Morgunblaðið - 08.07.1993, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1993
Fyrsti loðnufarmurinn
Morgunblaðið/Rúnar Þór
SIGURÐUR VE 15 við bryggju í Krossanesi með fyrsta loðnufarm sumarsins í gærmorgun, um 1.370 tonn.
Neytendafélag Akur-
eyrar og nágrennis
5% ódýrara
í KEA Nettó
en Hagkaup
NEYTENDAFÉLAG Akureyrar
og nágrennis hefur nýlega lokið
umfangsmestu verðkönnun sinni
til þessa. Kannað var verð á 170
algengum vörutegundum í stór-
mörkuðunum KEA Nettó og Hag-
kaup á Akureyri.
Niðurstaða könnunarinnar leiddi í
ljós að vörur í KEA Nettó eru að
jafnaði 5% ódýrari en í Hagkaup.
Samanburður á verðlagi í fyrri könn-
un félagsins, í kjölfar kjarasamn-
inga, og nú sýnir að þessar verslanir
hafa enn ekki hækkað verð að afstað-
inni gengisfellingu. Að ósk verka-
lýðsfélaganna mun félagið á næstu
mánuðum kanna verð og bera saman
verðlag í fleiri verslunum.
Flestar vörur á svipuðu verði
Fyrsta loðnan í Krossanes
FYRSTA loðnan barst til Krossaness snemma í gærmorgun þegar
Sigurður VE 15 kom að með 1.370 tonn. Loðna berst nú til Krossa-
ness hálfum öðrum mánuði fyrr en í fyrra.
Að sögn Jóhanns Péturs Ander-
sen, framkvæmdastjóra Krossa-
ness, virðist loðnan í Sigurði vera
mjög góð líkt og sú sem aðrir bátar
hafa borið að landi að undanförnu.
Hún er stór en full af átu. Hann
sagði að þessi farmur dygði verk-
smiðjunni til vinnslu í fjóra sólar-
hringa, en vinnslugetan er um
2.100 tonn á viku.
Lítur vel út
Jóhann Pétur sagði útlitið í
loðnuvinnslunni gott nú, ekki síst
vegna þess að nú bærist loðna að
landi mun fyrr en í fyrra. Þá kom
fyrsta loðnan til Krossaness 20.
ágúst og haustið var einkar lélegt.
Að vísu segðu sjómenn að loðnan
á.miðunum virtist ekkert sérstak-
lega mikil, en þar á móti kæmi að
ekki væri búið að leita mikið enn.
Jóhann sagði að ekki væru lengur
samningar milli báta og loðnu-
bræðslna, frekar væri unnt að segja
að ákveðin samvinna væri milli
bræðslna og einhverra báta, sumir
kæmu þannig oftar en aðrir.
Á meðan loðna er brædd er unn-
ið á sólarhringsvöktum í Krossa-
nesi.
Verðmunur á flestum vörutegund-
um i þessari könnun er fáeinar krón-
ur en mun fleiri vörur eru ódýrari í
KEA Nettó en Hagkaup. Nokkur
dæmi af handahófí um nokkum verð-
mun eru: 2 kg af strásykri kosta 96
kr. í KEA en 108 kr. í Hagkaup; dós
af Royal lyftidufti kostar 185 kr. í
KEA en 229 kr. í Hagkaup; Vita
wrap plastfílma kostar 136 kr. í KEA
en 109 kr. í Hagkaup; 2 lítrar af
Coca cola kosta kr. 129 í KEA og
149 kr. í Hagkaup og kíló af svína-
kótilettum kostar 1.436 kr. í KEA
en 1.255 kr. í Hagkaup. Athygli vek-
ur að dós af KEA-lifrarkæfu er fjór-
um krónum dýrari í KEA Nettó en
Hagkaup.
I Á FÖSTUDAGS- og laugar-
dagskvöld mun Sigurður Flosa-
son saxafónleikari leika djass
ásamt tveimur Akureyringum á
Hótel KEA. Á efnisskránni eru
gömul og gild djasslög og ljúflings-
lög ýmissa tíma. Sigurður Flosason
hefur nýlokið við að taka upp plötu
sína með Norræna djasskvintettin-
um og fór um landið með þeim
flokki fyrir skemmstu. Að þessu
sinni leika hins vegar með Sigurði
þeir Óskar Einarsson píanóleik-
ari, sem hefur verið nemandi Sig-
urðar í saxafónleik undanfarið, og
Þórir Jóhannsson bassaleikari,
sem er nýkominn frá námi á Eng-
landi og hefur störf í Sinfóníuhljóm-
sveit íslands í haust. Þeir félagar,
sem hafa áður leikið saman á KEA,
munu að þessu sinni fletta upp í
safni gamalkunnra djasslaga og
leika auk þess ljúflingslög frá ýms-
um löndum fram eftir kvöldi.
