Morgunblaðið - 25.03.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.03.1993, Blaðsíða 31
seet SMAM ,SS aUOAQUTKmil (HQAJHíVIUdhqm ____________ __ _______ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1993 31 Ölafur G. Einarsson menntamálaráðherra Bein tengsl milli skóla og atvinnulífs MENNTAMÁLARÁÐHERRA, Ólafur G. Einarsson, vill bæta inn einni lagagrein í lög um framhaldsskóla til að auðvelda tilraunaverkefni í starfsnámi. Svavar Gestsson (Ab-Rv) fyrrum menntamálaráðherra telur þetta frumvarp geta boðað talsverð tíðindi, þótt það láti ekki mikið yfir sér. Menntamálaráðherra mælti síð- asta mánudag fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um framhalds- skóla frá 1988. Frumvarpið gerir ráð fýrir að bæta við nýrri laga- grein í lögin. Þessi lagaviðbót myndi heimila menntamálaráð- herra að efna til tilraunastarfs í starfsnámi og víkja þá frá ákvæð- um framhaldsskólalaganna ef nauðsyn krefði. Gert er ráð fyrir því að slíkt tilraunastarf skuli að jafnaði ekki vera skilgreint til lengri tíma en tveggja ára í senn og skuli haft fullt samráð við full- trúa atvinnurekenda og launþega í viðkomandi starfsgrein um skipu- lagningu tilraunarinnar. Ábyrgð atvinnulífs Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra sagði í sinni fram- söguræðu að um nokkurt skeið hefði borið á gagnrýni á núverandi fyrirkomulag verknáms. Hefðu fulltrúar nokkurra iðngreina rætt þann möguleika við ráðuneytið að gerðar yrðu breytingar á uppbygg- Fullnusta refsidóma Dómsmálaráðherra héfur lagt fram frumvarp um alþjóðlega samvinnu um fullnustu refsi- dóma. í frumvarpinu er lagt til að lögfest verði ákvæði sem nauð- synleg eru til að unnt sé að full- gilda tvo samninga sem gerðir voru á vegum Evrópuráðsins og voru undirritaðir af Islands hálfu 19. september 1989. Fyrri samn- ingurinn er um alþjóðlegt gildi refsidóma og var gerður í Haag 28. maí 1970 en sá yngri er um flutning dæmdra manna og var ingu og skipan verknáms. Menn hefðu rætt ýmsar áhugaverðar hugmyndir sem fælu m.a. í sér aukna ábyrgð atvinnulífs, bæði faglega og fjárhagslega, auk þess að aðilar vinnumarkaðarins tækju beinan þátt í framkvæmd skóla- starfsins. Menntamálaráðherra sagði þessar hugmyndir horfa um margt til framfara en því væri hins vegar svo farið að ýmis atriði tengd þeim væru ekki í samræmi við gildandi lög um framhaldsskóla. Væri því ekki hægt að reyna þær eða koma til framkvæmda án lagabreytinga. Menntamálaráðherra sagði að hér töluðu menn um umtalsverðar breytingar frá núverandi fyrir- komulagi; væri því ekki ráðlegt að framkvæma þær í skólakerfinu öllu án þess að láta fyrst reyna á þær í einum eða fleiri skólum. Framsögumaður leyndi ekki þeirri skoðun sinni að núverandi stjómunarform framhaldsskóla, og þá einkum varðandi sérnám á af- mörkuðum brautum, hefði nokkra gerður í Strassborg 21. mars 1989. Samhliða fyrrgreindu frumvarpi er lagt fram frumvarp til laga um breyting á almennum hegn- ingarlögum, nr. 19, 12. febrúar 1940. Meginefni frumvarpsins varðar breytingar á 8. gr. al- mennra hegningarlaga um heim- ildir til að reka sakamál hér á landi þegar hlutaðeigandi maður hefur hlotið refsidóm í öðru ríki vegna sama brots. Breytingar á þessari grein eru taldar nayðsynlegar vegna fullgildingar á fyrrnefndum samningi frá 1970. vankanta sem æskilegt væri að sníða af. Hér væri því um að ræða að koma á „raunverulegum