Morgunblaðið - 25.03.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.03.1993, Blaðsíða 22
8681 SMAM .es aUOAaUTMMii aiQAJaVÍUOHOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1993 Rústir tveggja smábýla í landi Þykkvabæjarklausturs hins forna Rústir smábýla finnast ekki síst fyrir athyglisgáfu bænda Á sama hátt og fornar sagnir segja fremur af höfðingjum en fólki úr alþýðustétt er eru flestar varðveittar byggingarrústir í landinu leifar af híbýlum íslenskrar yfirstéttar og efnaðra bænda. Færri minjar eru varðveittar um bólsetu alþýðunnar og er sú staðreynd miður þegar haft er í huga að rústir af þessu tagi varpa jafnan ljósi á Iíf og starf ábúendanna og eiga þannig stóran þátt í að fylla upp í eyður í sjálfri þjóðarsögunni. Rústir smábýla finnast þó af og til, ekki síst fyrir athyglisgáfu bændanna í sveitum landsins, að sögn Þórðar Tómassonar, safnvarðar á Skógum, en símtal til hans frá Himari Jóni Brynjólfssyni, bónda á Þykkvabæjarklaustri, hefur haft í för með sér að á liðnu hausti var mælt út smábýli í Niðurföllum í Álftaveri. Annað smábýli, u.þ.b. 90 m norðvestan við hið fyrra, fannst þegar blaðamaður og ljósmyndari fóru í fylgd Þórðar og Hilmars Jóns til þess að skoða rústirnar fyrir helgi. Sagnir um byggð Þegar Hilmar Jón er spurður um rústirnar segir hann að alveg frá því hann hafi verið unglingur hafí kennileitið Niðurföll verið til og sagnir hafí gengið meðal fólks í sveitinni um að þar hafi verið byggð. Ekki hafi hins vegar verið vitað hvaða fólk bjó þar eða hve- nær. „Það er síðan komið á þriðja ár síðan að ég var að smala og kom auga á mjög greinilegar rústir í sandinum. Melalda hafði verið yfír þeim en vindurinn náð að blása í gegnum hana þannig að rústimar komu í ljós,“ segir Hilmar. „Ég hringdi svo og sagði Þórði frá þes_su,“ bætir hann. Árið eftir könnuðu tvímenning- amir rústirnar og í annað sinn haustið 1992 og fann þá Þórður koparhnapp og einhvers konar keramik. Hið síðamefnda segir hann að eigi að koma að gagni við aldursgreiningu rústanna. Hlutina hefur hann afhent Þjóðminjasafn- inu. Uppmæling Sumarið 1992 bar það til tíðinda að Arinbjörn Vilhjálmsson, arki- tektúrnemi í Stuttgart, spurði Þórð hvort hann vissi um hús eða tóft sem þyrfti að mæla upp og hann gæti ásamt Bergljótu Jónsdóttur, skólasystur sinni, notað sem skóla- verkefni. Þórður benti þeim á rúst- imar í Niðurfóllum og um haustið aðstoðaði Hilmar Jón arkitektúr- nemana við að komast að rústunum svo þeir gætu mælt þær upp. Arinbjöm og Bergljót gerðu teikningu af bænum eftir uppmæl- ingunni. Samkvæmt henni vom suðurdyr á bænum og tóku við göng inn í baðstofu eða eldhús á hægri hönd, stofu beint af augum og skála á vinstri hönd. Samhliða skálanum er gert ráð fyrir skemmu og er gengið inn í hana að sunnan- verðu. Fjós og heygarður voru vest- an við sjálf bæjarhúsin og smiðja norðvestan við þau. Utan í smiðjurústinni er stór sporöskjulagaður brimsorfinn steinn og er ekki talið ólíklegt að þar sé kominn smiðjusteinn Niður- fallabóndans. Eitthvað af smærri hlutum fundu Arinbjörn og Bergljót í rústunum og er snældusnúður úr blýi þeirra merkastur. Brýnt rannsóknarefni Eftir mælinguna skiluðu Arin- bjöm og Bergljót greinargerð þar sem þau leiða að því rök að brýn þörf sé á að rannsaka rústirnar nánar með uppgreftri. Þannig benda þau á að rústirnar hafí varð- veist vel undir sandinum og séu heillegar. Þær séu aðgengilegar til rannsóknar en hætta sé á að þær eyðileggist annaðhvort hægt og bít- andi undan rótum melgresisins og af völdum veðrunar eða í einni svip- an í Kötluhlaupi. Að auki benda þau á að athyglisvert væri að gera sam- anburð á rústunum og niðurstöðum uppgraftrarins í Kúabót á árunum 1972-76, en þar er um að ræða stórbýli og bænahús. Er þá ótalið að ekki em kunn mörg dæmi um fornleifarannsókn heils smábýlis frá þessum tíma, þ.e. miðöldum. Rústimar hafa ekki endanlega verið aldursgreindar en Arinbjörn, Bergljót og Þórður em þeirra skoð- unar að líklegast sé að bærinn hafí farið í eyði á síðari hluta fímmtándu aldar. Máli sínu til stuðnings segir Þórður að aðeins komi tvö Kötlu- hlaup til greina, um 1480 og 1580. Lang líklegast sé að bærinn hafi farið í eyði í fyrra gosinu þar sem í rústunum hafí fundist mikið af gjalli frá jámvinnslu en hún hverfí um aldamótin 1500. Fundur á Hellu með menntamálaráðherra Skógaskóli verður starfræktur