Morgunblaðið - 09.06.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.06.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1993 Útlit fyrir 20% samdrátt í bygg- ingariðnaði í ár ÚTLIT er fyrir samdrátt í byggingariðnaði í sumar eins og í fyrra. Hins vegar er útlit fyrir svipuð verkefni og áður hjá jarð- vinnuverktökum. Verktakar bíða nú í ofvæni eftir því hvernig rikisstjórnin ráðstafar þeim milljarði sem hún ákvað, í tengslum við gerð kjarasamninga, að setja í verklegar framkvæmdir. Lág tilboð í verk einkenna markaðinn í vor að sögn talsmanna verk- taka. Þórður Þórðarson, framkvæmda- stjóri Verktakasambands Íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið að búist væri við 15-20% samdrætti í verkefnum hjá byggingaverktökum til viðbótar um 30% samdrætti á síð- asta ári. Hins vegar væri útlit fyrir svipuð verkefni hjá jarðvinnuverk- tökum, einkum vegna fjárveitinga ríkisins til vegamála vegna átaks í atvinnumálum í vetur. Þá sagði hann að menn biðu spenntir eftir því að vita hvemig milljarðinum úr síðustu kjarasamningum yrði ráðstafað. Þórður sagði að undirboð væru einkennandi fyrir markaðinn nú. Svo lágt væri boðið að verkin skiluðu litlum eða engum hagnaði til fyrir- tækjanna. Kaupendamarkaður Sverrir Amgrímsson, fram- kvæmdastjóri Meistara- og verk- takasambands byggingarmanna, sagði að frekar lítið væri að gera nú. Hann sagðist engar tölur hafa um stöðuna. Þó lægi ljóst fyrir að ekki væri aukning í greininni og raunar benti samdráttur í sements- sölu og lóðaúthlutun í Reykjavík til áframhaldandi samdráttar. Sverrir taldi líkur á aukningu í verkefnum við endurbætur og við- hald fasteigna en sú starfsemi færi einnig hægt af stað. Taldi hann að búið væri að hræða fólk svo mikið með krepputali að jafnvel þeir sem ættu peninga fyrir nauðsynlegum endurbótum þyrðu ekki að hefl'ast Laxveiðin Betri byrjun í Blöndu FIMM laxar veiddust í Blöndu tvo fyrstu veiðidagana, 5. og 6. júní, sem er betra en í fyrra, en þá veiddist ekki lax fyrr en á þriðja degi. Veiði hófst í Kjarrá hinn 4. júní og fékk fyrsta hollið einn lax. Ekki var von á góðu þar efra, áin aðeins tvær gráður og vatnsmikil. Nú munu komnir um 30 laxar á land úr Norðurá, aðalsvæði og Mun- aðarnessvæðinu, og um 15 stykki úr Þverá. Á annan tug laxa hafa verið dregnir úr Laxá á Ásum, en fregnir herma að eitthvað af því hafi verið fískur á niðurleið eftir veturinn. Er það alvanalegt í Laxá fyrstu daga veiðitímans. Sjá bls. 38: „Eru þeir...“ dag Reykhólaörninn handa. Hann sagði að verkefnastaða fyr- irtækjanna væri tæp, menn hefðu verkefni skammt fram í tímann og væru því í óvissu ástandi. Sagði Sverrir að nú væri kaupendamarkað- ur í byggingariðnaði og hægt að fá góð tilboð í öll verk. Morgunblaðið/Einar Falur Ræddu um varnarmál FRÁ viðræðufundi íslenskra og bandarískra embættismanna um varnar- og öryggismál. Þriðji frá vinstri er John Tefft, deildarstjóri Norður-Evrópudeildar bandaríska utanríkisráðuneytisins, sem var formaður bandarísku nefndarinnar. Þriðji frá hægri er Þorsteinn Ingólfsson, ráðuneytissljóri