Morgunblaðið - 08.07.1993, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1993
Jto>r0«tMsil>i$>
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson. .
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1368 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
I þágxi barnanna
Skólamálaráð Reykjavíkur
hefur ákveðið að í nær öll-
um grunnskólum Reykjavíkur-
borgar verði nemendum á aldr-
inum sex til tólf ára boðið upp
á heilsdagsvistun í skólanum.
Yngri börnin, sex til níu ára,
munu eiga kost á að vera í skól-
anum frá kl. 7.45 á morgnana
til kl. 17.15 eftir hádegi. Eldri
börnunum, tíu til tólf ára, býðst
tveggja tíma vistun, eða fram
til kl. 15 á daginn.
Með þessu verður nú boðið
upp á heilsdagsskóla og sam-
felldan skóladag fyrir öll börn
í skólum borgarinnar. Þjónustan
kostar 110 krónur á tímann, en
þó aldrei meira en 6.000 krónur
á mánuði og systkinaafsláttur
verður veittur fyrir þá sem eiga
mörg börn í grunnskóla.
Heilsdagsvistun í reykvískum
skólum hefur verið í undirbún-
ingi frá síðastliðnu sumri.
Skólamálaráð tók um það
ákvörðun í fyrrahaust að gera
tilraun með heilsdagsvistun í
fimm skólum; Árbæjarskóla,
Ártúnsskóla, Laugalækjarskóla,
Laugarnesskóla og Öldutúns-
skóla. Síðan átti að taka ákvörð-
un út frá reynslu vetrarins um
það hvort boðið skyldi upp á
heilsdagsvistun í öllum skólum
í borginni. Skemmst er frá því
að segja að móttökur barna og
foreldra hafa verið góðar og
miðað við reynsluna er gert ráð
fyrir að 20-30% foreldra yngri
bamanna þiggi boð skólanna
um heilsdagsvistun.
Þörfin fyrir þjónustu af því
tagi, sem Reykjavíkurborg
hyggst nú bjóða upp á, er afar
brýn. Könnun, sem sagt var frá
í Morgunblaðinu síðastliðið
haust, leiddi í ljós að um fjórð-
ungur sex ára skólabama í
Reykjavík og um helmingur átta
ára barna er án leiðsagnar full-
orðinna lengri eða skemmri
tíma í hverri viku á meðan for-
eldrarnir stunda vinnu. Nærri
37 af hveijum 100 börnum, sem
könnunin tók til, gengu sjálfala
allt að 30 klukkustundir á viku,
eða sex tíma sérhvern virkan
dag. I niðurstöðum könnunar-
innar kom einnig fram að tvö.
til þrjú börn í hverjum níu ára
bekk þurftu að bjarga sér sjálf
með þijár af ijórum helztu mál-
tíðum dagsins, þrátt fyrir að
börn á þessum aldri kunni ekki
að gera upp á milli hoilrar og
óhollrar fæðu. Þau börn, sem
þó áttu vísan samastað á vinnu-
tíma foreldranna, flæktust oft
á milli tveggja, þriggja og upp
í fimm vistunarstaða á hveijum
degi. Mörg börn búa við örygg-
isleysi, skortir leiðsögn og fé-
lagsskap hinna fullorðnu og eru
í meiri hættu fyrir ýmiss konar
slysum og óæskilegum áhrifum
en ella.
Þetta ástand er afleiðing
breyttra samfélagshátta. Það
þykir sjálfsagt að bæði hjón
vinni úti, enda hafa oft bæði
góða menntun og metnað til að
nýta hana. Einnig ,er ástand
efnahagsmála hér á landi með
þeim hætti að meirihluti heimila
þarf tvær fyrirvinnur. Framhjá
þessum samfélagsbreytingum
verður ekki horft. Þótt foreldrar
beri hina endanlegu ábyrgð á
velferð barna sinna, er nauðsyn-
legt að bregðast við breytingun-
um með einhveijum hætti, og
hefur helzt verið horft til skól-
anna í því efni.
