Morgunblaðið - 10.07.1993, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1993
25
Reglugerð sett um ósoneyðandi efni
Bann við innfhitniiigi
og sölu nýrra efna
UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hefur sett reglugerð um varnir
gegn mengun af völdum klórflúorkolefna (CFC) og halóna.
Markmið reglugerðarinnar er að draga úr losun þessara efna út
í umhverfið og vernda ósonlagið í heiðhvolfinu. Reglugerðin
tekur gildi um næstu mánaðamót.
Með reglugerðinni er bannaður
innflutningur og sala nýrra CFC-
efna og halóna. Þó verður heimil-
aður tímabundinn innflutningur
og sala efnanna til tiltekinnar
notkunar. Bann við innflutningi
og sölu nær ekki til endurnýttra
og endurunninna efna.
Ósoneyðandi
Eftir því sem segir í tilkynningu
ráðuneytisins eru klórflúorkolefni
og halónar þau ósoneyðandi efni
sem mest hafa verið notuð hér-
lendis. Klórflúorkolefni eru m.a.
notuð í kælikerfi og varmadælur,
við framleiðslu á einangrunarfroðu
og sem hreinsimiðlar í efnalaug-
um. Halónar hafa fyrst og fremst
verið notaðir í slökkvibúnað.
Heimilit verður að flytja inn og
selja klórflúorkolefni til fram-
leiðslu á harðfroðueinangrun til
1. janúar 1994 og til notkunar í
fatahreinsun, svo og í kælikerfi
og varmadælur til 1. janúar 1995.
Innflutningur og sala á lyfjum sem
innihalda CFC-efni sem drifefni
er heimil til 1. janúar 1996. Inn-
flutningur og sala á halónum verð-
KORTABÓK
ROADATLAS
1:500 000
l-A NDMÆUNGAR
ÍSLANDS
ur óheimil frá og með næstu ára-
mótum. Þó er gert ráð fyrir að
þegar sérstakar ástæður mæla
með því sé hægt að veita undan-
þágu frá banninu.
Samráð
Við undirbúning reglugerðar-
innar var haft samráð við fulltrúa
atvinnulífsins og hagsmunaaðila á
þeim sviðum þar sem fýrrnefnd
bannefni eru notuð. Talsvert magn
af klórflúorkolefnum og halónum
er í umferð í dag og er líklegt að
notkun endurunninna efna verði
talsverð eftir að bannað hefur ver-
ið að nota ný efni. Það mun lengja
þann tíma sem íslenskur iðnaður
hefur til að laga starfsemi sína
að nýjum efnum og/eða breyttri
tækni.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Borðað í verklok
Verkinu var formlega lokið með grillveislu á lóð Landsbankaútibúsins á Stokkseyri.
Tóku til fyrir Landsbankann
Selfossi.
UNGIR knattspyrnumenn og
stuðningsfólk þeirra úr for-
eldrahópi héldu upp á lok sam-
starfsverkefnis með útibúi
Landsbankans á Stokkseyri 2.
júlí. Verkefnið var fólgið í til-
tekt og hreinsun á Ióð bankans.
Haldin var grillveisla til að ljúka
verkinu formlega og síðan var
kveiktur bálköstur. Árni Valdi-
marsson afgreiðslustjóri sagði
íþróttafélagið hafa tekið verkið að
sér fyrir ákveðna þóknun og lýsti
ánægju sinni með það að geta lagt
félaginu lið og fengið um leið til
leiðar komið góðu verki. Umhverfí
bankans væri nú staðarprýði.
- Sig. Jóns.
Formaður stjómar Hafnasambands segir lækkun gjalda í Y estmannaeyj um koma á óvartf
Skip munu sigla á stórar vöru-
hafnir sem niðurgreiða gjöld
STURLA Böðvarsson, formaður stjórnar Hafnarsambands sveit-
arfélaga, segir fréttir af lækkun afla- og vörugjalda af sjávaraf-
urðum í Vestmannaeyjum um 10% koma á óvart. Hann segir
það m.a. vegna þess að stjórn Hafnarsambands sveitarfélaga
hafði beint þeim tilmælum til hafnarstjórna að bíða með lækkan-
ir uns stjórn sambandsins hefði fjallað um skýrslu sem liggur
fyrir um afkomu hafnanna. Á mánudag verður fundur í stjórn
Hafnarsambandsins þar sem fjallað verður um þetta og niður-
staða Eyjamanna verður tekin til afgreiðslu.
Ný korta-
bókaf
*
Islandi
LANDMÆLINGAR Islands
hafa gefið út kortabók af ís-
landi en hún kom síðast út
árið 1987. Bókin er gorma-
bundin í handhægu broti og
er meginefni hennar kort í
mælikvarðanum 1:500.000, auk
sérkorta af Þingvöllum,
Skaftafelli, Mývatni, Gullfossi
og Geysi.
Kortabókin veitir upplýsingar
um þjóðvegakerfíð, veganúmer,
vegalengdir og gerð slitlags, auk
bestu fáanlegu heimilda um slóða
á hálendi landsins.
í Kortabókinni, sem er 80 bls.,
er að fínna upplýsingar fyrir ferða-
menn t.d. um þjónustu á þéttbýlis-
stöðum, söfn, vegalengdir og
neyðarsíma auk leiðbeininga frá
Náttúrverndarráði, Umferðrráði
og Almannavömum er varða sam-
skipti manns og náttúru.
