Morgunblaðið - 25.03.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.03.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1993 Lýsti meirihluti Alþing- is o g forseti Islands van- trausti á íslensku þjóðina? eftir Björn Jakobsson Hinn umdeildi EES-samningnr var lögfestur á Alþingi 12. jan. sl. eftir langar og heitar umræður. Daginn eftir, 13. janúar, staðfesti svo forseti Islands login á ríkis- ráðsfundi og gaf jafnframt út sögulega yfirlýsingu sem kann að hafa afmarkandi áhrif á stöðu for- seta íslands. Er þingræði orðið dragbítur á lýðræði? Það virtust allir vera sammála um, að aðild íslands að EES, og samningurinn sem því fylgdi, væri mikilvægasta mál sem lagt hefði verið fyrir Alþingi frá stofnun lýð- veldisins. Mjög margir, sennilega meirihluti þjóðarinnar, samkv. skoðanakönnun, taldi að þjóðin sjálf - æðsti löggjafi lýðveldisins - ætti að ijalla um málið í þjóðarat- kvæðagreiðslu (sbr. Stjómskipun íslands, bls. 297, eftir prófessor Ólaf Jóhannesson). Tugir þúsunda íslendinga sendu Alþingi áskorun um að málið yrði lagt fýrir þjóðina með þeim hætti, en því var synjað. Þá héldu fjölmargir þingmenn og lögfræðingar því fram, að sum ákvæði EES-samningsins brytu í bága við stjórnarskrána og þess vegna væri stjórnarskrárbreyting nauðsynleg til þess að samningur- inn gæti öðlast gildi. Þessu sjónar- miði hafnaði meirihluti Alþingis í atkvæðagreiðslu. Ríkisstjóm, meirihluti Alþingis og forseti höfn- uðu þannig í sameiningu lýðræðis- legri meðferð málsins í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Forsjárhyggjan varð lýðræðinu yfirsterkari. Ríkisráðsfundurinn 13. janúar 1993 í hinni sérkennilegu yfirlýsingu forseta íslands á ríkisráðsfundin- um 13. jan. skírskotaði forseti til hefða og venju sem mótað hefðu forsetaembættið frá stofnun þess. Þar með, að enginn forseti hefði beitt ákvæði 26. gr. stjórnarskrár- innar. Mátti og skilja á yfirlýsing- unni að forseti teldi að hann væri að blanda sér í pólitískar deilur, ef hann beitti þeim rétti sem stjórn- arskráin veitir honum, og beinlínis ætlast til af honum, sem umboðs- manni þjóðarinnar. Forsætisráðherra var fljótur að grípa þessa yfirlýsingu forseta á lofti, og lýsti því þá þegar yfír við fréttamenn, að yfirlýsing þessi væri algjörlega á ábyrgð forseta sjálfs. Hin herskáa túlkun forsæt- isráðherra við þetta tækifæri, 13. janúar, á 26. gr. stjómarskrárinn- ar, er dæmigerð túlkun ráðríks stjómmálamanns, þar sem hann segir m.a. að ef forseti beiti þessu synjunarákvæði, sem 26. gr. heim- ilar honum, þá jafngildi það stríðs- yfirlýsingu forseta gegn Alþingi, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. I reynd var þessi túlkun forsætis- ráðherra stríðsyfirlýsing hans sjálfs, og væntanlega meirihluta Alþingis, gegn forseta, hvað verða myndi, ef forseti vogaði sér að beita ákvæði 26. gr. stjórnarskrár- innar. Þá má auðvitað segja, að forseti sjálfur hafi með hinni sér- kennilegu yfirlýsingu sinni tjáð vilja sinn til að afsala sér hluta þess valds, sem stjómarskráin veit- ir honum. Þar með gaf forseti for- sætisráðherra gott tilefni til að Björn Jakobsson „Hinn umdeildi EES- samningur var lögfest- ur á Alþingi 12. jan. sl. eftir langar og heitar umræður. Dag- inn eftir, 13.janúar, staðfesti svo forseti íslands lögin á ríkis- ráðsfundi og gaf jafn- framt út sögulega yfir- lýsingu sem kann að hafa afmarkandi áhrif á stöðu forseta íslands.