Morgunblaðið - 25.03.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.03.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1993 19 Utanríkisstefna íslendinga Höfuðmarkmið utanríkisstefnu Islands á að vera að varðveita full- veldi og sjálfstæði íslensku þjóðar- innar en hinsvegar að efla viðskipti okkar við aðrar þjóðir. Hið þjóðfé- lagslega heildarmarkmið fyrir næstu tvo áratugi er að ná og halda þeim hagvexti sem þarf til þess að gulltryggja fyrsta flokks lífskjör okkar og tryggja stóraukinn stöð- ugleika hagkerfísins. Engu þessara markmiða náum við með því að binda trúss okkar nú við Evrópu og einangrast þar öfugu megin við vígl- ínu viðskiptastríðs EB og Bandaríkj- anna. Það er stórhættuleg firra, að við getum treyst á að geta gengið til samninga við Norður-Ameríku- ríkin (NAFTA) eftir inngöngu okkar í EES. Þeir, sem þessu halda fram ættu m.a. að kynna sér annarsvegar EB-reglugerðir, sem við verðum að gera að okkar, sem fela í sér veiga- miklar viðskiptahindranir okkar gagnvart Bandaríkjunum, og hins- vegar það, sem fram er komið um stefnu Clintons í viðskiptamálum. Rétt utanríkisstefna er nú, eins og hingað til, að ná þeim bestu tví- hliða viðskiptasamningum sem við getum við bæði EB og NAFTA. Jafnframt er okkur lífsnauðsynlegt að koma á stjórnmálasambandi og sterkum viðskiptatengsíum við iðn- ríki Asíu og fríverslunarsamningum við þau. Við verðum að hafa traust tengsl við stærsta og fjölmennasta markaðssvæði heims, þar sem neysla vex örar en nokkursstaðar annarsstaðar. Þetta er stefna, sem hæfir nútíð og framtíð og er ein lík- leg til að tryggja sjálfstæði okkar og stuðla að því að hagvaxtar- markmiðið náist. Að síðustu vil ég ráðleggja rit- stjórum Morgunblaðsins að fara að lesa sér til um það sem er að gerast í veröldinni. Höfundur er forystumaður í Samtökum um óháð ísland. SPARADU ÞÉR TÍMA OG FYRIRHÖFN VIO ERLENDAR BRÉFASKRIFTIR -_______ÆF •s& Mi urn upp»;®iinsfu j '-VfSÍÍfir&l I Ný hondbók sem inniheldur 180 vidskiptnbréf ó ensku meó íslenskum skýringum Koflur í bókinni eru: • Almenn viðskiptabréf • Samskipti við viðskiptamenn • Fyrirgreiðsla og úrbætur • Bréf vegna lónafyrirgreiðslu • Sölubréf • Almenn uppsetning bréfa Pöntunarsímar 67-82-63 69-45-94 Framtíðarsýn hf. Þriðja Boeing 757 þotan bætist í flota Flugleiða ÞRIÐJA Boeing 757-200 þota Flugleiða kemur til landsins þegar tveggja ára leigusamningur breska flugfélagsins Britania rennur út í lok maí. Flugvélinni verður gefið nafnið Svandís við komuna hingað til lands og verður hún í ferðum til og frá Ameríku og Evrópu í sumar. Vegna mikils álags i Evrópuflugi hefur verið ákveðið að fresta fyrirhuguðu áætlunarflugi Flugleiða til Fort Lauderdale fram á haust að sögn Ein- ars Sigurðssonar blaðafulltrúa. Einar sagði að fest hefðu verið kaup á áðumefndri Boeing-þotu vor- ið 1991 og hefði hún strax verið leigð breska leiguflugfélaginu Britania. Núná er von á flugvélinni hingað til lands um mánaðamótin maí og júní og yrði hún aðallega í Ameríkuflugi en líka í ferðum tii og frá Evrópu. Aðspurður hvort næg verkefni væru fyrirliggjandi fyrir Svandísi minnti Einar á að umfang Evrópu- flugs ykist töluvert í sumar, t.d. með tveimur ferðum á dag milli Kaup- mannahafnar og Hamborgar, og áfangastöðum í Barcelona og Mílanó. Hann sagði að þessi umsvif hefðu haft í för með sér að fyrirhugað áætlunarflug milli íslands og Fort Lauderdale í Flórída í sumar hefði verið frestað fram á haust. Aftur á móti yrði bætt við ferðum til Or- lando. Þannig yrði breytingin aðeins sú að flogið yrði tvisvar í stað þrisv- ar til Flórída í sumar. Flugleiðir hafa fest kaup á sjón- varpsskjám í Svandísi og verður hægt að stytta sér stundir með því að horfa á kvikmyndir. Að sögn Einars er verið að kanna hvort ákjósanlegt sé að koma fyrir sama kerfí í hinum Boeing-þotum fyrirtækisins. Eftir að Svandís kemur til landsins verða Flugleiðir með 7 þotur og 4 Fokker-vélar í ferðum. Meðalaldur flotans verður 2,2 ár. skyns9mirSp««^endUI iVoTz^982 8 Hefurðu hugleitt hvemig það er að handleika þínar eigin tíu milljónir. Með skynsemi, þolinmœði og jyrirhyggju gæti það orðið að veruleika. Hafðu Sþarisjóð Hafharfjarðar með í ráðum þegar þú leggur drög að bjartri framtíð. UPPSKRIJT AÐ TIU MILLJONUM Þú leggnr 15 þúsund krónur á mánuði í skipulagðan spamað í Sparisjóði Hafnarfiarðar og átt rúmar 10 milljónir að raungildi eftir 25 ár, m.v. 6% raunvexti. Þar af eru um 5,6 milljónir sem þú hefur fengið í raunvexti. Komdu í Sparisjóð Hafharfjarðar og kynntu þér hvaða spamaðarmarkmið henta þér. SPARISJÓÐURINN SPARISJÓÐUR HAFNARFJARÐAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.