Morgunblaðið - 08.07.1993, Side 42
42
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1993
ÚRSLIT
KNATTSPYRNA
Stigamót í frjálsum
Alþjóðlegt stigamót í ftjálsíþróttum, í
Lausanne í Sviss í gærkvöldi.
100 m grindahlaup kvenna:
1. Aliuska Lopez (Kúbu)..............12,85
2. La Vonna Martin (Bandaríkj.)......12,86
3. LyndaTolbert (Bandaríkj.).........12,87
4. Michelle Freeman (Jamaíka)........13,06
5. Julie Baumann (Sviss).............13,09
6. Oraidis Ramirez (Kúbu)............13,51
100 m hiaup karla — fyrra hlaup:
1. Davidson Ezinwa (Nígeríu).........10,26
2. Jason John (Bretlandi).......... 10,38
3. Ray Stewart (Jamaíka).............10,38
4. Robson da Silva (Brasilíu)........10,40
4. Sam Jefferson (Bandaríkj.)........10,40
6. John Regis (Bretlandi)............10,45
100 m hlaup karla — seinna hlaup:
1. Andre Cason (Bandaríkj.)..........10,04
2. Carl Lewis (Bandaríkj.)...........10,07
3. Frank Fredericks (Namibíu)........10,12
4. Calvin Smith (Bandaríkj.).........10,17
5. Michael Green (Jamaíka)...........10,22
6. Bruny Surin (Kanada)..............10,23
100 m hlaup kvenna:
1. Gail Devers (Bandaríkj.)..........10,82
2. Merlene Ottey (Jamaíka)...........10,96
3. Gwen Torrence (Bandaríkj.)........10,97
4. Irina Privalova (Rússlandi).......11,06
5. Zhanna Tarnopolskaya (Úkraínu) ...11,09
6. Michelle Finn (Bandaríkj.)........11,16
1.500 m hlaup karla:
1. Mohamed Suleiman (Qatar)........3:35,54
2. Marcus O’Sullivan (írlandi).....3:35,79
3. Jim Spivey (Bandaríkj.).........3:36,02
4. Terrance Herrington (Bandar.) ....3:36,21
5. Bill Burke (Bandaríkj.).........3:36,59
6. Jonah Birir (Kenýa).............3:36,68
800 m lilaup kvenna:
1. Lioubov Gurina (Rússlandi)......1:57,56
2. Ludmila Rogachova (Rússlandi) ...1:58,33
3. Meredith Rainey (Bandaríkj.)....1:59,12
4. JoettaGlark (Bandaríkj.)........1:59,37
5. Inna Yevseyeva (Úkraínu)........1:59,86
6. Yelena Afanasyeva (Rússlandi) ....2:02,01
400 m hlaup karla:
1. David Grindley (Bretlandi)........44,53
2. Samson Kitur (Kenýa)..............44,80
3. Antrew Valmon (Bandaríkj.)........45,11
4. Ian Morris (Trinidad).............45,16
5. Aotonio Pettigrew (Bandaríkj.)....45,17
6. Sundai Bada (Nígeríu).............45,19
Þrístökk kvenna:
1. Inessa Kravets (Úkraínu)..........14,61
2. Inna Lasovskaya (Rússlandi).......14,52
3. Irina Mushailova (Rússlandi)......14,50
4. Ana Biryukova (Rússlandi).........14,27
400 m grindahlaup kvenna:
- —I1* Sally Gunnell (Bretlandi)........53,86
2. Sandra Patr.-Farmer (Bandaríkj.) ...54,52
3. Kim Batten (Bandaríkj.)...........54,53
4. Tonja Buford (Bandaríkj.).........55,16
5. Anna Knoroz (Rússlandi)...........55,43
6. Gowry Retchakan (Bretlandi).......56,13
400 m grindahlaup karla:
1. Kevin Young (Bandaríkj.)..........47,37
2. Samuel Matete (Zambíu)............48,64
3. Stephane Diagana (Frakkl.)........48,78
4. Derrickins (Bandaríkj.)...........49,02
5. Kriss Akabusi (Bretlandi).........49,32
6. David Patrick (Bandaríkj.)........49,60
200 m hlaup karla:
1. Carl Lewis (Bandaríkj.)...........19,99
2. Michael Johnson (Bandaríkj.)......20,06
3. Robson da Silva (Brasilíu)........20,16
4. John Regis (Bretlandi)............20,25
