Morgunblaðið - 09.06.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.06.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1993 SJOMANNADAGURINN HALDINN HATIÐLEGUR i Morgunblaðið/Sigurgeir Fylgst með EVA Brá Barkardóttir brá sér niður á höfn á sjómannadaginn eins og flestir aðrir I Vestmannaeyjum. Veðu'r var gott og var ekki ann- að að sjá en almenn ánægja væri með daginn. Gott veður og mik- il þátttaka í Eyjum TVEGGJA daga hátíðarhöld voru í Vestmannaeyjum um hélgina í tilefni sjómannadags- ins og var veður gott báða dagana. Þátttaka var góð, betri en í fyrra, og stóðst skipulögð dagskrá mjög vel. Á laugardeginum vígði forseti íslands nýjan vita í Eyjum. Hátíðarhöldin hófust á Friðar- höfn á hádegi laugardaginn, 5. júní. Þar var margt um að vera, farið var á sjóskíði, í koddaslag og keppt í róðri á körum frá Binna- bryggju yfir að Friðarhafnar- bryggju. Þá var einnig sýnd nýj- asta uppfinningin frá Vestmanna- eyjum, svokölluð Sigmundstaug. Með með því að nota hana er hægt að flytja menn frá skipi í hættu statt, hvern á eftir öðrum, í sömu björgunartaug en áður gat aðeins einn í einu verið í tauginni. Nýr viti vígður Á laugardeginum vígði Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, ásamt heimamönnum nýjan vita í Vestmannaeyjum. Vitinn ber nafn- ið Súlur en hann er jafnframt lista- verk eftir Grím Marinó Steingríms- son. Sunnudagurinn byijaði á hádegi í Landakirkju, þar sem lagður var blómsveigur að minnisvarða um hrapaða og drukknaða. Hátíðar- höldin héldu síðan áfram á Stakka- gerðistúni, þar sem meðal annars Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, flutti ræðu og viðurkenn- ingar voru veittar fyrir björgunar- afrek. Fullt var út úr dyrum í ár- legu sunnudagskaffi Eykyndils- kvenna. Sjómannadagurinn endaði á dansleikjum, sem stóðu fram eftir nóttu. Þriggja daga hátíðar- höld í Neskaupstað Morgunblaðið/Ágúst Blysfarar á sjóskíðum Á sjómannadaginn í Neskaupstað var margt um að vera. Það, sem vakti hvað mesta athygli, voru sjö blysfarar á sjóskiðum dregnir af einum bát. Hátíðarhöld sjómannadagsins á Neskaupstað voru með hefð- bundnu sniði. Segja má að þetta séu þriggja daga hátíðarhöld, sem hefjast með sjóstangveiði- móti á föstudagsmorgun. Um miðjan dag á laugardag hefjast svo aðalhátíðarhöldin með björg- unaræfingum og kappróðri. Snemma að morgni sjómanna- dagsins fer svo allur floti Norðfirð- inga í hópsiglingu um Norðflarðar- flóa og fer fjöidi bæjarbúa með í þá siglingu. Síðan er gengið til sjó- mannamessu og lagður er bíóm- sveigur að leiði óþekkta sjómanns- ins. Þá hefjast hátíðarhöld við sund- laugina með allskonar glensi, svo sem reiptogi, koddaslag og fleiru. Tveir heiðraðir Tveir sjómenn voru heiðraðir að þessu sinni, Friðrik Vilhjálmsson, netagerðarmeistari, og Jósafat Hin- riksson, iðnrekandi. Ræðumaður dagsins var Hermann Sveinbjörns- son fréttamaður. Hátíðarhöldunum lauk með dansleik, sem stóð langt fram á mánudagsnótt. Það tíðkast orðið hér að haldin séu svokölluð fermingarbarnamót um þessa helgi. Nú voru þrjú slík haldin auk þess, sem margir brott- fluttir Norðfirðingar koma heim að taka þátt í hátíðarhöldunum, svo það fjölgar verulega í bænum á sjó- mannadaginn. Þátttaka í hátíðar- höldunum var mikil. Veður var þokkalegt en fremur svalt.