Morgunblaðið - 08.07.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1993
39
Hvatt til kynferðisglæpa?
Frá Friðrík Einarssyni:
í LESENDABRÉFI í Mbl. 3. júlí
segir móðir frá því er maður hafði
kynmök við fjögurra ára dóttur henn-
ar og fleiri börn í sama húsi, þar sem
hann bjó,
Ómennið var kært. Játaði verkn-
aðinn. Síðan eru látin líða þrjú ár.
Móðirin fær að vita hjá embætti ríkis-
saksóknara (eftir endurteknar fyrir-
spurnir): „Málinu frestað í þijú ár.
Ef hann bryti af sér á þeim tíma,
þá yrði málið tekið upp aftur — ann-
ars ekki.“
Er þetta ekki sama og að tilkynna
öðrum, sem kynnu að hafa svipaðar
tilhneigingar: „Þetta er nú allt í lagi,
að þú prófir þetta, ef þig langar til.
Ef ekki kemst upp um þig, verður
þú beðinn um að hætta þessu.“
Hvers konar réttaröryggi höfum
við á þessu landi? Þegar svona dusil-
menni komast upp með að fremja
sálarmorð, eða tilraun til sálarmorðs,
og líkamsmeiðingar á saklausum
börnum án þess að hljóta refsingu?
Hann er ekki einu sinni geltur, svo
að hann missi náttúruna og þar með
ónáttúruna. Nauðgarar og aðrir kyn-
ferðisglæpamenn vaða uppi í þessu
þjóðfélagi, án þess reynt sé að aðhaf-
ast eitthvað gegn þessum ófögnuði.
Virðist jafnvel stundum mælt bót,
eða þá afsakað.
Hvað hugsa og hvernig líður al-
þingismönnum sem eiga að setja
lög, ráðherrum, sem hafa fram-
kvæmdavaldið, dómurum, sem
skipaðir era til að dæma?
„Réttarfarið" sýnist mér vera á
hraðri leið í að fólk fari sjálft að
taka ýmis mál í sínar hendur.
Hugsum okkur að í sambýlishúsi
„móðurinnar" búi 3-4 mæður,
hverra börn hafí orðið fyrir sömu
reynslu og dóttir hennar. Misþyrm-
ingu, sem þau bíða kannski aldrei
bætur á sálu sinni. Hver mundi lá
þessum konum, þótt þær tækju sig
saman, næðu tökum á þessu
ómenni, og beittu sömu aðferð sem
notuð var í sveitum í gamla daga
við lambhrúta, sem gera átti að
sauðum, og áður en dýralæknar
komu til sögunnar og gerðu aðgerð-
ir í deyfmgu?
Ég leyfi mér að taka undir allar
spurningar móðurinnar til ríkissak-
sóknara, og bæta við:
6. Hvemig hugsar hann um þetta
mál. Hvaða hugsun er á bak við
niðurstöðu hans?
7. Hvaða málsbætur hefir gerand-
inn?
8. Hvað hafa bömin til saka unnið?
FRIÐRIK EINARSSON læknir,
Hæðargarði 35, Reykjavík.
Hver uppgötvaði Kjarval?
ar.
Frá Hallfríði Guðhrandsdóttur
Schneider:
Listfræðingur Björn Th. Björnsson
telur í Morgunblaðsgrein 15. maí sl.
að danskir listfræðingar hafi uppgöt-
vað Kjaral, en ekki alls ófróðir „menn
hér heima“. Hver varð svo afleiðing
þessarar uppgötvunar á meginland-
inu og á íslandi? Harla lítil að mínum
dómi.
Frá því að Kjarval var um ferm-
ingu geymdu Borgfirðingar eystra
teikningar hans og skútukarlar borg-
uðu fyrir myndir unglingsins. Eftir
að hann kom til Reykjavíkur snemma
á öldinni stækkaði aðdáendahópur-
inn. í þessum hópi var pabbi minn,
Guðbrandur Magnússon, sem strax
hreifst af andlegri og listrænni fijó-
semi þessa manns. Pabbi, þá ungur
„ófróður" prentari, og nokkrir aðrir
tóku sig til og fóru að selja teikning-
ar og málverk Kjarvals til þess að
afla fjár svo hann kæmist til náms
ytra. Salan var treg, en pabbi sagð-
ist hafa selt allmörg og að sinn bezti
viðskiptavinur hafi verið Thor Jens-
en, sem einu sinni keypti þijú í einu.