utanríkisráðuneytis- ins, sem var formaður íslensku nefndarinnar. Fregnir af framtíð Keflavíkurflugvallar í fyrsta lagi með haustinu Liðskipan og skipu- lag herj a lúta trúnaði - segir Þorsteinn Ingólfsson, formaður íslensku viðræðunefndarinnar ÞORSTEINN Ingólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis- ins og formaður íslensku embættismannanefndarinnar sem í gær og fyrradag átti í viðræðum við bandariska sendinefnd um varnar- og öryggismál hér í Reykjavík, segist telja yfirlýs- ingu þá sem aðilar gáfu út í sameiningu í lok viðræðna í gær markverða. „Hún er markverð fyrir„ þær sakir að þetta er fyrsta formlega staðfesting Clintonstj órnarinnar á því að stað- ið verði við allar skuldbindingar samkvæmt varnarsamning- um,“ sagði Þorsteinn í samtali við Morgunblaðið í gær, er við- ræðum aðila var lokið. Efnislega sagði Þorsteinn að ekki væri hægt að upplýsa í hveiju umræðurnar um vamarstöð Banda- ríkjamanna á Keflavíkurflugvelli hefðu verið fólgnar þar sem þær lytu trúnaði. segir jafnframt: „Bandarísku emb- ættismennimir áréttuðu eindregnar skuldbindingar Bandaríkjanna hvað varðar öryggi og vamir íslands og vilja bandarískra stjórnvalda til að eiga náið samráð við íslensk stjórn- völd um hugsanlega aðlögun í vam- arliðinu á Keflavíkurflugvelli. Báðir aðilar ítrekuðu þær skuldbindingar sem felast í tvíhliða vamarsamn- ingnum frá árinu 1951 og áfram- hald náins öryggismálasamstarfs íslands og Bandaríkjanna, sem er báðum ríkjum gagnlegt." Þorsteinn kvaðst ekki eiga von á frekari fregnum hvað varðar fram- tíð vamarstöðvarinnar á Keflavík- urflugvelli fyrr en síðsumars eða jafnvel ekki fyrr en í haust. í sameiginlegri yfirlýsingu emb- ættismannanna að afloknum sam- ráðsfundum segir m.a.: „Þetta sam- ráð er þáttur í yfírstandandi um- ræðu um öryggismál og önnur þau mál sem varða bæði ríkin. í viðræð- unum í dag vom ítarleg og gagnleg skoðanaskipti um breytingar sem orðið hafa í alþjóðlegum öryggis- málum, hvemig þær hafa leitt til aðlögunar í Bandaríkjunum og í liðsskipan og vamarstefnu Atlants- hafsbandalagsins og hvaða áhrif þetta geti haft á vamarstöðina á Keflavíkurflugvelli. “ Engar ákveðnar tillögur Þorsteinn var spurður hvað hefði komið fram um áhrif þessa á vam- arstöðina á Keflavíkurflugvelli: „Það var ekki farið neitt ofan í til- íögur um breytingar á Keflavíkur- flugvelli. Það mál er ekki komið á það stig, að ákveðnar tillögur hafi komið fram frá Bandaríkjamönnum í þeim efnum," sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði að Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, myndi fá ítarlega greinargerð um þær viðræður sem fram hefðu far- ið, en hún yrði „að sjálfsögðu al- gjört trúnaðarmál". Þorsteinn kvaðst ekki geta greint frá því ítarlega hvaða hugmyndir varðandi Keflavíkurflugvöll hefðu verið reifaðar á fundinum. „Það var verið að ræða ákveðin mál sem lúta trúnaði, eins og yfírleitt er með mál er varða liðskipan og skipulag heija Bandaríkjanna. Ég hef því ekki heimild til að greina frá smá- atriðum í þessum efnum,“ sagði