áfram Hellu. FULLTRÚARÁÐ sjálfstæðisfélaganna í Rangárvallasýslu stóð nýlega fyrir fundi um skólamál þar sem Ólafur G. Einarsson, menntamála- ráðherra, taldi möguleika á að leggja fram nýtt grunnskólafrum- varp á næsta þingi. Menntamálaráðherra var fmm- mælandi á fundinum en framsögu- ræður fluttu Sigurgeir Guðmunds- son, skólastjóri á Hellu, Svanhildur Ólafsdóttir, skólastjóri í A-Landeyj- um, og Sverrir Magnússon, skóla- stjóri á Skógum. Skógaskóli starfræktur áfram í umræðum á fundinum komu fram áhyggjur manna með fram- kvæmd og fjármögnun yfírtöku sveitarfélaganna á gmnnskólunum og velt var vöngum yfir hvort allra minnstu skólamir verði lagðir niður sökum fjárskorts. Ráðherra kvað ekki vera neinar ráðagerðir um að leggja niður skóla, tekjustofnar muni verða yfírfærðir á sveitarfé- Iögin. Fram kom í máli ráðherra að Skógaskóli undir A-Eyjafjöllum muni verða starfræktur áfram, en umræður hafa verið um að leggja þann skóla niður. Góð reynsla hafí fengist af samvinnu Skógaskóla og Fjölbrautaskóla Suðurlands á Sel- fossi sem býður upp á tveggja ára fjarnám í Skógaskóla. Sverrir Magnússon svaraði fyrir- spumum um hvort skólinn hentaði sem framhaldsskóli með heimavist, ■ MÁLFUNDAFÉLAG Al- þjóðasinna heldur umræðufund laugardaginn 27. mars kl. 12 um Apartheid, Afríska þjóðarráðið og baráttuna fyrir lýðræði í Suð- ur-Afríku. Fundurinn Verður á Klapparstíg 26. Litið verður yfir atburði síðustu mánuði og stöðu samningsviðræðna um myndun lýð- ræðis í Suður-Afríku. Afstaða Af- ríska þjóðarráðsins til alþjóðlegra viðskiptabannsins á landið verður kynnt og skoðað lagafmmvarp um afnám þess hér. (Fréttatilkynning) kvað hann það ekki hafa verið rætt nægilega en taldi þó ekki líkur á að svo mætti verða. Rangæingar hafa ekki framhaldsskóla í sýslunni en nemendum er ekið í Fjölbrauta- skólann á Selfossi og þurfa þess vegna að vakna eldsnemma til að setjast á skólabekk klukkan átta að morgni og sitja í rútu klukkutíma hvora leið. Það gefur augaleið að erfítt er fyrir þessa nemendur að taka eðlilegan þátt í félagslífí skól- ans. Lenging skólaársins í strjálbýli mistök Töluverðar áhyggjur skólamanna í héraðinu komu fram vegna áætl- ana um lengingu skólaársins í 10 mánuði. Vom menn sammála um að lenging skólaársins úti á lands- byggðinni væru hrein mistök og börnunum enginn greiði gerður, heldur þvert á móti. Með lenging- unni væri um að ræða lengri tíma sem bömunum væri haldið í skólan- um og hentaði það eflaust ágætlega í þéttbýli þar sem skólar væra not- aðir sem geymslur fyrir börnin. En úti á landi væri þessu yfírleitt ekki svo varið, í mörgum litlum skólum væm aðallega sveitaböm og þeirra vinnu væri beinlínis vænst bæði vor og haust við hin ýmsu landbúnaðar- störf. Velt var upp spumingu um hvort væri hollara og lærdómsrík- ara sveitabarninu að taka þátt í atvinnu og lífsframfæri fjölskyldu sinnar eða vera lokað inni í skóla til júníloka. Ráðherra sagði að það væri ekki ætlunin að þvinga fram lagasetn- ingu um ný grunnskólalög, það yrði að gerast að vel yfirlögðu máli og með góðri samvinnu og samstarfi aðila er málið varðar. - A.H. Rauði kross íslands og Hjálparstofnun kirkjunnar Á leiðarenda Hluti fatnaðarins í birgðageymslu í Barajevo í Belgrad. Þar eru flóttamenn tæplega 1.600. Fötin sótt Flóttamenn í Barajevo leita að hentugum fatn- aði. Þörfin er mikil í fjölmennum flóttamanna- búðum. 20 fatagámar til Júgóslavíu TUTTUGU gámar með notuð- um íslenskum fatnaði hafa ver- ið sendir til lýðveida fyrrum Júgóslavíu. Fötin hafa einkum verið send til Serbíu þar sem þörfin hefur verið metin hvað mest. Rauði kross íslands og Hjálpar- stofnun kirkjunnar stóðu sameig- inlega að fatasöfnuninni 14. jan- úar sl. og tókst hún með ágætum um allt land. Fötin vom flokkuð og þeim pakkað inn hér heima. Þá sigldu Samskip með þau end- urgjaldslaust til Hollands en það- an var þeim ekið landleiðina suður á Balkanskaga. Ríkissjóður lagði fram fimm milljónir króna til að standa straum af kostnaði við söfnunarátakið og var það hluti af framlagi ríkisins til neyðarað- stoðar á Balkansskaga. Starfsmenn Alþjóða rauða krossins og kirkjuhjálparstofnana sáu um dreifingu fatnaðarins. Til fyrrum Júgóslavíu Hér má sjá hvert íslensku fatagámarnir voru sendir og hversu margir fóru á hvern stað í rílgum fyrrum Júgóslavíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.