Morgunblaðið - 08.07.1993, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1993
23
íafla og hagræðingn
tílsam-
kipum
samhengi við rekstur þessa fisk-
vinnsluhúss. Ég sé ekki að það geti
gengið upp. Hins vegar mun alltaf
og á að vera í gangi ákveðin þróun
í atvinnugrein eins og sjávarútveg-
inum. Það verða alltaf lögð af ein-
hver hús og ég tel að 'iánastofnanir
og aðrir eigi að bera ábyrgð á því
að lána ekki til starfsemi sem ekki
getur gengið og fólkið á hveijum
stað verður þá að taka sig saman
um þann rekstur, en það er grund-
vallaratriði að rekstrarskilyrði þess-
ara fyrirtækja séu fyrir hendi,“
sagði Kristján.
Sértæk aðgerð
„Ég er í grundvallaratriðum
ósammála sjóðshugmyndum og
starfi sjóðs eins og þessa þar sem
leggja á gjöld á heildina en greiða
svo einhveijum tilteknum einstak-
lingum út úr honum,“ sagði Kristján
ennfremur. „Hér er áfram um sér-
tæka aðgerð að ræða sem núver-
andi stjórnarflokkar og sérstaklega
sá stærri nánast bannfærðu fyrir
síðustu kosningar en eru nú að leiða
yfir okkur í breyttri mynd. Ekki síst
með því að leggja svo á þennan
sama sjóð að yfirtaka sjóði fyrri rík-
isstjórnar, Atvinnutryggingadeild
Byggðastofnunar og híutafjárdeild-
ina. Það er ósanngjarnt úr hófi fram
og á sér engan líka að flytja skuld-
bindingar þannig frá einum rekstra-
raðila til annars,“ sagði Kristján.
- En svo við höldum okkur við
útgerðina. Þú segir að mörg skip
verði óútgerðarhæf. Hver er þá
hæfileg stærð flotans?
„Það er erfitt að leggja mæli-
kvarða á stærð flotans en við meg-
um heldur ekki miðstýra þessu öllu.
Á undanförnum árum höfum við
fengið ný frystiskip sem hafa unnið
aflann úti á sjó með mjög góðum
árangri og besta afkoman í flotan-
um hefur verið hjá þessum skipum.
í öðru lagi erum við að nota þessi
skip nú til veiða á úthafskarfa en
það eru engin önnur skip sem geta
það. Við höfum byggt upp nokkur
ný rækjuveiðiskip og í dag erum við
með fimm skip við Nýfundnaland á
rækjuveiðum. Ekki værum við þar
nema vegna þess að við eigum þessi
skip, sem geta unnið rækjuna um
borð. Við verðum alltaf að hafa ein-
hvern hvata og leyfa mönnum að
taka áhættu. Eg get fullyrt um öll
nýju skipin í flotanum í dag að þar
er um vel stöndugar útgerðir að
ræða, þar sem menn eru'að taka
áhættu með mikla fjármuni. Hér er
því ekki verið að taka mikla áhættu
á kostnað banka eða sjóða,“ segir
hann.
Kvótaframsal lykilatriði
hagræðingar
„Ég tel að þetta eigi að þróast
þannig að hveijum og einum sé í
sjálfsvald sett hvort hann sjái sér
hag í því að sækja um úreldingu á
skipi og fái 50% af húftryggingar-
verði skipsins, haldi heimildunum
og geti flutt þær yfir á annað skip.
Lykilatriði allrar hagræðingar í út-
gerðinni er að heimilt sé að flytja
aflaheimildir á milli skipa samhliða
úreldingu, en þetta eiga ritstjórar
Morgunblaðsins erfitt með að
skiljaj“ svarar Kristján.
-1 skýrslu Tvíhöfðanefndar er
hent á að yrði Hagræðingarsjóður-
inn þurrausinn í úreldingarstyrki
dygði það til að minnka flotann um
aðeins 4%, en hann mætti hins veg-
ar minnka um 20-30%.
„Við úreldum ekki flotann um
20% á örfáum árum. Þetta gerist
með þróun á lengri tíma en aðalat-
riðið er að það stefni í rétta átt.