5. Mike Marsh (Bandaríkj.)...........20,26
6. Chris Nellons (Bandaríkj.)........20,34
Spjótkast karla:
1. Jan Zelezny (Tékkn. lýðv.)........88,36
2'. Vladimir Sasimovich (Hv. Rússl.) ....82,22
3. Kimmo Kinnunen (Finnlandi)........81,62
4. Gavin Lovegrove (N-Sjálandi)......81,12
5. Mick Hill (Bretlandi).............80,12
6. Tom Pukstys (Bandarikj.)..........78,34
Kúluvarp karla:
1. Wemer Gimthör (Sviss).............21,72
2. Jim Doehring (Bandaríkj.).........20,24
3. Kevin Toth (Bandaríkj.)...........20,01
4. Mike Stulce (Bandaríkj.)..........20,01
5. Klaus Bodenmúller (Austurríki)....19,61
6. Randy Bamfes (Bandaríkj.).........19,38
200 m hlaup kvenna:
1. Irina Privalova (Rússlandi).......22,17
2. Natalya Voronova (Rússlandi)......22,62
3. ZhannaTamopolskaya (Úkraínu) ...22,81
Hástökk kvenna:
1. Stefka Kostadinova (Búlgaríu)......2,01
2. Galina Astafei (Rúmeníu)...........1,95
3. Yelena Gribanova (Rússlandi).,..,..1,92
4. Tatyana Shevchik (Hvíta Rússl.)....1,92
5: Angie Bradburn (Bandarikj.)........1,92
6. Ioammet Quintero (Kúbu)............1,92
Langstökk kvenna:
1. Heike Drechsler (Þýskalandi).......7,08
2. Irina Mushailova (Rússlandi).......7,02
3. Ludmila Ninova (Austurríki)........6,67
4. Inessa Kravets (Úkraínu)...........6,66
5. Yelena Khlopotnova (Úkra(nu).......6,57
800 m hlaup karla:
1. Johnny Gray (Bandaríkj.)........1:44,27
2. Paul Ruto (Kenýa)...............1:44,94
3. William Tanui (Kenýa)...........1:44,98
4. Joseph Tengelei (Kenýa).........1:45,70
5. Stephen Ole Marai (Kenýa).......1:46,78
5.000 m hlaup karla:
1. Ismael Kimi (Kenýa)............13:06,71
2. William Sigei (Kenýa)..........13:07,35
3. Paul Bitok (Kenýa).............13:10,18
Stangarstökk:
1. Rodion Gataullin (Rússlandi).......5,70
2. Vasily Bubka (Úkraínu).............5,70
2. Valeri Bukreyev (Eistlandi)........5,70
2. Denis Putushinskiy (Rússlandi).....5,70
Langstökk karla:
1. Mike Powell (Bandaríkj.)...........8,51
2. Juan Pedroso (Kúbu)................8,22
3. Eric Walder (Bandaríkj.)...........8,18
4. Kareem Str.-Thompson (Cayman)......8,10
5. Larry Myricks (Bandaríkj.).........7,95
6. Mike Conley (Bandaríkj.)...........7,89
Formsatridi hjá IA en
leikur HK til fyrirmyndar
ÍSLANDSMEISTARAR Skaga-
manna þurftu ekki að hafa mik-
ið fyrir því að komast í átta liða
úrslit bikarkeppninnar. Þeir
fengu óskabyrjun gegn 3.
deildar liði HK á Kópavogsvelli
í gærkvöldi og eftir tvö ódýr
mörk undir lok fyrri hálfleiks
létu þeir gott heita. Leikmenn
HK nýttu sér áhugaleysi gest-
anna eftir hlé, barátta þeirra
var til fyrirmyndar og spilið
gott, en sóknirnar skiluðu ekki
árangri frekar en hjá efsta liði
1. deildar.
Steinþór
Guöbjartsson
skrifar
Skagamenn voru ákveðnir til að
byija með, spiluðu hratt og
örugglega og réðu ferðinni. Heima-
menn tóku enga
áhættu, hugsuðu
fyrst og fremst um
að verjast og báru
greinilega virðingu
fyrir aðkomumönnunum, voru jafn-
vel hræddir við þá. Eftir fýrsta
markið fóru þeir aðeins að færa sig
uppá skaftið og eftir hálftíma leik
fékk Helgi Kolviðsson gullið tæki-
færi til að jafna eftir sendingu
Valdimars Hilmarssonar inn fyrir
vörn ÍA, en fyrirliðinn missti naum-
lega marks.
