Morgunblaðið - 08.07.1993, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 08.07.1993, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1993 17 Morgunblaðið/Björn Valdimarsson Síldarsöltun á Sigló SIGLFIRSKAR síldarstúlkur salta enn þótt þeir tímar, þegar silfur hafsins virtist óþrjótandi og Sigló minnti á gullgrafarabæ, séu löngu liðnir. Slök byrj- un hjá Is- lendingum ÍSLENSKU þátttakendurnir á Opna alþjóðlega skákmótinu á eyjunni Korfu í Grikklandi, Mar- geir Pétursson og Hannes Hlífar Stefánsson, hafa ekki byrjað sér- lega vel. Eftir fimm umferðir af níu hafði Hannes þijá og hálfan vinning en Margeir þijá. Hollenski stórmeistarinn Jan Timman tap- aði nyög óvænt fyrstu skákinni í einvígi við gríska stórmeistarann Skembris. Að sögn Margeirs Péturssonar voru lokin á fyrstu skák Skembris og Timmans sérlega lagleg. Mótinu lýkur á sunnudag. Þátttakendur eru rúmlega hundrað talsins. Margeir er í sjötta sæti í stigáröð keppenda en Hannes í tíunda. ♦ ♦ ♦ .- Niðjamót á Hólmavík NIÐJAMÓT hjónanna Magnúsar Magnússonar og Guðrúnar Guð- mundsdóttur frá Hrófbergi í Strandasýslu verður haldið á Hólmavík dagana 24. og 25. júlí. Sameiginlegt borðhald verður í Félagsheimilinu á Hólmavík og hefst dagskrá þar kl. 17 á laugardegi. Svefnpokapláss verður í barnaskóla staðarins. Æskilegt er að fólk láti vita um þátttöku fyrir 12. júlí. Nán- ari upplýsingar gefa Skúli, Sigríður, Unnur og Steinunn. Morgunblaðið/BAR Eyjólfur Sigurðsson. Kiwanis Islending'- ur í heims- stjórnina EYJÓLFUR Sigurðsson hefur ver- ið kjörinn féhirðir heimsstjórnar Kiwanishreyfingarinnar. Hann kemur til með að taka við emb- ætti forseta heimsstjórnar hreyf- ingarinnar 1. október 1995, en einbætti féhirðis er ákveðið skref til þess að verða forseti heims- stjórnar Kiwanis. Eyjólfur, sem hefur verið eini full- trúi Evrópu í heimsstjórn Kiwanis síðastliðin fimm ár, hefur verið félagi í Kiwanishreyfingunni í 29 ár. Þá var hann Evrópuforseti hreyfingar- innar árin 1982-1983 og árin 1974- 1975 var hann umdæmisstjóri ís- lensku Kiwanishreyfingarinnar. í dag eru um 330 þúsund félagar í Kiwanishreyfingunni í 84 löndum. Helsta markmið hreyfingarinnar er líknarstarf og er mikil áhersla lögð á aðstoð við þriðja heiminn, sérstak- lega börn frá fæðingu til fimm ára aldurs. A Islandi eru rúmlega þrettán hundruð félagar í Kiwanishreyfing- unni, en hér eru 46 Kiwanisklúbbar starfandi. Forræðismál Sophiu Hansen Tilmælum komið til tyrkneska utan- ríkisráðuneytisins FARUK Okandan, aðalræðismaður íslendinga i Ankara í Tyrk- landi, afhenti fulltrúa tyrkneska utanríkisráðuneytisins skrifleg tilmæli Ingva S. Ingvarssonar, sendiherra, vegna tyrkneska for- ræðismálsins í gær. Ingvi segir að mælst sé til þess að mála- rekstri verði flýtt, öryggi Sophiu Hansens og fylgdarliðs hennar verði tryggt og lögregluyfirvöld verði beðin um að veita aðstoð við að færa dætur Sophiu til hennar á þeim dögum sem umgengn- isrettur hennar kveður á um. Ingvi S. Ingvarsson, sendiherra íslendinga í Tyrklandi með aðsetur í Kaupmannahöfn, sagði að til- mæli til tyrkneskra stjórnvalda hefðu verið send með símbréfi til Faruk Okandan, aðalræðismanns íslendinga í Tyrklandi. Hann hefði ætlað að koma þeim til skila til fulltrúa utanríkisráðuneytisins í Ankara í gær. Erfið staða Ingvi sagði að í bréfinu væri vakin athygli á því að málið væri í afar erfiðri stöðu. „Og óskað er liðsinnis tyrkneskra stjórnvalda við að reyna að flýta fyrir málarekstri og forða slysum á fólki,“ sagði Ingvi. En auk þess sagði hann að farið væri fram á að lögregla í Istanbúl aðstoðaði við að færa dætur Sophiu til hennar á þeim dögum sem umgengnisréttur kvæði á um. Ekki taldi Ingvi að auðvelt væri Tyrir tyrknesk stjórnvöld að ýta á dómstóla. „En það er auðvitað lyk- ilatriði að þessum málarekstri verði flýtt. Hvort stjórnvöld treysta sér til að hafa einhveija hönd í bagga með því veit maður ekki,“ sagði hann. Hann sagði að frekari viðbrögð færu eftir framgangi mála. Skoðanakönnun Gallup fyrir RÚV Framsókn er með mest fylgi stjórnmálaflokka FRAMSÓKNARFLOKKURINN nýtur mests stuðnings kjósenda sam- kvæmt skoðanakönnun sem Gallup á íslandi hefur gert fyrir Ríkisút- varpið og greint var frá í fréttum RÚV í gærkvöldi. Lýstu 31,3% stuðn- ingi við flokkinn, sem er svipað hlutfall og í síðustu könnun Gallups í maí. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú 26,4% fylgi en fékk 30,5% í könn- uninni í maí. Ríkisstjórnin nýtur nú stuðnings 30% kjósenda skv. könnun- Alþýðubandalagið bætir við sig frá maí-könnun og er með 16,5% fyigi. Fylgi Kvennalistans mælist 14,9% og fylgi Alþýðuflokksins 10% sem er svipað og í síðustu könnun. Einnig var spurt um skoðanir á verkum ráðherranna Jóhönnu Sig- urðardóttur og Þorsteins Pálssonar. Sögðust 72% vera ánægðir með störf Jóhönnu og um 65% með störf Þor- steins. Þá sögðust 77% stuðnings- manna Alþýðuflokks heldur vilja að Rannveig Guðmundsdóttir hefði orð- ið ráðherra en Össur Skarphéðinsson. Meb CORE -TÉX éginleika, tilvalíní feröalög, veiöiferbir/golf, hestamermsku og göngufer&jr. Hag5tæ&vér&. gönguskór viðallra hæfi, léttirog þægilegír, frá kr. 5.500. Vatnsvarðir, vandaðir fjallaskór, kr. 6.900. Vandaðir fjallaskór (þola 10 tíma í vatni) kr. 12.900. O.tivistabuöin geiigt U mf erðam i bstöð i n n i 'sími:19600 og 13072

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.