■ í BLÓMAHÚSINU á Akureyri
verða tískusýningar og tónleikar
um helgina. Um er að ræða klass-
íska tónleika og djass og tískusýn-
ingar tveggja verslana við upphaf
Listasumars á Akureyri. Djasstríóið
Skipað þeim mun leika í Blóma-
húsinu á fímmtudagskvöld frá
klukkan 21.00 og laugardagskvöld
frá klukkan 22.00. A föstudags-
kvöld klukkan 21.00 verða klassísk-
ir tónleikar, en þar kemur fram
dúett sem nefnist Sigríður og
Halldór, en þau leika á fiðlu og
gítar. Á laugardagskvöld klukkan
21.00 og sunnudag klukkan 16.00
verða svo tískusýningar þar sem
verslanimar Hjá Hönnu og Ynja
sýna sumarfatnað og undirfatnað.
Samdráttur hjá DNG
TALSVERÐUR samdráttur er £ framleiðslu þjá rafeindaiðnaði DNG
á Akureyri ef miðað er við síðasta ár. Orsakirnar er að rekja til
fyrirsjáanlegs samdráttar í smábátaútgerð. Fyrirtækið hefur auk
framleiðslu á handfærarúllum fengist við að framleiða annan raf-
eindabúnað, sett saman tölvur og fleira.
Að sögn Kristjáns Eldjáms Jó-
hannessonar, framkvæmdastjóra
DNG, er samdráttur í framleiðslu
fyrirtækisins töluverður frá síðasta
ári. Framleiðslan er að 70% hand-
færarúllur en vegna ástands í smá-
bátaútgerð hérlendis hefur sala
dregist saman. Að sögn Kristjáns
eru jafnan um 13 manns starfandi
við fyrirtækið en líkur á, ef ekki
rætist úr, að fækka þurfi um einn
til tvo starfsmenn.
Að sögn Kristjáns hefur fyrir-
tækið fengist við ýmsa aðra fram-
leiðslu á rafeindabúnaði, meðal ann-
ars fyrir Flugmálastjórn og Vega-
gerðina og einnig hafa verið settar
saman tölvur og ýmis búnaður
tengdur þeim. Hann sagði sam-
keppnina á þeim markaði hins veg-
ar svo mikla að þessi framleiðsla
skipti ekki sköpum fyrir fyrirtækið.
Hann sagði jafnframt að samvinna
væri góð við Marei hf., meðal ann-
ars sameiginleg umboðs- og sölu-
skrifstofa á vestur- og austurströnd
Bandaríkjanna, svo og samstarf í
framleiðslu á búnaði. Hins vegar
hefði ekki náðst viðlíka uppsveifla
á vörum DNG og Marels á þessum
markaði.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Slysavarnahús í hjarta Akureyrar
FYRSTA skóflustunga að nýbyggingu slysavama-
deildar kvenna og sjóbjörgunarsveitarinnar Súlna á
Akureyri var tekin siðastliðinn Iaugardag. Húsið mun
standa á uppfyllingu sjávarmegin við Strandgötu.
Svanur Eiríksson arkitekt teiknaði húsið sem er tví-
skipt með tengibyggingu. í öðrum hlutanum verður
aðstaða sjóbjörgunarsveitarinnar en í hinum félagsað-
staða deildanna beggja. í tengibyggingu verður ýmis
aðstaða sem nýtist báðum húshlutunum. Slysavama-
deildunum var úthlutað lóðinni fyrir tveimur árum
en hafist verður handa við byginguna nú í vikunni
og er stefnt að því að húsið verði fokhelt fyrir haust-
ið. Félagar slysavamadeildanna munu freista þess
að vinna að byggingunni sem mest sjálfír og treysta
á Akureyringa að rétta þeim hjálparhönd.
