Morgunblaðið - 10.07.1993, Page 30

Morgunblaðið - 10.07.1993, Page 30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1993 30 Minning Halldór J. Blöndal Fæddur 29. mars 1917 Dáinn 28. júní 1993 Afi í Skeijó er dáinn. Minningar um samverustundir okkar síðastlið- in ár og áratugi koma fram í hug- ann og gera fjarveru hans bæriiegri. Afi Dóri var „afi“ í bestu og víð- ustu merkingu þess orðs. Hann hafði alltaf áhuga á því sem við dótturdæturnar tókum okkur fyrir hendur og alltaf tíma til að sinna okkur í óteljandi heimsóknum okkar í Skeijafjörðinn. Þegar við systurn- ar vorum litlar var heimsókn til ömmu og afa í Skerjó alltaf tilhlökk- unarefni vegna þess hve margt var þar fyrir böm að gera og afi var óþreytandi við að leiðbeina okkur og leika við okkur. Hann hafði gam- an af því að spila við okkur og kenndi okkur að leggja kapal. Skúr- inn hans afa var ævintýraheimur út af fyrir sig. Þar var allt sem til þurfti til að sköpunargleði okkar fengi útrás, en okkur þótti í raun og veru merkilegast að fylgjast með afa smíða og sjá hvemig spýtna- brak gat breyst í nothæf leikföng á augabragði. En það sem var kannski allra best við heimsóknir í Skeijó var að amma og afi höfðu sinn einkaróluvöll. Hann tilheyrði þeim auðvitað ekki, en hann var beint fyrir framan húsið þeirra á Bauganesi 25. Við systurnar þótt- umst eiga eitthvað í honum og gát- um eytt þar heilu og hálfu dögun- um. Að heimsókn lokinni átti afi alltaf mola í munninn á stelpunum sínum. Afastelpurnar uxu úr grasi, en ekki fækkaði ferðunum í Skeijó neitt að ráði nema auðvitað á þeim tímum sem við höfum dvalist er- lendis. Það var skemmtilegt að kíkja í kaffi í hádeginu og hlusta á út- varpsfréttimar með afa, en hann hafði skoðun á öllum þjóðmálum og lét sig heill íslensku þjóðarinnar miklu varða. Hann var mikill og sannur sjálfstæðismaður af gamla skólanum og vorum við oftar en ekki ósammála um hvernig væri best að stjórna landinu og hveijir væru best til þess fallnir. Hvort við vomm sammála eða ekki var auka- atriði því að heilbrigð skoðanaskipti vora í hans augum alltaf til góðs. Það sem sameinaði okkur afa einna helst síðustu árin var áhugi okkar á íþróttum og á því sviði sem öðram vildi hann veg íslendinga sem mest- an og hrósaði „strákunum okkar" í hástert ef vel gekk. Hann efaðist aldrei um að þeir gerðu sitt besta enda var það í eðli hans sjálfs að vinna öll verk af samviskusemi og heilum hug. Langafastrákarnir, Grímur og Egill, voru hændir að afa Dóra sem sýndi þeim sömu umhyggju og at- hygli og okkur mæðram þeirra þeg- ar við vorum litlar stelpur. Þeir munu minnast langafa síns í fram- tíðinni þegar þeir leika sé að risa- vörabílnum sem hann smíðaði handa þeim og ótal öðrum bömum. Nú skilja leiðir um sinn. Við barnabörnin varðveitum minningar um góðan afa og deilum þeim með okkar börnum. Bryndís Pálmarsdóttir. Öllu er afmörkuð stund og sér- hver hlutur undir himninum hefir sinn tíma, segir predikarinn. Nú er sá tími liðinn sem okkur Halldóri Blöndal var ætlað að vera sam- ferðamenn. Með þakklæti í huga kveð ég vin minn og tengdaföður. Halldór var góður fjölskyldufaðir og einlægur vinur vina sinna. Ég naut þeirra forréttinda að vera hans eini tengdasonur og þar með sá besti og á samband okkar hefur engan skugga borið þá þijá áratugi sem liðnir era síðan ég nam einka- dóttur hans á brott. Gott samkomu- lag okkar í milli byggðist ekki á því að við værum sammála um alla hluti. Öðra nær. Halldór var einlæg- ur og ákafur fylgismaður Sjálfstæð- isflokksins og