Morgunblaðið - 09.06.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.06.1993, Blaðsíða 44
Mannbjörg er Torfi ÍS fórst út af Snæfellsnesi Morgunblaðið/Alfons Skipbrotsmennirnir Báturinn sem brann Kristinn Jónsson og Sveinn Páll Sveinsson á bryggjunni á Arnar- Báturinn Torfi ÍS, sem brann suðvestur af Malarrifi í gær. Bátur- stapa eftir að hafa verið bjargað skammt undan Malarrifi. inn hét áður Armann og var gerður út frá Ólafsvík. Fuðraði upp á augabragði HANDFÆRABÁTURINN Torfí ÍS varð alelda á svipstundu um 4 sjómílur suðvest- an af Malarrifi á sjötta tímanum í gær. Tveir menn voru um borð og komust þeir um borð í gúmbjörgunarbát og var skömmu síðar bjargað um borð í Haförn- inn AK, sem var á veiðum skammt frá. Tilkynningarskyldan kallaði strax út þyrlu Landhelgisgæslunnar, en fímm mínútum seinna var beiðnin afturkölluð þar sem búið var að bjarga mönnunum. Skipveijar á Mána HF, sem einnig var á veiðum skammt frá slysstaðnum, slökktu eld um borð í bátnum en hann var það mikið brunninn að hann sökk um kl. 19. Kristinn Jónsson eigandi bátsins, sem gerð- ur er út frá Flateyri, var um borð í bátnum ásamt félaga sínum Sveini Páli Sveinssyni. AJelda á 3 mínútum „Ég stökk fram í og greip slökkvitæki sem er við dymar á lúkamum. Ég lét vaða í kóf- ið en fékk þá um leið hitagusuna á móti mér og var rekinn öfugur út. Eg rétt hafði tíma til að tala við Reykjavíkurradíó því eldurinn var strax kominn í stýrishúsið og um allan bát,“ sagði Kristinn. Hann sagði að varla hefðu liðið meira 3-4 mínútur frá því hann reyndi að slökkva eldinn með handslökkvitækinu þar til báturinn var orðinn alelda. Sjá bls. 19: „Tróð marvaðann..." Mun meira veiðist af úthafskarfa en í fyrra AFLI af úthafskarfa það sem af er árinu er 60% meiri en á sama tíma í fyrra eða 6.400 tonn á móti tæplega 4.000 tonnum. Verðmæti aflans nú eru um 314 milljónir króna en voru 196 í maílok samkvæmt upplýsingum Fiskifélags íslands. Fleiri skip en áður stunda nú þessar veiðar og eru nokkur þeirra farin að reyna fyrir sér með flökun. Þýzku togararnir frá Rostock, sem ÚA hefur keypt hlut í, hafa flakað megnið af sínum afla og selja til Þýzkalands. Um borð í íslenzku skipunum er karfinn hausskorinn og slógdreginn og heilfrystur á Japansmarkað. Úthafskarfaafli hefur aukizt hratt undanfarin ár, enda einn af fáum fiskistofnum sem talið er óhætt að veiða miklu meira úr en gert hefur verið. Samhetjatogar- amir Víðir og Baldvin Þorsteinsson lönduðu samtals 650 tonnum af afurðum nú fyrir sjómannadag, en þeir fara líklega ekki aftur á karfa. Sjólaskipin Sjóli og Haraldur Krist- jánsson, lönduðu einnig fyrir sjó- mannadag og halda aftur á úthafs- karfann nú eftir hátíðahöldin, en eftir það er framvindan óljós. Bæði skipin eru komin með afla- verðmæti í úthafskarfanum að upphæð tæpar 80 milljónir króna, en Sjóli landaði tvívegis í maí, sam- tals rúmlega 713 tonnum af afurð- um, en það svarar til 1.427 tonna afla upp úr sjó. Sjá nánar í Úr verinu bls. Bl. Vorleiðangnr Hafrannsóknastofnunar sýnir gott ástand sjávar Ata við Norðurland er með mesta móti NIÐURSTÖÐUR vorleiðangurs Hafrannsóknastofnunar 1993, sem lauk 4. júní sl. á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni, sýna gott ástand sjávar og lífríkis á Islandsmiðum eins og tvö undanfarin ár þegar hlýsjávar gætti fyrir Norðurlandi. Áður (1988-1990) ríkti á norðurmiðum kaldur og seltulítill pólsjór eða svalsjór, en