Nú stendur til að leggja á vinnsluna
sambærilegt gjald og á útgerðina
eða um 80 milljónir á ári. Svo er
verið að tala um að leggja sérstak-
lega 500 milljónir á útgerðina, sem
mér virðist að eigi að fara til að
úrelda fiskvinnslustöðvar. Þama
hefði átt að draga línu á milli, þann-
ig að útgerðin standi undir eigin
úreldingu og fiskvinnslan undir
sinni. Fram hjá þessu er horft í
þeim hugmyndum um Þróunarsjóð-
inn sem sem birst hafa,“ segir Krist-
ján.
Niðurfærsla æskilegri
- Utanríkisráðherra hefur sagt
að talsmenn hagsmunasamtaka í
sjávarútvegi hafi verið með kröfur
um 16% gengisfellingu. Voru það
forystumenn útvegsmanna?
„Ég kannast ekki við að við höf-
um látið í ljós neina tölu um gengis-
breytingar. Mér virðist- hann vera
að nota okkur eins og einhveija
grýlu á þjóðina til að fá hana til
að sætta sig við það sem ákveðið
var vegna þess að einhveijir aðrir
vondir menn hafi viljað ganga
lengra,“ segir Kristján.
„Ég taldi að vegna þess að við
erum að minnka aflann þetta mikið
yrðum við að aðlaga kjör okkar að
breyttum aðstæðum. Það þýðir að
við getum ekki flutt inn jafn mikil
verðmæti til eigin neyslu og við
höfum gert og til þess þarf að skapa
jafnvægi. Ég taldi að æskilegra
hefði verið að fara einhvers konar
niðurfærsluleið, en það hefur sýnt
sig að það gengur ekki og því var
þetta eðlileg aðgerð miðað við þær
aðstæður sem uppi voru.“
- Dugar 7,5% gengisfelling sjáv-
arútveginum?
„Núna mun afkoman batna um
3-3*/2% vegna breytinga á genginu
en Þjóðhagsstofnun spáir því að
afkoman verði aftur svipuð og við
búum við í dag án þess að tíma-
setja það, en maður verður að ætla
að það verði á næsta ári þegar
skerðingarnar koma fram,“ segir
hann.
Kristján sagði að frestun afborg-
ana lána í Fiskveiðasjóði, hjá At-
vinnutryggingadeild og í fleiri sjóð-
um myndu bæta greiðslustöðu
greinarinnar umtalsvert, sérstak-
lega vegna skuldbreytinga hjá Fisk-
veiðasjóði. Afkoma sjávarútvegsins
yrði þó eftir sem áður mjög slæm.
Hann var þá spurður hvort hann
teldi að grípa þyrfti til gengisfelling-
ar á ný í vetur.
„Meðalverðlækkun á sjávarafurð-
um í heild frá því á sama tíma í
fyrra er um 15%. Gengisbreytingin
er fyrst og fremst ákveðin vegna
verðbreytinga á afurðum okkar
frekar en vegna aflasamdráttarins.
Við skulum ekki segja hvað gerist
á næsta ári. Ef við upplifum verð-
hækkanir batnar þetta en gengis-
breyting hefur líka neikvæðar hliðar
vegna þess að tilkostnaður hækkar
samhliða, en það má ekki fóma
hagsmunum lífvænlegra fyrirtækja
vegna þeirra sem eru ofhlaðin skuld-
um og neita þess vegna að breyta
genginu. Almennt hækkar verðmæti
þess sem við fáum í íslenskum krón-
um og bætir afkomuna hjá öllum
lífvænlegri fyrirtækjum,“ svaraði
Kristján. „Við gerum ráð fyrir að
ekki verði gripið til frekari aðgerða
í sex til átta mánuði, en það er
engin leið að segja fyrir um hvað
kann að gerast á næsta ári,“ sagði
hann.
Tillögur LÍÚ um lokun
veiðisvæða
Fram kom í máli Kristjáns að
hann leggur einnig áherslu á að til
að bregðast við aflasamdrættinum
verði að loka ákveðnum uppeldis-
svæðum þorsks til að koma í veg
fyrir smáfiskadráp. „Við þessar að-
stæður eigum við að gera átak í að
byggja stofninn upp með því að ná
betri nýtingu. Við þurfum að veiða
stærri fiska en við höfum gert, fleiri
tonn með færri fiskum. Stjórn LÍÚ
samnþykkti í síðustu viku tillögur
um lokun svæða í júlí og ágúst þar
sem smáfiskur heldur sig í stórum
stíl. Aðalatriðið er að við göngum
ekki of nærri stofninum með smá-
fiskaveiði á togveiðiskipum fyrir
Norðurlandi. Nú bíðum við eftir að
ráðherra taki afstöðu til þessara til-
lagna,“ sagði Kristján.
