Morgunblaðið - 25.03.1993, Blaðsíða 27
26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1993
PlurgiwMalii
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Sparnaður í
spítalarekstri
Sparnaður í rekstri sjúkra-
húsanna þriggja í Reykja-
vík varð 560 milljónir króna á
síðasta ári, samkvæmt uttekt
Ríkisendurskoðunar. Stofnunin
segir í greinargerð sinni að
sparnaðinn megi að verulegu
leyti rekja til tilfærslu bráða-
vakta frá Landakotsspítala til
Borgarspítala og einnig hafí
sameining Fæðingarheimilisins
og fæðingardeildar Landspítal-
ans skilað umtalsverðum sparn-
aði. Þá hafi rekstrargjöld Ríkis-
spítalanna lækkað um 4,4%,
eða 301 milljón.
Þrátt fyrir lækkun rekstrar-
framlaga til spítalanna telur
Ríkisendurskoðun að ekki sjáist
merki þess að þjónusta við
sjúklinga hafi versnað. „Ýmsar
upplýsingar benda til þess að
um nokkra framleiðniaukningu
sé að ræða. Þó skal á það bent
að ekki liggur fyrir hvort eða
að hve miklu leyti aðgerðum
eða annarri þjónustu hefur ver-
ið beint til annarra sjúkrastofn-
ana eða læknastofa,“ segir í
greinargerð Ríkisendurskoðun-
ar. Þar kemur jafnfrámt fram
að biðlistar, t.d. eftir gerviliða-
og hjartaaðgerðum, séu nánast
óbreyttir eða jafnvel heldur
styttri á árinu 1992 en 1991.
Þessi árangur er fagnaðar-
efni. Endurskipulagning og til-
færslur í rekstri skila greinilega
sínu, þrátt fyrir ýmsar hrak-
spár. Ekki er síður ástæða til
að fagna hinum góða árangri í
sparnaði á Ríkisspítulunum,
sem nemur meira en helmingi
þess sparnaðar, sem náðist í
rekstri spítalanna á höfuðborg-
arsvæðinu. Að ná 4,4% sparn-
aði í jafnumfangsmiklum
rekstri og starfsemi Ríkisspít-
ala er nokkurt afrek.
Davíð A. Gunnarsson, for-
stjóri Ríkisspítalanna, segir í
samtali við Morgunblaðið um
þennan árangur: „Segja má að
árangurinn náist með útsjónar-
semi og samstilltu átaki starfs-
manna. Þetta er gert með mjög
miklu aðhaldi sem hægt er að
beita í stuttan tíma, en ekki
hægt að halda út til langframa
... Það er flókið mál að ná þeim
árangri að spara þetta mikla
peninga, en það er kannski
auðveldara að gera það þegar
menn hafa það á tilfinningunni
að það eru allir að gera svipaða
hluti í kreppuástandi. En það
er fjöldi fólks að leggja á sig
meiri vinnu fyrir sömu eða
minni laun en áður.“
Sparnaður í heilbrigðiskerf-
inu, og raunar í ríkiskerfinu í
heild, næst aldrei nema í góðu
samstarfí við þá, sem þar
starfa. Hið hæfa starfsfólk Rík-
isspítalanna hefur lagt mikið á
sig til þess að sparnaðaráformin
mættu verða að veruleika.
Eflaust er rétt hjá forstjóra
Ríkisspítalanna að erfitt er að
viðhalda ströngu aðhaldi til
langframa. Slíkt veldur miklu
álagi á starfsliðið. Hins vegar
er ráðdeild og sparnaður í
rekstri ekki eingöngu kreppu-
fyrirbæri. Þótt rík ástæða sé
til að spara í rekstri hins opin-
bera á samdráttartímum, er
einnig full ástæða til að halda
þeim sparnaði áfram með batn-
andi tíð. Ekki er sízt þörf á því
í heilbrigðiskerfínu, sem tekur
til sín mjög stóran hluta af íjár-
lögum ríkisins og hefur þanizt
hratt út undanfarna áratugi.
