Morgunblaðið - 25.03.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1993
37
var ekki síðri heimilisfaðir, enda
átti hann yndislega fjölskyldu og
reyndist henni í samræmi við lund-
erni sitt, traustur og góðsamur.
Um leið og við, fjölskyldan að
Runnum, þökkum samfylgdina og
trausta vináttu vottum við þér,
elsku Magga, og börnunum þínum,
Önnu, Maríu, Jónu og Herði, okkar
innilegustu samúð í sorg ykkar.
Ennfremur fjölskyldunni á Vestur-
götu 148 og öllum þeim sem nú
eiga um sárt að binda vegna mik-
ils harmleiks.
Guð blessi ykkur og styrki.
Þorvaldur Pálmason.
Alltaf skulu stóráföll koma jafn-
mikið á óvart. Mikið varð mér um
þegar ég frétti að Nikulás Kajson
hefði farist miðvikudaginn 17.
mars síðastliðinn við mynnið á
Akraneshöfn. Það er gjaman talað
fjálglega um sjómenn á Sjómanna-
daginn og þeir nefndir hetjur hafs-
ins. Þess á milli vilja þeir gleymast
og sannarlega vill gleymast þessi
ægilega glíma við náttúruöflin sem
engu eira. Það er þó ýtt við okkur
landkröbbunum öðru hveiju þegar
slíkar voðaatburðir gerast. Þá blas-
ir við hversu hættulegt starfið er.
En sjómenn eru lítillátir. Þeim
finnst þetta bara vera þeirra starf
og ræða það ekki frekar.
Kynni okkar Lalla hófust fyrir
rúmum 15 árum. Konur okkar eru
frænkur og það var ástæðan fyrir
okkar fyrstu kynnum. Okkur varð
vel til vina enda Lalli mannkosta-
maður. Það var gaman að ræða
við hann um landsins gagn og
nauðsynjar. Hann fylgdist vel með
þjóðmálum og hafði skoðun á þeim.
Sjálfur var hann ljúfmenni og mik-
ið snyrtimenni. Glettnin var stutt
undan og hann var skemmtilega
stríðinn. Þetta var ekki meinfysin
skemmandi stríðni heldur létt
glettni sem skemmdi engan. Það
var gott að setjast niður með hon-
um og spjalla. Hann var tillitssam-
ur í umgengni og frá honum komu
jákvæðir straumar. Það finnst
strax í samskiptum við fólk hvort
einlægni þess er ekta eða ekki.
Einlægnin hans Lalla var ekta.
Útgerð sína rak hann með prýði
og hann var skipstjóri góður. Hann
var með fengsælli skipstjórum í
smábátaútgerð á Akranesi og var-
færinn skipstjórnandi. Var hann
líka nýtinn og sparsamur útgerðar-
maður. Minnti hann mig stundum
á föður minn sem rak útgerð í
Vestmannaeyjum í 26 ár. Faðir
minn átti það til að snúa spottum
við þegar þeir voru farnir að slitna
i annan endann í stað þess að taka
fram nýja. Þetta á ekkert skylt við
nísku heldur er þetta nýtni og út-
sjónarsemi. Lalli hafði þennan eig-
inleika sem átti sinn þátt í því að
hann rak góða útgerð.
Tilvitnanir, ljóð og spakleg orð
verða fátækleg þegar slíkir voðaat-
burðir ríða yfir. Af hveiju er ungir
maður í blóma lífsins kallaður svo
skyndilega á brott? Af hveiju var
honum ekki ætlað að njóta fjöl-
skyldunnar og vinanna lengur? Og
þeir hans? Það er erfitt að sætta
sig við ástvinamissi og ekki síst
vegna þess að það fást ekki svör
við þessum spurningum. Engin orð
fá heldur lýst sorginni sem heltek-
ur. Fyrst kemur kökkur í hálsinn
og síðan steinn fyrir bijóstið. Þetta
tvennt virðist síðan sameinast und-
ir bringubeininú. Það er eins og
greip nái heljartaki og herði að.
Ekkert læknar slíkt nema tíminn.
Tíminn sest í sæti líknarans og lin-
ar þjáningarnar smám saman.
Við fjölskyldan sendum Möggu
og bömunum fjórum, Önnu, Maju,
Jónu og Herði, okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Sömu kveðju
sendum við öðrum ástyinum. Megi
almættið geyma ykkur og styðja í
þrengingum ykkar.
Ægir Rafn Ingólfsson
og fjölskylda.
Undankeppni íslandsmótsins í sveitakeppni að hefjast
Hörð barátta fyrirsjáanleg
Brids
Guðm. Sv. Hermannsson
Undankeppni íslandsmótsins í
sveitakeppni í brids hefst á Hótel
Loftleiðum í dag kl. 13. Þar keppa
32 sveitir af öllu landinu um 8
sæti í úrslitakeppni um páskana.
Sveitirnar 32 hafa verið dregnar
í fjóra riðla og komást tvær sveitir
áfram í úrslitin úr hveijum riðli.