og beinum tengslum milli skóla og atvinnulífs". í þessu sambandi væri mikilvægt að lagfæra hið fyrsta skipan iðnnáms í ýmsum greinum. Forsenda þessa væri að lagaheimild fengist til að koma á tilraunastarfi á afmörkuðum svið- um. Talsverð tíðindi Svavar Gestsson (Ab-Rv) og fyrrum menntamálaráðherra sagði að þetta frumvarp 'léti ekki mikið yfir sér, en í því gætu samt falist talsverð tíðindi. Svavar taldi að það væri ekkert því til fyrirstöðu sam- kvæmt gildandi lögum að taka ákvarðanir um margvíslegar nýj- ungar á námsframboði í fram- haldsskólum án þess að breyta lög- um. Hann taldi að ef á annað borð ætti að setja eitthvert lagaákvæði um að menntamálaráðherra gæti komið á tilraunastarfi að fengnum tillögum fulltrúa atvinnurekenda og launamanna, ætti einnig að kveða á um að skólameistari og skólamenn réðu því hvar þessi til- raun færi inn í viðkomandi skóla. Hann væri ekki reiðubúinn til að skrifa uppá það að menntamála- ráðherra skipaði um innra starf skólanna. Svavar taldi einnig að menn væru líka komnir á mjög hála braut ef ætti að sníða það eingöngu eftir hentugleikum at- vinnulíf. Kristín Ástgeirsdóttir (SK-Rv) taldi í sjálfu sér af hinu góða að lagt væri út í tilraunaverkefni í verknáminu en vildi setja spurn- ingarmerki við að ráðherranum væri veitt slík heimild. Hún vildi benda á að nú væri stór nefnd að störfum við að endurskoða nánast allt skólakerfið. Þyrfti ekki að skoða allt verknámið í heild og móta heildarstefnu? Að lokinni ræðu Kristínar var þessari fyrstu umræðu frestað. Stuttar þing’fréttir Hvað er á seyði? RÁÐHERRA vill bæta inn einni lagagrein i lög um framhaldsskóla til að auðvelda tilraunaverkefni í starfsnámi. Davíð Oddsson forsætisráðherra Vextir gætu lækk- að á næstu dögum DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að ekki sé efni til þess- að ríkisstjórnin spili út sínum hugmyndum um hvernig örva eigi atvinnulífið fyrr en aðilar vinnumarkaðarins hafi gert grein fyrir grundvallarforsendum sinna kjarasamninga. Forsætisráðherra væntir vaxtalækkunar á allra í fyrirspurnartíma á Alþingi síð- astliðinn þriðjudag voru efnahags- og atvinnumál og hagur sjávarút- vegsins rædd. Ingibjörg Pálma- dóttir (F-Vl) var óþreyjufull eftir vaxtalækkun og gekk eftir svörum frá forsætisráðherra. Davíð Odds- son forsætisráðherrann vildi benda á að vextir hefðu þegar lækkað nokkuð og það væri ljóst að vextir myndu halda áfram að lækka. Ráðherrann vildi ekki til- greina nákvæma tölu en sagðist þó binda vonir við að vextir gætu lækkað um allt að 1% til viðbótar nú á allra næstu dögum. Forsætis- ráðherra sagði að erlendir vextir hefðu líka lækkað. Allt þetta hefði gríðarlega þýðingu fyrir stöðu sjávarútvegsins. Forsætisráðherra varð einnig að svara Guðmundi Stefánssyni (F-Ne) um hvað liði afstöðu ríkis- stjórnarinnar til-þeirra hugmynda stu dögum. sem aðilar vinnumarkaðarins hafa lagt fram til að örva atvinnulífið. Forsætisráðherra sagði að annars vegar hefði verið hér um að ræða sameiginlegar tillögur og hins veg- ar nokkurs konar hugmynda- banka. Forsætisráðherrann sagði að síðan þessar hugmyndir hefðu verið lagðar fram hefði það gerst að Vinnuveitendasambandið, VSÍ, teldi að skoða þyrfti allar efna- hagsfoi-sendur á nýjan leik áður en kjarasamningar yrðu fullfrá- gengnir. Væru menn þar að horfa til verðlækkunar á okkar mikil- vægustu útflutningsafurðum. Davíð Oddsson forsætisráðherra taldi því ekki vera efni til þess að ríkisstjómin fyrir sitt leyti spilaði út sínum hugmyndum um hvað hún gæti gert í þröngri stöðu, fyrr en þessar grundvallarforsendur lægju fyrir. hann getur ekkert gert við aðalhótun hvíts R-g5-e4-d6 (eða f6). 