Morgunblaðið - 08.07.1993, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1993
37
Hún átti að verða ritar-
inn hans tímabundið —
en hún lagði Iff hans
í rúst.
TIMOTHY HUTTON
(Ordinary People)
og LARA FLYNN BOYLE
(Wayne’s World) í sálfræðiþrill-
er sem enginn má missa afl
Sýnd í B-sal
kl. 5, 7, 9 og 11.
Bönnuö innan 14ára
Erótísk og ögrandi mynd um taumlausa ást og hvernig hún
snýst upp í stjórnlaust hatur og ótryggð. Mynd sem lætur
engan ósnortinn. Djörf og ógnvekjandi.
Sýnd í A-sal kl. 5,7,9 og 11.
Bönnuð börnum.
FEILSPOR
ONE FALSE MOVE
★ ★★★ EMPIRE
★ ★★MBL. ★★★*DV
Einstök sakamálamynd,
sem hvarvetna hefur fengið
dúnduraðsókn.
Sýnd í C-sal
kl. 5,7, 9 og 11
Bönnuð innan 16 ára.
STAÐGENGILLINN
lllllll—Ml i 'III II II ■■
VILLT ÁST
SKEMMTANIR
Todmobile
■ TODMOBILE leikur
föstudaginn 9. júlí í Þotinni
í Keflavík en þetta er í síð-
asta skipti sem sveitin leikur
þar í sumar. Laugardags-
kvöldið 10. júlí leikur
Todmobile síðan í Inghóli,
Selfossi. Aldurstakmark á
báðum dansleikjunum er 18
ár.
■ GCD leikur á eftirtöld-
um stöðum um helgina.
Föstudaginn 9. júlí í Sjal-
lanum, Akureyri, og laug-
ardaginn 10. júlí í Víkur-
röst, Dalvík. A Akureyri
heldur hljómsveitin úti-
tónleika á Ráðhústorginu
kl. 17 og þar mun Ölgerð-
in Egill Skallagrímsson
bjóða upp á ókeypis pyls-
ur o.fl.
■ STJÓRNIN leikur á
föstudagskvöldið í Skjól-
brekku, Mývatnssveit, og
á laugardagskvöldið í Mið-
garði, Skagafirði.
■ NÝ DÖNSK leikur á
sveitaballi laugardagskvöld-
ið 10. júlí í Lýsuhóli. Þetta
er að verða síðasta tækifær-
ið til að beija hljómsveitina
augum því hún er á förum
til Mallorca og Benidorm.
■ SSSÓL heldur áfram
ferð sinn undir slagorðinu:
Verð að fá það. Á föstudags-
kvöldið verður haldinn dans-
leikur í Njálsbúð í Landeyj-
um og hefur Rás 2 ákveðið
að senda tónleikana beint
út. Á laugardagskvöldið
leikur hljómsveitin í Ýdöl-
um í Aðaldal.
■ SÓLON ÍSLANDUS. í
kvöld leikur Tríó Jennýjar
Gunnarsdóttur. Auk henn-
ar leika þau Arnold Lud-
vig, bassaleikari og Sunna
Gunnlaugsdóttir, píanisti.
Þau munu spila létta jazz-
standarda frá kl. 21-23.
Aðgangur er ókeypis.
■ PLÚSINN. í kvöld leik-
ur hljómsveitin Stingandi
strá. Hljómsveitina skipa
þeir: Sigvarður Ari Huld-
arsson, Sævar A. Finn-
bogason, Ragnar og
Hrólfur Sæmundsson.
Tónleikarnir heíjast kl.
22.30 og standa til kl. 1.
Einnig kemur fram leyni-
gestur. Aðgangur er ókeyp-
is.
Meðgönguleikfimi
Styrktaræfíngar fyrir þungaðar
konur gefnar út á myndbandi
ÍSLENSKT myndband kom út 1. þessa mánaðar með
æfingakerfi fyrir þungaðar konur. Á spólunni eru fjór-
ir þættir. Tveir fyrir hina almennu konu og einn fyrir
konur sem eiga við bak- og mjaðmagrindarvandamál
að stríða og í lokin er stutt umfjöllun um brjóstagjöf
og vinnustellingar.
Að spólunni standa Esth-
er Sigurðardóttir sjúkra-
þjálfari, Reynir Tómas
Geirsson, sérfræðingur í
fæðingarfræðum, og Edda
Jóna Jónasdóttir ljósmóðir,
en þau starfa öll við Land-
spítalann. Framleiðandi er
GH dagskrárgerð. Æfing-
arnar á spólunni hafa verið
þróaðar á Kvennadeild
Landspítalans í gegnum
árin og sá Esther Sigurðar-
dóttir um að taka þær sam-
an og aðlaga að þessari út-
gáfu.
Spólan er 110 mínútna
löng og kostar 2.950 krón-
ur. Hún verður eingöngu
seld hjá GH dagskrárgerð,
Langholtsvegi 93, 104
Reykjavík.
„L0ADEDWEAP0N1“
FÓR BEINT ÁTOPPINN
í BANDARÍKJUNUM!
Mynd, þar sem „Lethal
Weapon“, „Basic lnstinct“,
„Silence of the Lambs“ og
„Waynes World" eru teknar
og hakkaðar í spað í ýktu gríni.
„NAKED GUN“-
MYNDIRNAR OG
HOTSHOTS VORU
EKKERT MIÐAÐ VIÐ
ÞESSA!
