Morgunblaðið - 10.07.1993, Page 29

Morgunblaðið - 10.07.1993, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JULI 1993 29 ísland og náttúrulögmál eftir Gunnlaug Guðmundsson Með uppgangi nútímavísinda hafa Vesturlandabúar fjarlægst náttúruna. Vísindauppgötvanir hafa leitt til iðnvæðingar og ör- tölvubyitingar og borgarsamfélög hafa leyst gömlu sveitasamfélögin af hólmi. Líf nútímamannsins snýst í stöðugt ríkjandi mæli um tækni- undur ýmis konar og má segja með nokkrum rétti að við lifum nú í til- búnum heimi: Við vöknum upp við vekjaraklukku og stimpilklukka stjórnar vinnutíma okkar. Rafmagn lýsir upp götur og vistarverur og steinsteypt hús og bílar verja okkur fýrir veðri og vindum. Snerting margra okkar við náttúruna er lít- il, það er helst þegar við skjótumst úr húsi í bílinn, förum í stutta heilsubótargöngu eða erum útivið á góðviðrisdögum á sumrin, að við finnum fyrir vindum náttúrunnar. Bóndinn og árstíðirnar Bændur þurfa að laga sig að árstíðum. Jarðyrkjubóndi þarf að velja fræ til sáningar, bíða þess að fræið skjóti rótum og að jurtin vaxi og dafni. Eftir eðlilegan vaxtartíma sinnir hann uppskeru og setur að lokum vöru sína á markað. Árstíðir náttúrunnar stjóma þessu ferli, á veturna er jörðin í hvíld, á vorin og sumrin er vaxtartími og á haust- in er uppskerunni dreift og gróður dregur sig í hlé til að mæta nýjum vetri. Vöxtur, vöxtur Galdraorðið í neysluþjóðfélagi nútímans er hagvöxtur. Fyrirtæki eiga að skila stöðugum gróða og þjóðfélagsþegnarnir að kaupa og kaupa, til að halda hjólunum gang- andi. Þetta er í sjálfu sér hið besta mál, ef ekki kæmi til eitt lítið en mikilvægt atriði, eða hringrásarlög- mál náttúrannar. Þó að vitund okk- ar um samspil manns og náttúra séu óljósari en oft áður, þá er sam- spilið enn til staðar. Ekkert það fyrirbæri sem kemur frá náttúrunni er þess eðlis að um stöðugan vöxt sé að ræða. Maðurinn er hluti af náttúrunni og öll mannanna verk þar með talin. Voldugustu þjóðfélög manna sem hafa risið hér á jörðinni hafa fyrr en síðar þurft að takast á við hnignun og að endingu fall. Fyrirtæki sem virðast ósigrandi, eins og t.d. Samband íslenskra sam- vinnufélaga fyrir einum til tveimur áratugum, fara sömu leið. Á eftir sumri kemur haust og síðan vetur, áður en vorar á ný. Það er eitt af hinum óumbreytanlegu náttúrulög- málum. Lífræn framþróun Að undanförnu hef ég talað við marga aðila úr viðskiptalífinu um stofnun og rekstur fyrirtækja. Tveir óskyldir aðilar sem báðir reka stór og stöndug fyrirtæki hafa sagt það ÁRNAÐ HEILLA Ljósm.st. MYND HJÓNABAND Gefín vora saman í hjónaband 26. júní í Árbæj- arkirkju af sr. Guðmundi Þorsteins- syni Guðmunda Birna Ásgeirsdóttir og Sigurður Örn Sigurgeirsson. Heimili þeirra er í Traðarbergi 1, Hafnarfirði. Ljósm.st. MYND HJÓNABAND Gefin vora saman í hjónaband 26. júní í Fríkirkjunni Hafnarfirði af sr. Einari Eyjólfssyni Hjördís Arnbjörnsdóttir og Þor- steinn Gíslason. Heimili þeirra er í Hrísmóum 1, Garðabæ. sama við mig: „Ef þú vilt skapa gott fyrirtæki, þá þarf vöxtur þess að vera lífrænn. Byrjaðu smátt og láttu fyrirtækið vaxa eðlilega í þá átt sem eftirspurnin og þörfin segir til um. Ekki gera það sem hefur tíðkast á íslandi á liðnum árum, að ætla þér að reisa stórt fyrirtæki svo til á einum degi, án þess að kanna hver þörfin fyrir fyrirtækið sé.