Morgunblaðið - 08.07.1993, Page 33
33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1993
LEIKLIST
Gamli tíminn
og nútíminn
Við útskrift Leiklistarskóla ís-
lands í vor var meðal annars
saman kominn sex manna hópur,
sem átti 25 ára útskriftarafmæli frá
Leiklistarskóla Leikfélags Reykja-
víkur. Þau voru reyndar átta sem
útskrifuðust, en tvö gátu ekki verið
viðstödd, Elínborg Björnsdóttir,
sem búsett er í Svíþjóð, og Jón
Hjartarson, sem var að leika einn
ræningjanna í Ronju ræningjadótt-
ur í leikstjórn Ásdísar Skúladóttur,
sem einmitt er ein úr hópnum.
Verður stofnaður nýr
leikhópur?
Hópurinn, sem hefur aðeins einu
sinni hist áður á þessum 25 árum,
var svo ánægður með endurfundinn
að talað var um að hittast oftar.
Meira að segja kom upp sú hug-
mynd að stofna einhvers konar leik-
hóp. „Það er vel ritfært fólk í hópn-
um, þannig að okkur langar til að
semja leikrit og sýna,“ sögðu þau.
Það er e.t.v. sérstakt við þennan
hóp að nánast allir hafa menntað
sig á einhveiju öðru sviði og er
Anna Kristín Arngrímsdóttir sú
eina sem eingöngu hefur unnið við
leiklist. Ásdís Skúladóttir er félags-
ráðgjafi og kennari, Jóhann Hjart-
arson er kennari, Þorsteinn er arki-
tekt, Guðmundur er talmeinafræð-
ingur, Helga hefur stundað nám í
fjölmiðlafræði, en ekki er vitað um
Elínborgu því hún er búsett í Sví-
þjóð.
Þessi mynd var tekin vorið 1968
þegar hópurinn var að útskrif-
ast. F.v. Anna Kristín Arngríms-
dóttir, Ásdís Skúladóttir, Jón
Hjartarson, Þorsteinn Gunnars-
son, Guðmundur Magnússon
stendur fyrir aftan, Elínborg
Björnsdóttir, Sigríður Eyþórs-
dóttir fremst og Helga E. Jóns-
dóttir lengst til hægri.
Myndin var tekin í kaffisamsæti
eftir útskriftina. F.v. Sigríður
Eyþórsdóttir, Anna Kristín Arn-
grímsdóttir, Helga E. Jónsdóttir,
Ásdís Skúladóttir, Þosteinn
Gunnarsson og Guðmundur
Magnússon fremstur.
ERUM FEUTT
í BORGARKRINGEUNA
beuRA Lip
Borgarkringlan, '
KRINGLUNNI4-sími 811380
hefst í dag
40-80% afsláttur
COSMO
Laugavegi 44, Kringlunni
ÚTSALAN