Þann árangur, sem náðst
hefur nú, ber að nýta til áfram-
haldandi sparnaðarvinnu. Það
er rétt hjá forstjóra Ríkisspítal-
anna að allir eru að spara í
kreppunni, jafnt einkafyrirtæki
sem opinberar stofnanir. En sú
hagræðing, sem næst í krepp-
unni, má ekki renna út í sandinn
þegar hagur þjóðarbúsins
vænkast, heldur verður að við-
halda hugsunarhætti sparnaðar
og ráðdeildar, sérstaklega þeg-
ar farið er með almannafé.
Velta Ríkisspítalanna er um
hálfur sjöundi milljarður króna.
í fyrirtæki með slíkt umfang
hlýtur allra leiða að vera leitað
til hagræðingar og spamaðar
og sömu stjórnunaraðferðum
beitt og í einkafyrirtækjum.
Árangur í sparnaði á undan-
förnum misserum, bæði á Rík-
isspítulunum og Borgarspítala,
hefur sýnt að slíkt er vel fram-
kvæmanlegt.
í greinargerð Ríkisendur-
skoðunar um rekstur spítalanna
kemur fram að ekki sé sam-
ræmi í skráningu og mælingum
á þeirri þjónustu, sem spítalam-
ir veiti, og hafi það valdið stofn-
uninni nokkrum vandræðum.
Ríkisendurskoðun bendir þarna
á lítið atriði, sem-t)etur mætti
fara, en er engu að síður nauð-
synlegt að leiðrétta til þess að
hægt sé að bera saman árangur
í rekstri spítalanna og vinna
að sparnaði, hagræðingu og
framleiðniaukningu á fag-
mannlegan hátt.
Starfsfólk Ríkisspítalanna
hefur sýnt að hægt er að ná
árangri með aðhaldi og ráð-
deild, en veita engu að síður
fyrsta flokks þjónustu. Vonandi
vísar þessi árangur veginn til
framtíðar, bæði í heilbrigðis-
kerfinu og öðrum geirum opin-
bers reksturs.
Jákvæð viðbrögð
hjá lánastofnunum
TALSMENN banka og sparisjóða taka aðgerðum Seðlabankans
jákvætt og telja að sú vaxtalækkun, sem reynt er að stuðla að,
muni ganga eftir. Talna um það hversu mikil lækkunin verður
er þó ekki að vænta fyrr en um miðja næstu viku, en vaxta-
breytingadagur er fimmtudaginn 1. apríl, eftir rétta viku.
„Þetta auðveldar það að stíga
áfram einhver skref í þá átt að
lækka vextina,“ sagði Baldvin
Tryggvason, framkvæmdastjóri
Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrenn-
is. í sama streng tók Stefáns Páls-
son, bankastjóri Búnaðarbankans.
„Þær breytingar, sem Seðlabankinn
er að gera á viðskiptakjörum bank-
anna eru jákvæðar," sagði Stefán.
„Við erum ekki farnir að meta hvað
þetta gæti þýtt, en ég tel þetta
mjög jákvætt fyrir horfur á frekari
vaxtalækkun.“
Langþráð hækkun
vaxta á bundnu fé
Ragnar Önundareon, fram-
kvæmdastjóri hjá íslandsbanka,
sagði sjálfgefið að aðgerðimar
leiddu til einhverra vaxtalækkana.
„Seðlabankinn er að bæta kjör okk-
ar í viðskiptum. Þar á meðal er lang-
þráð hækkun vaxta á bundnu fé
úr 2% í 3,5%, sem ég held að allir
bankamenn fagni mjög,“ sagði
Ragnar. Hann sagði þó að skoða
yrði fleiri þætti áður en ákvörðun
um vaxtalækkun yrði tekin.
Sjá fram á vaxtalækkun
Bankastjórar Seðlabankans, þeir Tómas Árnason, Jóhannes Nordal
og Birgir ísleifur Gunnarsson, kynna aðgerðir bankans, sem þeir telja
að hljóti að leiða til 1-2% vaxtalækkunar.