Framtak Reykjavíkurborgar
mun gera foreldrum sex til níu
ára barna kleift að vinna fullan
átta stunda vinnudag og vita
af börnum sínum í öruggum
höndum á meðan. Skólarnir,
sem taka munu að sér heils-
dagsvistun, verða ekki aðeins
geymslustaðir. í samtali við
Morgunblaðið í gær segir Viktor
Guðlaugsson, skólastjóri Árbæj-
arskóla, að sótzt verði eftir upp-
eldismenntuðu fólki til að vinna
með börnunum og fólki með
reynslu. Boðið verður upp á fé-
lags-, tómstunda- og íþrótta-
starf, aðstoð við heimanám, úti-
vist, leiki og hvíld. Athyglisverð
nýbreytni er að ýmsum einka-
skólum, svo sem tónlistar- og
dansskólum, er boðið að hafa
aðstöðu í skólunum, en greiða
verður aukalega fyrir þjónustu
þeirra. Hins vegar er gert ráð
fyrir að hún verði ódýrari en
ella, þar sem þeim er lögð til
aðstaða í skólahúsnæði og skól-
amir spara aukinheldur auglýs-
ingakostnað. Heilsdagsskóli
reykvískra barna mun bæta al-
hliða menntun þeirra, auk þess
að létta áhyggjum af foreldrun-
um.
Útgjöld Reykjavíkurborgar
af þjónustunni verða án efa
nokkur, þar sem greiðslur for-
eldra munu ekki nægja fyrir
kostnaði. Hins vegar hefur verið
horft til þess að beina til heils-
dagsskólans íjárveitingum, sem
nú er varið á vegúm ríkisins og
Reykjavíkurborgar til skóla-,
tómstunda- og dagvistarstarfs.
Þannig verður væntanlega um
betri nýtingu fjármuna að ræða
og óverulegan útgjaldaauka.
Ákvörðun skólamálaráðs er
stórt skref í átt til þess að full-
nægja þörfum barnaíjölskyldna
fyrir öruggan samastað barn-
anna á meðan foreldrar stunda
vinnu sína. Þetta framtak í þágu
barnanna vísar veginn til fram-
tíðar og er meirihluta sjálfstæð-
ismanna í borgarstjórn Reykja-
víkur til sóma.
Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, um áhrif af skerðingn þorsl
Menn hljóta að stofna
starfs um að leggja sl
KRISTJÁN Ragnarsson, formaður LÍÚ, segist óttast að mikil afla-
skerðing muni í mörgum tilfellum koma niður á rekstrarmöguleik-
um fjölmargra fiskiskipa ög segir það sérstaklega eiga við um báta-
flotann. „Menn hljóta að stofna til samstarfs um að leggja skip til
hliðar, varanlega eða tímabundið, á meðan þetta ástand varir og
nýti heimildirnar með færri skipum,“ segir hann. Kristján segist
ekki gera ráð fyrir frekari aðgerðum stjórnvalda vegna stöðu sjávar-
útvegs á næstu sex til átta mánuðina en útilokar ekki aðra gengis-
fellingu þegar áhrif aflasamdráttarins eru komin fram þó útilokað
sé að spá fyrir um hvað muni gerast. Bendir hann á að gert sé ráð
fyrir að afkoma sjávarútvegs verði á næsta ári aftur komin niður
á sama stig og fyrir aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Þá lýsir hann því
yfir að útvegsmenn muni aldrei sætta sig við að leyfilegur þorsk-
afli stærri báta og fiskiskipa verði lækkaður um 12 þúsund lestir
til viðbótar ef ekki næst samkomulag í stjórnarliðinu um takmarkan-
ir á veiðum krókabáta og línuveiðum yfir vetrarmánuðina í haust
eins og sjávarútvegsráðherra hefur lýst yfir að yrði gert.
heimildirnar með færri skipum,“
segir hann.
Kristján sagði einnig að útgerð-
armenn hefðu viljað að samhliða
aðgerðum ríkisstjórnarinnar hefðu
verið sett bráðabirgðalög um að
hækka hámarksstyrki Hagræðing-
arsjóðs vegna úreldingar úr 30% af
húftryggingarverðmæti skipa í
45-50%, því útgerðin hefði lagt 500
milljónir króna til sjóðsins í þessu
skyni og margir bíði með að úrelda
skip sín þar til þetta hlutfall verði
hækkað. Um það hafi hins vegar
ekki náðst samkomulag í ríkisstjórn.