Seinni hálfleikurinn var vægast
sagt illa leikinn af hálfu Skaga-
manna. Þeir virtust aðeins hugsa
um lokaflaut dómarans og var sem
þeir forðuðust að gefa á samheija,
hvað þá að reyna að bæta við, þó
færin hafi verið til þess. Það eina,
sem gladdi augað var aukaspyma
Sigurðar Jónssonar frá miðjum vall-
arhelmingi HK stundarfjórðungi
fyrir leikslok; hann skaut firnaföstu
föstu skoti að marki, en Eiríkur
Þorvarðarson, sem kom inná sem
varamaður og Iék fyrsta leik sinn
með HK, bjargaði meistaralega í
horn.
„Bikarleikir eru bara til að vinna,
markamunur skiptir engu,“ sagði
Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, við
Morgunblaðið aðspurður um afleita
frammistöðu liðsins. „Við ætluðum
okkur ekki að taka neina áhættu
og úrslitin voru ráðin fyrir hlé. Þá
var þetta búið.“
Morgunblaðið/Einar Falur
Mihajlo Bibercic gerir fyrsta mark Skagamanna, en Valdimar Hilmarsson er of seinn til varnar.
Oa 4| Skagamenn sneru
■ I vöm í sókn á 15.
mínútu, náðu knettinum við
miðlínu og Þórður Guðjónsson
sendi fram á Mihajlo Bibezcic.
Hann lék til hægri framhjá
Valdimar Hilmarssyni og
skoraði af öryggi rétt utan
markteigshomsins.
Oa^J^Haraldur Ingólfsson
mmmtók hornspyrnu frá
hægri á 38. mínútu og sendi
fyrir markið. Luca Kostic kom
aðvffandi í áttina að fjærstöng
og skallaði í netið úr markteign-
um. Fyrsta mark hans á tímabil-
inu.
0»OHaraldur Ingólfsson
■ ^riPtók aukaspyrnu frá
vinstri rétt við hliðarlínu á móts
við vítateigshornið: Hann sendi
beint á kollinn á Ólafi Adolfs-
syni, sem skallaði upp í þaknet-
ið úr miðjum markteignum á
40. mínútu.
HK-menn gleymdu virðingunni í
seinni hálfleik, fóra í návígi til að
hafa betur og tókst það oftar en
ekki, byggðu upp markvissar sókn-
ir, en komust sjaldan lengra en að
vítateignum, þar sem miðverðir ÍA
sögðu hingað og ekki lengra. Strák-
arnir unnu vel saman og eiga allir
hrós skilið fyrir frammistöðuna, en
Zoran Ljubicic var maður leiksins,
potturinn og pannann í spilinu.
„þetta var skárra en ég átti von
á og í raun get ég verið mjög stolt-
ur,“ sagði Helgi Ragnarsson, þjálf-
ari HK. Liðið kom uppúr 4. deild,
er efst í 3. deild og innan félagsins
er rætt um að setja stefnuna á 1.
deild innan tveggja ára. Helgi sagð-
ist ekki vilja vera með neinar yfir-
lýsingar í þá veru. „Það er ærið
verkefni að reyna að komast uppúr
3. deild, en ef við höldum áfram
að leika eins vel og að þessu sinni
ætti það reyndar ekki að vera
vandamál. Við sáum muninn á 1.
og 3. deild, en þetta er búið og við
stefnum uppávið.“
Tvö mörk Guðmund-
ar Steinssonar
Víkingar komust áfram á kostnað Víðis í Garðinum
Víkingar tryggðu sér réttinn til
að leika í 8 liða úrslitum
mjólkurbikarkeppninnar með því að
■■■1 sigra Víðismenn 2:1
Björn í Garðinum í gær-
Blöndal kvöldi. Vfðismenn
tkri!ar![á sem leika í 3. deild
gáfu 1. deildarliðinu
ekki mikið eftir og veittu Víkingum
oft harða keppni. I hálfleik var stað-
an jöfn 1:1. Leikur liðanna bauð
ekki uppá mikla spennu og áttu
heimamenn lengstum í vök að veij-
ast. Þeir áttu þó sínar stundir og
hefðu með smá heppni allt eins
getað staðið uppi sem sigurvegarar.
