Morgunblaðið - 08.07.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.07.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1993 VINUR KJARVALSI Kjarval og Alfreð Guðniundsson, þáverandi forstöðumaður Kjarvals- staða. ________Myndlist______________ Bragj Ásgeirsson Hvað skyldi málarinn Jóhannes Sveinsson Kjarval hafa átt marga sanna vini um dagana, er af ein- lægni og óeigingirni hugsuðu um hag hans og velferð? Því er erfitt að svara, en list hans dáði fljótlega þröngur hópur áhrifamanna, sem var kannski stærri en aðrir braut- ryðjendur okkar í málaralistinni gátu státað af, og þeir héldu list hans einarðlega fram. Kannski öðru fremur vegna þess að hann var all- ur svo sérstakur í orðum og háttum og átti lengi vel ekki greiða leið að þjóðinni. Hópur stuðningsmanna hans var þannig tiltölulega stór miðað við 'hina, þótt list Ásgríms ætti greiðari leið til fjöidans lengi vel, og allt vdru þetta þjóðkunnir úrvalsmenn og ættjarðarvinir. Og eitthvað var víst þjóðerniskenndin meiri en í dag, og að auki voru listamenn fá- gætir fuglar, en ekki sá svermur sem þeir eru orðnir fyrir furðulega skikkan, en sem betur fer þó ekki skaparans. Þeim fjölgar nefnilega ískyggilega, þótt sönnum listunn- endum eins og þeim sem þjöppuðu sér í kringum Kjarval og Ásgrím fækki frekar. Það var svo ekki fyrr en stríðs- gróðinn kom, að frægð Kjarvals náði að bragði út fyrir þennan af- markaða hóp velunnara og aðdá- enda, en þá má líka segja að hann hafi í einu vetfangi orðið heims- frægur á íslandi og býr að þeirri nafnbót enn í dag. Stríðsgróðinn markaði mörgum listamanninum örlög, sumum óf hann glitvefi en öðrum skipaði hann til lægra sætis, því að hörð bein þarf til að þola góðæri. Þeir voru Málverk Kjarvals af Alfreð Guð- mundssyni. til sem fundu sér starfsvettvang við að mála landslag átthaganna inn í stofur nýríkra og list þeirra missti flugið, en Kjarval hélt sínu striki, því að hann var allur vígður þeim átökum við myndflötinn sem fylgir slíkum náttúrubörnum sem hann var. Hann átti sínar „holur“ í land- inu hér og hvar og til þeirra leitaði hann fyrst og fremst, en ekki inn fyrir mörk né garða annarra. Myndlistarmenn þurfa helst stuðningsmenn og velunnara til að list þeirra geti blómstrað, og hér áður fyrr voru það ríkir menn, ein- staka áhrifamaður og ættjarðarvin- ur í þjóðfélaginu, og svo sannir áhugamenn, sem af litlum efnum studdu listamenn og neituðu sér um mörg veraldleg gæði til að vita veg- semd þeirra meiri. Þeir voru einkum þrír vinir Kjarv- als, sem allt vildu fyrir hann gera og honum hugnaðist „að flokka viss . verkefni fyrir“, eins og það er orðað í ævisögu hans eftir Indriða G. Þorsteinsson, og þar fyrir utan átti hann mikinn aðdáanda í þeim ein- læga listvini Guðbrandi Magnús- syni, er jafnan var kenndur við rík- ið, og einnig var nefndur „aðdáandi Kjarvals númer eitt“ og mun vera sá maður er einna fyrstur vakti athygli á fjölþættri listgáfu hans. Þessir þrír voru; náfrændi hans Kristján Jónsson, jafnan kenndur við Kiddabúð, Jón Þorsteinsson íþróttakennari, en í íþróttahúsi hans hafði Kjarval lengi vinnuaðstöðu, og svo Alfreð Guðmundsson, sem stundaði ótal ábyrgðarstörf um dagana, en var síðast forstjóri Kjarvalsstaða. Ef maður lítur til baka skilur maður síður af hveiju þetta ágæta fólk sem þjóðin á svo margt að gjalda fyrir stuðning þess við lista- manninn fékk aldrei neina opinbera viðurkenningu fyrir fórnfýsi sína. Þessir vinir Kjarvals eru allir látnir nema Alfreð Guðmundsson, sem í gær varð 75 ára, og situr nú í friðarstóli ásamt freyju sinni, Guð- rúnu Árnadóttur, og eru þessar lín- ur settar á blað í tilefni afmælisins. Málaranum kynntist hann árið 1936 og að sjálfsögðu í Austur- stræti, sem var ekki aðeins aðal- göngugata borgarinnar heldur einnig lengi daglegur vettvangur Kjarvals. Alfreð vann þá hjá Vinnu- miðlunarskrifstofunni, en hafði aukastarf í Nýja bíói eftir kl. 5, og þangað kom Kjarval iðulega, því honum þótti fjarska gaman í bíó, og það voru víst einkum dans- og söngvamyndir sem heilluðu hann upp úr skónum. Alfreð varð fljótlega náinn vinur Kjarvals, og tók að sér ýmis viðvik fyrir listamanninn sístarfandi