Sagði hann að útgerðin hefði lengi
verið skattlögð í þessu skyni þar sem
lagt hefði verið sérstakt iðgjald á
Kristján segir að aflaskerðingin
feli í sér gríðarlega miklar breyting-
ar á tiltölulega stuttum tíma. Á síð-
asta áratug hafi veiðst þegar mest
var 465 þúsund lestir af þorski á
ári en núna sé ákveðið að heildarafl-
inn verði 165 þúsund lestir. „Þegar
við höfum nú haft kvótakerfið í nær
tíu ár er eðlilegt að fólk velti því
fyrir sér hvort það hafi brugðist eða
hvort einhver önnur atriði skýri
hvernig komið er. Eg fullyrði að
þótt kvótakerfið hafi ekki verið full-
komið framan af hafi það þó stutt
að því að halda aflanum innan þeirra
marka sem ákveðin voru,“ segir
hann. „Veiðifyrirkomulaginu verður
auðvitað ekki kennt um að meira
var veitt en mælt var með, því það
var ekki veitt mikið meira en stjórn-
völd höfðu ákveðið. Það tókst að
loka þessu árið 1990 og frá ársbyij-
un 1991 hefur þetta verið inni í
aflamarki með þeim undantekning-
um sem krókabátarnir hafa og
vegna tvöföldunar á línuveiðum í
fjóra mánuði yfir veturinn," segir
hann.
Fiskveiðar sem aukastarf
Morgunblaðið/Sverrir
Vildu lög um hærri úreldingarstyrki
ÚTGERÐARMENN vildu að sett yrðu bráðabirgðalög sem heimil-
uðu að hlutfall úreldingarstyrkja úr Hagræðingarsjóði yrði hækk-
að úr 30% af húftryggingarverðmæti skipa í 45-50%, en ósamkomu-
lag í ríkisstjórn kom í veg fyrir það, segir Kristján Ragnarsson,
formaður LIÚ.
Kristján kveðst vera mjög ósáttur
við að krókaleyfisbátum skuli á
undanförnum árum hafa verið gert
kleift að auka aflahlutdeild sína á
meðan aðrir hefðu þurft að sæta
skerðingum og telur fyrirkomulag
krókaleyfa mjög sérstætt. Segir
hann þá hafa veitt 400% meira en
þeim hafi verið ætlað. „Ástæðan var
mikil linkind stjórnvalda í því að
hefta ekki fjölgun þessara smábáta
og átti Alþingi stóran þátt í þvi að
vilja hafa þetta með þessu formi,
sem kaílar nú á aðgerðir, því enginn
getur unað því að stór hluti flotans
gangi fijáls um auðlindina þegar
takmarkanir á hefbundna fiskimenn
eru orðnar eins og raun ber vitni.
Með þessu er verið að flytja afla-
heimildir að stórum hluta til þeirra
sem hafa fiskveiðar að aukastarfi
frá þeim sem hafa fiskveiðar að
aðalstarfi. Þeir sem róa stórum
hluta krókabáta eru menn sem hafa
þetta að aukastarfi þótt innan hóps-
ins séu líka alvöru fiskimenn sem
hafa stundað fiskveiðar á smábát-
um,“ segir Kristján.
- Éh telurðu að nú hafi verið
gerðar nægar ráðstafanir til að fyr-
irbyggja að veiddur afli verði meiri
en leyfilegur heildarkvóti?
„Sjávarútvegsráðherra segir að
tillögur hans byggist á því að veidd
verði 165 þúsund tonn og að króka-
leyfisbátar og tvöföldun á línu sé
innan þeirrar ákvörðunar. Það hefur
aldrei verið ákveðið með þessum
hætti áður. Til þess þarf hins vegar
lagabreytingu á Alþingi til að
ákveða að þeim verði settur heildar-
afli, hvort sem það verður í formi
aflaheimildar á hvern bát eða heild-
araflamark fyrir þennan hluta flot-
ans eins og sjávarútvegsráðherra
lagði til í sérstöku frumvarpi. Þetta
náði ekki fram í vor og var umdeilt
en nú segir beinlínis að ef Alþingi
samþykki þetta ekki muni ráðherra
skerða aflaheimildir annarra skipa
um 12 þúsund tonn til viðbótar,“
segir Kristján..