“ setja fram hina herskáu, og allt að því hrokafullu túlkun sína. Forseti Islands og stjórnarskráin Stjórnarskráin er grundvallarlög íslenska lýðveldisins, sem alþingis- menn og forseti sveija eið að halda. Stjórnarskráin er afgerandi. Þar gildir bókstafurinn, en ekki tilfall- andi persónulegar eða pólitískar túlkanir stjórnmálamanna, forseta eða annarra. Sigurður Líndal pró- fessor segir í merkri grein um vald- svið forseta íslands í síðasta hefti tímaritsins Skírnis: „Sú staðreynd að forseti íslands sækir umboð sitt til þjóðarinnar, ber að hafa ríkt í huga, þegar skýrð eru ákvæði stjórnarskrárinnar, sem um hann fjalla." Forseti getur því ekki túlkað, eða skírskotað til hefðar sem fyrir- rennarar hans hafi tekið þátt í að móta, eða hann sjálfur leitast við að móta á kjörtímabili sínu. Efslík- ar hefðir ganga á skjön við stjórn- arskrána, og miða að því að þurrka út, eða afnema í reynd einstök ákvæði hennar, þá væri forseti þar með að ijúfa sáttmála sinn við þjóðina. Hefur forseti rofið sáttmála sinn við þjóðina? I viðtalsþætti í ríkisútvarpinu stuttu eftir ríkisráðsfundinn 13. jan., komst einn viðmælandi svo að orði: „Mér finnst að ég hafi misst eitthvað.“ Atti hann við, að hann gæti ekki lengur treyst á, að þjóðkjörinn forseti íslands væri lengur sá öryggisþröskuldur gagn- vart öðrum stjórnvöldum sem 26. gr. stjórnarskrárinnar leggur hon- um á herðar. Ef til vill túlka þessi ummæli tilfinningar mikils hluta þjóðarinnar, og að upp sé kominn trúnaðarbrestur milli forseta og þjóðar. Tvær ástæður má telja fyrir því, að forseti hefði átt að vísa EES-frumvarpinu til þjóðarat- kvæðis. 1. Málið uppfyllti þá túlkun á 26. gr. sem miðað hefur verið við, að aðeins mikilsverðustu málum, sem snerta þjóðina alla, yrði vísað til þjóðaratkvæðis með þessum hætti. 2. Það sem skipti þó enn meira máli, var að mikill ágreiningur var meðal lögfræðinga og alþingis- manna, hvort sum ákvæði EES- samningsins biytu í bága við stjórnarskrána, og snertu þar með eiðstafi forseta íslands og alþingis- manna. „Terrorismi" stjórnmála- foringja gegn forseta Þó að á ákvæði 26. gr. stjórnar- skrárinnar hafi ekki reynt svo umtalsvert sé fyrr en nú, hafa stjórnmálaforingjar, í mismunandi mæli þó, reynt að gera sem minnst úr þessum ótvíræða rétti forseta íslands. Þeir hafa ávallt mistúlkað þetta ákvæði Alþingi og fram- kvæmdavaldi í hag. Sumir þeirra hafa beint eða óbeint hótað öllu illu - stjórnleysi og upplausn, ef forseti vogaði sér að beita þessu ákvæði sem stjórnarskráin gerir ráð fyrir. - Segja má, að í þessu efni hafi sumir stjórnmálaforingjar rekið nokkurs konar „terrorisma" gagnvart forseta, og gert honum illmögulegt að sinna skyldu sinni ef á reyndi. Því miður virðist núver- andi forseti hafa orðið fyrir áhrif- um af þessari mistúlkun á stjórnar- skránni, og látið undan hótunum stjórnmálamanna um upplausn og stjórnleysi. Sigurður Líndal pró- fessor spyr í grein sem