oft risu öldur hátt þegar við skiptumst á skoðunum um síðustu afrek flokksins. Þegar lægði aftur bauð hann mér aftur í bollann og aðra kökusneið eins og ekkert hefði verið sagt. Dóri var ekkert hálfvolgur í sinni pólitík. Til marks um það má nefna að andúð hans á ákveðnum fylgismönnum eins stjórnmálaflokksins var slík að hann slökkti á sjónvarpinu eða gekk út úr stofunni ef andlitum þeirra brá fyrir á skjánum. Dóri hafði óvenjulega lifandi áhuga á atburðum líðandi stundar, svo lifandi að okkur hinum þótti stundum nóg um. Sérstaklega varð þetta erfitt eftir að útvarpsstöðvun- um fjölgaði því Dóri þurfti að fylgj- ast með fréttum á þeim öllum. Minnisstæð eru fjölskylduboð þar sem Dóri brá sér frá til að horfa á kappleik í sjónvarpinu og kom svo öðra hveiju og tilkynnti um stöðu. Ef vel gekk var hann stoltur af „strákunum okkar“, ef íslendingar urðu undir hneykslaðist hann á því að „þessir menn“ skyldu kostaðir til útlanda, þangað hefðu þeir greinilega ekkert að gera. Dóri var örgeðja og tilfinninga- næmur. Menn með slíkt skaplyndi kunna oft öðrum betur að njóta og það kunni Dóri líka. Hann naut þess að spila við krakkana í jólaboð- um, hann naut þess að leika við langafastrákana sína og stríða þeim pínulítið, hann naut þess að hafa fólkið sitt í kringum sig. Hann var gleðimaður, þótti gaman að hlusta á fallega tónlist og fínna yl af góðu víni. Best naut hann sín sem gest- gjafi á heimili þeirra Rúnu. A sínum stað við endann á borðstofuborðinu hafði hann vakandi auga með gest- unum og sá til þess að ekkert skorti. Meðan ég vann í vesturbænum hringdi Dóri stundum í mig og bauð mér í gijónagraut í hádeginu. Þá var Rúna enn að vinna og Dóri sá um grautargerðina. í fyrsta graut- arboðinu hafði ég orð á því að mér þætti hann spara rúsínurnar. Eftir það voru þær ekki skornar við nögl og stundum hefði verið nær að tala um rúsínugraut með gijónum en gqonagraut með rúsínum. Dóri var gjafmildur og kunni svo vel að gefa. Þegar hann rétti eitthvað að sínu fólki hafði hann engin orð um það og aldrei var á það minnst. Heiðar- leiki og sjálfstæði vora ríkjandi eig- inleikar í fari hans og hann var blessunarlega laus við lágkúralegar hvatir eins og ágirnd og öfund. Líf Dóra var áfalialítið. Hann fæddist á Siglufírði, sonur Jóseps Blöndal póstmeistara og Guðrúnar konu hans. Systkinahópurinn var stór og eftir lifa Bryndís, Láras og Óli. Dóri ljómaði þegar hann minnt- ist æskuáranna á Siglufírði og þess sem þá var brallað. Þegar Dóri var rúmlega tvítugur fluttist hann til Reykjavíkur. Hann kynntist fljót- lega Guðrúnu Kristjánsdóttur, rauðhærðri, svipfallegri stúlku úr Bolungavík, sem hafði ráðið sig í vist til Reykjavíkur. Þau giftu sig lýðveldisárið, keyptu sér hús í Skeijafirði og þar hefur heimili þeirra staðið síðan. Nöfn tengdafor- eldra minna eru svo samtvinnuð í hugum þeirra sem þau þekkja að erfítt er að hugsa sér annan hátt á því: Rúna og Dóri, Dóri og Rúna. Það fór ekki fram hjá neinum hversu samrýnd og samhent þau vora í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Rúnu og Dóra tókst að varðveita þá glóð sem kviknaði með þeim þegar þau voru ung og það gerði samband þeirra dálítið sér- stakt. Börn Dóra og Rúnu er þijú. Elst er Þórann, fædd 1945, gift þeim er þetta ritar, Aðalsteinn er fæddur 1947, kvæntur Petrínu Pétursdótt- ur, og yngstur er Kristján Bárður, fæddur 1956. Kona hans er Halla Svavarsdóttir. Barnabörnin era sex, allt stelpur. Barnabarnabörnin eru tveir drengir. Nú er hópurinn hníp- inn og þeir yngstu skilja