Morgunblaðið - 25.03.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.03.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1993 39 I I I ( ( ( i i í I ð i hafði óvenju fallega rithönd. Og hann var ákaflega öruggur í talna- meðferð. Enga menn hef ég hitt fyrir á lífsleiðinni, sem voru örugg- ari í meðferð talna en Arngrímur og Jóhann bróðir hans. Arngrímur hélt fast við þá reglu að færa við- skiptamannareikninga beint eftir frumgögnum og bera síðan samtöl- ur þeirra saman við niðurstöður viðskiptamannareikninga aðalbók- ar. Ef það kom fyrir, að tölum á viðskiptamannareikningi Arngríms bæri ekki saman við tölur viðskipta- mannsins, veit ég ekki betur en það væri nálega eða alveg undantekn- ingarlaust, að tölur Arngríms reyndust réttar. íslensk endurtrygging hafði við- skipti við mörg erlend vátrygginga- félög í ýmsum löndum. Skilagreinir frá þeim voru með ýmsum hætti. Þrátt fyrir það tókst Arngrími ná- lega alltaf að finna út, til hvaða skírteinisára iðgjöld og tjón hvers reikningsárs heyrðu. Af því leiddi þegar fram í sótti, að unnt var að mynda tröppulínu fyrir hvern samn- ing, er sýndi hve mikill hluti tjóna hvers skírteinisárs kom fram á hveiju ári, sem leið. Við áætlun um áfallin óuppgerð tjón við lok hvers reikningsárs var mikils virði að hafa þessar tröppulínur til hliðsjón- ar. Oft reyndust upplýsingar frum- tryggjenda um áfallin óuppgerð tjón ófullnægjandi. Ýmis áhugamál hafði Arngrímur önnur en hin daglegu störf, þótt hann blandaði áhugamálunum ekki saman við daglegu störfin. Til dæm- is hafði hann gaman af að grípa í spil og var snjall bridgespilari. Hann var mjög handlaginn. íbúðarhús sitt byggði hann að mestu leyti sjálfur. Hann var natinn garðyrkju- maður. Til dæmis ræktaði hann jarðarber í garði sínum og fékk oft ótrúlega mikla uppskeru af þeim. Starfsfólk það, sem vann hjá ís- lenskri endurtryggingu fyrstu ára- tugina, er nú orðið dreift víða. Sumt er þegar fallið frá, annað orðið aldr- að. Fráfall hvers og eins vekur upp hjá þeim, sem eftir eru, fornar minningar um liðna tíð. Við fráfall Arngríms minnumst við samveru með góðum dreng og traustum samstarfsmanni. Eftirlifandi konu hans og sonum sendum við innileg- ar samúðarkveðjur. Kr. Guðmundur Guðmundsson. í dag er til grafar borinn Arn- grímur Siguijónsson, fyrrum aðal- bókari Þjóðleikhússins, en hann lést hinn 12. þ.m. á 82. aldursári. Arngrímur var í hópi þeirra manna, sem lengstan starfsaldur hafa átt í Þjóðleikhúsinu; hann kom fyrst til starfa við bókhald leikhúss- ins og reikningsskil í ársbyijun 1957 og vann síðan óslitið sem aðalbókari hússins á fjórða tug ára, allt til ársins 1989. Allan þennan tíma var bókfærslan fyrir Þjóðleik- ^blómstrandi vt Blóm Skreytingar Gjafavara Kransar Krossar Kistuskreytingar Opið alla daga frá kl. 9-22 Fákafeni 11 s. 68 91 20 erfidrykkjur í ný uppgerðum Gyllta salnum. Hlaðborö og nýlagað kaffi kr. 790,- Hótel Borg sími 11440. húsið aukastarf Arngríms og löng- um unnið á heimili hans á Hjalla- vegi 42 vegna aðstöðuleysis í leik- húsbyggingunni - og svo ótrúlega sem það hljómar nú, var starfsheim- ild bókarans bundin öll árin við aðeins þriðjung úr stöðugildi. Lengst af starfstíma Arngríms Siguijónssonar í íjóðleikhúsinu voru öll bókhaldsgögn handfærð; það var aðeins hin síðustu ár hans við leikhúsið sem færslur voru unn- ar fyrir vélabókhald. Við starfslok Amgríms var leikhúsið komið með sitt eigið tölvuvædda bókhald og starfslið sem talið er svara til um- fangs og þeirra krafna