“ Ástæðan fyrir því að ég nefndi í upphafi að við nútímamenn höfum fjarlægst náttúruna, er sú að mörg okkar hafa gleymt lögmálinu um lífrænar hringrásir. í staðinn hefur komið krafa um eilíf þægindi og eilífan vöxt. Afleiðing þeirrar kröfur er sú að við viljum sleppa því að setja niður útsæði og krefjumst stöðugrar uppskeru. Þetta viðhorf skapar ótal erfið- leika. í stað þess að taka vetrar- skeiðum í atvinnulífi okkar og nota tímann til að undirbúa vorkomu leggjumst við í þunglyndi og fyll- umst uppgjöf. Þá er ég t.d. að tala um tímabundna „vetrarsveiflu" í efnahagslífi íslendinga og annarra Vesturlandaþjóða. Þegar ég segi tímabundna, á ég við að hún þurfi ekki að vera annað en tímabundin, ef við hættum að hugsa um hinn eilífa vöxt og tökum að skipuleggja efnahagslífið með tilliti til lífrænna hringrása og náttúrulögmála sem hafa áhrif hvort sem okkur líkar betur eða verr. Hringrásarlögmálið er einfalt og það þarf að virða: Án þess að sá í jörðina getum við ekki uppskorið. Ef við yfirfærum það á mannlífið, þjóðfélag okkar og fyrirtækjarekst- ur getum við talað um fjögur tíma- bil eða gerjun, sáningu, vöxt og uppskeru. GeTjunartími í lífi þjóðfélags eða fyrirtækis er tími undirbúnings, skipulags, markaðsathugunar og leitar að nýjum tækifæram. Talað er við hugsanlega fjárfesta, gerð hagkvæmniskönnun, haldnir fundir um mögulegar framleiðsluaðferðir og leitað samninga við væntanlega kaupendur. Það má líkja því við vetur og þann tíma þegar bændur hittast í félagsheimili sveitarinnar, bera saman bækur sínar, ræða um útsæði og það hvaða frjókorn sé best að setja í hvern akur á kom- andi vori. Sáningartími er það tíma- bil í lífí þjóðfélags eða fyrirtækis þegar byijað er að leggja fé í þróun og framleiðslu vörunnar. Þetta er vortíminn þegar bændurnir sá í jörðina. Vaxtartíminn er tími hinnar eiginlegu framleiðslu. Þetta er sum- arið, mesta vaxtarskeið náttúrann- ar þegar bóndinn fylgist með, vökv- ar jarðveginn og reitir arfann. Upp- skerutíminn í lífí þjóðfélags eða Gunnlaugur Guðmundsson „I dag, 1993, er gerjun- artímabil. Fljótlega kemur sáningartími, síðan vaxtartími og að lokum enn eitt upp- skerutímabilið. Ef upp- skeran á að verða góð þurfum við að virða þetta lífræna ferli.“ fyrirtækis er sá tími þegar peningar taka að streyma inn fyrir vörana, þegar árangur vinnu fyrri tímabila tekur að skila sér. Þetta er haust- tíminn þegar bóndinn fer með upp- skeruna á markað. Allt þetta er vel þekkt, þótt margir gleymi því þegar til kast- anna kemur. Við gleymum því að hver hugmynd hefur afmarkaðan líftíma. Við gleymum því að vel rekið fyrirtæki eða vel rekið þjóðfé- lag þarf stöðugt að vera á höttunum eftir nýrri markaðsvöru og hafa margs konar vöruflokka á mismun- andi framleiðslustigi, vera með nokkur mál í geijun, önnur í sán- ingu, nokkur í vexti og enn önnur í uppskeru. Margir viðskiptaaðilar og nú- tímamenn sem hafa tapað tengslum sínum við náttúruna „klikka" einnig á eftirfarandi: Þegar uppskera er í fullum gangi, halda þeir sig hafa fundið „uppskeruformúluna" eða lykilinn að hinum eilífa hagvexti. Þeir