25. Rg5 - Be8, 26. Re4 - Hxh2. (Frakkinn treystir sér ekki til að bíða aðgerðarlaus með 26. - b6, því að þá ráða peð hvíts á kóngsvæng, studd af biskupaparinu úrslitum. Einfaldast er líklega fyrir hvít að leika 27. h3 ásamt 28. c3 og und- irbúa f4-f5 í rólegheitum.) 27. Rd6+ - Hxd6 (Annars kemur 28. Hxb7+ o.s.frv.) 28. exd6 - Hhl+, 29. Kf2 - Rg8, 30. Hgl - Hg2+, 31. Hg2 - Hhl, 32. f5 - Re5 (Eftir 32. — exf5, 33. gxf5 opnast g-línan og riddarinn á g8 verður í uppnámi ef Rg6 hreyfir sig). 33. fxe6 - Rxc4, 34. d7+ - Kd8 (Eða 34. — Bxd7, 35. exf7 og hvít- ur vekur upp nýja drottningu, annað hvort á f8 eða g8). 35. Hxb7 - fxe6, 36. Bg5+ og Apicella gafst upp, því að liðs- munur verður of mikill eftir 36. — Re7, 37. dxe8H+ — Kxe8, 38. Hxe7+ o.s.frv. í dag, fímmtudag, kl. 16-23 verð- ur 8. umferð tefld í Digranesskóla í Kópavogi, og Frakkar hafa hvítt á öllum borðum: Kouatly-Jóhann, Apicella-Margeir, Prie-Jón L.,Bric- ard-Helgi, Hauchard-Hannes Hlífar, Koch-Karl, Marciano-Þröstur, Cha- banon-Héðinn, Dorfman-Björgvin, Renet-Róbert. Skákáhugamenn eru hvattir til að láta ekki þessa spennandi og skemmtilegu landskeppni fara fram hjá sér. Fundur um fugla FUGLAVERNDUNARFÉLAGIÐ heldur rabbfund fimmtudaginn 25. mars. Þar mun Hallgrimur Gunnarsson spjalla um fugla- merkingar og fuglalíf í Fossvogs- kirkjugarði og Skógræktinni I Fossvogi. Hallgrímur hefur stundað fugla- athuganir og fuglamerkingar í Fossvogi um nokkurra ára skeið og er manna fróðastur um fuglalífíð þar. Hann hefur m.a. kannað út- breiðslu og varphætti skógarþrasta og fylgst með varpi svartþrasta í Skógræktinni síðustu árin. Fundurinn verður haldinn á kaffístofu Náttúrufræðistofnunar, Hlemmi 3, 5. hæð, og hefst kl. 20.30. F.v. Stefanía Pétursdóttir, formaður Kvenfélagasambands íslands og frú Afsaneh Wogan við afhendingu fjárstyrksins. Kvenfélagasamband Islands fær fjárstyrk til námsferðar til Bretlands FRÚ Afsaneh Wogan, eiginkona breska sendiherrans á íslandi, afhenti Stefaníu Pétursdóttur, formanni Kvenfélagasambands ís- lands, fjárstyrk vegna námsferðar sem konur úr formannaráði KÍ munu fara 25.-30. mars nk. til Bretlands. Formannaráð KI mun heim- Ennfremur mun formannaráð KI sækja höfuðstöðvar National Fed- heimsækja aðalskrifstofu Assoc- eration of Womens Insitutes sem iated Country Women of the World eru systursamtök KÍ á Bretlandi sem eru þau alheimssamtök og kynna sér starfsemi þeirra. kvenna sem KÍ er aðili að. Stjórn Kvenfélagasambands ís- lands þakkaði sendiherra Bret- lands hr. Patrick Wogan fyrir áhuga hans og fyrirhöfn til að gera konum úr formannaráði KÍ kleift að fara þessa námsferð til Bretlands. (Fréttatilkynning) Naustkjallarinn Tískusýning fyrir döm- ur og herra TÍSKUSÝNING fyrir dömur og herra verður haldin £ Naustkjall- aranum í kvöld, fimmtudaginn 25. mars kl. 21.30. Módelsamtök- in sýna. Það eru verslanirnar Scala í Giæsibæ og Herrafataverslun Birg- is sem sýna vörur sínar. Scala er aðallega með danskar vörur fyrir konur, dag- og kvöldklæðnað, og Herrafataverslun Birgis sýnir vörur frá Nik Bol og Gant.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.