Þorsteinn. Fregna að vænta í haust í yfírlýsingu embættismannanna 69 á biðlísta eftir hjartaaðgerðum VEGNA sumarleyfa og lokunar á deildum fækkar hjartaað- gerðum á Landspítalanum úr sjö á viku í fjórar, að sögn Grét- ars Ólafssonar læknis. Um síðustu áramót voru 46 manns á biðlista eftir aðgerð en nú bíða 69 sjúklingar eftir aðgerð. Svokallaður Reykhólaörn sást grípa lamb í gær 4 Brúökaup_______________________ Krónprins Japans gengur í það heilaga í dag 21 Salmonella Rætt við íþróttamenn sem fengu salmonellusýkingu á Smáþjóðaleik- unum á Möltu 43 Leiðari Utboð á sjónvarpsrásum 22 UM ftiAVAHUTVUt EslMMt T«l»r ipaniku hiima ii X f : . (' % muœnm ^ J É ^ ' £ ' * gsss-sili ™* . r —' jMiiitciao (Jthafskarfaafli 60%. mcsrí ttn A sarrui líma í fyrravor ** Hva A er 1 s kurðtnu m 7 '■+ s: WM' - ~ r Ur verínu ► Mun meiri afli af úthafskarfa - Bretar borða minna af físki - Makríllinn er Hjídtlendingum dijúgur - Unninn kavíar eða söltuð grásleppuhrogn? Myndosögur Þ- Ljóð - Myndir ungra lista- mana - Gátur - Drátthagi blýant- urinn - Myndasögur - Pennavin- ir - Skemmtilegar þrautír - Leik- homið - Saga Markmiðið er 270 til 280 aðgerðir Það sem af er árinu hafa verið gerðar 117 hjartaaðgerðir en mark- miðið er að þær verði 270 til 280 á þessu ári. Grétar sagði að dregið yrði úr aðgerðum í sumar vegna sumarleyfa en að þær yrðu aldrei færri en fjórar á viku. „Að loknu sumarleyfí vonumst við til að ná aftur sjö aðgerðum á viku,“ sagði hann. „í fyrra voru gerðar 254 aðgerðir og með þessu sýnist mér að við getum haldið í horfínu þann- ig að fólk þurfí ekki að bíða lengi. Þeir sem bíða lengst bíða í um þrjá til fjóra mánuði en þeir sem þurfa á bráðum aðgerðum að halda eru teknir strax." Fullt skrið í ágúst Reiknað er með að fullt skrið verði komið á aðgerðir í lok ágúst eða byijun september þegar lokun deilda vegna sumarleyfa er afstað- in. Á fjárlögum þessa árs var gert ráð fyrir jafn mörgum aðgerðum og á síðasta ári en heilbrigðisráð- herra hefur gefið heimild með auka- fjárveitingu fyrir þeim aðgerðum sem þörf er á, að sögn Grétars. Hafnarsamlag stofnað FYRSTI stofnsamningurinn um hafnarsamlag var undirritaður á Dalvík í gærkvöldi, en hann er á milli Ólafsfjarðar, Dalvíkur og Arskógshrepps. Samninginn undirrituðu forsvarsmenn sveitarfélaganna auk samgönguráðherra, Halldórs Blöndals. Undirbúningur að stofnun samlagsins hefur staðið síðustu þijú ár. Samningurinn lýtur að samein- ingu hafna í þessum sveitarfélögum og ákvörðun um frekari uppbygg- ingu þeirra. í Ólafsfírði og Árskógs- hreppi verða reknar fískihafnir en auk fískihafnar verður vöruhöfn á Dalvík. Gert er ráð fyrir að á næstu þremur árum verði fýrirhuguðum framkvæmdum við þessar hafnir lokið. Kostnaður samkvæmt áætl- unum verður um 340 milljónir. Stór stund „Það er stór stund í þróun sa göngumála þegar við undirriti hér fyrsta stofnsamning um hafn samlag," sagði Halldór Blöndal undirritun samningsins. „Þetta skynsamleg ráðstöfun og ég von til að hún eigi eftir að reynast v«

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.