hann ritaði nýlega, hvað yrði eftir af forseta- embættinu, ef fella ætti úr gildi þær greinar í stjórnarskránni, sem gefa forseta það vald og ímynd, að vera beinn umboðsmaður þjóð- arinnar þegar á reynir, þar með gagnvart Alþingi og ríkisstjórn. Getur það verið, að núverandi meirihluti Alþingis og ríkisstjórn vilji að forsetaembættið verði eins og „stássstofa“ frá síðustu alda- mótum, og forseti verði eins og hver annar skrifstofumaður í stjórnarráðinu til að stimpla til- skipanir stjórnvalda samdægurs og skilyrðislaust. Dapurleg endalok á glæsilegum ferli Það kann að hafa verið bæði lán pg ólán fyrir núverandi forseta íslands, að hafa gegnt embættinu allan níunda áratuginn - tíma „þjóðarfyllerísins" mikla. Þá var mikið umleikis í samfélaginu. Al- þjóðleg athygli í kjölfar toppfunda þjóðarleiðtoga af hæstu gráðu. Valdastéttin, forseti og reyndar þjóðin öll, baðaði sig í bjartsýni og sló um sig með erlendu lánsfé - ekkert var til sparað. En kalda stríðinu lauk, og veisluhöldunum þar með, og við tók hversdagsleik- inn og mánudags-timburmenn hjá þessari þjóð. Núverandi forseti Islands hefur á kjörtímabilum sínum margt stór- vel gjört, og verið landi og þjóð til sóma og sæmdar á fjölmörgum sviðum bæði utanlands og innan. Kjör forseta vakti á sínum tíma alþjóðlega athygli, þegar fyrsta konan var þjóðkjörinn forseti í lýð- ræðisríki. A þeim tíma var forseti í sterkum tengslum við grasrót samfélagsins, sem hann er tæplega lengur. Hann hefur sameinast „kerfinu" sem telur sig eiga að njóta friðhelgi og forréttinda. Það er löngu liðin tíð, að þjóðhöfðingjar í lýðræðisríkjum séu hafnir yfir gagnrýni. Jafnvel rótgrónar kon- ungsættir verða nú að þola, að um þær sé fjallað eins og venjulegt fólk, og það verði að bera fulla ábyrgð á embættisgjörðum sínum. Það er dapurlegt, að í lokin þegar á forseta reyndi sem þjóðkjörinn umboðsmann fólksins í landinu, að hann skyldi annaðhvort „misskilja" hlutverk sitt eða ekki treysta sér til að axla þá ábyrgð sem sáttmáli hans við þjóðina lagði honum á herðar, og stjórnarskráin beinlínis bauð honum að gera í þessu máli. Þess í stað tók hann stórpólitíska og umdeilda ákvörðun í beinni andstöðu við yfirlýsingu sína frá 13. janúar. Forsetaembættið á að vera hafið yfir pólitíska flokka- drætti, en það getur ekki verið hafið yfir stjórnarskrána. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdasijóri. Hestamennska Þriöjudagsblaði Morgunblaðsins, 6. apríl nk., fylgir blaðauki sem heitir Hestamennska. í þessu blaði verður fjallað um það sem verður á döfinni hjá hestamönnum í sumar og greint frá helstu hestamannamótum og sýningum. Fjallað verður um skemmtilegar reiðleiðir, útbúnað og undirbúning vegna hestaferða, hrossarækt, hestamennsku sem fjölskylduíþrótt, hagabeit, algenga kvilla í hrossum og gefin gób (hest)húsráð. Þeim sem áhuga hafa á að auglýsa í þessum blabauka er bent á að tekib er við auglýsingapöntunum til kl. 16.00 þriðjudaginn 30. mars. Nánari upplýsingar veitir Petrína Ólafsdóttir, starfsmaður auglýsingadeildar í síma 69 1111 eða símbréf 69 1110. - kjarni málsins i i íf I I I i I i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.