Fyrsta sýningin á verkum Kjarv-
als var haldin 1908 og vakti ekki
nógu mikla athygli til að vera getið
á prenti í Reykjavík, en pabbi skrif-
aði um hana í Austra á Seyðisfirði.
Árið 1913 hélt Kjarval sýningu í Iðn-
skólanum og stórskáldið Einar Bene-
diktsson skrifar í Isafold 9. ágúst
um sýninguna og þar á meðal um
beztu myndina þar: „Hafís við sólar-
lag“: „Hún er vottur þess, að Jóhann-
es Kjarval muni óvenju fljótt verða
fijáls og þora að líkast sjálfum sér,
en þó jafnframt vera sannur og
hlýðnast lögmálum hinnar sönnu list-
Kjarval komst út í nám. Hinir
„lærðu“ dönsku listfræðingar kunnu
auðheyrilega að meta íslendinginn,
en ég er sammála „erkivitleysu"
Kjartans Guðjónssonar, listmálara,
„að alþýðan hafi tekið hann (Kjarv-
al) upp á sína arma i fyllingu tímans"
án áhrifa hinna dönsku fræðinga.
Það vora menn eins og Ragnar
Ásgeirsson, Jón Þorsteinsson, Magn-
ús Kjaran, Kristján í Kiddabúð,
Ragnar í Smára, Markús ívarsson,
Sigurður Benediktsson og ekki sízt
Þorvaldur Guðmundsson, sem létu
verk Kjarvals tala og skína. Vinsæld-
ir hans jukust og andvíg gagnrýni
rénaði. Höfundar, sem um hann
skrifuðu bækur, örvuðu einnig hróð-
ur hans.
Svo vora menn eins og pabbi, sem
t.d. unnu bak við tjöldin og stóðu
fyrir sýningum á listaverkunum.
Kjarval kunni vel að meta sína vini.
Dæmi um það er þegar hann rauk
út úr Ráðherrabústaðnum þegar átti
að heiðra hann þar með orðu. Æstur
í skapi birtist hann skyndilega inn í
stofu á Ásvallagötunni, þar sem for-
eldrar mínir sátu í rólegheitum, og
sagði: „Ég vildi ekki sjá þessa orðu
fyrst þú fékkst hana ekki líka, Guð-
brandur, eins og ég hafði mælt með.“
Skyldi Kjarval hafa samþykkt það,
að lærðir danskir listfræðingar hefðu
uppgötvað sig? Hann var stoltur og
sjálfstæður. Hann sannaðis sig sjálf-
ur. Enginn uppgötvaði hann, en hann
eignaðist aðdáendur.
HALLFRÍÐUR GUÐBRANDS-
DÓTTIR SCHNEIDER,
5935 Kimble Ct. Falls Church, VA
22041, USA
LEIÐRÉTTINGAR
Reykurinn frá
þyrlunni
í frétt Morgunblaðsins í gær af
björgun mannanna í Kollumúla seg-
ir að lítil flutvél hafí fundið þá, en
rétt mun vera að það var þyrla
Landhelgisgæzlunnar, sem fann
mennina. Þá skal tekið fram að
mennimir voru ekki með neitt
reykblys, heldur er reykurinn á
baksíðumynd Morgunblaðsins frá
reykblysi, sem gæzlan varpaði niður
til þess að fá nákvæma vindátt.
Gæðaeftirlit,
ekki skipaskoðun
Misskilja mátti frétt á baksíðu
Morgunblaðsins á þriðjudag, en þar
var sagt frá því að útvegsmenn í
Vestmannaeyjum hefðu boðið út
skipaskoðun. Samgönguráðuneytið
vill koma því á framfæri að um
hafí verið að ræða útboð á reglu-
bundnu gæðaeftirliti á vegum Fiski-
stofu. Með orðinu skipaskoðun sé
liins vegar átt við hina árlegu aðal-
skoðun skipa, þar sem dæmt er um
haffærni þeirra.
Ekki kæra
Misvísandi fyrirsögn var í frétt á
bls. 2 í gærdag um listflug og kara-
melludreifingu úr flugvél. Eins og
fram kemur í fréttinni hefur ekki
verið lögð fram kæra vegna þessa
flugs heldur er skýrsla um það til
athugunar hjá Loftferðaeftirlitinu.
