Morgunblaðið - 10.07.1993, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1993
Minning
*
Björn Kristján As-
geirsson skipsljóri
Fæddur 5. maí 1926
Dáinn 1. júlí 1993
Að kvöldi 1. júlí andaðist við störf
úti á sjó Bjöm Kr. Ásgeirsson þar
sem hann leysti af vin sinn sem
skipstjóri. Sjómennska hafði verið
hans ævistarf og hann stóð meðan
stætt var og hneig svo niður örend-
ur þegar síðasta kastið hans kom
upp. Þannig geta gæfumenn helst
óskað sér ævilokin, að hlýða þegar
kallið kemur, en þeir sem eftir
standa hrökkva óþyrmilega við þar
til þeir átta sig á að það var Drott-
inn sjálfur sem stóð á ströndu og
sagði: Kom til mín. Því kalli kunnum
við öll að hlýða.
Björn elst upp í stómm systkina-
hópi hjá foreldrum sínum þeim Ás-
geiri Kristjánssyni og Þórdísi Þor-
leifsdóttur, hér á kampinum við
fjörðinn fagra. Faðir hans var alla
tíð sjómaður og var svo handtaka-
góður og laginn að ég og fleiri sem
lærðum verkleg handtök hans höf-
um engin séð betri á langri sjó-
mannsævi. Móðir Björns var einnig
mikil sómakona til orðs og æðis,
enda systir Páls Þorleifssonar, þess
rómaða yfirburðamanns þeirrar tíð-
ar.
Þannig undirstöður stóðu að
Birni. Því er ekki að undra að hann
ætti sinn stóra þátt í uppbyggingu
þessa 50 ára þorps sem enn státar
af nægri atvinnu og vaxandi gengi.
Bjöm byijaði ungur á sjónum, eða
um 14 ára, með frænda sínum og
föður og þarf ekki að orðlengja að
það kom fljótt í ljós að þar var fyrir-
myndar sjómannsefni á ferðinni.
Hann fór svo 18 ára að fara með
bát og tókst það með ágætum eins
og vænta mátti. Síðan lá leiðin í
sjómannaskólann til að afla sér
menntunar og fullra réttinda. Upp
frá því varð hann fljótlega skip-
stjóri á þeim stærstu bátum sem
héðan úr Grundarfirði vom gerðir
út og hafnaraðstæður leyfðu.
Einnig var hann með mb. Svan
og Fylki, síðan með mb. Pál Þor-
leifsson og þá Blíðfara, sem keyptir
og byggðir vom fyrii- hann því að
Björn reyndist alltaf afla- og happa-
maður. Einnig leysti hann af á
frægum aflaskipum, svo sem ms.
Skarðsvík SH og Farsæli SH og
Gmndfirðingi II sem lýsir best því
trausti og áliti sem hann hafði. Við
Bjöm keyptum saman 145 tonna
bát sem skírður var mb. Ásgeir
Kristjánsson, föðurnafni hans. Við
Kristbjöm Gíslason,
Ólafsfirði — Minning
Minningar liðinna ára eru sumar
ótrúlega skýrar. Síðustu daga hafa
þær sótt meira á hugann og era
mínar bestu minningar tengdar
Bjössa, heimili og heimilisfólki þar.
Þar átti ég mitt annað heimili
alla tíð. Þar var mér tekið opnum
örmum hvenær sem mér datt í hug
og fannst ekkert athugavert við að
fara til Ólafsfjarðar og vera þar
eins lengi og mér þóknaðist.
Mild vom orðin og mjúk var
höndin þín, aldrei datt mér í hug í
þá daga að Birna frænka og dæt-
umar ættu meira tilkall til þín en
ég. Hjá ykkur var alltaf sólskin
þegar ég var bam. Börnum mínum
og allri minni fjölskyldu varstu hlýr
og góður.
Bimu frænku minni, dætrum og
öðrum vandamönnum votta ég sam-
úð mína. Guð blessi minningu þína.
B.G.
t
Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför systur okkar og móðursystur,
STEIIMUNNAR INGIMUNDARDÓTTUR,
Sæbraut 10,
Seltjarnarnesi.
Jórunn Ingimundardóttir,
Ragnheiður Ingimundardóttir Blöndal,
Helga Ingimundardóttir,
Einar Ingimundarson,
Benedikt Eiríksson.
t
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vináttu við andlát og jarðarför móð-
ur okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
MARGIT BORLAUG
GUÐMUNDSSON.