Seðlabankinn lækkar vexti af eigin útlánum og tilboð í skammtímaverðbréf
Nauðsynlegt að hafa áhrif
til frekari vaxtalækkunar
SEÐLABANKINN ákvað í gær að lækka útlánsvexti sem bankarnir
greiða af fyrirgreiðslu í Seðlabankanum um 1-3% en hækka um leið
innstæðuvexti sem innlánsstofnanir fá bæði af lausum innstæðum og
bundnu fé. Jafnframt þessu ákvað bankinn að lækka vexti í tilboðum
sínum á rikisvíxla og ríkisbréfamarkaði þannig að vextir þar Iækki
um allt að 1,5%. Bankinn telur að þessar aðgerðir geri bönkum og
sparisjóðum kleift að lækka vexti af óverðtryggðum útlánum. Að sögn
Jóhannesar Nordal, seðlabankastjóra, hlýtur sú vaxtalækkun að vera
á bilinu 1-2%. Af hálfu Seðlabankans eru stjórnvöld hvött til að íhuga
framkvæmd húsbréfakerfisins með tilliti til áhrifa þess á vaxtaþróun
í landinu.
Jóhannes Nordal sagði á fundi
með blaðamönnum í gær að vextir
hefðu farið lækkandi að undanförnu.
Vextir hefðu hækkað í kjölfar efna-
hagsaðgerða í nóvember en hefðu
síðan verið að lækka. Lækkunin
væri nálægt 1% á skuldabréfamark-
aðnum og 1,5% á skammtímamark-
aðnum. Seðlabankinn hefði beitt sér
fyrir þessu með ýmsum aðgerðum
m.a. með lækkun bindiskyldu um 2%
á síðustu mánuðum ársins.
Hann sagði að bankinn teldi nauð-
synlegt nú að hafa áhrif til þess að
vextir lækki enn frekar. Þess vegna
hefði Seðlabankinn nú ákveðið að
lækka útlánsvexti sína til bankanna
um 1-3%. Samtímis hefði verið
ákveðið að hækka vexti af skamm-
tímainnstæðum bankanna og
bundnu fé um 1,5%. „Það sem ekki
skiptir minna máli en þessar beinu
breytingar á okkar útlánsvöxtum er
það að við höfum lækkað okkar til-
boð á verðbréfamarkaðnum i ríkis-
víxla og ríkisbréf um 1,5%.“
Ný verðbólguspá Seðlabankans
gerir ráð fyrir að 1,5% árshraða verð-
bólgunnar á mælikvarða lánskjara-
vísitölu á næsta ársfjórðungi. Þessar
verðlagshorfur ásamt lækkun vaxta
á skammtímamarkaði og hjá Seðla-
bankanum telur bankinn að geri innl-
ánsstofnunum kleift að lækka útl-
ánsvexti sína, einkum á óverðtryggð-
um lánum 1. apríl nk.
Seðlabankinn leggur einnig
áherslu á mikilvægi þess að vextir á
langtímabréfum, einkum spariskír-
teinum og húsbréfum, lækki einnig
á næstunni. Hins vegar er bent á
að bankinn hafi takmarkaða mögu-
leika til þess að hafa áhrif á þessum
markaði, sem sé stærri en svo, að
viðskipti Seðlabankans geti ráðið þar
úrelitum. Af hálfu bankans er lögð
mikil áhersla á að stjómvöld reyni
að draga úr framboði opinberra verð-
bréfa til langs tíma. Nokkurt svig-
rúm sé væritanlega til þess að stýra
framboði spariskírteina, m.a. með
því að sækja í vaxandi mæli inn á
aðra markaði t.d. með útgáfu eins
til tveggja ára ríkisbréfa. Hins vegar
sé erfiðara að hafa áhrif á framboð
húsbréfa sem mestu hafi ráðið um
vaxtastig undanfarin tvö ár. Sé
ástæða til þess að hvetja ríkisvaldið
enn á ný til þess að íhuga fram-
kvæmd húsbréfakerfisins með tilliti
til áhrifa þess á vaxtaþróun í land-
inu. Af hálfu bankans er á það bent
að ávöxtunarkrafa húsbréfa hafí
lækkað úr 8% þegar hún fór hæst
en hafi lækkað í 7,25%. í gær hækk-
aði ávöxtunarkrafan hins vegar í
7,35% á húsbréfamarkaðnum þar
sem gætt hefur aukins framboðs
húsbréfa síðustu daga og en að sama
skapi dregið úr eftirspurn.
