Morgunblaðið - 25.03.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.03.1993, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1993 Nikulás Helgi Kajson - Minning Hinn 17. mars bárust mér þær sorgarfréttir að svili minn, Nikulás Kajson, hefði farist við Akranes. Hann var trillueigandi og gerði út bát sinn, Markús. Nikulás hafði byggt upp sína útgerð af mikilli natni og önnur eins snyrtimennska í kringum smábátaútgerð þekkist varla. Nikulás reri ýmist einn eða í félagi við annan mann. Fyrir kom að hann réð til sín „stýrimenn" úr röðum flölskyldunnar og ógleym- anlegar eru sögur af mágum mín- um þegar þeir fóru í sína fyrstu róðra með Nikuiási á Markúsi. Þó að við svilarnir störfuðum á ólíkum sviðum tengudst störf okk- ar beggja sjávarútvegi. Sjávarút- vegsmál bar því gjarnan á góma þegar við hittumst, en í þeim efn- um var ekki komið að tómum kof- unum hjá Nikulási. Hann hafði ákveðnar skoðanir á þeim málum, reyndar ekki bara sjávarútvegs- málum, heldur á þjóðmálum yfir- leitt. Nikulási fannst smábátaeigend- um vera þröngur stakkur sniðinn af yfirvöldum og þegar við bættist gæftaleysi undanfarinna missera var hljóðið ekki alltaf gott í kaf- teininum. Þó var það í engum upp- gjafartón og hvern dag sem gaf var Nikulás farinn út að vitja um netin. Það var í slíkri ferð sem stormurinn gerði ekki boð á undan sér, með fyrrgreindum afleiðing- um. Um leið og ég kveð Nikulás óska ég þess að Margrét og börnin fái styrk til að takast á við framtíð- ina. Magnús Þór Asmundsson. Ég vil með nokkrum línum minnast vinar míns, Nikulásar Helga Kajsonar, sem var einn hinna þriggja sem með svo svipleg- um og hörmulegum hætti fórust við innsiglinguna í Akraneshöfn miðvikudaginn 17. þ.m. Nikulás eða Lalli, eins og við kölluðum hann alltaf, fæddist á Raufarhöfn 19. maí árið 1948 og ólst þar upp. Kynni okkar Lalla hófust skömmu eftir að hann hóf hjúskap með eftirlifandi konu sinni, Margréti Brandsdóttur, en þau giftust 26. desember árið Hluta Vibskipti/atvinnulíf kemur út á fimmtudögum. Þar birtast nýjustu fréttir úr viöskiptalífinu hér á landi og erlendis. Fylgst er meðal annars meb verðbréfamörkuðum, bílaviðskiptum, verslun, afkomu fyrirtækja og mannaráðningum. Viðtöl eru tekin við athafnasama einstaklinga og framkvæmdafólk. Einnig skrifa sérfróðir aöilar um málefni sem tengjast tölvum og viðskiptum. - kjarni málsins! Fylgstu meb á fímmtudögum! 1976. Þau bjuggu í Reykjavík meðan Lalli var í Stýrimannaskó- lanum en þaðan lauk hann prófi árið 1977. Þau hjónin fluttust þá til Akraness og bjuggu þar síðan. Magga og Lalli eignuðust fjögur börn og eru þau: Anna Björk, fædd 16. mars 1974, María Hrönn, fædd 23. janúar 1979, Jóna Kolbrún, fædd 16. mars 1981, og Hörður Kristján, fæddur 7. aprfl 1988. Lalli ólst upp í sjávarplássi og átti sjómennskan hug hans frá unga aldri. Hann hóf bamungur sjóróðra á Raufarhöfn og var æ síðan til sjós eða við störf tengd sjómennsku. Fullyrða má að Lalli hafi verið í röð fremstu sjómanna þessa lands. Hann var afburða sjó- maður. Þrátt fyrir farsæl störf á stærri skipum, lengst af á Þórði Jónas- syni og síðar á Krossvík, stóð hug- ur Lalla meira til smábátaútgerð- ar, enda alinn upp í slíku um- hverfi. Arið 1981 keypti hann í félagi við tengdaföður sinn, Fróða Einarsson, trilluna Jarlinn og hóf þar með eigin útgerð sem hann stundaði æ síðan af miklum dugn- aði og þrautseigju. Seinna keypti Lalli trilluna Markús sem var rúm- lega fjögurra tonna frambyggður plastbátur. Á Markúsi reri Lalli árið um kring, ýmist með net, línu eða handfæri. Hann var gjaman einn, en hafði þó oft með sér hjálp- armann í róðmm. Ég var einn þeirra sem á tímabili fékk að njóta þess að fljóta með túr og túr. Ég verð að segja að þær samvistir sem ég átti með Lalla í dagróðram á trillunni hans eru mér efstar I huga nú á kveðjustund. Orð megna ekki að lýsa þeim, en mér verða þær alla tíð ógleymanlegar. Lalli hafði til að bera einstaka mannkosti. Hann var stefnufastur og fylginn sér, en þó varfærinn og nákvæmur. Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna Lalli valdi sér það hlutskipti að vera trillusjómaður að aðalstarfi. Hann gat valið um skiprúm, svo eftirsóttur sjómaður sem hann var. Ég held e.t.v. að þar hafi tvennt ráðið mestu. Löng útivera á stóra bátunum hefur í för með sér fjarvistir frá fyöl- skyldu, en Lalli var einstakur §öl- skyldumaður og með því að stunda dagróðra gáfust fleiri samvera- stundir, enda var ijölskyldan sam- hent um útgerðina. Annað er að trillumennskan var það umhverfi sem Lalli var hvað mest mótaður af og í þessu efni var hann fremstur meðal jafningja. Hann sótti fast, en samt af fullri varfæmi. Hann notaði hvert tæki- færi til að búa í haginn og með reglusemi, nýtni og samheldni tókst að gera þetta erfiða starf þannig úr garði að unnt var að framfleyta stórri fjölskyldu. Það er með vilja að þessi fátæk- legu minningarorð fjalla fyrst og fremst um sjómanninn Nikulás Helga Kajson. Ég veit þó að hann ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- P E R L A n sími 620200 ANDRÉS SKÓLAVÖRÐUSTÍG 22A SÍMI18250 ÚTSALA dæmi: Skyrtur 550- 2.950 Peysur 1.360- 7.700 Buxur 500- 5.600 Jakkar 3.900-11.900 Jakkaföt 4.500- 8.400 ANDRÉS FATAVAL HÖFÐABAKKA 9C SÍMI673755 -OPIÐ 13-17.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.