lítið í því af hveiju afi Dóri er ékki einhvers staðar í námunda við ömmu Rúnu eins og hann var vanur. Tengdafaðir minn var ekki mikill trúmaður í þeirri merkingu sem venjulega er lögð í það orð. í lífi sínu breytti hann þó eins og boðið er í okkar trúarbrögðum. Hann tal- aði æðrulaust um dauðann og var ferðbúinn. Um framhaldið efaðist hann aldrei. Hann var viss um að honum væri búinn staður í öðru lífi og hann kveið ekki vistaskiptunum. Við sem eftir lifum eigum erfítt með að hugsa okkur tilveruna án Dóra og sárast á hetjan hún tengda- móðir mín eftir að sakna ástvinar síns. Nýtt tímabil í.Iífí okkar allra er rannið upp.-Ég þakka Dóra fyrir samfylgdina og veit að minning um góðan dreng á eftir að fylgja mér um ókomin ár. Pálmar Ögmundsson. Erla Benediktsdóttir Bedinger - Minning Fædd 12. maí 1928 Dáin 25. júní 1992 Nú hefur sá óboðni gestur sem okkar allra vitjar fyrr eða síðar kvatt dyra hjá vinkonu minni Erlu, en hún lést á heimiii sínu í Stanton í Kalifomíu 25. júní sl. Bemsku- og uppvaxtarár okkar fléttuðust saman á margan hátt, mér er því bæði ljúft og skylt að láta hugann reika til baka og minnast hennar nú þegar hún er öll. Þótt Erla hafí búið um áratuga skeið „fjarri fóstuijarðar ströndum" í landi eilífs sumars, hinni sólgylltu Kaliforníu, var landið hennar, ís- land, henni ákaflega hjartfólgið og kært. Þangað leitaði hugurinn stöð- ugt og hvert tækifæri sem gafst var notað til að sækja það heim til fundar við ættingja og vini. Síðasta koman hennar heim var sumarið 1992 en þá var hún orðin fársjúk. Meiri íslending í hug og hjarta var því vart að fínna. Erla fæddist í Reykjavík 12. maí 1928. Foreldrar hennar vora Bene- dikt Jónsson frá Lambhóli í Skeija- fírði og Jóhanna Guðmundsdóttir sem ættuð var af Mýram. Erla fékk ekki lengi að njóta föður síns, því að hann andaðist árið 1930 á Vífíls- staðaspítala, fórnarlamb hvíta dauðans, berklaveikinnar illræmdu sem þá geisaði og lagði miskunnar- laust að velli fólk í blóma lífsins. Sár harmur var þá kveðinn að Jó- hönnu við missi unnusta síns, en þau höfðu ráðgert brúðkaup sitt þá um haustið. Jóhanna gifti sig aldr- ei, en helgaði líf sitt einkadóttur' sinni sem hún unni heitt. Leitaðist hún við að vera henni bæði móðir og faðir og lagði sig alla fram um að dótturinni veittist allt það besta sem heimurinn hefði upp á að bjóða. Jóhanna starfaði við Sundhöll Reykjavíkur alla tíð, allt frá stofnun hennar þar til hún lét af störfum um sjötugsaldur. Jóhanna er því eldri Reykvíkingum að góðu kunn og marga vini eignaðist hún gegn- um starf sitt því að hún var bæði glaðsinna, félagslynd og trygglynd mjög. Heimili þeirra mæðgna stóð lengst af við Bergþóragötuna og var ég þar heimagangur um margra ára skeið. Vinskapur okkar Erlu hófst strax á barnsaldri þegar við lékum okkur saman í görðum heim- ila okkar sem lágu andspænis hvor öðrum, minn við Njálsgötuna, henn- ar sem fyrr segir við Bergþóragöt- una. Ég heillaðist fljótt af Erlu, þessari gullfallegu stelpu í garðin- um á móti, hún var á margan hátt svo sérstök. Samfara því að vera einstaklega frítt barn, hafði hún til að bera mikla persónutöfra, sam- fara hispursleysi og djörfung sem var alls ekki svo algeng hjá börnum á þeim tímum. Hún hafði farsæla skapgerð, jafnlynd, oftast kát og glöð, gat verið svolítill prakkari þegar því var að skipta, en það sem mestu máli skipti, hlý og góð, trygg- lynd og orðvör og það er mikill kostur, því að mörg era leyndamál- in sem vinkonur þurfa að trúa hvor annarri fyrir. Við urðum því góðar