fyllast mikilmennskubijálæði og fara á „fjárfestingarfyllerí“. Þeir hegða sér eins og lífið sé ein stór uppskeruhátíð og dæla peningum sem þarf að nýta á næsta geijunar- tímabili í hæpnar skyndifram- kvæmdir. Margir góðir íslenskir athafnamenn hafa dottið í þann pyttinn. Hin retta aðferð er að taka lítið umfram það venjulega út úr þjóðar- framleiðslunni eða fyrirtækja- rekstrinum á uppskerutímanum. Það er ekki alltaf uppskera. Það þurfa að vera peningar til að kaupa útsæði fyrir næsta sáningartímabil. ísland er á gerjunarskeiði Á áranum 1986-1989 var upp- skerutími á íslandi. Við fórum á „fjárfestingarfyllerí". Einstaklingar keyptu mikið af sófasettum, sól- skálum, bílum og sumarhúsum, fóru í utanlandsferðir og byggðu enda- lausar raðir af steinkössum. Pöbbar voru opnaðir í hundraðatali, allir tilbúnir að taka strax á móti vold- ugri uppskeru. Stjórnmálamenn gerðust bændur og byggðu virkjan- ir, eldisstöðvar og enn fleiri óarð- bæra steinkassa. Sama lögmálið átti að gilda, skjót og auðfengin uppskera, án þess að um eðlilega geijun væri að ræða, þ.e.a.s. án þess að gera markaðskannanir og prufukeyra lítil fyrirtæki áður en hin eiginlega sáning eða fjárfesting hófst. í dag, 1993, er geijunartíma- bil. Fljótlega kemur sáningartími, síðan vaxtartími og að lokum enn eitt uppskerutímabilið. Ef uppsker- an á að verða góð þurfum við að virða þetta lífræna ferli. Vegna þess að íslendingar hafa eins og aðrir Vesturlandabúar gleymt því að til era náttúrulögmál og vilja endalausan hagvöxt, þjá- umst við um þessar mundir af lam- andi þunglyndi. Við þekkjum ekki náttúrulögmálin og erum fullir von- leysis. Við vorkennum okkur. Við segjum: „Aumingja við. Það er kreppa. Það er atvinnuleysi. Hve- nær ætli þetta lagist?" Þeir þættu félegir bændurnir sem eyddu vetrin- um í barlóm, í stað þess að bíða vorsins og undirbúa sáningu. Það er vissulega rétt að nú era erfiðir tímar, en meinsemdin er sú að við virðum ekki grandvallar náttúru- lögmál. Á síðasta uppskerutíma lögðum við ekkert til hliðar og nú leitum við ekki nýrra tækifæra af alvöru, heldur einblínum á þorsk- stofninn og gömul úrræði sem til- heyra öðru tímaskeiði. Viðbrögð okkar eiga að vera þau að leggja niður hina eilífu hag- vaxta- og hamingjuheimspeki og viðurkenna tilvist lífrænna hring- rása. Við eigum að taka því sem komið er, viðurkenna að nú er geij- unartími, bretta upp ermarnar og leita nýrra fijóanga til að sá í jörð- ina. Hinir nýju fijóangar eiga að vera fjöldi lítilla fyrirtækja sem fá að þróast í friði í höndum „bænda“, ijarri höndum sjóða- og stjórnmála- manna. Við eigum að segja skilið við þunglyndi og vonleysi og byija að ræða saman eins og menn um það hvaða útsæði við viljum planta í jörðina fyrir næsta vaxtarskeið. Höfundur er sijömuspekingur. r . f. ■ fHcóóur W'{' á mnrrtttn lUUl^UU V ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Einsöngur Örn Arnarson. Organisti Guðni Þ. Guðmunds- son. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Skírn. Prestur sr. María Ágústs- dóttir. Dómkórinn syngur. Organ- isti Kjartan Sigurjónsson. