Morgunblaðið - 25.03.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.03.1993, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 70. tbl. 81.árg. FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reuter. Sósíalistar á útleið SÍÐASTI fundur ríkisstjómar sósíalista í Frakklandi var haldinn í gær. Sósíalistar biðu mikinn ósigur í fyrri umferð þingkosninganna um helg- ina. Ekki má birta skoðanakannanir milli umferða en framkvæmdastjóri SOFRES-stofnunarinnar, sem er leiðandi á sviði skoðanakannana, sagði í gær að líklega yrði sigur hægrimanna í síðari umferðinni jafnvel enn meiri en búist hefur verið við. A myndinni má sjá þá Roland Dumas utanríkisráðherra og Pierre Bérégovoy yfirgefa Elysée-höllina. Jeltsín hættur víð að taka sér alræðisvald Reynt að víkja Jeltsín úr embætti á föstudag Mnolrim Rni.fm* TKn Dn 11 Tnlnnmnnli Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph. SPENNAN í Rússlandi jókst enn í gær í kjölfar þess að Æðstaráðið hafnaði málamiðlunartillögxi frá Borís Jeltsín Rússlandsforseta og ákvað að kalla saman fulitrúaþingið til fundar á föstudag. Þá verður lögð fram tillaga, sem hefur það að markmiði að víkja forsetanum úr embætti. Fyrr um daginn höfðu vaknað vonir um að hugsanlega myndi lausn finnast á deilunni i kjölfar þess að Jeltsín dró til baka fyrri yfírlýsingar um að hann hygðist taka sér alræðisvald og stjórna með tilskipunum. Forsetinn sagðist þó áfram stefna að því að halda þjóð- aratkvæðagreiðslu um valdaskipt- inguna í Rússlandi í næsta mán- uði. Þá glæddi það vonir manna að boðað var til fundar Jeltsíns, Rúslans Khasbúlatovs, forseta full- trúaþingsins, Viktors Tjernómyrd- íns, forsætisráðherra, og Valerís Zorkíns, forseta stjómlagadóm- stólsins. Að þeim fundi loknum var hins vegar ljóst að samkomulag hefði ekki náðst. Khasbúlatov sagði eftir fundinn að hann hefði kynnt Jeltsín átta kröfur, þar á meðal að ríkisstjórnin yrði stokkuð upp og boðað til kosninga. Þá sagðist hann einnig hafa krafíst þess að þeir aðstoðarmenn Jeltsíns, sem hvöttu forsetann til að halda sjónvarpsá- varp sitt síðasta laugardag yrðu látnir svara til saka. Skömmu síðar samþykkti Æðstaráðið, að beiðni Khasbúl- atovs, að kalla saman fulltrúaþing- Svínabú íblokk Pétursborg. Reuter. HJÓN nokkur í Pétursborg hafa keypt svin og landskika til að hefja búskap en skortir fé til brýnna landbóta og þau neyðast því til að hafa svínin í tveggja herbergja íbúð sinni á þriðju hæð fjölbýlis- húss. Svínin eru tvö og geymd á bak við timburstíu í öðru her- bergjanna. Talsmaður heil- brigðisnefndar Pétursborgar kveðst ekki sjá „neitt sem mælir á móti því að svín séu geymd í einkahíbýlum". Öðru máli gegnir um nágrannana, sem kvarta sáran yfír fnyknum frá svínunum, en hjónin segja svín hreinlátari skepnur en hunda. „Ef þú fínnur einhveija lykt er það vegna þess að kló- settið lekur. Þetta er ekki frá svínunum," sagði húsfreyjan. Atali! RÚSLAN Khasbúlatov þingforseti leggur á ráðin í valdabarátt- unni á fundi Æðstaráðsins í gær. ið á föstudag til að ræða aðgerðir „til vemdar stjórnarskránni". Ef samþykkja á að víkja forsetanum frá verða tveir þriðju þingmanna að greiða slíkri tillögu atkvæði og sögðu nánir aðstoðarmenn Jeltsíns í gær að alls ekki væri víst að það myndi takast. Nái tillagan hins vegar fram að ganga mun Alexander Rútskoj varaforseti taka við forsetaembætt- inu þegar í stað. Jeltsín hefur lýst því yfír að hann muni ekki virða slíka ákvörðun af hálfu þingsins heldur stjóma ótrauður fram að þjóðaratkvæðagreiðslunni. Tvær skoðanakannanir, sem birtust í gær, benda til að Jeltsín njóti verulegs stuðnings meðal al- mennings. í báðum könnunum sögðust 40% hafa samúð með for- setanum en einungis 15% með Khasbúlatov. Sjá einnig bls. 