vinkonur þótt ólíkar væram um margt og mörg sporin átti ég gegnum garð- ana til fundar við þær mæðgur. Jóhanna varð mér sem önnur móðir á margan hátt. Hún leiðbeindi okk- ur og fræddi um margvíslegustu hluti tengda mannlegum samskipt- um og talaði hispurslaust við okkur ungar stelpur um margt það sem flokkaðist undir feimnismál. Mörg mál vora rædd og skoðuð frá ýms- um hliðum og margt bar á góma á þessum löngu liðnu stundum þegar við sátum á kistunni í litla eldhús- inu þeirra. Þetta vora góðar og gefandi stundir og hef ég ávallt verið Jóhönnu innilega þakklát fýr- ir þátt hennar í uppeldi mínu. Að loknu gagnfræðaprófi fýsti Erlu mjög að fara til Bandaríkjanna og dveljast þar um tíma, vinna fyr- ir sér og ferðast og skoða sig um. Bandaríkin voru þá, í enn meira mæli en nú í hugum fólks, landið fyrirhéitna, land tækifæranna og ævintýranna. Sjálfri sér samkvæm lét vinkona mín sér ekki nægja dagdrauma ogþankabrot því að hún var framkvæmdasöm mjög, heldur hleypti heimdraganum og hélt á vit ævintýranna. Árin urðu á fimmta tug. Erla átti vart afturkvæmt heim til Islands eftir það nema sem gest- ur, því að árið 1955 gekk hún að eiga George Michael Bedinger og fluttist með honum til Stanton í Kaliforníu þar sem þau settust að og stofnuðu heimili sitt. Bjuggu þau þar alla tíð síðan, en hann stundaði verslunarstörf. Með manni sínum eignaðist Erla tvær yndislegar dæt- ur, Jóhönnu og Lindu, báðar giftar og búsettar í Bandaríkjunum. Áður hafði hún eignast soninn Benedikt með Jóni Rafni Helgasyni. Bene- dikt, sem er rafvélavirki búsettur á Akranesi, ólst upp að mestu leyti hjá Jóhönnu ömmu sinni. Barna- börn Erlu era nú sjö að tölu og eitt bamabarnabam. Erla gekk því mið- ur ekki heil til skógar um fjölda ára. Hún stríddi við mikil bakveik- indi sem hún fékk ekki bót á þrátt fyrir endurtekna uppskurði. Oft virtist okkur hún hressast ótrúlega mikið eftir dvöl hér heima, en alltaf sótti í sama farið uns hún varð að lokum alveg bundin við hjólastólinn. Erla andaðist í svefni á heimili sinu í Stanton 25. júní sl. Michael maður hennar stóð við hlið hennar í veikindastríðinu eins og klettur í hafinu og annaðist hana af frá- bærri natni og umhyggju. Þess er ljúft og skylt að geta hér. Æskuvinkona er horfin sjónum. Hún vitjar ekki framar landsins síns kæra og fólksins þar nema á þeim víddum sem okkur er ekki auðið að sjá og skynja. Erla mín sem var svo sérstök um margt og kom mér svo oft á óvart. Með óbilandi kjarki sínum og þrautseigju, með hugsun- arsemi sinni og trygglyndi, og ekki hyað síst ást sinni á öllu því er ís- lenskt er. Mér segir svo hugur um að hún hafí orðið æ meiri íslendinjg- ur með hveiju árinu sem leið. Is- land, sonur hennar, börn hans, ætt- ingjar og vinir, allt hér heima átti stórt rúm í hjarta hennar, þó hún ætti sér annað fósturland, yndislegt heimili, ástríkan eiginmann, dætur og barnabörn sem hún unni hugást- um. Mér koma í hug ummælin í þjóð- sögunni góðu sem lögð eru í munn söguhetjunnar, sem var tvennt í senn kærleiksrík móðir og húsmóð- ir og hafmeyja sem misst hafði haminn sinn. „Mér er um og ó, ég á sjö börn í landi og sjö í sjó.“ Sé nú vinkona mín Erla góðum Guði falin með þökk fyrir allt sem hún var okkur öllum. Eiginmanni, bömum, barnabörnum og ættingj- um sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur og bið þeim Guðs bless- unar. Ólöf Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Ákjósanlegast er að fá greinarnar sendar á disklingi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.