Framkvæmdastjóri Sambands fiskvinnslustöðva
Hallinn gífurleg^ur áfram
Vaxtalækkun greiðir fyrir samningum, segir forseti ASÍ
ARNAR Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Sambands fiskvinnslu-
stöðva, segist telja að lánastofnanir geti ekki vikizt undan þvi nú að
lækka vexti verulega. Hann segir að vaxtalækkun dragi eitthvað úr
hallarekstri sjávarútvegsins, en sé þó ekki nándar nærri nóg. Meira
verði að koma til; annað hvort kostnaðarlækkunarleið eða gengisfell-
ing. Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusambandsins, segir að vaxta-
lækkun muni greiða fyrir gerð kjarasamninga.
„Við höfum lengi sagt að vextir
væru mun hærri hér en í helztu við-
skiptalöndum okkar og talið að um
3% vaxtalækkun þyrfti að koma til,“
sagði Arnar. „Þessar boðuðu aðgerð-
ir geta þýtt 1-2% vaxtalækkun. Engu
að síður teljum við þetta skipta máli.
Vaxtalækkun mun draga eitthvað
úr hallarekstri sjávarútvegsins. Við
höfum sagt að 3% lækkun innlendra
raunvaxta þýði um eins milljarðs
króna hagsbót fyrir sjávarútveginn
á einu ári. Greinin í heild er hins
vegar rekin með um 9% halla, sem
Margrét Frímannsdóttir alþingismaður
Oþarfi að hækka sjálfræðisald-
ur vegna eins unglings á ári
er í kring um fimm milljarðar á einu
ári. Meginhluti vandans er því eftir.“
Arnar sagði að þótt vaxtalækkun
ætti sér stað, myndi hallinn því verða
gífurlegur áfram, en hann stafaði
einkum af verðfalli afurða á erlend-
um mörkuðum.
Kostnaðarlækkun eða
gengisbreytingu
Aðspurður hvort hagsmunaaðilar
í sjávarútvegi myndu fara fram á
gengislækkun til að brúa bilið, sagði
Arnar: „Við höfum sagt að tveir
möguleikar væru í stöðunni. Annars
vegar að draga enn frekar úr kostn-
aði. Við höfum talið að menn ættu
að skoða kostnaðarlækkunarleiðina,
sem bent var á 1988. Það voru ekki
skilyrði til að fara hana þá. Við höf-
um talið vaxtalækkun vera lið í þeirri
leið. Ef hún er ekki framkvæmanleg
og ekki vilji til að fara hana, höfum
við talið að ekki yrði hjá því komizt
að breyta gengi krónunnar."
í utandagskrárumræðum á alþingi í gær gagnrýndi Margrét Frímanns-
dóttir alþingismaður hvernig félagsmálaráðherra hefði staðið að undir-
búningi þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að veita 20 milþ'. króna
til að selja á stofn lokaða deild fyrir síbrotaunglinga yngri en 16 ára
og fyrirætlanir ráðherra um að hækka sjálfræðisaldur úr 16 árum í
18. Hún sagði að reynslan sýndi að einn 16 ára unglingur á ári hljóti
fangelsisdóm og því sé ekki sjálfgefið að hækka sjálfræðisaldur þús-
unda ungmenna til að geta sett örfáa unglinga á lokaða deild án vilja
þeirra og málsmeðferðar í dómskerfinu.
