Morgunblaðið - 25.03.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIP FIMMTUDAGUR 25. MARZ, ;1993
„Solaris“
Tarkovskíjs
í bíósal MÍR
„SOLARIS", hin fræga kvik-
mynd Andrejs Tarkovskíjs,
verður sýnd í bíósal MÍR, Vatns-
stíg 10, nk. sunnudag, 28. mars,
klukkan 16.
„Solaris“ var fjórða kvikmynd
Tarkovskíjs, byggð á vísindaskáld-
sögu eftir pólska höfundinn Stan-
islaw Lem og gerð 1972, ijórum
árum síðar en hin fræga kvikmynd
Kubricks „2001: A Space Odyss-
ey“. Þessar tvær kvikmyndir eru
reyndar oft nefndar í sömu andrá
og sagt að „Solaris" hafi verið
svar Sovétmanna við hinni banda-
rísku kvikmynd.
Handrit „Solaris" samdi leik-
stjórinn ásamt F. Gorenstein. Með
helstu hlutverk í myndinni fara:
Donatas Banionis, Natalja Bond-
artsjúk, Juri Javert (eistneskur
leikari sem lék í kvikyndinni „Lúk-
as“ er byggð var á leikriti Guð-
mundar Steinssonar) og Anatolíj
Solonítsyn. Kvikmyndin er talsett
á ensku. Aðgangur ókeypis og öll-
um heimill.
iá
Yíóluleikur
Ásdís Valdimarsdóttir og Steinunn Birna Ragnarsdóttir.
_________Tónlist____________
Jón Ásgeirsson
Ásdís Valdimarsdóttir víólu-
leikari og Steinunn Birna Ragn-
arsdóttir píanóleikari héldu tón-
leika á vegum Tónlistarfélagsins
í íslensku óperunni sl. þriðjudag.
Á efnisskránni voru verk eftir
Schumann, Brahms og Shostako-
vitsj. Fyrsta verkið var Márchen-
bilder op. 113 eftir Schumann,
er var ágætlega leikið, t.d. fyrsti
kaflinn, þar sem Schumann lék
með fallegar víxlanir stefefnis.
Hröðu kaflarnir hefðu mátt vera
ögn hraðari og hrynhvassari. í
lokakaflanum naut sín einkar vel
fallegur tónn Ásdísar og samleik-
ur hennar og Steinunnar var
góður.
F-moll klarinettusónatan op.
120, nr. 1, eftir Brahms er skil-
greind sem sónata fyrir píanó og
klarinett eða lágfiðlu, sem er
ekki fráleitt, því hlutverk píanós-
ins í þessu síðasta kammerverki
hans er mjög viðamikið. Verkið
er allt hið fegursta og var á köfl-
um vel leikið en fyrsti kaflinn
(Allegro appasionato) og loka-
kaflinn (Vivace) voru of hægir
og fyrir bragðið vantaði í þá
hrynræna spennu, sem Brahms
vinnur þar skemmtilega með.
Annar og þriðji kaflinn voru mjög
fallega leiknir, sérstaklega þó
Allegretto grazioso.
Lokaverk tónleikanna var lág-
fiðlusónatan op. 147 eftir Shos-
takovitsj. Þetta meistarastykki
er eitt af síðustu verkum hans
og ekki flutt fyrr en tveimur
mánuðum- eftir lát hans, 1975.
Þarna ber margt á góma og oft
vitnað t.d. í Tunglskinssónötuna
eftir Beethoven. Má vera að
tunglskinsnóttin í verkinu sé sú
táknmynd, að dagsverki sé lokið
og að yfir færist sáttfull ró, er
sýn og vitund samlagast mjúku
myrkri næturinnar. Ásdís með
sinn fallega tón og Steinunn náðu
í leik og túlkun að gefa þessu
meistaraverki sérstæðan lit og
var t.d. lokaþátturinn (Adagio)
sérlega vel fluttur.
Ásdís og Steinunn eru góðar
tónlistarkonur og sýndu oft góð
tilþrif. Samspil þeirra var öruggt
og báðar sýndu að þær skynja
og geta útfært skáldlegt innihald
tónhendinganna, einkum þar sem
tónskáldin léku með ljóðrænt tó-
nefni.