Erling V. Árnason,
Einar Róbert Árnason, Margrét Guðmundsdóttir,
Ingi R. Árnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
áttum hann í nokkur ár, en seldum
hann síðan til að fjármagna okkar
hlut í mun stærra fiskiskipi.
Eitt af hinum góðu manngildum
Bjöms var að segja vel til ungum
mönnum sem vom að byija til sjós.
Hann gaf sér alltaf góðan tíma til
að leiðbeina þeim og að skýra fýrir
þeim gildi aðgæslunnar fyrir örygg-
ið. Margir ungir menn eiga honum
að þakka sina verklegu innsýn í
sjómennskuna.
Björn var einnig einn af stofn-
endum verslunarfélagsins Grundar
hf. og í stjórn þess frá byijun. Við
byggðum upp saltverkunarstöð og
fleira sem nú eru fýrirtæki Soffaní-
asar Cecilssonar. Fleira mætti sjálf-
sagt telja, en hér sést að okkar
kæri frændi og vinur átti hlutdeild
í mörgu sem samtíðina varðaði og
framtíðin mun njóta.
Björn giftist eftirlifandi konu
sinni, Aðalheiði Lydiu Guðmunds-
dóttur, 30. maí 1959, og eiga þau
saman fjögur börn og þau eru:
Guðmundur Ásgeir, f. 1960, sjó-
maður, Andrea Þómnn, f. 1962,
húsmóðir á Akranesi, Sveinn Jó-
hann, f. 1964, sjómaður, og Bjöm
Heiðar, f. 1967, sjómaður. Bjöm
átti dóttur áður en hann giftist, en
hún heitir Alda Sæunn, f. 1953,
nú húsmóðir í Grandarfirði.
Björn og Aðalheiður ólu einnig
upp tvö börn hennar frá fyrra
hjónabandi þau Bjarna Eyjólfsson,
f. 1948, og Sigurrós Ernu Eyjólfs-
dóttur, f. 1955. Einnig í heimilis-
og einkalífi reyndist þessi kæri sam-
ferðarmaður okkar sómi í alla staði,
og því er harmur kveðinn -að öllu
hans nánasta fólki sem sér nú á
eftir sínum fýrirmyndarmaka og
Steingrímur Krist-
jánsson - Minning
Fæddur 27. nóvember 1917
Dáinn 30. júní 1993
Það var hringt að norðan í gær
og sagt að hann Steini á Litluströnd
væri látinn. Það er nú þannig að
þó að árin færist yfir fólk, þá eigum
við aldrei von á að hinsta kallið
komi.
Steingrímur var fæddur á Skútu-
stöðum í Mývatnssveit, sonur Krist-
jáns Jónssonar frá Stöng og Guð-
rúnar Friðfinnsdóttur frá Skútu-
stöðum. Eftirlifandi eiginkona hans
er Þóra Ásgeirsdóttir, dóttir Ásgeirs
Kristjánssonar og Jónu Einarsdótt-
ur. Synir Steingríms og Þóru em
Birgir, Finnur, Kristján og Egill.
Sambýliskona Finns er Sigríður og
þau eiga tvö börn. Kristján er gift-
ur Hörpu, þau eiga einnig tvö börn.
Unnur heitir sambýliskona Egils.
Það koma upp í hugann minning-
ar um þennan öðling sem Steini
alltaf var. Það var stutt í hlátur og
hressleika hjá honum, en umfram
allt var hann traustur og ábyggileg-
ur maður.
Steini var mikill söngmaður og
tók þátt í kórstarfí í sinni sveit.
Það er ekki hægt að minnast
Steina án þess að geta um ævistarf-
ið hans. Hann var búfræðingur frá
Bændaskólanum á Hvanneyri, enda
átti jörðin og búskapurinn hug hans
allan. Steini var sérstaklega góður
við skepnurnar sínar og var umhug-
að um að sem best færi um þær.
Það fór ekki framhjá neinum sem
að Litluströnd komu, hvað allt var
hreint og snyrtilegt, bæði jörð og
útihús.
Steini og Þóra fluttust til Akur-
eyrar, heimabæjar Þóru, fyrir
stuttu. Þar ætluðu þau að eyða
ævikvöldinu saman. Steini var kom-
inn í kór aldraðra þar og þau hjón-
in blómstruðu á nýja staðnum.