sem til þess eru gerðar. Sást þá gleggst hvílíkur afkastamaður Arngrímur var í sínu fagi og í raun margra manna maki. Og það voru ekki bara mikil afköst sem einkenndu störf hans, heldur leysti hann þau af hendi af mikilli nákvæmni og fágætri snyrti- mennsku. Arngrímur Siguijónsson var listaskrifari, athugull í besta lagi, talnaglöggur og úrræðagóður í flækjum bókhaldsins, nákvæmur en ekki smámunasamur, gagnrýn- inn en hið mesta ljúfmenni í öllu samstarfi. Þannig kom Arngrímur Siguijónsson mér fyrir sjónir þá tæpu tvo áratugi sem við unnum saman og undir þau orð taka vafa- laust allir aðrir starfsmenn leikhús- skrifstofunnar sem samskipti höfðu við hann. Að sjálfsögðu var hann ekki gallalaus frekar en aðrir; hann var veikur fyrir þegar áfengi var annars vegar og það tók af honum völdin endrum og sinnum, en alltaf þegar slíkt henti mátti treysta því að Arngrímur lyki sínu verki að lokum eins og til var ætlast. Naut hann þá, eins og endranær, um- hyggju og aðstoðar eiginkonu sinn- ar, Guðrúnar Öldu Sigmundsdóttur. Að leiðarlokum ber að þakka Arngrími Siguijónssyni mikil og góð störf í þágu Þjóðleikhússins. Við sem störfuðum með honum í leikhúsinu minnumst hans af hlý- hug og vottum aðstandendum sam- úð okkar. ívar H. Jónsson. Við andlát föðurbróður míns, Arngríms Siguijónssonar, þyrluð- ust upp minningabrot um bernsku mína í húsinu við Hjallaveginn. Sem barn var ég hjá þeim um lengri og skemmri tíma. í huga barnsins var húsið stórt og garðurinn hans Arn- gríms ekki minni en sjálfur Hallar- garðurinn. Blómin, sem hann rækt- aði af stakri natni, voru fallegri en í öðrum görðum. Minnisstæðir eru sólardagar þegar við skriðum í moldinni að planta blómum eða hreinsa beð. Garðurinn var stolt hans og gleði sem ég fékk hlutdeild í. Hann gerði tilraunir með alls konar jurtir og tókst meira að segja að rækta jarðarber í einu horninu. Eitt gott sumar var jarðarbeijaupp- skeran með ágætum og fékk ég fulla dós af jarðarbeijum tl að fara með heim. Enn í dag hef ég ekki fengið betri jarðarber en þau, enda át ég úr dósinni áður en heim var komið. Arngrímur bjó yfir mikilli þolin- mæði þegar ég var annars vegar. Hann reyndi allt til að kenna mér fingrasetningu á píanó og ekki var þolinmæðin minni þegar hann reyndi að kenna mér að syngja. Heilan dag sátum við á gólfinu við segulbandið, ég syngjandi, en hann að spóla til baka og stilla tækið fyrir næstu tilraun. Hann hafði ein- sett sér að barnið gæti sungið. Það var allt öðruvísi í húsinu á Hjallaveginum en heima. Fyrst og fremst var það garðurinn og svo húsið sem var á tveimur hæðum. Heita vatnið rann ekki úr krönunum heldur kom úr hraðsuðukatli. Á kvöldin þurfti ég að standa við vask- inn meðan Alda þvoði mér. Lyktin af sápunni var líka önnur en ég átti að venjast. Jóla- og afmælisgjafir frá Öldu og Arngrími voru líka sérstakar. Eitt árið fengum við systurnar glæsilega kuldaskó sem við stilltum upp á bókaskáp til að geta notið þess að horfa á þá. Peysurnar frá þeim vöktu athygli, hvort sem þær voru keyptar í búð í Englandi eða pijónaðar hér heima. Frá því að æskuárunum lauk liðu mörg ár þar til ég kom aftur í hús- ið og þá fullorðin. Húsið var ekki eins stórt og mig minnti, en garður- inn var eins, nema hvað trén voru hærri. Það var vor og gamla heimil- ið mitt í kj'allaranum hafði breyst í gróðrarstöð. Um allt voru sumar- blóm í ræktun sem áttu síðar að prýða garðinn. Bak við húsið var lítill glerskáli og þar voru rósirnar , sem Arngrími tókst að koma