Morgunblaðið - 09.06.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.06.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1993 21 Naruhito, erfingi krýsantemukrúnunnar í Japan, og Masako Owada ganga í hjónaband HEFÐBUNDINN KLÆÐNAÐUR JAPANSKRA BRUÐHJONA Lífið handan múranna einkennist af fábreytni Með giftingnnni afsalar brúðurin sér flestum borgaraleg- um réttindum og verður máð út úr ættartölu föður síns Tókýó. Reuter. NARUHITO, krónprins í Japan, og Masako Owada, verða gefin saman í Tókýó í dag með mikilli viðhöfn. Að athöfn- inni lokinni munu þau „taka upp fábreytta lifnaðarhætti“ í stórri höll með 50 þjóna og aðstoðarmenn sér við hlið en framfærslueyrir keisarafjölskyldunnar verður ekkert aukinn við þessa fjölgun. Þykir hann raunar ekki mikill miðað við það, sem sums staðar gerist, eða aðeins 114 milljónir kr. og á að duga fyrir öllum útgjöldum fjölskyld- unnar. Brúðkaupsdagurinn er að sjálfsögðu stór í lífi brúð- hjónanna beggja en þó miklu afdrifaríkari fyrir brúðina. Með giftingunni afsalar hún sér flestum borgaralegum réttindum og verður meira að segja máð út úr ættartölu föður síns. mikla áherslu á ráðdeildarsemi og fábreytta lífshætti hennar og nefna stundum bílífi ensku konungsfjöl- skylduna til samanburðar. Einka- auður Elísabetar drottningar er gífurlegur, allt að 10 milljarðar dollara að sumra mati, en auðæfi Japanskeisara, sem voru mikil, voru gerð upptæk eftir stríð. Síðan hefur fjölskyldunni verið áætlaö fé á fjárlögum. Færð milli ætta Þegar Masako Owada tengist keisarafjölskyldunni verður nafn hennar máð út úr ættartölu föður hennar en fært inn í keisaralegu skrána sem „Masako krónprins- essa“. í Japan er það þannig, að sá, sem ekki er í einhverri fjöl- Að giftingarathöfninni lokinni munu ungu hjónin fara fjögurra km leið um borgina í opnum vagni til heimilis síns, Akasaka-hallar- innar, og munu 30.000 lögreglu- menn gæta öryggis þeirra á með- an. Þykir ekki vanþörf á því þar sem ýmsir vinstrihópar hafa hótað að ráðast á ríkisarfahjónin. Ráðdeildarsemi í fyrirrúmi Raunar setjast þau ríkisarfa- hjónin ekki að í Akasaka-höllinni fyrr en á næsta ári en þangað til verða þau í Togu-höllinni, sem er byggð í vestrænum stíl. Er hún tveggja hæða, 700 fermetrar alls, en íbúðin þeirra er þó ekki nema í þriðjungi hússins. Talsmenn jap- önsku keisarafjölskyldunnar leggja Krónpríns kvænist há- menntaðri framakonu skylduskrá eða „koseki“, getur ekki kosið eða notið annarra borg- aralegra réttinda. Masako mun til dæmis ekki geta höfðað mál nema í gegnum forsætisráðherrann. Hún mun ekki greiða skatta og vega- bréfíð verður aðeins skráð á „H.k.h. (Hennar keisaralega há- tign) krónprinsessan“. Ökuskír- teininu fær hún að halda en verður bannað að aka bíl nema á hallarlóð- inni sjálfri. Gamli þjóðsöngurinn leikinn Keisarafjölskyldan hefur látið undan kröfum um, að „Kimigayo", umdeildur og óopinber þjóðsöngur Japana, verði leikinn í brúðkaup- sveislunni um miðjan mánuðinn en í margra augum er söngurinn táknrænn fyrir fasismann og keis- aradýrkunina fýrir stríð. Eftir stríð var þjóðsöngurinn lagður á hilluna án þess þó, að nýr væri tekinn upp í staðinn. Var það augljóslega allt- af hugmvndin að taka hann upp afur þegar nógu langt væri frá lið- ið. * >c'i • 0 • 0 i ii Keuter Bruðhjonm 1 hallarg-arðinum NARUHITO krónprins og Masako