Birgir, elsti sonur þeirra hjóna,
tók við búskapnum á Litluströnd,
en Steini og Þóra vom einmitt ný-
komin í heimsókn þangað, þegar
Minning
Anna Gimnlmigsdóttir
frá Víðinesi íHjaltadal
Fædd 18. október 1915
Dáin 1. júlí 1993
Hvert laufblað er fellur til jarðar
lifir áfram á öðru sviði. Mér datt
þetta í hug er Hjalti hringdi í mig
til að tilkynna mér lát móður sinn-
ar. Sú frétt kom ekki á óvart. Hún
var búin að vera veik lengi og nú
síðast helsjúk í sjúkrahúsi Skaga-
íj'arðar. Ég heimsótti hana nokkmm
sinnum. Hún var alltaf sama já-
kvæða manneskjan þó að hún gæti
ekki hreyft sig hjálparlaust. Ég var
að koma frá því að gleðjast yfir
ungu lífi er ég fékk þessa frétt.
Þannig er lífíð. Kynslóð fæðist og
kynslóð deyr.
Anna var fædd á Víðinesi í
Hjaltadal, dóttir hjónanna Gunn-
laugs Jónssonar og Sigríðar Guð-
mundsdóttur. Þar ólst hún upp.
Veturinn 1931 var ég á Hólum í
unglingadeildinni. Einn daginn
sagði handavinnukennarinn okkur
að ung stúlka frá Víðinesi ætlaði
að fá að vera með okkur í handa-
vinnutímum. Svo kom þessi unga
stúlka björt og falleg. Hún kom
með sólskinið sú. Þannig var Anna.
Það fylgdi henni sólskin hvar sem
hún fór. Seinna urðum við Anna
samtíða á Hólum. Ég var þjónusta
skólapilta, hún var hjá skólastjóra-
hjónunum. Þennan vetur var Páll
Sigurðsson frá Lundi í Fljótum
íþróttakennari. Hann var svo elsku-
legur að taka okkur starfsstúlkur
í tíma eftir vinnu. Seinna varð hann
eiginmaður Önnu. Þau gengu í
hjónaband 8. október 1935. Ég hef
alla tíð síðan haft samband við þessi
elskulegu hjón.
Anna og Páll áttu fyrst heima í
Gamlabænum á Hólum 1935-1945,
síðan á Hofi i Hjaltadal 1945-1963
og fluttust svo til Akureyrar og
bjuggu þar 1963-1985. Þau flutt-
ust til Sauðárkróks 1985 og áttu
heima á Öldustíg 15 þar til yfír
lauk. Þegar ég fluttist til Sauðár-
króks 1987 á Öldustíg 8 var stutt
á milli okkar Önnu. Oft sátum við
saman og rifjuðum upp liðna tíð.
Það vom dýrmætar stundir.
Anna og Páll áttu þijú börn. Þau
eru: María, f. 25. mars 1936, gift
Þórarni Þórarinssyni, þau búa í
Vogum í Kelduhverfí og eiga fimm
börn; Sigurður, f. 26. apríl 1937,
búsettur í Reykjavík, hann á þijú
börn; Hjalti Þórarinn, f. 25. júní
föður.
Eiginkonu, börnum og öðrum
ástvinum Björns óskum við trúar-
styrks til að takast á við orðinn hlut.
Við hjónin og fjölskyldur okkar
þökkum ógleymanlega gengna
samvem og óskum öllum aðstand-
endum guðs samfýlgdar.
Guðmundur Runólfsson.
Okkur langar að minnast elsku
afa okkar með þessum fáum línum.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þðkk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku amma, megi Guð styðja
þig og styrkja á þessari erfiðu
stundu og við vottum þér samúð
okkar.
Barnabörn.
Steini lést.
Hugurinn reikar til baka, þegar
ég var á Litluströnd sem strákur í
sumarfríi hjá Þóru móðursystur
minni. Ég minnist Steina með hlý-
hug og þakklæti fyrir allt.
Við vottum Þóru frænku og fjöl-
skyldu okkar dýpstu samúð.
Þórarinn, Ingibjörg og börn.
1947, kvæntur Guðrúnu Rafnsdótt-
ur, þau em búsett á Saúðárkróki
og eiga eitt bam.
Nú þarf Anna ekki lengur að
beijast, nú er hún komin alla leið.
Þegar ég lendi fleyi mínu við strönd-
ina hinum megin við fljótið sem
skilur okkur að um stundarsakir
vona ég að Anna taki á móti mér
brosandi og björt og færi mér hið
eilífa sólskin. Þá verður allt gott.
Ég votta aðstandendum mína inni-
legustu samúð og minnumst þess
að sorgin sem ristir dýpst var einn-
ig okkar bjartasta gleði.
Margrét Jónsdóttir frá Fjalli.