Island og Sameinuðu þjóðirnar 1946-1980
Bókin tilbúin
Morgunblaðið/Kristinn
VINNU er nú lokið við útgáfu bókar um ísland og Sameinuðu þjóðirnar 1946 til 1980. F.v. Guðmundur
R. Árnason, Gunnar G. Schram, fulltrúi útgefanda, og Gunnar Á. Gunnarsson, en Guðmundur og Gunnar
Á. eru meðhöfundar og ritsljórar bókarinnar.
Afstaða íslendinefa oft í
andstöðu við Vesturlönd
ÍSLAND hefur tekið injög sjálfstæða afstöðu innan Sameinuðu þjóðanna
í mörgum mikilvægum málum og hefur það sjálfstæði vaxið með árun-
um. Þetta kemur m.a. fram í bókinni Island í eldlínu alþjóðamála -
stefnumótun og samvinna innan Sameinuðu þjóðanna 1946-1980. Bókin
fjallar um aðild íslands að Sameinuðu þjóðunum allt til ársins 1980 og
hvernig Island varði atkvæði sínu við atkvæðagreiðslur og hvers vegna.
Bókin er þýðing á doktorsritgerð Valdimars Unnars Valdimarssonar, sem
tveir samnemendur hans luku við en Valdimar lést í umferðarslysi áður
en hann náði að ljúka ritgerðinni.
Gunnar Á. Gunnarsson og Guð-
mundur R. Árnason, báðir doktorar í
stjórnmálafræði og samnemendur
Valdimars í London School of Eco-
nomics, lögðu mikla vinnu í að ljúka
ritgerðinni og þýða yfir á íslensku.
Fyrsta sinnar tegundar
„Hér er í fyrsta skipti rakin, könn-
uð og rýnd efnislega hin alþjóðapóli-
tíska saga íslendinga, afstaða þeirra
og stefna í megin alþjóðamálum,“
segir Gunnar G. Schram, formaður
stjórnar Alþjóðamálastofnunar HÍ,
sem gaf út bókina.
Gunnar Á. Gunnarsson segir að
þegar hann og Guðmundur hafi tekið
við verkinu um mitt ár 1989 hafi
Valdimar verið búinn að gera beina-
grind að öllu verkinu og búinn að
semja fyrstu drög að kjama þess og
helstu köflunum. Morgunblaðið birti
Valdimar Unnar Valdimarsson
tvo kafla úr drögunum að doktorsrit-
gerðinni í nóvember 1991 þegar 45
ár voru liðin frá inngöngu íslands í
Sameinuðu þjóðirnar.
Gunnar og Guðmundur þakka Nich-
olas A. Sims sérstaklega fyrir hans
framlag til bókarinnar en Sims er
dósent við London School of Eco-
nomics og var leiðbeinandi Valdimars
í doktorsnáminu. Hann hjálpaði þeim
við að ljúka verkinu á ensku en þeir
þýddu það síðan yfir á íslensku.
ísland sjálfstætt
í upphafi setur bókin fram tilgátur,
sem síðan er leitast við að athuga
hvort standist. í bókinni kemur margt
athyglisvert fram, m.a. að ísland var
fyrsta ríkið, sem tekur upp mál um
varnir gegn mengun hafsins á vett-
vangi Sameinuðu þjóðanna. í bókinni
kemur einnig fram að íslendingar tóku
mjög oft afstöðu, sem skaraðist við
vilja flestra Vesturlanda og oft einnig
Norðurlanda. Til að mynda studdi ís-
land sjálfstæðisbaráttu portúgölsku
nýlendanna þrátt fyrir að það hefði
getað skaða saltfiskverslun mikið. í
bókinni er m.a. leitað skýringa á þessu
sjálfstæði þjóðarinnar í alþjóðlegum
samskiptum.
Sýslumaður leggur liald
á hræ hvítabjarnarins
DYRA- og náttúruverndarsamtök, innanlands og erlendis, krefjast þess
að skipsveijar á Guðnýju ÍS verði sóttir til saka fyrir hvítabjarnarveiði.