Það var hinn marksækni framheiji
Víkinga, Guðmundur Steinsson sem
tryggði Hæðargarðsliðinu sigur í
leiknum með tveimur mörkum, einu
í hvorum hálfleik. Víðismönnum
tókst ótrúlega vel að veijast að
Oa 4[ Guðmundur Steinsson fékk góða sendingu
■ I Víðis á 4. mínútu og sendi knöttinn í falíegum boga yfir
inn fyrir vörn
Víðis á 4. mínútu og sendi knöttinn í
Gísla Hreiðarsson markvörð Víðis, sem hafði hætt sér einum og framar-
lega, og í netið.
1m H| Grétar Einarsson náði að jafna metin á 12. mínútu eftir
■ I að Guðmundur Hreiðarsson hafði hálfvarið fast skot frá
Jóhanni Guðmundssyni. Hann hélt ekki boltanum sem barst út í víta-
teiginn og þar hafði Grétar betur í kapphlaupí við vamarmann Vfk-
ings og náði að setja mark.
1B Guðmundur Steinsson var aftur á ferð fyrir Víkinga á
mínútu, en nú skallaði hann laglega í netið fyrirgjöf
frá Róberti Amórssyni sem var nýlega kominn inná sem varamaður.
þessu sinni og áttu svo af og til
skyndisóknir sem oft sköpuðu
hættu við mark Víkinga og upp úr
einu slíku náðu þeir að setja sitt
eina mark - og vora þessi úrslit
sanngjörn miðað við gang leiksins.
Ólafur
meiddur
Olafur Þórðarson, leikmaður ÍA
og landsliðsmaður, lék ekki
með íslandsmeisturanum í Kópa-
vogi í gærkvöldi. Hann meiddist í
vinnunni í fyrradag, féll ofanaf
vörugámi, lenti illa og marðist á
læri. Hann tók því rólega í gær
enda óleikfær, en Skagamenn gera
sér vonir um að hann geti leikið í
deildinni um miðja næstu viku.
FOLK
■ VESTEINN Hafsteinsson
kastaði kringlu 63,52 m á fijáls-
íþróttamóti í Helsingborg í Svíþjóð
í gær; lengra en íslenska a-lág-
markið fyrir heimsmeistaramótið í
Stuttgart í sumar. Stjóm FRÍ hafði
reyndar ákveðið að Vésteinn færi
á HM þar sem hann náði lágmark-
inu í fyrra.
■ ÍSLENSKA sveitin er í 14.
sæti af 16 eftir fyrsta dag Evrópu-
keppni kvennalandsliða í golfi, sem
hófst í gær. Frakkar eru efstir á
369 höggum, þá koma frar og
Skotar með 372 og Svíar era í
fjórða sæti á 374 höggum. íslensku
stúlkurnar léku á samtals 401
höggi. Síðan kemur sveit Noregs
á 404 og sveit Austurríkis rekur
lestina með 407.
■ HERBORG Arnarsdóttir lék
best íslensku stúlknanna í gær, á
76 höggum. Ragnhildur Sigurðar-
dóttir fór á 79 höggum, Karen
Sævarsdóttir á 80, Olöf M. Jóns-
dóttir á 81, Þórdís Geirsdóttir á
85 og Svala Óskarsdóttir lék á
90 höggum.
■ EVRÓPUMÓT piltalandsliða
hófst einnig í gær og er sveit ís-
lands í 18. og neðsta sæti eftir
fyrri dag forkeppni mótsins, á 399
höggum. Svíar og Englendingar
eru efstir og jafnir á 354 höggum.
Sigurpáll Sveinsson, GA lék best
íslendinganna í gær, kom inn á 78
höggum. Birgir L. Hafþórsson,
GL og Þorkell Snorri Sigurðsson,
GR léku báðir á 79, Tryggvi Pét-
ursson, GR á 80, Örn Ævar H[jart-
arson, GS á 83 og Helgi Þóris-
son, GS á 91. Árangur slakasta
manns hvers liðs telst ekki með.
■ RUUD Gullitt, hollénski lands-
liðsmaðurinn snjalli sem verið hefur
í herbúðum AC Milan síðustu sex,
gengur líklega frá samningi við ít-
ölsku bikarmeistarana í Tórínó í
dag.
■ JESPER Parnevik, 28 ára
Svíi, hefur forystu eftir fýrsta dag
á opna skoska golfmótinu sem hófst
í gær. Hann fór sex síðustu holurn-
ar á fugli — einu höggi undir pari
— og hringinn á 64 höggum. Rob-
ert Lee frá Englandi er annar á
67.