Morgunblaðið - 08.07.1993, Side 4

Morgunblaðið - 08.07.1993, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1993 Frakkar breyta nafni íslensks hörpudisks Talið geta valdið 20% verðlækkun STJÓRN Félags rækju- og- hörpudiskframleiðenda hefur sent utan- ríkisráðuneytinu mótmæli við þeirri ákvörðun franskra sljórnvalda að breyta nafngift íslensks hörpudisks á markaði í Frakklandi úr Coqullies St. Jacques í Pétongles d’islande og krefst þess að málið verði tekið upp við frönsk yfirvöld og einskis látið ófreistað að tryggja viðunandi lausn þess. Stjórnin segir í bréfinu að þessi nafnbreyting geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir íslenska hörpudiskvinnslu og um sé að ræða augljósa viðskiptahindrun gagnvart mikilvægri út- flutningsafurð sem stríði á móti markmiðum EES-samningsins. Er talin hætta á að íslenskur hörpudiskur verði framvegis flokk- aður með verðminni hörpudiskteg- undum sem leiði til þess að verð muni lækka verulega. Að sögn Péturs Bjarnasonar, framkvæmdastjóra félagsins, er hætta á að verðlækkunin geti orðið um 20%. Þrýstingur franskra sjómanna talin ástæðan Pétur sagði að íslenskur hörpu- diskur hefði um árabil verið settur á markað í Frakklandi undir merk- inu Coqullies St. Jacques eða Skel heilags Jakobs, sem hefði verið samheiti tólf tegunda og flokkaður sem slíkur í orðabók OECD um verslun með fisk og fiskafurðir. Frönsk yfirvöld hefðu nýlega ákveð- ið að íslenskum seljendum væri óheimilt að nota þetta nafn við markaðsfærslu á hörspuskel, senni- lega vegna þrýstings frá frönskum sjómönnum. Krefst stjórn félagsins tafarlausra aðgerða af hálfu ís- lenskra stjórnvalda vegna þessa máls. Morgunblaðið/Einar Falur Sjálfsbjargarhúsið 20 ára SJÁLFSBJARGARFÉLAGAR gerðu sér dagamun þegar þeir héldu upp á 20 ára afmæli Vinnu- og dvalarheimil- is Sjálfsbjargar í gær. Dagskráin var með fjölbreyttum hætti og má þar nefna hátíðarárbít, móttöku borgar- stjóra, grill, söng og skemmtiatriði við Sjálfsbjargarhúsið. Rúsínan í pylsuendanum var síðan útidansleikur um kvöldið. Að ofan sjást menn léttir í lundu í grillveislu. VEÐUR 1/ÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma tliti voður Akureyri 7 rigning Reykjavfk 9 skýjað Bergen 11 skýjað Helsinki 17 skýjað Kaupmannahöfn 16 skúr Narssarssuaq 12 heiðskírt Nuuk vantar Osió 16 rigning Stokkhólmur 16 skúr Þórshöfn 9 skúr Algarve 20 þokumóða Amsterdam 17 skýjað Barceiona 26 heiðskfrt Berlín 16 skúr Chicago 21 skýjað Feneyjar 22 léttskýjað Frankfurt 21 skýjað Glasgow 16 súld Hamborg 14 skúr London 20 skýjað Los Angeles 19 alskýjað Lúxemborg 20 skýjað Madríd 29 heið8kírt Malaga 28 heiðskfrt Mallorca 27 léttskýjað Montreal 25 léttskýjað NewYork 27 mlstur Orlando 26 skýjað París 21 hálfskýjað Madelra 23 Iótt8kýjað Róm 28 léttskýjað Vín 18 skýjað Washington 27 mistur Winnipeg 9 heiðskfrt Dagsbrún vill segja kj arasamiiingum lausum í nóvember Búast má við hörðum viðbrögðum í haust, segir formaður VMSÍ STJÓRN Verkamannafélagsins Dagsbrúnar hefur ákveðið að le&gja til í launanefnd aðila vinnumarkaðarins, sem sett var á laggirnar við gerð kjarasamninga í maí, að gildandi samningum verði sagt upp fyrir 10. nóvember. