Morgunblaðið - 09.06.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.06.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1993 Athugasemdir við grein Sveins Valfells um Iðnlánasjóð eftir Braga Hannesson Sveinn Valfells, framkvæmda- stjóri Steypustöðvarinnra hf., ritar grein í Morgunblaðið sl. föstudag um starfsemi Iðnlánasjóðs. Ekki verður hjá því komist að gera at- hugasemdir við meðferð talna í greininni og rangan samanburð við aðrar lánastofnanir. 1. Rangt er að 30% af útlánum Iðnlánasjóðs fari til annars en iðn- aðar. Hið rétta er að 88,2% af heildarútiánum er til iðnaðar, 3,5% til annarra lánastofnana (aðalleg Iðnþróunarsjóðs), 4,7% til sveitar- og bæjarfélaga (umhverfísmál) og 3,6% til verslunar. Þessa skiptingu má sjá í ársskýrslu Iðniánasjóðs. 2. Útlán Iðnlánasjóðs til Borgarkringlunnar, en þar er Iðnl- ánasjóður með lán ásamt nokkrum lánastofnunum, stafar af lánveit- ingu til einnar af elstu prentsmiðju landsins, sem í upphafi hófst handa um þessa byggingu. 3. Meðferð Sveins á tölum í samanburði hans á Fiskveiðasjóði og Iðnlánasjóði er með ólíkindum. í þessum samanburði miðar hann við ársskýrslu Iðnlánasjóðs fyrir árið 1992 en árskýrslur Fiskveiða- sjóðs árið 1991. Ekki lætur hann þar staðar numið í rangsnúningum heldur tekur hann endurmetið heildarverð fastafjármuna hjá Iðnl- ánasjóði 1992 og bókfært verð fastafjármuna Fiskveiðasjóðs 1991. Bókfært verð innréttinga- og skrifstofubúnaðar er ekki 91,2 millj. króna hjá Iðnlánasjóði heldur 51,4 millj. króna. Meginhluti þess- arar fjárhæðar er þannig til kom- inn, að sjóðurinn kostaði innrétt- ingar á húsnæði því, sem hann hefur fyrir starfsemina frá fok- heldisstigi og greiddi með því húsa- leigu til 10 ára. Bókfært verð tölvu- búnaðar Iðnlánasjóðs stendur í 16,6 millj. króna og er það bæði hugbúnaður og tæki. Hjá Sveini er talan 43,1 millj. króna. Ef litið er til ársins 1992 fyrir Fiskveiðasjóð og Iðnlánasjóð er samanburðurinn eftirfarandi: „Þótt hagsmunir Sveins og Iðnlánasjóðs hafi ekki farið saman í þessu máli hefur það ekki verið og er ekki til- gangur Iðnlánasjóðs að valda öðrum steypu- stöðvum Ijóni. Jafn staðföst er líka sú stefna Iðnlánasjóðs að gæta hagsmuna sinna.“ Fiskveiöa- Iðnlána- Mil(j. króna sjóður sjóður Hagnaður eftir skatta 57,8 55,9 Framlag í afskriftar- 422,3 439,4 reikning Tap af eignarhlutum í öðrum 0,0 30,7 félögum Bókfært verð fastaQármuna 128,8 83,4 ♦Húsn. og búnaður „pr. 5,6 4,0 starfsm." **Útlán pr. starfsmann 1.019,0 618,0 * Iðnlánasjóður leigir tvær hæðir í Ármúla 13a ásamt hlutdeild í kjallara. Innréttingar í leiguhluta ILS eru eignfærðar, en sjóðurinn leigir frá sér hálfa þriðju hæðina þannig að húsnæðiskostnaður pr. starfsmann er lægri en hér kemur fram. ** Sjálfvirk innheimta af aflaverð- mæti kallar e.t.v. á minna manna- hald. Þá eru útlán Fiskveiðasjóðs 1.700 en 3.000 hjá Iðnlánasjóði. Rétt er að vekja athygli á liðnum “tap af eignarhlutum í öðrum fé- lögum“ enda tíundar Sveinn það í grein sinni sem dæmi um slaka stjóm hjá Iðnlánasjóði. Hér er um að ræða lækkun á bókfærðu verði Fer&alangar! Þið sem ætlið að leggja land undir fót ættuð að kynna ykkur Ferðaupplýsingar í sérblaðinu Daglegt líf, ferðalög, bílar sem kemur út á föstudögum. í Ferðaupplýsingum er að finna upplýsingar um flest það sem viðkemur ferðalögum og ferðaþjónustu sem í boði er. Meðal annars upplýsingar um gistingu, viðlegubúnað, tjaldstæði, veiði, flug, óbyggðaferðir, siglingar, ferjur, sérferðir, hesta, sérleyfi, bílaleigur o.fl. PltrgntttlfMtili - kjarni málsins! Bragi Hannesson á hlutabréfaeign Iðnlánasjóðs í ís- landsbanka hf. að fjárhæð 21,7 millj. króna og Þróunarfélaginu hf. að fjárhæð 9,0 millj. króa. Iðnlána- sjóður á hlutabréf í íslandsbanka hf. að nafnverði 62,2 mill. króna. Hlutabréfaeign þessi er komin til af því, að sjóðurinn hefur þurft að innleysa þau til sín upp í greiðslu skulda. Reynt hefur verið að selja bréfin, þar sem ekki er um framtíð- arfjárfestingu að ræða, en því mið- ur hafa ekki fundist kaupendur. Þessi samanburður á sjóðunum sem Sveinn stendur fyrir leiðir jafnframt í ljós, að Fiskveiðasjóð- ur, sem á 276 millj. króna hlutafé í íslandsbanka hf. bókfærir bréfin á genginu 1.38, þegar Iðnlánasjóð- ur bókfærir þau á markðasgengi um áramót, sem var 1.00. Væru bréf Fiskveiðisjóðs í íslandsbanka hf. metin á sama gengi og hluta- bréf Iðnlánasjóðs í bankanum næmi gengislækkunin 103,8 millj. króna. 