Tónleikar kóra FB og ML
Kór Fjölbrautaskólans í Breið-
holti og kór Menntaskólans að
Laugarvatni halda sameiginlega
tónleika fímmtudaginn 25. mars kl.
20 í Seljakirkju í Reykjavík.
Kórarnir hafa haft samstarf síð-
astliðin tvö ár og síðasta haust
dvaldi allur hópurinn í æfingabúð-
um í Skálholti, alls um 70 ung-
menni. Tónleikarnir eru m.a. af-
rakstur þessa samstarfs.
Kórarnir syngja bæði saman og
hvor í sínu lagi. Efnisskráin er fjöl-
breytt og samanstendur af íslensk-
um lögum, negrasálmum, lögum
úr íslenskum og erlendum söng-
leikjum, spænskum og búlgörskum
lögum. Einnig flytja kórarnir þátt
úr Sálumessu eftir Andrew Webber
og fleira.
Stjórnendur kóranna eru Erna
Guðmundsdóttir og Hilmar Örn
Agnarsson. Aðgangur er ókeypis.
(Fréttatilkynning)
10. NORRÆNA KVIKMYNDAHATIÐIN
24. - 27. mars í Reykjavík
DAGSKRÁ FIMMTUDAG-
INN 25. MARS
(Innan sviga eru stuttmyndir
þær sem sýndar eru á undan
aðalmyndunum)
Kl. 13.00: Sárar ástir/Kærlig-
hedens smerte (Svalir Júlíu/Juli-
es balkon).
Kl. 13.15: Svo á jörðu sem á
himni/As in Heaven (It Takes
All Kinds - 1. hluti). Kl. 15.30:
Bóhemalíf/La vie de bohéme
(Those Were the Days).
Kl. 15.30: Brunnurinn/Kaivo
(Örbylgjuofninn/Microwave).
Kl. 17.00: Sofie (100 metra
skriðsund/100 meter fri).
Kl. 17.30: Englabærinn/Áng-
lag?rd (Sjónarhorn konu við
samfarir/A Woman’s Point of
View During Sex).
Kl. 18.00: Svartir hlébarð-
ar/Svarte Pantere (Tónskál-
inn/Paviljongen).
Kl. 20.00: Ingaló (Jóla-
tréð/The Christmas Tree).
Kl. 20.00: Ást Söru/Akvaaria-
rakkaus (Hvar er hárið mitt?/W-
here is My Hair).
Kl. 22.00: II Capitano (Kos-
inn/Kyssen).
Kl. 22.00: Pelli Signrvegari/P-
elle erobreren.
Vi6 kynnum bifrei&averkstæði
Bílheima með 25% kynningarafslætti.
Það margborgar sig að láta stilla vélina reglulega. Það sparar bensín,
eykur orku og vélin mengar minna. Við bjóðum 25% afslátt á
vélastillingum til 20. apríl n.k.
Kristinn Jóhannesson er einn hæfasti og
fróSasti maSur hérlendis í sjálfskiptingum.
Hann mun athuga virkni sjálfskiptingar-
innar, reynsluaka, stilla skiptinguna og
skipta um olíu og síu. Ástandslisti fylgir
bifreiSinni að stillingu lokinni. 25%
kynningarafsláttur stendur til 20. apríl n.k.
BifreiSaverkstæSi Bílheima er eina viSurkennda GM þjónustuverkstæSiS á Stór-
ReykjarvíkursvæSinu sem annast viSgerSir og viShald á Opel, Isuzu, Chevrolet og
öSrum bifreiSum, framleiddum af General Motors Co. AbyrgS bifreiSar fellur niSur sé
ekki fariS meS hana í uppherslu hjá viSurkenndum þjónustuaSila.
Bifreiðaverkstæöi Bílheima, Höfóabakka 9
Alhliða bifreiðaverkstæði Sími 634000
OPEL^ ISU2U HB- CHEVRDLET H
Jón Borgar Loftsson sem er sérfræðingur í
vélastillingum annast stillinguna.
Tölvuútskrift um ástand vélarinnar fylgir
bifreiðinni að stillingu lokinni. 25%
kynningarafsláttur stendur til 20. apríl.
Einn stærsti innisalur á landinu
Mótorhjól og snjósleðar.
Vantar allar gerðir bíla á staðinn. Vanir menn, góð þjónusta.
Opið frá 10-22 alla virka daga. Einnig laugardaga og sunnudaga.