Morgunblaðið - 09.06.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.06.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1993 31 húsbóndinn hrókur alls fagnaðar. Minnisstæðir eru mér þeir dagar þegar Hans og Hanna komu austur í Rangárvallasýslu að heimsækja foreldra mína, en það gerðu þau flest sumur frá því að ég man fyrst eftir mér. Það voru stórviðburðir og heiður mínu fólki að fá þau í heimsókn og ekki þótti okkur börn- unum það spilla að gjafir og góð- gæti voru með í för. Kynni móður minnar af þessu fólki voru með þeim hætti að Guðrún, móðir Hönnu, og Ingibjörg, móðir mín, höfðu bundist vináttuböndum, sem entust ævilangt, en þær voru sam- vistum í Vestmannaeyjum ungar. Um jólin 1930 var yngsta systir mín skírð, ákveðið var að hún skyldi bera nafn Guðrúnar. Þetta gladdi Hönnu og vildi hún gera okkur hátíðina gleðilega, sendi okkur fal- legt jólatré ásamt tilheyrandi skrauti, fuglum, bjöllum og fleira. Þvílíkt djásn höfðu litlu systkinin í Miðkoti aldrei augum litið. Það var því sannarlega hátíð í bæ er ljósin voru kveikt á trénu. Þetta er eitt dæmi um alla hugulsemina hennar Hönnu. Nú á síðastliðnum afmælisdegi Hönnu ætlaði ég að vanda að heyra í henni og minnast dagsins, en vin- konan var ekki heima að sögn dótt- ur hennar. Hún Hanna hafði brugð- ið sér niður í Hafnarbúðir til að færa fólkinu þar glaðning með kaff- inu. Hvað þetta lýsir rausnarkon- unni vel, enn var hún, 92 ára göm- ul, að gleðja samferðafólk sitt og vini. Ég fékk að heyra í henni seinna um daginn. Lét hún vel af sér að vanda, enda heyrði ég Hönnu aldrei kvarta. Það var bæði mannbætandi og lærdómsríkt að fá að kynnast þessari elskulegu konu. Kærleik og tryggð Hönnu við móður mína fengum við systkinin í arf og allt okkar fólk, nutum vin- áttu hennar til hinstu stundar. Fyr- ir það vil ég þakka að leiðarlokum. Hanna mín fékk að lifa langa ævi, elskuð af öllu sínu samferðafólki eins og hún átti skilið. Fagrar minn- ingar geymast, en gleymast ekki. Fagur er gneistinn sem forð'um hrökk úr funandi eldi. Skýjum ofar skín hann og lýsir skaparans veldi, hefur að morgni himingöngu en hnígur að kveldi. (Davíð Stefánsson). Astvinum öllum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Margrét J. Isleifsdóttir. opnaðist möguleiki á að njóta þekk- ingar hans og þiggja góðar ábend- ingar. Hann var glöggskyggn, at- hugull og vakandi. Þegar Magnús fór að ókyrrast í dómarasætinu i Hæstarétti, teygja sig eftir ein- hveiju af dómabindum Hæstaréttar, fletta upp og íhuga, mátti viðkom- andi lögmaður, sem stóð í ræðupúlt- inu, vita að nú væri hann kominn út á hálan ís, Magnús hafði áttað sig á einhverri rangtúlkun í mál- flutningi lögmannsins. Það fór ekk- ert framhjá honum. Að ieiðarlokum vil ég þakka Magnúsi fyrir alla hans vinsemd fyrr og síðar. Sigríði, eiginkonu hans, og fjölskyldu færi ég samúð- arkveðjur. Þórunn Guðmundsdóttir. Síðari hluta föstudags í þessari viku kom ég á norðurbrún Fjarðar- heiðar í Norður-Múlasýslu. Véður var fagurt og kyrrt, sól vorkomunn- ar baðaði Fljótsdalshérað geislum sínum og öll náttúran fagnaði. Ég beindi sjónum yfir Héraðið til fjallanna þar sem lengst sér til Norð- urlands. Þar eru einnig fagrar sveit- ir. Þar er Þingeyjarsýsla í aliri sinni dýrð og mér varð hugsað til eins þeirra mætu sona er hún hefur fóstr- að, míns gamla, nýlátna vinar og bekkjarbróður, Magnúsar Þ. Torfa- sonar frá Halldórsstöðum í Laxárd- al. Það snertir okkur öll, þegar vinir og vandamenn hverfa af þessum í dvala líður nóttin og dökkvinn óðum flýr, en dagurinn, sem rís, yfir nýrri gleði