eftir vinnutíma sinn í bíóinu, og svo einn- ig að fara með myndir hans til við- skiptavina og væntanlega jafnframt innheimta skuldir. Er þau Guðrún svo giftust og stofnuðu heimili 1946, varð hann fastagestur á heimili þeirra alla tíð. Kom iðulega í mat og sótti hann einkum til þeirra vegna þess, að hann mátti koma hvenær sem var, en matmálstímar hans gátu verið býsna óreglulegir, því að hann vildi ekki hlaupa frá ófullgerðri mynd til að þjóna efn- inu. Þá var hann mjög svo frábitinn því að trufla fólk eða valda því óþægindum og ónæði. En til Ál- freðs og Guðrúnar gat hann leitað eins og inn á hveija aðra véitinga- stofu hvenær sem var, jafnvel seint á kvöldin og fengið sér að borða. Hann hélt nefnilega lítið upp á al- menna matsölustaði, en þess mun meira upp á venjulegan mat í heimahúsum og þá einkum gamalt íslenzkt kjarnafæði. Hjónin tóku einnig upp á því að færa honum mat þegar hann var að mála úti í náttúrunni, og svo bauð hann þeim einnig stundum með sér. Einnig átti Alfreð sendi- bíl, sem var einkar hentugur til að flytja allt hafurtask Kjarvals í hinar sérstöku „holur" hans úti í náttúr- unni víðs vegar um nágranna- byggðirnar. Þá var farið með gott rammíslenzkt nesti, og það var til þess tekið, að stunduð er áð var, ★ Rcroprint^ Tlft/IE RECORDER CO. Stimpilklukkur fyrir nútfð og framtíð OTTO B. ARNAR HF. Skipholfi 33 ■ 105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 óð Kjarval berfættur um nálægar mýrar, því þær voru hans sundlaug- ar, og á eftir var hann í senn af- slappaður sem úthvíldur. Alfreð var einn af þeim örfáu sem máttu horfa á Kjarval mála, en það er athyglisvert hve mörgum góðum málurum hefur verið og er illa við áhorfendur. Alfreð á dijúgt og gott Kjarvals- safn, en hann hóf ekki að kaupa myndir eftir meistarann fyrr en tíu árum eftir fyrstu kynni þeirra, því að til þess leyfðu ekki efnin, þrátt fyrir tvöfaldan vinnudag. Kjarval festi ásjónu Alfreðs á léreft og fylg- ir mynd af málverkinu skrifi þessu, en ekki véit ég til þess að hún hafi birst opinberlega áður, en var hins vegar á stóru sýningunni á Kjarv- alsstöðum í tilefni aldarafmælis meistarans. Jafnframt málaði hann mynd af einkasyni Alfreðs ungum, sem nú gegnir mikilvægri stöðu fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Genf. Þá segir mér hugur að stundum hafi hann haft þau öll í huga er • hann skáldaði fólk inn í landslagið því svo náin voru þau honum. Málverk Kjarvals af Alfreð er . öðru fremur hugarflugsmynd, og listamaðurinn hefur staðsett vin sinn inn í þann ævintýraheim mosa- gróins hrauns, sem honum var einna kærast myndefni og það er eins og Alfreð hlusti opinmynntur á hljómfallanda landsins. Það má segja að öll síðustu árin í lífi listamannsins hafi Alfreð verið þar sem Kjarval var, og Kjarval verið þar sem Alfreð var, og enginn hugsaði jafn vel um hann í lang- vinnum veikindum. Alfreð hélt í hönd hans þegar hann skildi við, og meistarinn fékk að deyja í björtu, sem var hans mikla og hinsta ósk. • Á þessum tímamótum í lífi Al- freðs Guðmundssonar ber að þakka honum sérhvert viðvik fyrir meist- arann og árna ég honum allra heilla og sendi kveðju. til freyjunnar. Vegna mistaka fórst fyrir að birta þessa grein í blaðinu í gær og eru hlutaðeigandi beðnir vel- virðingar á því. TÆLENSKUR MATUR TÆLENSKT UMHVERFI ^a/nn Flutabúxfiii hf. vixf Gullinbru býður 20% afdldtt (25% otgr.) frd 8. tiL 16. juLí. Ath.: MikÍð úrvaL á lager af nýjum gólf- og veggfLuum. Engar vörur með hækkað verð vegna gengisfellingar allar flísar á verði fyrir gengisfellingu Dæmi um verð: Áður : Nú: Stgr.: Gólfflísar 31,6x31,6 1.990 1.592 1.493 Gólfflísar 31,6x31,6 2.576 2.061 1.932 Veggflísar 20x20 2.088 1.670 1.566 Veggflísar 20x25 2.522 2.018 1.892 L_ V * . S.ÍTI ílís Stórhöfða 17 við Gullinbrú, sími 67 48 44 iNNFLYTJEHDUR - HEILDSALAR - VERSLUNAREIGENDUR Verið er að skipuleggja MARKAÐSTORG (básafyrir- komulag) í Mjódd (Þönglabakka 1) í húsnæði Kaupstaðs (Kjöt og fiskur). Góð aðkoma og næg bílastæði. Opnað í byrjun ágúst. Upplýsingar í símum 672 990 og 667 677, fax. 677 177. t P I P (:-■ p 1 i t' I » p i I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.