Morgunblaðið - 08.07.1993, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 08.07.1993, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1993 Katrín Ásgeirs- dóttír — Minning Fædd 21. júní 1918 Dáin 30. júní 1993 Katrín Ásgeirsdóttir, elskuleg tengdamóðir mín, lést hinn 30. júní sl. í Borgarspítalanum í Reykjavík. Útför hennar verður gerð frá Hafn- arkirkju í dag, fimmtudaginn 8. júlí, kl. 14.00. Katrín fæddist hinn 21. júní 1918 í Þinganesi í Homafirði, en fluttist kornabam með foreldrum sínum til Hafnar og bjó' þar nær óslitið til dauðadags. Hún var dóttir Ásgeirs Guðmundssonar smiðs frá Þinga- nesi og Soffíu Ragnhildar Guð- mundsdóttur frá Höfn. Ekki hvarflaði að mér að hún yfirgæfí okkur svo snögglega sem raun ber vitni, þrátt fyrir að vem- lega hafi hallað undan fæti hjá þessari sterku konu hin síðari ár. Við vonuðum öll að hún mætti eiga langt og þægilegt ævikvöld eftir erilsaman dag, en þegar „maðurinn með ljáinn" er annars vegar er engu að treysta í þeim efnum. Ég vil muna tengdamóður mína eins og hún var þegar við kynnt- umst fyrir röskum 27 ámm. Þá hafði hún óbilandi þrek, kjark og starfsorku og féll aldrei verk úr hendi. Hún giftist eftirlifandi eigin- manni sínum, Sigurði Lámssyni, fyrrum skipstjóra og útgerðar- manni á Höfn, sem ættaður er frá Norðfírði. Þau eignuðust átta börn sem öll eru á lífí. Þau em: Ásgeir, búsettur á Höfn, Guðmundur, bú- settur á Höfn, Hilmar, búsettur í Mosfellsbæ, Dagbjört Soffía, búsett á Höfn, Aldís, búsett á Höfn, Karl Þór, búsettur í Reykjavík, Grétar Láms, búsettur í Mosfellsbæ og Sigríður Katrín, búsett á Höfn. Bamaböm Katrínar em nú 17 og bamabamabörn sex. Þrátt fyrir miklar annir á stóm heimili með stóran barnahóp, og hin síðari ár aldraða foreldra sína, gafst samt tími til þess að hlúa að gróðri jarðar, því Katrín hafði „græna fingur". Garðurinn hennar á Sigurhæð, gróðurhúsið og sumar- athvarfíð í Lóni ber því fagurt vitni. Katrín var eins og áður hefur komið fram kjarkmikil kona, hún var kletturinn sem brim sorgarinnar brotnaði á, hún sjálf fór ekki áfalla- i Systir okkar, h SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR PRESKER, lést í Bandaríkjunum 6. júli' sl. Kristinn Guðmundssson, Jörgen Már Berndsen, Guðrún Ögmundsdóttir. t Sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, LOFTUR BALDVINSSON, Heiðargerði 1b, Reykjavík, lést mánudaginn 5. júlí. Kristjana J. Richter^ Baldvin Loftsson, Guðrún Asta Franks, Helgi Loftsson, Guðný Þorvaldsdóttir, Finnur Loftsson, Harpa Svavarsdóttir, Ólöf Loftsdóttir, Vilhjálmur Kr. Garðarsson og barnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HJÁLMAR JÓNSSON, Ásfelli, Innri-Akraneshreppi, sem lést í Sjúkrahúsi Akraness þann 3. júlí, verður jarðsunginn föstudaginn 9. júlí frá Akranesskirkju kl. 14.00. Þeir, sem vilja minnast hans, láti Sjúkrahús Akraness njóta þess. Óli Hjálmarsson, Ása Ásgrfmsdóttir, Sigurður Hjálmarsson, Bjarnfríður Haraldsdóttir, Jón Hjálmarsson, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Ágúst Hjálmarsson, Hanna Jóhannsdóttir, Elín Kolbeinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORLÁKUR SKAFTASON, Tómasarhaga 44, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 9. júlí kl. 13.30. Gyða Vestmann Einarsdóttir, Örn Þorláksson, Anna Björg Þorláksdóttir, Stefán Böðvarsson, Þór Þorláksson, Áslaug Gunnarsdóttir, Einar Þorláksson, Gyða Sigríður Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. laust í gegnum þetta líf, en tókst á við sorgina af þeirri festu sem henni einni var lagið. En gleðistundirnar voru einnig margar og þeirra er ljúft að minn- ast, söngur, tónlist og góður lista- smekkur var henni einnig í blóð borinn. Síðast þann 11. apríl í vor leið áttum við yndislega daga sam- an á Höfn með Katrínu, Sigurði og íjölskyldunni. Þá var haldið upp á 75 ára afmæli tengdapabba og mik- ið sungið, spilað, rætt og hlegið. Þessar stundir eru mér ógleyman- legar. Við