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, sem á sæti í launanefndinni, segist eiga von á að ýmsar hækkanir muni skella yfir launafólk í haust og segir að ef samningum verði sagt upp muni Dagsbrún ekki fara aftur í samflot með Alþýðusambandinu. Gagnrýnir hann forystu- sveit samtakanna harðlega. „Eg nyög lélega,“ segir Guðmundur í Björn Grétar Sveinsson, for- maður Verkamannasambands ís- lands, segir að búast megi við hörðum viðbrögðum í haust því um einhliða kjaraskerðingu sé að ræða með gengisfellingunni sem ákveðin var 27. júní og sagði að við gerð kjarasamninganna hefði verið rætt um að endurmeta ætti forsendur kjarasamninganna á þriðja ársfjórðungi ef ástæða þætti til. „Mér vitanlega var ekkert sam- band haft við launanefndina um þessi mál. Menn hljóta að svara þessu með viðbrögðum í haust en það er eftir að ákveða hver þau verða,“ sagði Björn Grétar. Guðmundur J. Guðmundsson sagðist hafa miklar áhyggjur af atvinnuástandinu í vetur og spáir því að innan Dagsbrúnar verði 700 manns orðnir atvinnulausir í jan- úar á næsta ári samanborið við 500 í janúar á þessu ári. Hann segir þó að tekist hafi að draga mjög úr atvinnuleysi meðal félags- manna Dagsbrúnar í sumar og í því sambandi skiþti mestu máli hve röggsamlega Reykjavíkurborg hafi gengið til verks við að skapa mönnum atvinnu á starfssvæði Dagsbrúnar. Guðmundur kvaðst hafa trú á að gripið verði aftur til gengisfellingar í vetur og búast mætti við hækkunum á þjónustu hins opinbera og sköttum í tengsl- um við gerð fjárlagafrumvarpsins. Sagði hann að launamismu'nurinn færðist sífellt í aukana og nú væri þriðjungur Reykvíkinga á fátæktarmörkum á sama tíma og annar þriðjungur virtist eiga nóga peninga. Sagði hann að búast mætti við tíðindum á vinnumark- aðinum í haust því hatur og heift hefði gripið um sig meðal fólks sem liði hreinlega skort. tel forystu Alþýðusambandsins samtali við Morgunblaðið. Uppsögn tekur gildi 1. janúar I kjarasamningi ASÍ og sam- taka vinnuveitenda er gert ráð fyrir að launanefnd, skipuð þrem- ur fulltrúum frá hvorum samn- ingsaðila fýlgist með framvindu efnahags-, atvinnu- og verðlags- mála og geri tillögur um viðbrögð til samtakanna og stjórnvalda. Skal hún endurmeta samningsfor- sendur og hugsanleg tilefni til uppsagnar samningsins fyrir 10. nóvember og er hvorum hluta launanefndar heimilt að segja samningum lausum ef marktæk frávik hafa orðið á samningsfor- sendum sem eru m.a. byggðar á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og að gengi krónunnar verði innan viðmiðunarmarka Seðlabankans enda verði áætlað verðlag sjávar- afurða í íslenskum krónum að meðaltali 3% hærra á 3. ársfjórð- ungi 1993 en á 1. ársfjórðungi og haldist a.m.k. jafn hátt úr samn- ingstímann. Einnig var við það miðað að aflakvótar á næsta físk- veiðiári verði ekki minni en á yfír- standandi fiskveiðiári. Komi til uppsagnar tekur hún gildi 1. jan- úar 1994. ♦ ♦ ♦ IJtanríkisráðu- neytið flytji I undirbúningi er að flytja starfsemi utanríkisráðuneytisins að Rauðarárstíg 25 en þar er Byggðastofnun m.a. til húsa. Starfsemi ráðuneytisins er nú á þremur stöðum og með flutningun- um er ætlunin að sameina hana undir einu þaki. Að sögn Þorsteins Ingólfssonar ráðuneytisstjóra er ekki ljóst hvenær flutningarnir verða. i í i í I I 1 i I 1 1 I I 1 I +

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.