Morgunblaðið - 25.03.1993, Blaðsíða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1993
STJORNARTIÐ REAGANS
Lækkaði Reagan-stj órnin
framlög til fátæklinga?
inga) var fólk undir þessum mörk-
um komið alla leið niðtir í 11,6%
eftir Hannes
Hólmstein
Gissurarson
2. grein
Því er oft haldið fram, að Ronald
Reagan Bandaríkjaforseti hafi ekki
skeytt um fátækt fólk í landi sínu,
sérstaklega blökkumenn, og lækkað
framlög til þess í stjórnartíð sinni.
Þetta hafi valdið mikilli gremju
bandarískra blökkumanna og sé þar
að leita skýringa á róstunum í Los
Angeles vorið 1992.
árið 1988.
Dró úr fátækt og atvinnu-
leysi meðal blökkufólks
Það er alrangt, að fijálsræðis-
og skattalækkunarstefna Reagans
hafi komið sérlega hart niður á
blökkufólki og öðrum minnihluta-
hópum. Árin 1978-1982 ijölgaði
svörtum fátæklingum um rúmlega
tvær milljónir, en árin 1982-1989
fækkaði þeim um 400 þúsund.
Svörtum atvinnuleysingjum fækk-
aði líka eftir að stefnu Reagans tók
að gæta. Frá því í árslok 1982 fram
til ársins 1989 minnkaði atvinnu-
leysi á meðal blökkufólks um 9 stig,
úr 20,4% í 11,4%. Atvinnuleysi á
meðal fólks af rómönsku bergi
brotnu (hispanics) minnkaði um 7,3
stig, úr 15,3% í 8,0%.
Þá er athyglisvert, að árin 1982-
1987 fjölgaði fyrirtækjum í eigu
blökkumanna um 38%, á sama tíma
og fyrirtækjum fjölgaði almennt um
aðeins 14%. Heildartekjur slíkra
Ronald Reagan
fyrirtækja tvöfölduðust rúmlega á
sama tíma. Sums staðar í Banda-
ríkjunum hvarf hinn þráláti munur,
sem verið hefur á meðaltekjum
blökkumanna og hvítra manna (til
dæmis í Queens í New York).
Vissulega voru til blökkumenn,
sem nutu ekki góðs af uppgangi
atvinnulífsins árin 1982-1989, að-
allega einstæðar mæður og böm
þeirra. Því fleiri börn sem kona
eignast, því hærri verður upphasðin
á vikulegri ávísun hennar frá al-
mannatryggingum. Bandaríska
tryggingakerfið beinir fólki beinlín-
is á braut styrkja; það ýtir undir
lauslæti í fátækrahverfunum í stað
þess að ýta fólki út úr þessum hverf-
um. .
Heimildir Poverty in the U.S.: 1990
(Bureau of the Census); Congressional
Research Service; greinar e. Ed Rubin-
stein og Alan Reynolds í National Review
31. ágúst 1992.
Höfundur er lektor.
Opinber framlög til
fátæks fólks jukust
Staðreyndirnar eru þó allt aðrar.
Millifærslur á vegum alríkisins,
námu 344,3 milljörðum bandaríkja-
dala árið 1981, en 412 milljörðum
árið 1989 (á föstu verðlagi ársins
1982). Við nánari sundurliðun kem-
ur í ljós, að árin 1981-1989 jukust
bein peningaframlög til fátæklinga
um 6%, framlög til heilsugæslu fá-
tæks fólks jukust um 63% og til
húsnæðismála þess um 65%, fram-
lög til matgjafa og ýmiss konar
félagslegrar þjónustu voru óbreytt,
en framlög til þjálfunar og nám-
skeiðahalds minnkuðu um 6%.
Hér hefur verið miðað við fast
verðlag. Framlög til fátæks fólks
jukust líka í stjómartíð Reagans í
hlutfalli af landsfraleiðslu. I stjóm-
artíð Jimmys Carters 1977-1980
námu tekjutengd framlög hins opin-
bera að meðaltali 1,65% landsfram-
leiðslu, en í stjómartíð Reagans
1981-1988 námu slík framlög að
meðaltali 1,73% landsframleiðslu.
Fátæklingum fækkaði í
stjómartíð Reagans
Aðalatriðið er ónefnt. Þegar
Reagan settist í forsetastól hafði
fólki undir svonefndum fátæktar-
mörkum fjölgað úr 11,4% árið 1978
í 40,0% árið 1981. Þessi þróun sner-
ist við á fyrstu 18 mánuðum Reag-
an-stjórnarinnar og árið 1988 var
fólk undir fátæktarmörkum komið
niður í 13%. Þegar reiknað var með
opinberum millifærslum (en við þær
aukast ráðstöfunartekjur fátækl-
TZutancb
Heílsuvörur
nútímafólks
NÝOG 8000
FULLKOMNARI
MERKIVÉL
fyrir fyrirtæki,
skrifstofur og heimili
Prentar allt að 5 línur, 10 leturgerðir,
6 stærðir og strikamerki.
Prentar lárétt, lóðrctt og spegilprentun.
Prentar Þ og Ð
Betra Ietur, betri borðar
NÝBÝLAVEGI 28,200 KÓPAVÖGUR
SÍMI: 44443 & 44666, FAX: 44102
Láttu gamminn geysa með fullkominni námsmannatölvu!
Macintosh Colour Classic er komin til landsins!
Með Macintosh Colour Classic færð þú áukna orku í lærdóminn.
Með þessari tölvu er ótrúlega einfalt og þægilegt að skrifa ritgerðir og
skýrslurnar fá fagmannlegt útlit. Og nú er hægt að semja, hanna,
teikna, leiðrétta... og yfirleitt alit sem þér dettur í hug án þess að læra
eina einustu tölvuskipun.
Colour Classic er hönnuð með námsmenn í huga. Hún er öflug
og það fer svo lítið fyrir henni að hún kemst allsstaðar fyrir—bæði
heima og í skólanum. Tölvan er með innbyggðan Trinitron-skjá, sem
getur sýnt allt að 256 liti samtímis og það með skerpu og birtu sem á
sér ekki líka í þessum verðflokki. Líkt og allar aðrar Macintosh-tölvur
er hún einfóld í notkun og hver sem ér getur lært að nota hana á
örskömmum tíma.
Nú áttu tækifæri á að slást í hóp þeirra hundruð þúsunda um
heim allan, sem nota Macintosh-tölvur til að gera námið auðveldara.
/
Apple-umboðið
Skipholti 21 • Sími (91) 62 48 00
Apple Macintosh - réttu tölvurnar fyrir skóla og námsmenn
Macintosh Colour Classic er fáanleg NÚNA og því er ekki eftir
neinu að bíða. Janframt viljum við minna á hinn frábæra Apple
StyleWriter II, en hann getur prentað texta og myndir sem gefa
leysiprentuðum skjölum ekkert eftir. Verð á StyleWriter II er aðeins
37.900,- krónur.
Aðeins 98.400,- kr.
Staðgreiðsluverð með VSK. Alboiganaverð
er 103.579,-kr.
í þessu verði er innifilið 4 Mb vinnsluminni, 40
Mb harðdiskur (einnig hægt að fá 80 Mb disk), 16
MHz 68030 ötgjörvi, Kerfi 7.1,'skjár með 512 x 384
punkta upplausn, innbyggður hljóðnemi og
hátalari auk margs annars. Auk jiess er hægt að
tengja við tölvuna ýmiss jaðartæki, t.d,
prentara, skanna og geisladrif.