býr, ljóma slær á liðins tíma vegi. Hve veröidin er fögur og ævin ljúf og löng, og ljúft er nú að geta með hjörtun full af söng und hvítum seglum siglt mót björtum degi (Tómas Guðmundsson) Mér fínnst þessar ljóðlínur Reykjavíkurskáldsins eiga einkar vel við þegar langri og fagurri ævi vinkonu minnar lýkur. Þegar ég kveð Hönnu eftir langa og trygga vináttu er hugur minn fullur þakklætis yfir að hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga hana að allt frá því að ég man fyrst eftir mér. Móðir mín og hún sem nú kveður voru æskuvinkonur. Þær voru báðar Reykjavíkurdætur og fylgdust að í blíðu og stríðu og eft- ir að móðir mín dó rúmlega fertug að aldri reyndist Hanna mér á margan hátt sem móðir. Til hennar gat ég leitað hvenær sem var, heim- ili hennar stóð mér ætíð opið. Gest- risni og smekkvísi Hönnu var ein- stök enda skóp hún ekki aðeins fallegt heimili, þar sem var ævin- lega rúm fyrir alla, og hún var ekki lengi að töfra fram glæstar máltíðir. Þess naut ég og mín stóra fjölskylda, ávallt tók hún mér opn- um örmum þótt í fylgd með mér væri oftar en ekki fullt af börnum, enda elskuðu börnin mín HÖnnu og nutu þess að fá að dveljast hjá henni. Hanna var dóttir hjónanna Guð- rúnar Þorgrímsdóttur og Edwards Frederiksen bakarameistara. Hún hlaut gott uppeldi hjá ástríkum for- eldrum og góða menntun á þess tíma mælikvarða. Hún fékk ung tónlistarfræðslu og naut þess alla tíð, lék meðal annars á gítar og hafði einkar fallega söngrödd. Þegar Hanna var 27 ára gömul gekk hún að eiga Hans R. Þórðar- son stórkaupmann. Frá þeim degi var hún ávallt nefnd Hanna hans Hans. Svo sannarlega var það við hæfi, því að Hanna og Hans voru eitt. Hjónaband þeirra var eins og sólríkur sunnudagur, þau geisluðu af ást og virðingu hvort í annars garð. Hans var mikill athafnamaður og rak m.a. fyrirtækið Electric og víst er að bak við hvert spor hans á athafnabrautinni stóð kona sem studdi, hvatti og lagði ávallt til góð ráð. Saman áttu þau tvö börn, Ragnar Má, sem kvæntur er Louise Theódórsdóttur og Hrund sem gift er Erni Þór. Þegar Hans og Hanna kynntust var hann ekkjumaður en Hanna gekk börnum hans í móður- stað, þeim Helgu, sem gift er Þor- heimi. En því nefni ég vorið, fegurð þess og fyrirheit að kynni okkar Magnúsar og samskipti voru einmitt með þeim hætti, sérstaklega, að þau tengdust vorinu í okkar eigin lífi. Menntaskólinn á Akureyri var sá mikli vorgjafi sem tengdi okkur fyrst saman og entist meðan báðir lifðu. Magnús Þ. Torfason var vel íþróttum búinn, bæði andlega og líkamlega. Hann var frækinn náms- maður, lærdómsmaður eins og saga hans sýnir, enda sýndur sá trúnaður af þjóð sinni sem einna mestur get- ur orðið. Það var ríkt í fari Magnúsar að reyna að gera ætíð það er réttast var að hans mati. Hann þoldi ekki órétt. Hins vegar var hann ekki margmáll um menn eða málefni. Hann var mjög hógvær maður, reyndi aldrei að færa sjálfan sig í sviðsljósið, hvað þá heidur að troða öðrum um tær. Varfærinn mjög var Magnús í dómum um samtíð sína og reyndi að milda og draga fram það góða í hverjum hlut. Eins og ég þekkti Magnús Torfason að frá- teknum öllum hans yfirburðum þá var hann fyrst og fremst ljúflingur. Fjölskylda Magnúsar er stór og góð. Og þegar hún fagnaði sjötugs- afmæli hans minnist ég einnar menningarlegustu og skemmtileg- ustu afmælishátíðar sem ég hefi sótt. Tónlist, orðlist og afmælisbarn- ið voru þar í öndvegi og gleðin réð ríkjum. Menntaskólinn á Akureyri var Magnúsi Þ. Torfasyni afar hjartfólg- inn. Við bekkjarsystkini hans nutum steini Þorsteinssyni og Gunnari, sem