4. Iðnlásjóðsgjald nam 147 millj. króna á sl. ári. Því er að mestu varið til Vöruþróunar- og markaðsdeildar Iðnlánasjóðs. Þar er því ráðstafað til iðnfyrirtækja, samstarfsverkefna aðallega í sam- vinnu við Iðntæknistofnun og sam- tök iðnaðarins í formi styrkja og lána, sem unnt er að fella niður. Iðnlánasjóðsgjaldið situr í dag ekki eftir sem eigið fé sjóðsins. Sé iðnl- ánasjóðsgjaldið dregið frá hagnaði sjóðsins eins og Sveinn gerir þarf jafnframt að draga frá framlög og styrki, sem gjaldinu tengjast. Þess vegna er niðurstaða Sveins um rekstrartap Iðnlánasjóðs fjarri lagi. 5. í skrifum Sveins kemur greinilega fram, að hann er enn þeirrar skoðunar, að Iðnlánasjóði séu mjög þröngar skorður settar samkvæmt lögum. Markús Sigurbjömsson, prófess- or, samdi álitsgerð fyrir iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið um heimild Iðnlánasjóðs til að taka þátt í stofn- un Rekstrarfélagsins Hrauns hf. í greinargerð Markúsar segir orð- rétt: “í þessum reglum (um almenna starfsemi Iðnlánasjóðs) kemur hvergi fram beint ákvæði um hvort Iðnlánasjóði sé heimilt að gerast stofnandi hlutafélags, sem kann þá að vekja spumingu um hvort skýra eigi þögnina svo, að honum sé þetta óheimilt. Slík skýring hlyti að byggjast á því, að þessi ákvæði laga nr.76/1987 (lög um Iðnlán- sjóð) telji með tæmandi hætti hvað heimilt sé að gera í almennri starf- semi Iðnlánasjóðs, en hún hefði um leið í för með sér, að sjóðnum væri óheimilt að gera neitt það, sem það gagnstæða væri ekki tek- ið fram um. Ekki þarf að líta langt til að sjá að þessi skýringarkostur er með öllu ótækur, enda mundi hanan leiða af sér fjarstæðukennd- ar niðurstöður. Iðnlánasjóði væri þá til dæmis óheimilt að krefjast dráttarvaxta af vanskilum, að höfða mál til heimtu skuldar við sig og að krefjast nauðungarsölu á grundvelli ákvæða þess efnis í samningi um veðrétt í eign til fulln- ustu á gjaldfallna veðskuld, enda er hvergi getið heimildar til slíks í lögum nr.76/1987 (lög um Iðnl- ánasjóð). Niðurstöður af þessum toga væri þó ekki aðeins fjarstæðu- kenndar, heldur einnig í andstöðu við þá augljósu staðreynd, að í lög- um er ekki ætlast til að fyrirmæli laga nr. 76/1987 séu tæmandi um heimildir Iðnlánasjóðs til aðgerða." Heimild Iðnlánasjóðs til þess að stofna og reka Rekstrarfélagið Hraun hf. var aðalatriði þessa máls, en ekki stjórnarseta starfs- manna Iðnlánasjóðs í félaginu. Iðnlánasjóður var í þessu tilfelli að gera nákvæmlega að sama og aðr- ar lánastofnanir hafa gert og eru að gera. 6. Sveinn Valfells hefur árum saman setið í bankaráði Iðan- aðarbanka íslands hf. og nú ís- landsbanka hf. Því hlýtur honum að vera ljóst að skylda hvílir á herðum stjómenda lánastofnana að gæta hagsmuna stofnana sinna. Þótt hagsmunir Sveins og Iðlána- sjóðs hafi ekki farið saman í þessu máli hefur það ekki verið og er ekki tilgangur Iðnlánasjóðs að valda öðmm steypustöðvum tjóni. Jafn staðföst er líka sú stefna Iðnlásjóðs að gæta hagsmuna sinna. 7. í grein Sveins era fjölmörg önnur atriði, en þau sem hér hafa verið gerð að umtalsefni. Ekki er ástæða til að fjalla um þau mál að sinni. Höfundur erforstjóri Iðnlánasjóðs Sumarönn framhalds- skóladeildar Full- orðinsfræðslunnar Framhaldsskólaprófáfangar sumarannar FF eru að hefj- ast núna 12.-15. júní og lýkur með matshæfum lokaprófum (2-3 ein.) í ágústlok. Ýmist er um síðdegis- og kvöldtíma eða helgar að ræða. í nokkrum greinum er einnig boðið upp á fornám. Skráning er hafin í aðfararnám háskólanáms (0 ein.) í efnafræði fyrir verðandi nemendur í hjúkranar-, læknis-, tannlæknis-, líf- og efnafræði og háskólaáfanga (0 ein.) í efnafræði læknisfræðideildar, ásamt há- skólaáföngum (0 ein.) í stærð- fræðieiningu I og stærðfræðiein- ingu II fyrir nemendur verkfræði- og raunvísindadeildar. Aðfar- amám háskólanáms og háskólaá- fangamir hefjast 15. og 16. júlí og lýkur 30. og 31. ágúst. Hinn 28. júní hefjast svo hraðnámskeið íslensku fyrir útlendinga á dagtím- um og í ensku fyrir fullorðna á morguntímum. Skráning og nánari upplýsingar hjá Fullorðinsfræðslunni. (Préttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.