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
máiaráðherra vísaði því á bug, sem
Margrét hafði leitt getum að, að
ákvörðun um fjárveitinguna hefði
verið tekin undir áhrifum mikillar
fjölmiðlaumíjöllunar um síbrotaungl-
inga. Jóhanna sagði fyrstu tillögur
um stofnun deildar af þessu tagi
hefðu komið fram 1985. Ákvörðun
hefði verið tekin að tilmælum m.a.
bamaverndamefndar, Félagsmála-
stofnunar og forvamadeildar lög-
reglunnar í Reykjavík. Hún sagði
16 ára sjálfræðisaldur fyrst og
fremst hafa táknrænt gildi því þorri
ungmenna sé mun lengur undir
handleiðslu foreldra. Verði talið
ókleift að hækka aldurinn sé það
lámarksaðgerð að breyta sjálfræðis-
lögum þannig að dómurum verði
kleift að svipta menn tímabundið
sjálfræði en nú fellur úrekurður um
sjálfræðissviptingu aðeins úr gildi
með nýjum dómsúrskurði.
í umræðunum kom m.a. fram hjá
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur al-
þingismanni, sem lýsti sig fylgjandi
hækkun sjálfræðisaldurs að þeirri
breytingu muni fylgja útgjaldaauki
fyrir ríkissjóð þar sem greiða verði
barnabætur og bamabótaauka með
bömum til 18 ára aldurs.
Bankarnir ættu að geta lækkað
vextina
Benedikt Davíðsson, foreeti Al-
þýðusambands íslands, segir að
staða viðskiptabanka og sparisjóða
ætti að vera betri eftir ákvörðun
Seðlabankans um vaxtalækkun og
það ætti að auðvelda gerð kjara-
samninga ef þeir lækkuðu vextina á
næsta vaxtabreytingardegi. Þessi
ákvörðun Seðlabankans væri skref í
rétta átt og hann vænti þess að það
væri rétt mat hjá Seðlabankastjóra
að bankamir ættu að geta lækkað
vextina í kjölfarið. Hann hefði sjálf-
sagt besta faglega þekkingu til þess
að meta það.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1993
27
Möguleikar á samningum
til hausts 1994 kannaðir
AÐILAR vinnumarkaðarins hafa ákveðið að
láta reyna á það næstu dagana hvort sameig-
inlegur grundvöllur er fyrir kjarasamningi
sem gildi til hausts 1994. Þetta var ákveðið
á fundi samninganefnda í hádeginu í gær.
Smærri hópur fundaði aftur seinnipartinn og
annar samningafundur hefur verið boðaður
í dag. Búist er við að á morgun skýrist hvort
ástæða sé til að halda viðræðum áfram en
þá fundar framkvæmdasljórn Vinnuveitenda-
sambands íslands og stóra samninganefnd
Alþýðusambands Islands hefur einnig verið
kölluð saman.
Samstarf við stjórnvöld
Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, sagði að
ákveðið hefði verið að láta reyna á það hvort
það væri sameiginlegur flötur á því að ná saman
kjarasamningum sem giltu til hausts 1994 og
hvort samstarf gæti orðið við stjórnvöld um hlut-
deild í þeim samningi, þ.e.a.s varðandi verð-
lags-, og skattamál. Stefnt væri að því að niður-
staða lægi fyrir um hádegi á morgun um hvert
framhaldið yrði „og hvort við Alþýðusambands-
menn þurfum að stokka spilin og halda öðruvísi
á málum en við höfum verið að gera til þessa,“
sagði Benedikt.
Hann sagði að ef niðuretaðan yrði sú að ástæða
væri til að halda áfram viðræðum í þessum far-
vegi gerði hann ráð fyrir að gengið yrði til þess
af krafti og að fundarhöld yrðu um helgina. Það
hefði í viðræðunum alltaf verið gengið út frá því
að gerður yrði samningur til svo langs tíma að
ráðrúm gæfist til að byggja upp atvinnustigið.
Til þess þyrfti samning til að minnsta kosti eins
og hálfs árs.