VELVAKANDI
TAPAÐ/FUNDIÐ
Símboði
SÍMBOÐI tapaðist fyrir utan
Arahóla 4 í Breiðholti helgina
fyrir páska. Pinnandi vinsamlega
hringi í síma 77712. Fundarlaun.
Gleraugu fundust
VÖNDUÐ kvenmannsgleraugu,
líklega lesgleraugu, með ól fund-
ust hangandi á stöðumæli við
versluna Stúdíó MFG, Laugavegi
48, sl. mánudag. Upplýsingar í
versluninni á opnunartíma.
Sundtaska tapaðist
SVÖRT sundtaska tapaðist á
leiðinni frá Holtinu í Hafnarfirði
að Mávahrauni sl. sunnudag.
Finnandi vinsamlega hringi í
síma 653517. Á sama stað fást
kettlingar gefins.
Frakki tapaðist
KARRÍGULUR rykfrakki tapað-
ist á Kringlukránni 16. maí. Sá
sem veit um afdrif frakkans er
vinsamlega beðinn að hringja í
síma 12958.
Viðlegubúnaður í
Þjórsárdal
GULUR og svartur Adidas-bak-
poki og rauðbrún Puma-íþrótta-
taska hurfu úr tjaldi í Þjórsárdal
sl. helgi. í töskunni var m.a. fatn-
aður, peningar og gleraugu.
Taskan var merkt Ester As-
björnsdóttur, Háaleitisbraut 41,
Reykjavík, sími 36714. Hafi ein-
hver orðið var við þessar töskur
er hann vinsamlega beðinn um
að hafa samband við Ester í síma
36714. Fundarlaun.
GÆLUDÝR
Kettlingur í heimilisleit
KOLSVARTUR högni, 7 víkna
gamall, óskar eftir góðu heimili
af sérstökum ástæðum. Upplýs-
ingar í síma 619876.
Sjálfsrækt
5 vikna námskeið, sem fjallar um áhrif uppeldis, ást og
samskipti, líkamsrækt, mataræði, hugsun, markmiðasetn-
ingu, öndun, innsæi, hugleiðslu og lögmál velgengni. ftarleg
námsgögn, fyrirlestrar, æfingar og einkatími.
Tími: 10. júlí - 11. ágúst, laugardaga frá kl. 9-11 og mið-
vikudaga frá kl. 20-22.
Leiðbeinandi: Gunnlaugur Guðmundsson, stjömuspekingur.
Stjörnuspekistöðin,
Kjörgarði, Laugavegi 59, sími 10377.
Tvöfaldir laugardagarí
.. því nú tökum við okkur frí á sunnudögum íjúlí
\fyt!• Sérstakur afsláttur fyrir seljendur
kompudóts á laugardögum:
Lítill bás - aöeins kr.: 2.450.-
Stór bás - aöeins kr.: 3.150.-
KOLAPORTIÐ
MARKAÐSTORG
Upplýsingar og bókanir sölubása frá kl 9-17 í síma 625030
Jarðvegs-
þjöppur
i
Eigum fyrirliggjandi
FERMA jarðvegsþjöppur,
margar stærðir, bensín og
diesel, á mjög góðu verði.
Fallar hf
Dalvegi 24,
200 Kópavogi,
símar 42322
■ og 641020.
VIÐEYJARSTOFA |
q)Cs>
í hinni sögufrægu Viðeyjarstofu, „Slotinu",
er rekinn vandaður veitingastaður.
Þan svigna borðin undan krásunum, rétt eins og þau gerðu
fyrir 200 árum. Matseðillinn og matreiðslan
er þó með öðrum hætti en þá var.
Má freista þín
með fjögurra rétta sælkeramáltíð fyrir 2,980,- krónur?
Opið fimmtudaga - sunnudaga
frákl. 19:00 til 24:00.
<2)(9
Við bjóðum einnig upp á rjúkandi heitt kaffi og meðlæti
í Viðeyjarstofu: fimmtudaga - sunnudaga
og í Viðeyjarnausti: mánudaga - miðvikudaga.
Opið frá klukkan 14:00 til 16:30.
<Ú(S>
Upplýsingar og borðapantanir í sfmum 62 19 34 og 68 10 45