Morgunblaðið - 08.07.1993, Síða 38

Morgunblaðið - 08.07.1993, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1993 ©1967 Univrnl Prew Syndicate u7/i/aÍ í/ar þessL QLugga.pússcxrC ai hrapcx. ? " TM Rog. U.S Pat Oft.—all rights reserved ® 1993 Los Angeles Times Syndicate Hún hefur verið að horfa á Ég man ekki betur, Pétur, en eigin framtíð núna. ég hafi sparkað. þér í gær. 3Horðunþíflí>ií. BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Dómstólar og kristindómur Frá Jakobi Sverríssyni: HINN 23. júní ritar Sigurður A. Magnússon grein í Morgunblaðið sem hann kallar „Hvað virðist yður um Krist?“. Margt í þessari grein er athyglisvert og vel skrifað eins og t.d. kaflinn „Mammon í önd- vegi“. En í kaflanum „Bylting Krists“ finnst mér aðeins fáeinar línur verá mjög íhugunarverðar. Það er bara mín persónulega skoðun. Þar standa þessi orð: „En þeir sem réttlátir eru gagn- vart lögmálinu — faríseamir á máli Biblíunnar — þeir .sem allt hafa gert rétt og hafa ekkert að álasa sjálfum sér fyrir, þeir munu aldrei komast í tæri við heilagleikann og þann alltum- lykjandi kærleik sem sprettur af iðrun og er hinsti leyndardóm- urinn, hin mikla guðsgjöf." Athugum sérstaklega setning- una „þeir sem alltaf hafa gert rétt og hafa ekkert að álasa sjálfum sér fyrir“. Þessi setning er vissuleg'a mjög athyglisverð. Venjulegur einstak- Iingur sem telur sig ekki hafa framið glæp eða gert eitthvað sem hann sér eftir að hafa gert, slíkur einstaklingur kemst aldrei í tæri við kærleikann. Til eru trúaðir einstaklingar sem ganga svo langt í þessu efni að þeir halda því fram, að þeir, sem ekki hafa syndgað eða framið glæp, geti ekki komist til Himna- ríkis. í þeirra augum er glæpurinn einskonar aðgöngumiði til Himna- ríkis, þeir halda því sem sagt fram, að án glæpsins sé ekki hægt að fyrirgefa og þar með ekki heldur að iðrast, en án iðrunar er enginn kærleikur og ekkert Himnaríki. Nú þekki ég Sigurð ekki, kannski er hann alveg syndlaus ‘ maður. En hugsum okkur bara sem dæmi að Sigurður sé syndugur, eins og það er kallað, en konan hans syndlaus? Hvað mun verða af þeim samkvæmt slíkum trúark- reddum? Syndin gefur Sigurði ókeypis aðgöngumiða til Himna- ríkis, það eina sem hann þarf að gera til að komast inn hjá Lykla- Pétri er að iðrast synda sinna. En hin syndlausa kona Sigurðar sem ekki hefur „eignast“ neinn glæp, verður að fara hina leiðina og búa hið neðra. Hún hefur engan glæp til að iðrast fyrir, engan að- göngumiða að Himnaríki. Þannig hugsar sumt fólk sem kallar sig kristið. Þegar vel er að gáð eru slík sjónarmið ríkjandi í Bandaríkjun- um, sérstaklega fyrir dómstólun- um. Þar er mjög algengt að sak- lausum manni, sem á röngum for- Frá Sigurði Grétarí Guðmundssyni: FLUGLEIÐIR hf. hafa oft höfðað til þjóðhollustu íslendinga og beðið þjóðina að standa á bak við sitt stærsta fiugfélag, flugfélag sem annast nær allt áætlunarflug til annarra landa. Þess vegna vekur það furðu mína og eflaust margra samlanda, að við stórbyggingu Flugleiða hf. á Kefla- víkurflugvelli virðist fyrmefnd þjóð- hollusta grafin og gleymd. Aðal- verktakinn er kandaískur og skilaði sínu verki með þeim eindæmum að byggingin var þaklaus strax og hún var tekin í notkun. Kannski er þar fundin hin eina sanna lausn á hinum frægu íslensku þaklekum. Þak, sem ekki er til, lekur ekki. Fjölmagir iðnaðarmenn voru fluttir inn þrátt fyrir atvinnuleysi íslenskra iðnaðar- mana, efni nánast allt innflutt. Það kann e.t.v. að vera eðlilegt þar sem innlend framleiðsla á byggingarefn- um er takmörkuð. Fyrir skömmu sá ég mynd í Morgunblaðinu af lögn gólfhita- sendum er ákærður fyrir glæp, sé ráðlagt að játa á sig glæpinn til að sleppa við þungan dóm. Hópur af saklausu fólki í Bandaríkjunum hefur orðið að játa á sig glæpi sem það hefur alls ekki framið, til að sleppa við fangelsi eða fá mildari dóm. Það kemur einnig þráfaldlega fyrir að menn hafi orðið að játa á sig morð sem þeir hafa ekki fram- ið til að sleppa við dauðarefsingu. Ég sá nýlega heimildarkvikmynd um slíkan atburð þar sem saklaus maður var neyddur til að játa á sig morð sem hann hafði ekki framið til að sleppa við