hjónin ætluðum að endur- lifa nokkrar slíkar í sumarbústaðn- um í Lóninu í sumar, en Katrín var burt kölluð áður en það gat gerst. Ég vil óska tengdamóður minni góðrar ferðar á vit þeirra starfa sem henni eru ætluð og er þess fullviss að einnig þar mun dugnaður hennar og reynsla koma í góðar þarfír. Ég mun reyna að hughreysta elskuleg- an tengdaföður minn í þessari miklu sorg, svo og öll bömin og barna- börnin, sem þótti svo vænt um ömmu. Minningin um góða móður, ömmu og eiginkonu lifír. Guðrún Kristjánsdóttir. Andlát Katrínar kom eins og reiðarslag fyrir alla sem hana þekktu. Við þökkum þessari sæmd- arkonu fyrir allar yndislegar sam- verustundir á lífsleiðinni og kveðj- um hana með söknuði. Kæri Siggi, við sendum þér og allri fjölskyldunni innilegar samúð- arkveðjur í sorg ykkar. Nú andar suðrið sæla vindum þíðum, á sjónum allar bárur smáar risa og flykkjast heim að fógru landi ísa, að fóstuijarðar minnar strönd og hlíðum. Ó, heilsið öllum heima rómi blíðum um hæð og sund í drottins ást og friði. Kyssið þið bárur bát á fiskimiði blásið þið, vindar, hlýtt á kinnum fríðum. Vorboðinn ljúfi, fuglinn trúr sem fer með faðrabliki háa vegaleysu, í sumardal að kveða kvæðin þín. Heilsaðu einkum, ef að fyrir ber engil með húfu og rauðan skúf í peysu, þröstur minn góður, það er stúlkan mín. (Jónas Hallgrímsson) Tengdafólkið frá Norðfirði. Þegar Katrín frænka mín og vin- kona er svo óvænt burt kölluð, að- eins níu dögum eftir að ég var að gantast við hana símleiðis í tilefni af 75 ára afmæli hennar, þá leitar hugurinn til þess tíma er hún var við nám í Reykjavík. Hún var tíður gestur á heimili foreldra minna og þótt ég væri ungur að árum þá man ég hana vel vegna einstaks glaðlyndis og hispursleysis sem fylgdi henni alla ævi. Katrín var dóttir hjónanna Soffíu Guðmundsdóttur og föðurbróður míns Ásgeirs Guðmundssonar frá Þinganesi þar sem hún var fædd. Ári síðar fæddist bróðirinn Guð- mundur. Katrín var alin upp við mikið atlæti foreldra sinna, ömmu, afa og Dísu gömlu, mikilli gæða- konu sem var vinnuhjú hjá móður- foreldrum Katrínar og fylgdi fjöl- skyldunni alla tíð. Fjölskyldan bjó i Guðmundarhúsi (Hóli) sem er eitt af fyrstu húsunum á Höfn og voru móðurforeldrar Soffíu frumbyggjar þar. Þegar ísland var hemumið árið 1940 þótti óráðlegt að hafa böm í Reykjavík vegna hættu á hernað- arátökum og var sá er hér ritar því sendur til dvalar á Homafirði rétt níu ára gamall. Þó ég væri þá og síðar fóstraður af þeim ágætishjón- um Signýju og Kalla Magg sem nú eru bæði látin, þá átti ég mörg sporin hjá frændfólkinu í gamla Guðmundarhúsinu. Síðar dvaldi ég sumarlangt hjá þeim og sannaðist þá að þar sem er hjartarúm þar er húsrúm. Sökum þrengsla í þessu gamla góða húsi, sem var ekki stærra en sumarhús gerast í dag, þá leyfði Katrín mér náðarsamleg- ast að sofa í herbergi sínu. Það var ekki laust við að ýmsir piltar í pláss- inu litu til mín með öfund því víst var að margur ungur maðurinn leit frænku mína hým auga. En þetta sumar birtist í húsinu strákpjakkur, sjómaður frá Norðfirði, og er mér ekki fjarri að Ásgeir frændi minn hafí ekki verið of hrifínn þegar mér var úthýst úr meyjarskemmunni um stundarsakir. En til að gera langa sögu stutta þá varð þetta upphafið að því allra besta hjónabandi sem ég hefi kynnst og Sigurður Lárus- son varð foreldrum Katrínar alla tíð góður tengdasonur. Til að byija með fannst mér dálítið óráðið hvort þau myndu stofna heimili á Norð- fírði eða á Höfn en til allrar ham- ingju fyrir Hafnarbúa varð Höfn fyrir valinu. Þar rak Sigurður um árabil útgerð og hafði mikil umsvif. Fljótlega byggðu þau stórt og glæsilegt hús, Sigurhæð, í sam- vinnu við foreldra Katrínar. En sannarlega varð húsið ekki of stórt því börnin urðu alls átta. Heimili Sigurðar og Katrínar varð brátt hið glæsilegasta og ekki var að sjá að húsmóðirin þyrfti að annast tíu manna heimili enda einstök snyrti- mennska þeim hjónum í blóð