^ Ágúst Fjöldi í Keflavík í veðurblíðu Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Heiðraðir TVEIR aldnir sjómenn voru heiðraðir á sjómannadaginn í Keflavík. Lengst til vinstri er Bjarni Gísli Olsen vélstjóri ásamt eiginkonu sinni Arnbjörgu Sæbjörnsdóttur. Lengst til hægri er Valdimar Jónsson skipstjóri ásamt eiginkonu sinni Árnínu Jónsdóttur sem stendur honum á hægri hönd. Keflavík. S J ÓM ANN AD AGURINN var haldinn hátíðlegur í Keflavík í blíðuveðri á sunnudaginn og voru hátíðarhöldin með hefð- bundnu sniði, en Björgunarsveit- in Stakkur og Hjálparsveit skáta í Njarðvík sáu um framkvæmd- ina. Aðal hátíðarhöldin fóru fram við höfnina þar sem bæjarbúar fjölmenntu sjómönnum til heið- urs. Hátíðarhöldin hófust með því að íslenski fáninn var dreginn að hún við minnismerki sjómanna og síðar fór fram sjómannamessa i Keflavík- urkirkju. Eftir hádegi var síðan farið í skemmtisiglingu þar sem margt var um manninn að venju. Hátíðarræð- una að þessu sinni flutti Óskar Vig- fússon formaður Sjómannasam- bandsins og í ræðu sinni fjallaði hann um tilurð sjómannadagsins, vanda- mál kvótans og öryggismál sjó- manna. Að því búnu voru tveir aldn- ir sjómenn heiðraðir, þeir Bjarni Gísli Olsen vélstóri og Valdimar Jónsson skipstjóri. Þá tók við kappróður þar sem land- menn Happasæls KE sigruðu í karla- flokki en stúlkumar úr íslenskum gæðafiski voru hlutskarpastar af kvenfólkinu. í stakkasundinu urðu svo tveir skipsfélagar af Happasæl KE í fyrsta og öðru sæti. Kjartan P. Guðmundsson sigraði en skammt á eftir kom Sigurður Haraldsson. Einnig tók fjöldi vaskra sveina þátt í ýmsum þrautum sér og áhorfendum til skemmtunar. -BB Mikil þátttaka í Stykkishólmi Stykkishólmi. SJOMANNADAGURINN í Stykk- ishólmi var haldinn á hefðbund- inn hátt þannig að fánar blöktu um morguninn við hún á bátunum í höfninni og bar þar auðvitað mest á flóabátnum Baldri eða feijunni eins og hún er kölluð. Auk þess að skrýða feijuna feg- urstu og tilbreytilegustu fánum var um daginn selt kaffí og kökur um borð og rann allur ágóði af þeirri sölu til sjóðsmyndunar til að koma upp minnismerki á fjölfarinni leið í bænum til minningar um drukknaða sjómenn. Sjálf dagskráin hófst svo með göngu sjómanna frá Flæðiskeri og til kirkju en þar var sjómannaguðs- þjónusta kl. 11. Sóknarprestur Stykkishólms er Gunnar Eiríkur Hauksson. Eftir hádegið var mætt á íþróttavöllinn þar sem fóru fram ýmsar íþróttir á vegum sjómanna. Var fjöldi áhorfenda þar við og eins var keppendaskarinn stór og skemmtilegur. Hjólböruhlaupið og pokahlaupið vakti almenna ánægju og ekki hvað síst ungu kynslóðarinn- ar. Eftir þessar keppnisíþróttir var gengið niður á höfn þar sem kappróð- ur, koddaslagur og stakkasund var þreytt. Hundruð áhorfenda skemmtu sér konunglega. Um kvöldið var svo dansleikur í félagsheimilinu. Þátt- taka var góð að dómi þeirra sem sáu um. - Arni. 2 S UPPLIFÐU ÍSLENDINGINN I ÞÉR Njóttu íslands - ferðaíands íslendinga Olíufélagiðhf - óvallt f alfaraleið FerðamálaráÓ Islands Nýttu þér upplýsingaþjónustu vítt um land varðandi ferðir, gistingu, veitingar og afþreyíngu á hverjum stað. xr O: C_ O: 30 ro O

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.