Þau krefjast þess einnig að skipverjar hafi engan fjárhagslegan hagnað
af þessari veiði. Vararíkissaksóknari og sýslumaðurinn í Bolungarvík
segja lögreglurannsókn enn standa yfir. Sýslumaðurinn hefur lagt hald
á hræ hvítabjarnarins.
Drápið á hvítabirninum hefur kallað
fram hörð viðbrögð ýmissa dýra- og
náttúruverndarsamtaka, innlendra og
erlendra. Undanfarna daga hafa um-
hverfisráðuneytinu borist nokkur bréf,
t.d. frá Sambandi dýravemdarfélaga
íslands, dönsku náttúruvemdarsam-
tökunum Danmarks naturfreds-
forening, Náttúraverndarsamtökum
Álandseyja o.fl. Síðast í gær fékk
umhverfisráðherra erindi frá Alþjóð-
legu dýravemdunarsamtökunum,
World Society for the Protection of
Animals, WSPA. Samtök þessi hafa
um 300 aðildarfélög víðs vegar um
veröldina.
í þessu tilskrifi til umhverfisráðherra
er lögð rík áhersla á að ísbjamarhræið
verði ekki söluvara. Alþjóða dýravernd-
unarsamtökin segja dráp bjamdýrsins
vera brot á alþjóðasamningum um
vemd dýra í útrýmingarhættu og einn-
ig að dýrið hafði verið drepið með
mjög þjáningarfullum hætti. Samtökin
hvetja umhverfísráðherra til þess að
beita sér fyrir því að skipveijar á
Guðnýju verði sóttir til saka.
Lögreglurannsókn
Samband dýraverndarfélaga fs-
lands kærði Jón Pétursson skipstjóra
á Guðnýju ÍS til sýslumannsins í Bol-
ungarvík 27. júní síðastliðinn. Ásta
Valdimarsdóttur, þá settur sýslumað-
ur, yfírheyrði skipstjóra, gerði skýrslu
og sendi til embættis ríkissaksóknara.
í samtali við Morgunblaðið í gær
sagði Bragi Steinarsson vararíkissak-
sóknari að þetta mál væri enn í lögreg-
lurannsókn og vísaði á sýslumanninn
í Bolungarvík um nánari upplýsingar.
Jónas Guðmundsson, sýslumaður í
Bolungavík, staðfesti að málið væri
nú í hans höndum til áframhaldandi
rannsóknar og að henni lokinni yrði
málið á ný sent ríkissaksóknara sem
myndi taka ákvörðun um hvort ákært
yrði í málinu eða látið niður falla eða
rannsakað enn frekar. Sýslumaður var
spurður að þvi hvaða ráðstafanir
hefðu verið gerðar varðandi bjarn-
dýrshræið. Sýslumaður sagði að lagt
hefði verið hald á hræið og væri það
á leiðinni til Reykjavíkur. Vöraflutn-
ingafyrirtæki Ármanns Leifssonar var
falið að flytja þennan farm og vöru-
flutningabifreið var væntanleg til
Reykjavíkur snemma í dag.
Má ekki verða féþúfa
Ekki tókst að ná sambandi við Öss-
ur Skarphéðinsson umhverfísráðherra
í gær. En hann hefur áður í fjölmiðlum
lýst mikilli vanþóknun á hinni um-
deildu bjarnarveiði. Ráðherrann hefur
og vakið athygli á framvarpi um vemd
og veiði villtra dýra þar sem ísbirnir
á sundi og ís yrðu friðaðir og hvatt
mjög til þess að fyrrgreint frumvarp
verði samþykkt skjótlega á næsta
Alþingi.
Umhverfisráðherra hefur einnig
látið þá skoðun uppi að þessi bjarnar-
veiði mætti ekki verða neinum að fé-
þúfu; til fjárhagslegs ábata eður
ávinnings. Umhverfisráðherrann telur
að stjórnvöld hafi lagaheimild til að
gera bjarndýrahræið upptækt í vísind-
anna þágu tii nauðsynlegra náttúra-
fræðilegra og heilsufræðilegra rann-
sókna. Vegna ofangreindra atriða fór
umhverfisráðherrann þess á leit við
skipstjóra Guðnýjar í síðustu viku að
skipveijar afhentu bjamdýrahræið
Náttúrufræðistofnun og tóku skip-
veijar vel í þau tilmæli.