borin. Þama ríkti sama gestrisnin og áður i gamla húsinu við hliðina og var oft mikið sungið og hlegið. Þó að Katrín hafí verið hamingju- manneskja í lífí sínu voru henni sannarlega úthlutaðir erfíðleikar er kröfðust vinnu og þolinmæði en allt þetta stóðst hún með prýði. Þrautseigja hennar sást best þegar hún annaðist aldraða móður sína og föður en Katrín var alin upp við það að skylda væri að sinna sínum og kvartaði því aldrei þó sjálf væri hún farin að kenna sjúkleika. Alltaf fann hún sér þó tíma til að hlynna að garðinum sínum sem var henni mikið áhugamál og báru blómin eiganda sínum fagurt vitni. Síðustu árin átti Katrín erfítt með gang en það var ekki í hennar anda að láta aðra snúast í kringum sig. Ekki síst þá sýndi Sigurður henni ein- staka umhyggju og ástúð. Fallin er frá mikil kona sem alla tíð hélt reisn sinni og í mínum huga var Katrín aldrei gömul. Innra með sér hélt hún æskublóma til æviloka og dauðinn var henni góður vinur. Ég er viss um að allir burtkallaðir ættingjar með Dísu gömlu brosandi í fararbroddi hafa tekið vel á móti henni. Ég ætla að enda.þessar línur í Guðmundarhúsinu gamla sem ól af sér stóran hóp af mætu fólki því í dag eru afkomendur Soffíu og Ásgeirs orðnir að því er ég best veit 42 og er ég fyrir löngu búinn að fyrirgefa Sigurði að hafa um árið orðið þess valdandi að mér var úthýst úr meyjarskemmunni í gamla húsinu. Veri Katrín frænka mín Guði gefín og hafí hún þökk fyrir allt og allt. Örn Þór Karlsson og fjölskylda. Gunnþóra Gísla- dóttir — Minning Fædd 22. nóvember 1915 Dáin 28. júní 1993 Gunna frænka er dáin var mér tilkynnt er ég hringdi heim frá Frakklandi er ég var staddur þar núna í síðustu viku. Jæja, loksins er Gunna búin að fá hvíldina varð mér að orði. Gunnþóra Gísladóttir eða Gunna frænka eins og hún var oftast köll- uð lést í Borgarspítalanum 28. júní síðastliðinn. Gunna var búin að eiga við vanheilsu að stríða í nokkur ár. Gunnþóra Gísladóttir var gift Bimi Henry Olsen vélstjóra sem lést í janúar 1969. Þáu áttu einn son, Hafliða Olsen. Mig langar til að minnast hennar Gunnu frænku með nokkrum orð- um. Fyrst man ég eftir Gunnu á aðfangadagskvöldum þegar hún var í mat heima og var að prófa að skjóta í mark með okkur bræðr- unum. Eins var það fastur liður í gamla daga að fara í jólaboð til Gunnu á annan í jólum. Þá fékk með ekta súkkulaði með ijóma. Fyrir alvöru kynntist ég Gunnu á mínum unglingsárum þegar ég fór að vinna í sumarvinnu í frysti- húsinu á Kirkjusandi, þá ekki nema 14 ára gamall. Gunna var sú eina sem ég þekkti í frystihúsinu. Ég fékk að hafa mitt sæti við borðið hennar Gunnu í matsalnum. Og var það ágætt meðan ég var að kynn- ast krökkunum í frystihúsinu. Gunna fræddi mig, unglinginn, um frystihúsið og um fólkið sem vann þar. Ég hef oft hugsað til þess núna, eftir að ég varð fullorðinn þegar ég get ekki sofíð á nóttunni, sem Gunna sagði þegar ég var að kvarta yfír því að geta ekki sofíð fyrstu dagana eftir að ég byijaði að vinna. Þá sagði Gunna: Jæja, þú hvflist alla vega við það að liggja fyrir þótt þú sofnir ekki. Það var rétt hjá Gunnu. Núna er Gunna frænka kom í hvíldina hinum megin. Hiddi, ég votta þér mína dýpstu samúð á þessari erfíðu stundu. Gylfi. í dag er Gunnþóra Gísladóttir, móðursystir mín, kvödd hinstu kveðju frá Fossvogskirkju í Reykja- vík. Gunnþóra, eða Gunna, eins og hún var ávallt kölluð, var fædd í Meðalnesi í Fellum á Héraði hinn 22. nóvember 1915, yngsta bam hjónanna Bergljótar Jónsdóttur og Gísla Sigfússonar. Hún var af traustum og grónum austfirskum ættum, s.s. Heydalaætt, Vefaraætt, Melaætt og ætt Jóns Pamfíls. Gísli faðir hennar var tvíkvæntur og átti hann fímm böm með fyrri konu sinni, Sigríði Oddsdóttur, og níu böm með Bergljótu og átti Gunna því fímm hálfsystkini og átta al- systkini. Af þessum hóp komust ellefu til fullorðinsára. í Meðalnesi var myndarheimili á æskuárum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.