Ri’ðlaskipanin hefur þegar birst í
Morgunblaðinu. Fyrirsjáanleg er
skemmtileg barátta um úrslitasætin
í öllum riðlunum þótt þeir virðist
nokkuð missterkir og í einum þeirra,
B-riðli, ættu að minnsta kosti fjórar
sveitir að eiga möguleika á úrslita-
sætunum tveimur. Samt yrði vænt-
anlega litið á það sem óvænt úrslit
ef Reykjavíkurmeistarar S. Ármanns
Magnússonar og Bridshátíðarmeist-
arar Glitnis kæmust ekki áfram,
þótt sveitir Roche og Nýheija, sem
einnig eru í riðlinum, séu vísar til
alls. Allar þessar sveitir eru frá
Reykjavík. Áuk þess eru í riðlinum
sterkar sveitir frá Selfossi, ísafírði
og Norðurlandi.
í D-riðli gæti orðið hörð barátta
milli þriggja Reykjavíkursveita um
úrslitasætin tvö, Tryggingamið-
stöðvarinnar, Hjólbarðahallarinnar
og Hrannars Erlingssonar. Þar er
Tryggingamiðstöðin sigurstrangleg-
ust en sveitin vann fyrir skömmu
aðalsveitakeppni Bridsfélags Reykja-
víkur með yfirburðum. í þeim riðli
eru einnig sveit Sjóvár-Almennra frá
Akranesi sem gæti vel blandað sér
í þessa baráttu og einnig tvær sveit-
ir frá Austurlandi, en þar er mikill
uppgangur í bridsíþróttinni um þess-
ar mundir.
Línurnar virðast öllu skýrari í hin-
um riðlunum tveimur. í A-riðli ættu
íslandsmeistarar Landsbréfa og Sím-
on Símonarson að komast áfram
■jSSP
Morgunblaðið/Arnór
Að spilum
Frá undankeppni íslandsmótsins í sveitakeppni á siðasta ári
þótt sveitir Arnar Einarssonar frá
Akureyri og Gísla Steingrímssonar
frá Reykjavík gætu komið á óvart.
í C-riðli eru sveitir VÍB og Spari-
sjóðs Siglufjarðar sigurstranglegast-
ar en Sigfús Þórðarson frá Selfossi
og Júlíus Snorrason frá Reykjavík
gætu unnið hvaða sveit sem er.
Það er oft fjörug spilamennska í
undankeppni Islandsmótsins. Þetta
spil kom upp fyrir nokkrum árum
og sýnir að það borgar sig oft að
segja einum betur þegar sagnbarátt-
an er komin S/NS upp á hærri sagnstigin. Norður ♦ K8765 ♦ 753 ♦ DG84
Vestur ♦ 3 Austur
♦ ÁD ♦ G
♦ ÁKDG86 ♦ 10952
♦ 5 ♦ K93
♦ KG94 „ , ♦ 87652 Suður ♦ 109432 ♦ - ♦ Á10762 ♦ ÁDIO
Vestur Norður Austur Suður
- - - 2 spaðar
4 tyortu 4 spaðar 5 hjörtu 5 spaðar
6 hjörtu Pass Pass 6 spaðar
Dobl///
Opnun suðurs sýndi að minnsta
kosti 5-5 í tígli og spaða og 7-11
punkta. Það var mikil stígandi í sögn-
unum og þegar 5 spaðar komu að
vestri hugsaði hann með sér, að þótt
réttast væri að dobla þann samning
og fá væntanlega 500 eða svo fyrir,
myndu NS ekki standast freistinguna
að halda áfram í 6 spaða ef ýtt yrði
við þeim með 6 hjörtum. Hann reynd-
ist sannspár og doblaði glaður 6 spaða.
En eftir að hafa spilað út hjartaás
varð vestur langleitari og langleitari
með hveijum slag. Suður trompaði,
spilaði spaða á kóng, svínaði tígli og
lagði fljótlega upp. Sögð og unnin
slemma á aðeins 16 hápunkta! Það
bætti ekki úr skák fyrir vestur, að
sveitarfélagar hans stríddu honum á
að hafa ekki fundið hið augljósa
trompútspil, þ.e. spaðadrottninguna.
Þá hefði suður örugglega talið að
austur ætti ásinn blankan og sett
lítið í borði.
miðað yí9 efnahagshorfur!
LADA • LADA • LADA • LADA
SAFIR
Frá 418.000,- kr.
104.500,- kr. út
og 10.051,- kr.
í 36 mánuði
SKUTBÍLL SAMARA
Frá 498.000,- kr.
134.500,- kr. út
og 11.974,- kr.
í 36 mánuði
Frá 533.000,- kr.
131.000,- kr. út
og 13.568,- kr.
í 36 mánuði
SPORT
Frá 798.000,-
300.000,- kr. út
og 19.173,- kr.
í 36 mánuði
Tökum notaða bíla sem greiðslu upp í njja og bjóðum ýmsa aðra greiðslumöguleika.
Tekið heíiur verið tillit til vaxta í útreikningi á mánaðargreiðslum.
AFAR KAI .MLFI I Ii KOSTIIR!
BIFREIÐAR &
LANDBÚNAÐARVÉLAR HF.
ÁRMÚLA 13, SÍMl: 68 12 00
BEINN SÍMI: 3 12 36