nú er látinn en hann var giftur Huldu Valtýsdóttur. Eftir að Hans lést bjó hún í nokk- ur ár en, fluttist siðan til dóttur sinnar Hrundar og fjölskyldu og þar bjó hún til dauðadags. Samband þeirra mæðgna var einstaklega fal- legt, enda gat ekkert nema fallegt þrifist í návist Hönnu. Það verður mörgum minnisstæð- ur dagurinn þegar Hanna hélt upp á 90 ára afmæli sitt. Það var gert með glæsibrag. Vinir og vanda- menn söfnuðust saman og heiðruðu hana með ræðuhöldum og söng. Hún var sem fyrr geislandi falleg, en lítillát og nánast feimin eins og ávallt þegar sviðsljósið beindist að henni. En fyrst og fremst var hún glæsileg, í þessa orðs bestu merk- ingu. Við kveðjum hana vinirnir hennar á Akranesi. Við þökkum henni hversu gjafmild hún var á sjálfa sig, hversu góð hún var okkur. Við vitum að hún siglir mót björt- um_ degi. Ástvinum öllum sendum við okk- ar innilegustu samúðarkveðju. Rannveig Böðvarsson. Hún elsku amma er dáin. Minningabrot fljúga í gegnum hugann. Það var alltaf mikil til- hlökkun að heimsækja ömmu og afa í æsku. Það var svo mikil um- hyggja og hlýja sem þau gáfu frá sér til okkar barnabarnanna. Aldrei gleymi ég þegar ég kom sem lítil stúlka í heimsókn, sátu þá amma og afi inni í stofu í hálf- rökkri, héldust í hendur og hlustuðu á tónlist. Ég varð svo heilluð af þessu. Það var svo mikil ást og ein- ing á milli þeirra. Á hveijum jólum kveikti amma á kerti við hlið myndar af fyrrver- andi konu afa, Guðrúnar, sem dó ung. Einnig á afmæli hennar færði hún móður minni blóm. Þetta lýsir hvern yndislegan persónuleika hún hafði að geyma og voru börn Guð- rúnar og við barnabörnin henni þakklát fyrir. Það var alltaf svo sérstakt þegar amma tók upp lútuna sína og söng fyrir okkur, eða fór með ljóð, því að hún hafði yndi af ljóðum. Amma missti mikið þegar afi dó, og var það mikið áfall fyrir alla fjöl- skylduna. Milli ömmu og Hrundar dóttur hennar var einstaklega gott sam- band. Þær voru ekki einungis mæðgur, heldur góðar vinkonur. þess eða kannski réttara sagt vorum hluti skólans í hans huga. Að öðrum skólasystkinum mínum ólöstuðum þá minnist ég einskis þeirra, sem af slíkri alúð og ein- lægni fylgdist með lífi og starfi þess- ara skólafélaga hvers og eins, svo sem Magnús gerði. Hann hafði einn- ig góða gát á því að tilefni til þess að minnast gömlu góðu daganna á Akureyri gleymdust ekki. Næstum eitt ár er liðið síðan stúd- entar frá Menntaskólanum á Akur- eyri frá árinu 1942 minntust hálfrar aldar afmælis. Þar komu saman flestir þeirra er eftir lifðu. Þetta voru dýrðlegir dagar. Þá hátíð bar hæst er hin mikla samkoma var haldin þar sem nýir stúdentar voru brautskráðir. Mörg hundruð manns voru saman komin í glæsilegum salarkynnum, skreytt- um blómum og búnaði, prúðbúnu fólki, nýjum og gömlum stúdentum. Stærsta stund hálfrar aldar stúd- enta var þegar fulltrúi okkar, Magn- ús Þ. Torfason, flutti kveðja til skól- ans. Eins og vænta mátti var ræða Magnúsar frábær, vel unnin og vönduð og við vorum öll stolt af okkar manni. Þarna var Magnús Þ. Torfason að kveðja sína gömlu „alma mater". Ég sendi frú Sigríði Þórðardótt- ur, börnum þeirra Magnúsar og allri þeirra fjölskyldu innilegar samúðar- kveðjur. Ég veit að sorgin er þung en minningin er björt. Á Skriðuklaustri í Fljótsdal, 5. júní 1993, __ Vilhjálmur Árnason. Það hefur verið ömmu ómetanlegt að fá að dveljast hjá henni og Erni síðustu árin. Amma dó 92 ára. Hún bar aldur- inn vel. Það var henni mikilvægt að líta vel út. Það var unun að sjá hvað hún var alltaf fallega klædd. Eftir að amma var komin á öldrun- ardeild