„Við höfum farið mjög vandlega yfir stöðuna
og erum ákveðnir í því á allra næstu dögum að
meta það endanlega hvort við teljum að það sé
hægt að gera kjarasamning, hvert efni hans
þurfi að vera og hvaða hliðaraðgerðir þurfi að
fylgja," sagði Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri VSÍ, í samtali við Morgunblaðið.
Aðspurður hvort aðilar hefðu sett sér tíma-
mörk í þessum efnum, sagði Þórarinn að hann
byggist við því að reynt yrði að meta það á
morgun, föstudag, hvort menn teldu að það
væri grundvöllur fýrir frekari viðræðum. Þá yrði'
fundur í framkvæmdastjóm Vinnuveitendasam-
bandsins og einnig eftir því sem hann best vissi
í stóru samninganefnd Alþýðusambandsins. í
kjölfarið myndi væntanlega skýrast hvaða stefnu
viðræðurnar tækju.
Einar Kr. Guðfinnsson þingmaður
Grettístaki lyft í vega-
málum á Yestfjörðum
Vel hlaðinn
ÍSLEIFUR VE siglir inn til löndunar í Vestmannaeyjum í gær.
Loðnuvertíð að ljúka
Um 165 þúsund tonn óveidd af loðnukvótanum
SÆMILEG loðnuveiði var við
Snæfellsnes í gær og fengu nokkr-
ir bátar fullfermi. Bræla var á
miðunum og ekki er útlit fyrir
mikla veiði þó veður batni. Um
165 þúsund tonn eru óveiddd af
loðnukvótanum en útlit er fyrir
að vertíðinni sé að ljúka.
Nokkrir bátar fengu fullfermi af
loðnu við Snæfellsnes í gær og í
fyrradag að sögn Guðjóns Bergþóre-
UM 80 manns hafa skráð sig á
fiskeldisráðstefnu, sem haldin
verður á Akureyri um helgina,
sem er mun fleiri en búist var
við, að sögn Vilhjálms Guðmunds-
sonar hjá Útflutningsráði ís-
Iands. Á ráðstefnunni verður m.a.
sonar skipstjóra á Víkingi AK 100.
Hann sagði að loðnan væri nær ein-
göngu hængur og magnið ekki mik-
ið. Bræla var á miðunum í gær.
Sagði Guðjón að ekki væri útlit fyrir
mikla veiði þó veður batnaði og benti
flest til að loðnuvertíðinni væri að
ljúka. Um 660 þúsund tonn af loðnu
hafa borist á land á haust- og vetrar-
vertíð en um 165 þúsund tonn eru
óveidd af loðnukvótanum.
fjallað um eldi á þorski, lúðu,
bleikju og laxi, rannsóknir og
horfur í markaðsmálum.
Til ráðstefnunnar boða Fagráð
bleikjuframleiðenda, Landssam-
band fiskeldis- og hafbeitarstöðva,
Rannsóknaráð ríkisins og Útflutn-
„ÞÆR vegaframkvæmdir sem nú
er unnið að á Vestfjörðum eiga
eftir að gjörbreyta öllu fyrir at-
vinnulífið þar. Flýting fram-
kvæmda við Vestfjarðagöng bæt-
ist þar við vegagerð yfir Hálfdán
og bætur á Oshlíðarvegi,“ sagði
Einar Kr. Guðfinnsson, þingmað-
ur Vestfjarðakjördæmis, í sam-
tali við Morgunblaðið.
Einar kvaðst mjög ánægður með
að ákveðið hefði verið að flýta fram-
kvæmdum við Vestfjarðagöng, svo
þau verði opnuð haustið 1994, eða
ári fyrr en til stóð. „Þetta er óskap-
lega mikill áfangi og ljóst að göng-
in gjörbreyta öllu fyrir atvinnulífið
á norðanverðum Vestfjörðum,"
sagði hann. „Þá er verið að lyfta
Grettistaki í vegamálum víða á
Vestfíörðum. Nú er verið að bjóða
út stórverk á veginum um Hálfdán,
á milli Bíldudals og Tálknafjarðar,
og verður lokið við að byggja hann
upp úr snjónum nú í haust. Þá
hafa einnig verið opnuð tilboð í
ingsráð íslands. Gert er ráð fyrir
umtalsverðum vexti í fiskeldi í heim-
inum næstu áratugina og að fram-
leiðsla eldisafurða þrefaldist fram
til áreins 2000 og muni þá nema
38 milljónum tonna árlega.
vegskála á veginum um Óshlíð,
milli Bolungarvíkur og ísafjarðar.