Owada, konuefni hans, í garðinum við Togu-höllina í Tókýó. Þar verður heimili þeirra fyrsta árið. Naruhito, krónprins Japans og erfingl krýsantemu-krúnunnar, og Masako Owada, fyrrverandi starfsmaöur utan- ríkisþjónustunnar, munu klæöast heföbundnum búningum er þau ganga i hjónaband f dag. SOKUTAI JUNI-HITOE Viöhafnarklæðnaöur Búningur í tóíf Áfast sem erf laginu eins og bifurhali Gyllt höfuöskraut, skreyttur kambur Tókýó. Reuter. NARUHITO krónprins er 33 ára gamall og einungis 1.63 sentimetrar á hæð. Hann er sonur Akihito keisara og Mic- hiko keisaraynju og hefur verið lýst sem hæglátum fræði- manni og aðdáanda afa síns Hirohito, sem var Japanskeis- ari á stríðsárunum. Eitt helsta afrek Naruhitos til þessa er talið vera að hafa tekist að fá Masako Owada, sem hefur háskólapróf frá Harvard og Oxford, til að gefast sér á hönd. Hún hafði þá þegar hafnað bónorði frá honum einu sinni og vaxandi ótta var farið að gæta innan hirðarinnar um að krónprinsinn myndi aldrei gifta sig. Naruhito hefur ávallt orð á sér að vera skyldurækinn, alvarlegur ungur maður sem hlýtt hefur öllum þeim ströngu reglum og siðum sem fýlgja keisaraijölskyldunni. Hann virðist þó hafa erft þó nokkra þijósku frá móður sinni eins og þolinmæði hans varðandi hina verð- andi prinsessu sýnir vel. Innan fjölskyldunnar er hann kallaður Hiro prins og hann hefur ávallt búið með foreldrum sínum ólíkt föður sínum og afa, sem báðir voru aldir upp hjá starfsfólki hirðar- innar. Hann er líka fyrsti krónprins Japans sem fer í erlendan háskóla en árið 1983 hélt hann til Oxford í Bretlandi þar sem hann nam hag- fræði og samgöngusögu Evrópu á miðöldum við Merton College. Meðal helstu áhugamála krón- prinsins eru fjallgöngur og hefur hann klifíð 30 af 100 hæstu ijöllum Japans. Þá hefur hann mikið dá- læti á tennis og er sagður ágætur lágfiðluleikari. Verður víðförlasta keisaraynjan Það er kannski ekki nema von að hin verðandi eiginkona hans, Masako Owada, hafí verið hikandi í upphafí við að samþykkja að gang- ast undir hinar ströngu reglur hirð- arinnar. Hún er dóttir Hisashi Owada, aðstoðarutanríkisráðherra Japans, og verður jafnt víðförlasta keisaraynja Japans sem sú fyrsta sem á eigin starfsferil að baki. Sem barn bjó Masako í nokkur ár í Moskvu og New York þar sem faðir hennar starfaði í japanska sendiráðinu en sjö ára gömul var hún send til Tókýó og fór í hinn virta Futaba Gauken-skóla, sem er einkaskóli rekinn af kaþólskum nunnum. Um það leyti sem hún var að ljúka við menntaskóla fór Mas- ako til Boston í Bandaríkjunum þar sem faðir hennar flutti fyrirlestra. Síðar nam hún sjálf við Harvard og lauk hagfræðiprófí árið 1985. Að því loknu hóf hún laganám í Tókýó en lauk því ekki. I staðinn sótti hún um starf í utanríkisráðu- neytinu og tók hið stranga inntöku- próf. Árið 1988 var hún send á vegum ráðuneytisins til Oxford í tvö ár til frekara náms. Hún talar reiprennandi ensku, frönsku og þýsku og hefur tekið að sér verkefni sem túlkur japan- skra ráðherra á ferðum þeirra. Hún hefur einnig tekið þátt í viðskipta- samningum við Bandaríkin. Masako Owada lét af störfum í utanríkis- ráðuneytinu í janúarmánuði í kjöl- far þess að tilkynnt var um trúlofun hennar og krónprinsins. EL MARINO í MEXICO. heildsala & dreifing; S: 686 700 100% ARABICAKAFFI ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.