þar áður uftur hlýsjór (1984-1987). Átumagn í vor fyrir Norðurlandi er hið mesta sem mælst hefur hin síðari ár, og þar var enn hár styrkur næringarefna og því von á áframhaldandi gróðri. Að sögn Svend Aage Malmberg leiðangursstjóra gefur þetta ástand vissar væntingar varðandi seiði úr hrygningunni. Svend sagði í samtali við Morgun- blaðið að almennt væri gott ástand í sjónum umhverfis landið hvað varð- ar næringarefni, átu og hitastig, og þá væri flæði Atlantssjávar á norð- urmið sem oft væri ekki. „Þar er líka hiti, næringarefni og þörungar og meiri áta en við höfum '^'ftiælt mörg undanfarin ár. Hiti og næring er auðvitað almennt séð gott fyrir fískinn sem er í sjónum, og síðan eru alltaf þær væntingar að streymi norður fyrir sé gott fyrir seiði úr hrygningunni. Á hinn bóginn kemur það ekki í ljós fyrr en farið er í seiðarannsóknir í ágúst. Við höfð- _ um þessar væntingar í fyrra og líka í hitteðfyrra, en það gekk ekki upp,“ sagði Svend. Kemur á óvart Að mati sérfræðinga Hafrann- sóknastofnunar koma niðurstöður vorleiðangursins nokkuð á óvart því athuganir sem gerðar voru í febrúar sýndu svalt árferði sambærilegt við önnur köld ár og virtust þær því ekki lofa góðu fyrir vorið. Helstu niðurstöður um ástand sjávar og svifs voru þær að í seltu- ríka hlýsjónum vestur af landinu var hiti í meðallagi (5-7°). Ferskvatns- áhrif voru með meira móti út af Vestfjörðum og gróður þar mikill, en utar í hlýja sjónum gætti hans ekki enn. Einnig var mikill gróður í Faxaflóa. Fyrir Norðurlandi gætti inn- streymis hlýsjávar austur á móts við Melrakkasléttu (3-5°) og kaldi sjór- inn var langt undan landi. Hafís (vesturís) var og langt undan Vest- fjörðum. Lítill gróður var í hlýsjónum austur að Siglunesi en mikill austar. Átumagn fyrir Norðurlandi var aftur hið mesta sem mælst hefur hin síð- ari ár. í kalda Austur-íslandsstraumnum djúpt norðaustur af landinu voru hiti og selta tiltölulega há og í sam- ræmi við að hvergi varð vart við hafís á þeim slóðum (austurís). Þar var gróður lítill og áta mikil að venju. Austur af landinu var hiti heldur undir meðallagi (1,5—2o), gróður mikill og áta nokkur. Djúpt út af Austfjörðum, á Rauða torginu, gætti hlýsjávar að sunnan. í hlýja sjónum fyrir Suðurlandi' var hitastig vel í meðallagi (7- 7,5°), en gróður lítill og átumagn yfírleitt mikið nema út af Ingólfs- höfða, þar var því öfugt farið. I lok leiðangurs var aftur komið á svæðið í og utan við Faxaflóa. Upphitun með hitaskiptalagi hafði orðið á þeim tæpum 3 vikum sem liðu á milli athugana, gróður var sem fyrr enn mikill í Faxaflóa og í örum vexti utar í hlýsjónum. Morgunblaðið/Júlíus Umsátursástand MIKILL viðbúnaður lögreglu, víkingasveitar og sprengjusérfræðinga var við hús Veðdeildar Landsbankans á Suðurlandsbraut 24 um hádegi í gær. Maður, sem samkvæmt upplýsingum lögreglu á við geðræn vandamál að stríða, hafði komið inn á skrifstofu Veðdeildar- innar og sagst hafa fímmtíu kíló af sprengiefni í bíl fyrir utan hús- ið, auk þess sem hann sagðist vera með sprengiefni í tösku og innan klæða. Öll umferð um nágrennið var stöðvuð, og húsnæðið rýmt. Eftir hálfa aðra klukkustund tókst lögreglu að koma höndum yfír manninn án þess að til sviptinga kæmi. Engan í húsinu sakaði, en að sögn lögreglu var heimatilbúin sprengja mannsins óvirk. Sjá bls. 5: „Sprengjan reyndist óvirkur áburðarkjarni"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.