Sturla Böðvarsson sagði í við-
tali við Morgunblaðið að fulltrúar
LIÚ og Samtaka fískvinnslustöðva
hefðu verið boðaðir til fundarins
til að gera þeim grein fyrir stöðu
málsins. En tildrög lækkunarinnar
eru m.a. sú að fram hafði komið
beiðni frá Landsambandi íslenskra
útvegsmanna og Samtökum físk-
vinnslustöðva til einstakra hafnar-
stjóma að lækka aflagjöld um 50%
og vörugjöld um 25%.
Orfáar hafnir með góða
afkomu
Sturla sagði örfáar hafnir hafa
verið með góða afkomu, t.d. í
Reykjavík. „Vandinn sem fylgir
því að lækka gjöldin mjög mikið
er að það mun upphefjast mikil
samkeppni milli byggðarlaga sem
mun leiða til þess að flotinn mun
sigla til stórra vöruhafna sem hafa
efni á að gréiða niður hafnargjöld-
in.“
Hann sagði ljóst að sumar hafn-
ir gætu ekki lækkað gjöld um 10%
nema bæjarsjóðir hlypu undir
bagga vegna þess að reksturinn
stæði ekki undir sér þegar litið
væri til fjármagnskostnaðar og
afborgana lána.
„Stjórn hafnarsambandsins hef-
ur því varað við því, nema að vel
athuguðu máli og á ákveðnum
forsendum, að hafnir lækki gjald-
skrána. Ef þær lækka er ljóst að
jafnframt verður að koma til frest-
un á afborgunum af lánum t.d. í
Hafnarbótasjóð og aðrar lána-
stofnanir sem hafnir hafa tekið lán
hjá til að fjármagna framkvæmd-
ir.“
Ríkisframlag ekki aukið á móti
Síðastliðinn miðvikudag birtist
í Morgunblaðinu frétt um lækkun-
ina í Vestmannaeyjum og segir
Sturla að í þeirri frétt komi fram
að það sé ekki hætta á því að fram-
lög ríkisins til hafna verði skert
þótt gjaldskrá sé lækkuð. Hann
segir hins vegar að ekkert tryggi
það í bráðabirgðalögunum sem
sett voru. „Það hlýtur að liggja í
augum uppi að ekki er líklegt að
framlög ríkisins munu aukast til
hafna sem telja sig geta lækkað
gjaldskrá."
Mokstur á hálendisveg-
um mun meiri en áður
SPRENGISANDUR var opnaður fyrir umferð í gærmorgun og hefur
sjaldan þurft að moka jafn mikið á þeirri leið eins og í ár. Magnús
Iljartarson hjá Vegaeftirlitinu segir að mikill þrýstingur sé frá ferða-
mannaþjónustunni á Vegagerðina að opna leiðir því oft væri búið
væri að selja ferðamönnum ferðir yfir hálendisvegi fyrir áætlaða
opnunardaga.
Hjá ferðaskrifstofum, sem selja
ferðir um hálendið, kom fram í sam-
tölum við Morgunblaðið, að mestu
máli hafi skipt að Sprengisandur
opnaði. Magnús segir að alltaf hafi
eitthvað þurft að moka á leiðum
eins og yfir Kjöl og Sprengisand
en núna hafi þurft að gera mikið
meira af því en áður. Magnús segir
að Fjallabaksleiðir fari að opna, það
sé áætlað um helgina en geti dreg-
ist eitthvað fram í næstu viku.
Miðaverð lægra í forsölu
Forsala aðgöngumiða á Bind-
indismótið í Galtalækjarskógi
hefst 10. júlí og stendur til 26.
júlí. Aðgöngumiði fyrir fullorðinn
kostar 4.800 kr. og 4.300 kr. fyr-
ir unglinga 13, 14 og 15 ára. Eft-
ir 26. júlí hækkar miðaverðið um
500 krónur og verður því 5.300
fyrir fullorðna og 4.800 fyrir ungl-
inga. Börn, 12 ára og yngri, frá
ókeypis inn. Forsala aðgöngumiða
verður í Seglagerðinni Ægi, Eyja-
slóð 7, Reykjavík, frá og með 10.
júlí og á nokkrum stöðum á suð-
vesturhorni landsins síðar í júlí.
Samtök tónskálda á Norðurlöndum
Magnús Kjartansson
útnefndur forseti
MAGNÚS Kjartansson hljómlistarmaður og formaður STEF
hefur verið útnefndur forseti Nordisk mode, sem er nokk-
urs konar norðurlandaráð samtaka tónskálda að sögn Magn-
úsar. Starf hans mun aðallega felast í því að skipuleggja
næsta þing samtakanna, sem verður haldið á íslandi eftir
tvö ár. Samtökin eru hagsmunasamtök tónskálda á Norður-
löndum allt frá dægurlagatónskáldum til nútíma tónskálda.
Magnús segir að allir kraftar
beinist nú að því að vernda höf-
undaréttinn. Hann nefnir sem
dæmi að ef verður af gervi-
hnattasendingum á íslandi
þannig að allir geti nálgast þær
auðveldlega verði höfundarétt-
armál mjög flókin. Það verði að
vera skýrt hvernig og hvar höf-
undargjöld eigi að innheimtast.
„Ábyrgð mín felst í því að
kalla saman fundi ef þurfa þyk-
ir og fylgjast með því hvað er
að gerast," segir Magnús. Hann
segir að þing samtakanna sé
haldið á tveggja ára fresti og á
það mæti framkvæmdastjórar
og forsvarsmenn tónskáldafé-
laga á Norðurlöndunum. „Á
þessum þingum fer fram stefnu-
mótun og þau eru samvinnuflöt-
ur norrænu landanna til þess
að mynda ákveðna heild og
Magnús Kjartansson
standa saman um mikilvægustu
málefni höfundaréttarins," seg-
ir Magnús.