dauðarefs- ingu, en dómararnir sviku hann og létu lífláta hann þótt vitað væri hver hinn raunverulegi morð- ingi var. Slík réttarmorð eru al- geng. Þegar ég hafði Iesið þessa at- hyglisverðu grein Sigurðar spurði ég sjálfan mig: Hvaða bók eða hvaða leikrit hefur Sigurður lesið sem fékk hann til að skrifa þessa merkilegu grein? JAKOB SVERRISSON, Helsingborg, Svíþjóð. kerfis í þessa stórbyggingu og mér til mikillar furðu gat ég ekki betur séð en að þarna væru notuð inn- flutt plaströr af sænskri gerð, sem nefnast Meltaway, vissulega hin ágætustu rör. En nú spyr ég: „Hvers vegna vár ekki hægt að nota plaströr frá íslenskum fram- leiðendum? Islenskir framleiðendur plaströra eru hvorki fleiri né færri en fimm og framleiða rör úr þrem- ur plastefnum (polypropylen, polye- tylen og polybudylen) sem að mínu áliti hefðu ekki síður komið til grein en _hin innfluttu. Ég hef engra persónulegra hags- muna að gæta í þessu efni, en það skiptir alla íslendgina máli þegar íslenskur iðnaður er settur skör lægra en erlendur, þó að hann bjóði jafngóða ef ekki betri vöru. Ég vona að Flugleiðir hf. gefi mér og öðrum greinargóð svör. SIGURÐUR GRÉTAR GUÐMUNDSSON, pípulagningameistari, Sæbólsbraut 26, Kópavogi. Fyrirspum til Flugleiða HÖGNI HKEKKVÍSI "HANJN El? AE> YFIfðGeFA OKLKUI? OG HANN TEKUR’ RÍJAIHP SITTA1EÐ Séfi." Yíkveiji skrifar A Ihvert skipti sem Víkveiji fer austur fyrir fjall undrast hann þann ökumáta sem margir Islend- ingar virðast hafa tamið sér. Þrátt fyrir að vegurinn yfir Hellisheiðina sé með þeim betri á landinu er eins og sumir ökumenn séu að aka á malarvegi lengst uppi í sveit. Það virðist litlu skipta hvort umferð um veginn er mikil eða lítil eða aðstæður góðar eða slæmar. Alltaf eru þarna að myndast bíla- lestir. Og þessar lestir haga sér ákaflega einkennilega því þeim virðist fyrirmunað að halda jöfnum hraða; hraðinn er sífellt að sveiflast frá 50-60 upp í 90-100 án sjáan- legra ástæðna. Þeir sem koma að þessum lestum eiga um tvennt að velja; að hengja sig aftan í þær eða reyna að kom- ast framhjá þeim. Margir velja síð- ari kostinn og fieyta kerlingar fram- hjá lestinni með því að troða sér innfyrir þegar bílar koma á móti. Það er auðvelt að gera sér í hugar- lund þá slysahættu sem þetta hefur í för með sér auk þess sem svona akstursmáti er verulega stressandi. Víkveiji hefur oft velt fyrir sér ástæðunum fyrir því að svona bíla- lestir myndast án þess að komast að niðurstöðu. Síðast á laugardags- morguninn var ók Víkveiji austur yfir Hellisheiðina og þá voru að- stæður hinar bestu; frekar lítil umferð og gott veður en sólarlaust — en bílalestirnar voru samt sem áður á sínum stað. xxx Vikuna áður ók Víkveiji í nokkra daga um Ítalíu, Frakkland og Sviss. Fjallvegir á þessum slóðum eru ekki ósvipaðir veginum yfir Hellisheiði þótt aðstæður séu á margan hátt verri þar sem vegir hlykkjast gegnum fjölda jarðganga. Víkveiji varð samt hvergi var við að bílalestir mynduðust því öku- menn reyndu að halda sem jöfn- ustum hraða. Víkveiji er ekki að hvetja til óhóf- legs hraðaksturs á íslenskum þjóð- vegum en það hlýtur að vera hægt að ætlast til þess að ökumenn hugsi ekki aðeins um sjálfa sig heldur einnig um aðra þegar þeir bregða sér bæjarleið. Allt of margir virðast vera í eigin heimi við aksturinn og láta sig engu skipta þótt þeir geri öðrum gramt í geði. xxx Stundum heyrist kvartað yfir himinháu verðlagi úti á lands- byggðinni á varningi sem ferða- menn þurfa á að halda. Víkveiji þurfti að bíða í klukkutíma á Um- ferðarmiðstöðinni í vikunni og þeg- ar svengd sótti að keypti hann sér pylsu, súkkulaðistykki og appelsín- flösku. Fyrir þetta þurfti hann að greiða 340 krónur. Þar sem honum þótt þetta býsna dýrt spurði hann afgreiðslustúlkurnar um verð á hveijum hlut. Þá kom í Ijós að pyls- an kostaði 150 krónur og appelsín- ið 110. í lauslegri verðkönnum hjá söluturnum borgarinnar kom í Ijós að appelsínflaska með gleri kostar 65-85 krónur og hæsta verð á pyls- um er 140 krónur. Sé verðlag í söluturnum á ferðamannaslóðum hátt úti á landi virðist ljóst hvar fyrirmyndin er.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.