24-25. Garrí Kasparov Suður-Afríkustjórn viðurkennir að hafa smíðað kjarnorkuvopn Bjóst við titilmissi „ÞAÐ eina sem ég vil segja, og það á við um Nigel Short líka, er að þetta er það sem búast mátti við,“ sagði Garrí Kasparov í sam- tali við Morgunblaðið í gær um þá ákvörðun Alþjóðaskáksam- bandsins (FIDE) að svipta hann í raun heimsmeistaratitlinum. FIDE tilkynnti í fyrradag að Kasp- arov og Short hefðu fyrirgert réttin- um til að tefla um heimsmeistaratitil- inn í skák. Sagði í yfírlýsingu FIDE að Rússanum Anatolíj Karpov, og Holiendingnum Jan Timman yrði boðið að tefla um heimsmeistaratign- ina. Aðspurður um hvort hann teldi að Karpov og Timman tækju því boði sagði Kasparov einungis: „Það er algjörlega þeirra mál.“ „Ég þykist vita að þeir Kasparov og Short hafí þótt FIDE standa illa að því að útvega nógu mikið verð- launafé fyrir einvígið. En meira hlýt- ur að hafa komið til,“ sagði Friðrik Ólafsson fyrrverandi forseti FIDE. „Kasparov er svo sem kunnur fyrir skjótteknar ákvarðanir og hann hef- ur ef til vill ekki alltaf hagað sér skynsamlega. Short hefur mér funck ist vera yfirvegaðri og velta hlutun- um vel fyrir sér áður en hann hefur komist að niðurstöðu. Þess vegna tek ég meira tillit til að hann skuli ákveða að heyja einvígið án afskipta FIDE.“ Sex sprengjum tortímt að loknu kalda stríðinu Reuter. A Atak gegn ofbeldi DE KLERK forseti Suður-Afríku sagðist í gær ætla að kalla út vara- liða í hernum til að aðstoða lögreglu við að binda enda á „villimanns- lega“ ofbeldisöldu. Forsetinn kynnti tíu punkta áætlun sem lið í baráttunni gegn pólitísku ofbeldi. Á myndinni má sjá hermann vopn- aðan haglabyssu gæta barna á leið í skólann skammt frá Jóhannesar- borg en öryggisgæsla hefur verið aukin til muna síðustu daga. Höfðaborg. Reuter, The Daily Telegraph. STJÓRN Suður-Afríku viðurkenndi í gær í fyrsta skipti opinberlega að hafa haft kjarnorkuvopn undir höndum en að þeim hefði verið eytt fyrir árið 1991. F.W. de Klerk forseti sagði á sérstökum þingfundi í gær að ríkisstjórnin hefði ákveðið að gera allar upplýsingar varð- andi kjarnorkuvopnaáætlun Suður-Afríku opinberar. „Hendur Suður- Afríku eru óflekkaðar. Við ætlum ekki að fela neitt,“ sagði de Klerk. Forsetinn sagði að Suður-Afríku- menn hefðu smíðað alls sex sprengj- ur og hefðu þær verið hannaðar fyr- ir sprengjuþotur. Enginn tækni eða búnaður hefði verið keyptur frá út- löndum né heldur hefði tækniþekk- ingarinnar verið aflað með njósnum. A blaðamannafundi var de Klerk spurður um dularfullan blossa sem bandarískur gervihnöttur greindi á Indlandshafí árið 1979 og hefur til þessa verið túlkaður af mörgum sem suður-afrísk tilraunasprenging, framkvæmd með aðstoð ísraela. Hann sagði að það hefði aldrei verið fyllilega sannað að þarna hefði verið um kjamorkusprengingu að ræða og ef svo væri hefðu Suður-Afríkumenn hvergi komið þar nærri. Ríkisstjórn Suður-Afríku undirrit- aði árið 1991 samkomulagið gegn útbreiðslu kjamorkuvopna. De Klerk sagði að stjórn sín hefði gert Alþjóða kj arnorkumálastofnuninni fyllilega grein fyrir hveiju einasta grammi af geislavirku efni í landinu. Hins vegar hefði verið ákveðið að gera kjarnorkuvopnaáætlunina opinbera á þessu stigi til að stemma stigu við „rógsherferð ákveðinna ríkja“ í garð Suður-Afríku. Ákvörðunin um smfði kjamorku- vopna var tekin árið 1974 í kjölfar þess að Sovétmenn fóru að sækjast eftir auknum áhrifum í suðurhluta álfunnar og Kúbveijar réðust inn í Angóla. „Einangrun Suður-Afríku gerði það að verkum að við gátum ekki treyst á utanaðkomandi aðstoð yrði ráðist á okkur,“ sagði de Klerk. Hann sagði að aldrei hefði staðið til að nota sprengjumar; þær hefðu verið smíðaðar í fælingarskyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.