- Munuð þið sætta ykkur við það?
„Nei, ekki undir neinum kring-
umstæðum. Það þýddi að mismun-
unin innan greinarinnar yrði orðin
slík að það yrði gjörsamlega óviðun-
andi. Þetta kerfi myndi aldrei stand-
ast slíkt óréttlæti.“
Nýta kvótann með færri skipum
- Þvíer oft haldið fram aðgrund-
vallaivandinn felist íþvíað afkasta-
geta flotans er miklu meiri en af-
rakstursgeta fiskistofnanna gefur
tilefni til.
„Jú, en við erum að tala um af-
rakstur sem var svo miklu meiri en
hann er í dag og við byggðum upp
flotann til þess að geta náð þeim
afla,“ segir Kristján.
- Leiðir skerðingin þá ekki til enn
frekari hagræðingar og fækkunar
fiskiskipa? Þú hefur sjálfur sagt að
mörgskip verði óútgerðarhæf vegna
aflasamdráttarins og þörf sé á betri
nýtingu.
„Þorskveiðarnar eru okkar aðal
veiðiskapur og allt annað byggist á
þeim. Bátarnir byggja sínar veiði-
heimildir mest á þorski en togararn-
ir eru með breytilegri veiðiheimildir
þar sem þeir veiða með botnvörpu
og nýta sér aðrar tegundir eins og
karfa og grálúðu á sama tíma og
bátaflotinn byggir að meginhluta á
þorskveiðum. Eg óttast að við séum
í mjög mörgum tilfellum komin nið-
ur fyrir rekstrarlega möguleika fjöl-
margra fiskiskipa. Þar á ég fyrst
og fremst við bátaflotann. Menn
hljóta að stofna til samstarfs um
að leggja skip til hliðar, hvort held-
ur sem er varanlega eða tímabundið
á meðan þetta ástand varir og nýti
hvert skip sem réðist af stærð þess
til að stuðla að úreldingu. í frum-
varpi sjávarútvegsráðherra væri
gert ráð fyrir að þetta hlutfall yrði
hækkáð í 45%.
Úrelding skipa og
vinnslustöðva
Gert er ráð fyrir að Hagræðing-
arsjóður verði lagður til Þróunar-
sjóðs við stofnun hans eins og ríkis-
stjórnin stefnir að í haust. Kristján
hefur miklar efasemdir um hlutverk
Þróunarsjóðsins og telur hugmyndir
um að hann kaupi fiskvinnslustöðv-
ar óframkvæmanlegar.
„í frumvarpinu um Þróunarsjóð-
inn segir að kaupa eigi fiskvinnslu-
hús af sjóðnum á markaðsverði. Ég
fullyrði að markaðsverð þessara
húsa er allt langtum lægra en þær
veðkröfur sem hvíla á húsunum.
Samt á fyrri eigandi að afhenda
sjóðnum þetta veðbandslaust. Ég
sé ekki hvernig það er framkvæm-
anlegt vegna þess að verðgildi þess-
ara húsa, samhliða samkeppni við
vinnslu.úti á sjó og nokkurn ísfiskút-
flutning, hefur leitt til þess að þessi
hús hafa ekki verkefni og markaðs-
verð þeirra er því sáralítið, enda
sjáum við að þessi hús standa nán-
ast öll tóm. Ég ætla ekki að stjórn-
völd búist við að farið verði að kaupa
hús sem hætt er að nota sem fisk-
vinnsluhús því í því felst engin hag-
ræðing frá því sem er í dag. Það
væri bara styrkveiting til tiltekinna
fyrirtækja, sem öðrum útgerðum og
fiskvinnslufyrirtækjum yrði ætlað
að greiða," segir hann.
„Hvar sem borið er niður varð-
andi Þróunarsjóðinn rekstu ævin-
lega á tvennt; annars vegar á það
að fasteignirnar eru veðsettar langt
umfram verðmæti þeirra og að líf
fólksins og eignir þess er í beinu