðarforsætisráðherra og Anatólí Tsjúbajs, ráðherra einkavæð- ingar. Mannaskipti Það fer óstjórnlega í taugarnar á mörgum afturhaldsmönnum að Fjod- orov og félagar hans reyna ekki að halda í völdin í örvæntingu af ótta um persónulegan hag sinn — þeir eru ekki í stjórnmálum vegna hlunn- indanna. Þeir eru flestir ungir og velmenntaðir, geta snúið sér að öðru. Fjodorov gæti t.d. haldið aftur til fyrri starfa hjá Alþjóðabankanum í Washington. Sigri Jeltsín hljóta þeir á endanum að víkja, Alexander Rútskoj varaforseti og Júrí Skokov, aðalritari öryggisráðs forsetans, sem lýstu báðir yfir andstöðu við fyrir- huguð tilskipunarvöld Jeltsíns. Að undanförnu hefur forsetinn einkum treyst á skrifstofustjóra sinn, Sergej Fílatov, auk aðstoðarforsætisráð- herranna Sergejs Shakrajs og Vlad- ímírs Shúmakós. Þeir myndu hækka 5 tign. Jeltsín gæfi líklega upp á bátinn tilraunir sínar til að friða andstæðingana með því að taka miðjumenn inn í valda- kjarnann og ýmsir róttækir umbóta- sinnar, sem hann hefur ekki þorað að hampa um of, yrðu aftur í sviðs- Ijósinu. Á lægri stigum stjórnsýsl- unnar má búast við sams konar hrær- ingum þegar úrslit fást í valdabarátt- unni. pH 4,5 húðsápan er framleidd úr vöidum ofnæmisprófuðum efnum og hentar jafht viðkvæmri húð ungabarna sem þinni húð. Hið lága sýrustig (pH gildi) sápunnar styrkir náttúrulega vörn húðarinnar gegn sveppum og sýklum og vamar því að hún þomi. Hugsaðu vel um húðina og notaðu pH 4,5 sápuna alltaf þegar þú þværð þér. pH 4,5 húðsápan vinnur gegn of háu sýrustigi húðarinnar. v ! .I mm 1.& ^m m Félag Psoriasis-sjúklinga mælir með pH 4,5 húosápunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.