Borgarspítalans og veikindi hennar höfðu náð yfirtökum, þá kom ég ekki upp á spítala án þess að sjá hana nýgreidda, en um- hyggja starfsfólksins var mikil og var ömmu örugglega dýimæt. Hafi það þökk fyrir. Amma reyndist vera með illkynja sjúkdóm og hrakaði heilsu hennar fljótt, svo að hún var lítið með meðvitund síðustu dagana. Ég er þakklát fyrir að einn morgun, nokkrum dögum fyrir andlát henn- ar, fékk ég mikla þörf fyrir að heim- sækja hana. Amma reyndist vera vakandi og töluðum við mikið sam- an. Það er mér ómetanleg minning. Nú er hún komin í faðm afa og allra sinna horfnu ástvina. Guð blessi hana ömmu mína. Sigrún. 3M Hlustunarpípur ÖRYGGIS OG GÆSLUKERFI FRÁ ELBEX SPARIÐ TÍMA FÉ OG FYRIRHÖFN og skapiö öruggari vinnu og rekstur meö ELBEX sjónvarpskerfi. Svart hvítt eða í lit, úti og inni kerfi. Engin lausn er of flókin fyrir ELBEX. Kynnið ykkur möguleikana. Einar Farestveit & co hf. Borgartúni 28, sími 91-622900 IF Auglýsing um starfsleyfis- tillögur skv. gr. 8.4 . í mengunar- varnaeglugerð nr . 396/1992 í samræmi við gr. 8.3. ofangreindrar reglugerðar liggja frammi til kynningar í ráðhúsi Reykjavíkurborgar, 1. hæð (upplýsingaþjón- ustunni), frá 7. júní nk. starfsleyfistillögur fyrir eftirtalin fyrirtæki: Rétt til að gera athugasemdir hafa eftirtaldir aðilar: 1. Sá, sem sótt hefur um starfsleyfi, svo og forsvarsmenn og starfs- menn tengdrar eða nálægrar starfsemi. 2. íbúar þess svæðis, sem ælta má að geti orðið fyrir óþæginum vegna mengunar. 3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir sem málið varðar. 1. Fjöðrin Skeifunni 2 108 Rvík. 2. VÆS Smiðshöfða 13 112 Rvík. 3. E.T. hf. Klettagarðum 11 104 Rvík. 4. Pústþjónustan sf. Skeifunni 5 108 Rvík. 5. Bílaverkstæði Kristófers Eldshöfða 3 112 Rvík. 6. Pústþjónustan hf. Nóatúni 2 105 Rvík. 7. Kvikk þjónusta - bílaverkstæði Sigtúni 3 105 Rvík. 8. Bílgrip Ármúla 36 108 Rvík. 9. Finnbogi Guðmundsson Súðarvogi 46 104 Rvík. 10. Bílaréttingar Jóns Þ. Ólafssonar Efstosundi 73 104 Rvík. 11. Réttingaverkstæði Jóa Súðarvogi 44 104 Rvík. 12. Álímingar sf. Síðumúla 23 108 Rvík. 13. Réttinga- og mólningarverkstæðið hf. Fosshólsi 13 110 Rvík. 14. G.K. bílaréttingar hf. Hamarshöfða 9 112 Rvík. 15. Ventill hf. bílasprautun og réttingar Ármúla 23 108 Rvík. 16. Bílastjarnan sf. Funahöfða 8 112 Rvík. 17. Bílamólun Halldórs Þ. Nikulóssonar Funahöfða 3 112 Rvík. 18. Bílamólun Arnars hf. Skeifunni 5 108 Rvík. 19. Bifreiðaverkstæði H.P. Hamarshöfða 6 112 Rvík. 20. Bílamólunin Geisli Stórhöfðo 18 112 Rvík. 21. Bílaverkst. Jóhanns M. Kristjónss. Borgartúni 29 105 Rvík. 22. Bifreiðaverkst. Árna Gíslasonar hf. Tangarhöfða 8-12 112 Rvík. 23. Bílamálunin Gljái Vagnhöfða 20 112 Rvík. 24. Bílaréttingar Sævars Skeifunni 17 108 Rvík. 25. Bílasprautun - réttingar sf. Vagnhöfða 16 112 Rvík. 26. Réttingamiðstöðin hf. Hamarshöfða 8 112 Rvík. 27. Bílamólun Sigursveins Sigurðssonar Síðumúla 25 108 Rvík. 28. Bilaspraufun Sveins Sævars Ármúla 26 108 Rvík. 29. Bíliðn Suðurlandsbraut 6 108 Rvík. 30. Bílamólun sf. Hamarshöfða 10 112 Rvík. 31. Prentstofa Reykjavíkur Tjarnargötu 12 101 Rvík. 32. Trésmíðaverkst. Haraldar Einarssonar Hólmaslóð 6 101 Rvík. 33. Nýbú hf. Bogahlíð 13 105 Rvík. 34. Grímur, Ijómsmyndaver Skúlagötu 32, 101 Rvík. 35. Stúdíó 76 Laugavegi 48b 101 Rvík. 36. Stúdíó Magnús Engjateigi 17 105 Rvík. 37. Myndás hf. Laugarásvegi 1 104 Rvík. Athugasemdir, ef gerðar eru, skulu vera skriflegar og sendast Heilbrigð- isnefnd Reykjavíkur, Drápuhlíð 14, 105 Reykjavík, fyrir 6. júlí nk. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.