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Gylfi Jónsson. Organ- isti Árni Arinbjarnarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Sigurður Pálsson. Organ- isti Kári Þormar. Tónleikar kl. 20.30. Björn Steinar Sólbergsson leikur. Þriðjudag: Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Sigurður Pálsson. HÁTEIGSKIRKJA: Hámessa kl. 11. Sr. Arngrímur Jónsson. Kvöld- bænir og fyrirbænir eru í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Engin guðsþjón- usta vegna sumarleyfa starfs- fólks. LAUG ARN ESKIRKJ A: Bæna- stund kl. 11. Prestur sr. Sigrún Óskarsdóttir. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Guðspjall dagsins: (Lúk. 5.) Jesús kennir af skipi. Messa kl. 11. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Organisti Hákon Leifsson. Sr. Baldur Krist- jánsson predikar og fermir Arnþór Björn Magnússon, Pensylvaníu, Bandaríkjunum. Aðsetur: Afla- granda 38, Reykjavík. ARBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Prestur sr. Þór Hauksson. Organisti Þóra Guð- mundsdóttir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11 með þátttöku gesta á norrænu þjóðdansamóti. Organ- isti Þorvaldur Björnsson. Biblíu- lestur í umsjón ungs fólks með hlutverk kl. 20.30. Sr. Gísli Jónas- son. FELLA-OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 20.30. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Org- anisti Pavel Smid. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Þorbergur Krist- jánsson. SELJAKIRKJA: Kvöldguðsþjón- usta kl. 20. Leikararnir Jón Hjart- arson og Ragnheiður Tryggva- dóttir flytja dagskrá um guðspjall dagsins. Organisti Kjartan Sigur- jónsson. Prestur Valgeir Ástráðs- son. Sóknarprestur. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Aðra rúm- helga daga messur kl. 8 og kl. 18. MARÍUKIRKJA, Breiðhoiti: Messa kl. 11. Alla rúmhelga daga messa kl. 18.30. HVÍTASUNNUKIRKJAN Filadelf- ía: Almenn samkoma kl. 20. Ræðumaður G. Theodór Birgis- son. Allir hjartanlega velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Bæn kl. 19.30. Kl. 20 hjálpræðissam- koma. Major Liv Körto og Áslaug Haugland stjórna og tala. GARÐASÓKN: Messa kl. 11 f.h. Fermdur verður Óskar Páll Meyer Daníelsson, Flókagötu 4, Hafnar- firði. VÍÐISTAÐASÓKN: Guðsþjónusta kl. 11. Fermdur verður Alfons Christian Heiðarsson. Kór Víði- staðasóknar syngur. Organisti Ulrik Ólafsson. Sigurður Helgi Guðmundsson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Mánud.-fös. kl. 18 messa. KARMELKLAUSTUR: Messa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Messa kl. 21. Altarisganga. Bald- ur Rafn Sigurðsson. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 16. STRANDARKIRKJA: Messa kl. 14. Sr. Úlfar Guðmundsson, Eyr- arbakka, messar. Organisti Stef- án Þorleifsson. Rúta ferfrá grunn- skólanum í Þorlákshöfn kl. 13.15 og til baka að messu lokinni. Sóknarprestur. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyj- um: Almenn guðsþjónusta kl. 11. Sr. Jóna Hrönn þjónar. Kl. 20.30 KFUM og K - unglingafundur. MIÐDALSKIRKJA í Laugardai: Messa kl. 11 á sunnudag. BÚRFELLSKIRKJA f Grímsnesi: Messa kl. 14 á sunnudag, 11. júlí. ÚLFUÓTSVATN í Grafningi: Messa kl. 16 á sunnudag. AKRAN ESKIRKJ A: Kvöldmessa kl. 20.30. Ath. breyttan tíma. Björn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.