vel á legg eins og öðru. Hann vissi allt um ræktun og plöntur og að skiln- aði gaf hann mér heilu kassana af ungplöntum í minn garð. Það var dagsverk að gróðursetja þær allar enda voru þær rúmlega hundrað. Þetta var þó aðeins brot af því sem hann hafði komið til það vorið. Síð- ast hitti ég þennan aldraða föður- bróðir minn í vetur. Það lá vel á honum þrátt fyrir að sjónin hefði daprast mikið. Aftur barst talið að gróðri og hann benti okkur á hátt og beinvaxið grenitré sem hann hafði gróðursett fyrir Iöngu. Það tré þykir einstakt og á eftir að standa í garðinum við Hjallaveginn sem minnisvarði um mann sem á langri ævi ræktaði skrúðgarð í holti. Nanný. t Útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, ÁSTU ÞÓRÐARDÓTTUR, Sléttuvegi 13, Reykjavík, fer fram frá Bústaðakirkju, föstudaginn 26. mars, kl. 13.30. Jakob Þorsteinsson, Þóra Jakobsdóttir, Friðrik S. Kristinsson, Þorsteinn Jakobsson, Guðrún Óðinsdóttir, Óskar Jakobsson, Angela Jakobsson, Halldór Jakobsson, Birna Guðjónsdóttir og barnabörn. t Ástkaer móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, BJÖRG EINARSDÓTTIR, Snælandi 2, Reykjavik, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, föstudaginn 26. mars kl. 13.30. Erlingur Lúðviksson, Jakobína Ingadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBORG SIGURBJÖRNSDÓTTIR, Vigholtsstöðum, Dalasýslu, sem lést 20. mars, verður jarðsungin að Hvammi í Dölum laugardaginn 27. mars kl. 14.00. Sigurbjörn Sigurðsson, Melkorka Benediktsdóttir, Steinunn Sigurðardóttir, Brynjar Valdimarsson, Steinunn M. Sigurbjörnsdóttir, Haraldur Reynisson, Sigurborg H. Sigurbjörnsdóttir, Sveinn Sigurðsson, Sigurður Sigurbjörnsson, Sigurður Brynjarsson, Friðrik Brynjarsson, Rósa Björg Brynjarsdóttir, Nanna Margrét Brynjarsdóttir, Melkorka Rún Sveinsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför, móður okkar, ÖNNU GUÐMONSDÓTTUR frá Kolbeinsvík. Börnin. t Innilegar þakkir til þeirra mörgu, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við fráfall GUNNARS ÓLAFSSONAR frá Reykjarfirði. Sigurlaug Magnúsdóttir, börn og tengdabörn. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐJÓNS HAFSTEINS JÓNATANSSONAR rennismiðs, Hamraborg 32, Kópavogi. Aðstandendur. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför eiginmanns míns, KARLS J. MAGNÚSSONAR rafeindavirkjameistara, Ljósheimum 20. Ólöf Eiríksdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar og tengdamóður, DÝRLEIFAR ÁRNADÓTTUR, Sauðárkróki, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Sveinn Guðmundsson, Anna Pála Guðmundsdóttir, Árni Guðmundsson, Hjördfs Þórðardóttir, Hallfríður Guðmundsdóttir, Egill Einarsson, Stefán Guðmundsson, Hrafnhildur Stefánsdóttir. t Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGURBJARGAR GUÐLAUGSDÓTTUR frá Flatey á Skjálfanda. Hrefna Hallgrimsdóttir, María Jóhannesdóttir, Jóhannes Jóhannesson, Stefanía Jóhannesdóttir, Hólmdis Jóhannesdóttir, Sólveig Jóhannesdóttir, GunnarJóhannesson, Hallur Jóhannesson, Guðlaugur Jóhannesson, Hafdis Jóhannesdóttir, Þórður Þórðarson, Þórir Daníelsson, Bára Hermannsdóttir, Jón Hermannsson, Sveinberg Hannesson, Sóley Hannesdóttir, Hróðný Valdimarsdóttir, Hafdis Júlíusdóttir, Bragi Pálsson, barnabörn og fjölskyldur þeirra. Lokað Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keld- um verður lokuð eftir hádegi föstudaginn 26. mars vegna jarðarfarar BJARGAR EINARSDÓTTUR. Forstöðumaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.