LISTASUMAR
Á AKUREYRI
LISTASUMAR - Festival ’93,
hefst á Akureyri á laugardag með
sýningu samnorræna Fenris-leik-
hópsins í íþróttaskemmunni á
Akureyri. Þar með hefst samfelid
listadagskrá sem stendur það sem
eftir lifir af júlí og allan ágúst-
mánuð. Mikili fjöldi listamanna
leggur hönd að verki og fiestar
listgreinar fá notið sín á þessu
Listasumri til upplyftingar Akur-
eyringum og nærsveitamönnum
svo og þeim þúsundum ferða-
manna, innlendra og eriendra,
sem leggja leið sína um höfuðstað
Norðurlands.
Það eru Atvinnumálanefnd Akur-
eyrarbæjar, Ferðamálaráð Eyjafjarð-
ar, Gilfélagið og MENOR sem standa
að Listasumri - Festival ’93. Fram-
kvæmdastjóri er Eggert Kaaber.
Eggert sagði að með þessu átaki
væri þess freistað að halda úti viða-
mikilli og fjölbreyttri dagskrá fyrir
bæjarbúa og nágranna og ekki sfst
að auka til muna þau tækifæri sem
ferðalöngum, erlendum og innlend-
um, stæði til boða hér á Akureyri.
Þá gæfist listamönnum, bæði þeim
sem eru á Akureyri og nágrenni og
aðkomnum, með þessu gullið tæki-
færi tii að koma list sinni á fram-
færi, hveijum með sínu móti. Enn-
fremur væri með Listasumri kannað-
ur grundvöllur fyrir því að halda á
Akureyri reglulegar listahátíðir í
framtíðinni.
Fjölskrúðug listadagskrá
Vönduð dagskrá Listasumars
verður borin í hús á Akureyri og einn-
ig dreift um nágrannabyggðir. Þar
kemur fram að á dagskránni eru leik-
sýningar, tónleikar af ýmsu tagi,
myndlistarsýningar, danslist, gjöm-
ingar, bókmenntavökur og blanda
af þessu öllu. Þá eru Sumartónleikar
í kirkjum á Norðurlandi og tónieikar
í tengslum við Gítarfestival og nám-
skeið á Akureyri meðal dagskrárliða.
Að sögn Eggerts Kaaber hefur
gengið afar vel að fá listamenn til
að taka þátt í Listasumri og taldi
hann þá sem kæmu fram skipta
hundruðum. Fjölmennasti hópurinn
væri Femis-hópurinn, sem opnar
Listasumarið með sýningu klukkan
17.00 á iaugardag í íþróttaskemm-
unni. Af öðrum dagskráratriðum
nefndi hann stórsöngvarann Ólaf
Áma Bjamason, sem syngur í Safn-
aðarheimilinu á mánudagskvöld,
djasstónleika með Tómasi R. Einars-
syni og fleiram, myndlistarsýningar
ýmsar, bæði einkasýningar og sam-
sýningar, annars vegar eldri borgara
og hins vegar akureyrskra lista-
manna. Hann sagði að selt yrði inn
á flest atriði Listasumars en verði
stillt mjög í hóf þannig að aðgangs-
eyrir væri að jafnaði 500 krónur. Þó
væri ókeypis aðgangur að fjölda at-
riða.
Opnir dagar - opin kvöld
Eggert sagði að á Listasumri yrði
nokkram sinnum boðið upp á opna
daga og opin kvöld þar sem fólki
byðist að koma og fylgjast með störf-
um listamanna og reyna sjálfir að
kljást við listina, til dæmis leirmuna-
gerð. Þá yrðu haldin tónlistarkvöld
þar sem fólki byðist að koma með
hljóðfæri sín og leika eða syngja sér
og öðrum til skemmtunar. Stefnt
væri að því að allir gætu tekið þátt
í Listasumri, ungir jafnt sem aldnir.
Til viðbótar við auglýsta dagskrá
sagði Eggert að búast mætti við
óvæntum uppákomum í miðbæ Akur-
eyrar hvenær sem er á meðan Lista-
sumar stendur og auk þess mætti
gera því skóna að atriði bættust við
dagskrána þegar á liði. Dagskrá
Listasumars fer að mestu fram í og
við Grófargil, sem oft er nefnt Listag-
il. Þar á gilbarminum eru safn;iðar-
heimilið og kirkjan, en þar verður
ftöldi tónleika, og í Gilinu verða
myndlistarsýningar í ýmsum sölum,
meðal annars Deiglunni, sem er nýr
fjölnotasalur Gilfélagsins. Auk þess
verða margir dagskrárliðir í veitinga-
húsum víða um bæinn.