Samanlagt gjörbreyta þessar fram-
kvæmdir allri aðstöðu á Vestfjörð-
um,“ sagði Einar Kr. Guðfínnsson.
------» » »-
Útboð ríkisbréfa í gær
Meðal-
ávöxtun
12,43%
MEÐALÁVÖXTUN samþykktra
tilboða í útboði á sex mánaða
ríkisbréfum sem fram fór í gær
var 12,43%t sem svarar til 11,39%
forvaxta, en lægsta ávöxtun var
12,30% og hæsta 12,58%. í síð-
asta útboði ríkisbréfa 24. febrúar
var meðalávöxtunin 12,40%.
Alls bárust 42 gild tilboð í ríkis-
bréf í gær að fjárhæð 384 milljónir"
króna og heildarfjárhæð tekinna
tilboða nam 224 milljónum frá 12
aðilum en í útboði í febrúar sl. nam
heildaijfárhæð tekinna tilboða 434
millj. kr. frá alls 29 aðilum. Með
útboðinu í gær skuldbatt ríkissjóður
sig til að til að taka tilboðum á
bilinu 100 til um 600 milljónir kr.
80 manns á fiskeldisráðstefnu
Samkomulag náðist á hluthafafundi Sameinaðra verktaka hf.
Tillaga um 600 millj. kr.
arðgreiðslur dregin til baka
Samþykkt að skipa sáttanefnd til að taka út stöðu félagsins
Á DAGSKRÁ hluthafafundar í Sameinuðum
verktökum hf., sem haldinn var í gær að
kröfu minnihlutans í félaginu, var gerð til-
laga um 600 milljóna króna arðgreiðslu til
eigenda félagsins, skv. heimildum Morgun-
blaðsins. Tillagan kom þó ekki til umræðu
eða afgreiðslu og var dregin til baka þegar
lögð var fram breytingartillaga, sem var
studd af öllum stjórnarmönnum Sameinaðra
verktaka, Páli Gústafssyni og fleirum, um
skipun þriggja manna nefndar til að taka út
stöðu félagsins, móta stefnu um arðgreiðslur
og um framtíð íslenskra aðalverktaka sf.
Var breytingartillagan samþykkt samhljóða og
hefur tekist sátt á milli fylkinganna innan félags-
ins um þessa niðurstöðu samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins.
í nefndina voru skipaðir Vilberg Vilbergsson,
stjórnarmaður í SV, Páll Gústafsson fram-
kvæmdastjóri og Jakob Bjarnason fulltrúi Hamla.
Nefndin mun leggja tillögur sínar um félagið
fyrir stjórn félagsins og aðalfund sem væntanlega
verður haldinn í apríl og verða þær svo til áfram-
haldandi umræðu fram að öðrum hluthafafundi
í haust.
Engin ákvörðun um arðgreiðslu
Skv. upplýsingum Morgunblaðsins var upphaf-
leg tillaga um arðgreiðslur til eigenda í jöfnum
greiðslum á fimm árum, sem var tilefni hluthafa-
fundarins, lögð fram í þeim tilgangi að fínna flöt
á málamiðlun innan félagsins. Hún var svo dreg-
in til baka án umræðna þegar fyrir lá samkomu-
lag um skipan nefndar til að taka út stöðu SV.
Verðmatsskýrsla sem Verðbréfamarkaður ís-
landsbanka vann í haust um sölugengi hlutabréfa
í SV sem eru til sölu á hlutabréfamarkaði var
kynnt á hluthafafundinum í gær en litlar umræð-
ur urðu um skýrsluna.