Aðalhlutverk: Emilio Estevez,
Samuel L. Jackson, Kathy
Ireland, Whoopie Goldberg,
Tim Curry og F. Murray
Abraham.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
SIÐLEYSI
★ ★ ★ Y* MBL.
★ ★ ★ Pressan ★ ★ ★ Tíminn
Aðalhlutverk: Jeremy Irons
og Juliette Binoche.
Sýnd kl. 5,7, 9 og 11.
Bönnuð innan 12 ára.
ENGLASETRIÐ
★ ★★ Mbl.
Sýnd kl. 11.00.
LOKASÝNING.
LOFTSKEYTA-
MAÐURINN
Meiriháttar gamanmynd
eftir sögu Knuts Hams-
ung. Kosin vinsælasta
myndin á Norrænu kvik-
myndahátíðinni '93
í Reykjavík.
★ ★ ★GE-DV ★★ ★Mbl.
Sýnd kl. 5,7 og 9.
GOÐSÖGNIN
Spennandi hrollvekja af bestu gerð.
Mynd sem fór beint á toppinn
í Englandi.
Sýnd kl. 5,7, 9 og 11.
Stranglega bönnuð innan 16 ára.
FERÐIN TIL LAS VEGAS
★ ★★ MBL.
Frábær gamanmynd
með Nicolas Cage.
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.
LOKASÝNING.
Þýskur biskup í heimsókn
Stykkishólmi.
KAÞÓLSKI söfnuðurinn í
Stykkishólmi fékk góða
og kæra heimsókn um
seinustu helgi en það var
biskupinn í Luthendorf í
Þýskalandi ásamt prófasti
og vinum þeirra. Þeir
hafa um árin vitjað kaþ-
ólskra safnaða í Dan-
mörku, Finnlandi, Sví-
þjóð, Noregi og víðar. I
þessari ferð heimsóttu
þeir Færeyjar og síðan
Island.
í fyrri viku voru þeir
ásamt kaþólska prestinum í
Stykkishólmi, sr. Habets, í
heimsókn hjá kaþólskum við
kirkjuvígslu í Hafnarfirði og
létu þau sérstaklega vel af
ferðinni.
Þeir sem hingað komu
voru biskupinn, dr. Ludwig
Averkamp, sr. Engilbert
Lindlar prófastur og sr. Sig-
ismund Rackmann, prófast-
ur. Voru þeir viðstaddir
guðsþjónustu í kaþólsku
kirkjunni í Stykkishólmi þar
sem biskupinn predikaði en
sóknarpresturinn sr. Habets
þýddi ræðuna. Á eftir var
boðið upp á kaffi.
Biskupinn sem aldrei hef-
ur komið til íslands áður né
þeir félagar voru ákaflega
hrifnir að koma á Snæfells-
nes og líta jökulinn þar eig-
in augum. Hann sagðist
hafa um nokkurt skeið lesið
og kynnt sér sögu Guðrúnar
Ósvífursdóttur og fleiri ís-
lendingasögur. Nú hefði
tækifærið allt í einu komið
upp í hendur sér að geta
skoðað sögustaðinn og
dáðst að því að fá svona
gott tækifæri til að líta yfir
sviðið. Hann sagði að ferð
þeirra félaga væri þeim öll-
um ævintýrarík og ógleym-
anlegt það sem borið hefði
fyrir augu. Væru þeir félag-
ar mikið kunnugri og gætu
haldið áfram að kynna sér
fornsögurnar.
Gestirnir fóru svo eftir
hádegið í siglingu um eyja-
sund með Eyjaferðum og
fannst mikið til koma. „Við
*
Morgunblaðið/Árni Helgason
Kaþólsk messa
Frá messunni, f.v.: Séra Habets, Engelbert Lindlar,
biskup Ludvig Averkamp og loks Sigmund Reskman.
gleymum komunni seint,“
sagði biskup við fréttarit-
ara._
„ísland er fagurt og
ævintýri að heimsækja. Við
höldum brátt heim með góð-
ar minningar.“
- Árni.
Geð ver ndarfélagið
Minningarsjóður um
Olafíu Jónsdóttur
GEÐVERNDARFÉLAG
Islands hefur hlotið arf til
að stofna Minningarsjóð
Ólafíu Jónsdóttur, segir í
fréttatilkynningu frá Geð-
verndarfélaginu.
Ólafía var fædd í Ásmúla
í Ásahreppi i Rangárvalla-
sýslu 16. nóvember 1908.
Foreldrar hennar voru Jón
Jónsson bóndi þar og kona
hans, Ólöf Guðmundsdóttir.
Þar ólst Ölafía upp. Er hún
komst á legg og fór að heim-
an, var hún fyrst við ýmis
störf í Reykjavík og um tíma
í Kaupmannahöfn. Síðar
gerðist hún þerna og svo
yfirþerna á Hótel Borg þar
sem hún starfaði yfir 30 ár
þar til hún lést 26. desem-
ber 1973.
Ólafía giftist aldrei en
átti einn son, Guðmund Arn-
ar, fæddan 6. apríl 1932.
Faðir hans var Siguijón
Ólafsson myndhöggvari.
Guðmundur missti ungur
heilsu og var til heimilis hjá
móður sinni alla tíð meðan
hennar naut við. Er hann
lést 5. september 1992 ar-.
fleiddi hann Geðverndarfé-
lag Islands að eigum sínum
til stofnunar minningarsjóðs
um hana.
Geðverndarfélagið þakk-
ar þessa gjöf innilega.