Morgunblaðið - 10.07.1993, Side 34
34
MQRGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1993
fólk f
fréttum
MYNDLIST
Að láta drauminn rætast
Morgunblaðið/Bjami H
Myndlistarmaðurinn og fóstran
Ásdís Gunnarsdóttir opnaði
nýverið fyrstu sýningu sína í sýn-
ingarsal Ráðhússins í Reykjavík.
Við opnunina á dögunum sagði
Ásdís, að með sýningunni væri hún
að láta drauminn rætast. Hana
hefði lengi dreymt um að halda
sýningu á verkum sínum en ekki
komið því í verk. Fyrir tilstuðlan
fjölskyldunnar sem hvatti hana til
að sækja um rými og tíma í Ráðhús-
inu hefði hún áttað sig æ betur á
því að stundin væri runnin upp.
„Það var stór stund þegar mér barst
svarbréf sem var á jákvæðu nótun-
um,“ sagði_ Ásdís.
Myndir Ásdísar eru flestar lands-
lagsmyndir eða margs konar hug-
hrifsmyndir unnar með vatnslitum.
Sagði Ásdís, sem starfar á Grænu-
borg, að viðtökur hefðu verið vonum
framar og allt væri þetta draumi
líkast. Þess má geta, að sýningunni
lýkur um helgina.
Morgunblaðið/Bjami
Ásdís við nokkur verka sinna.
HEIMSÓKN
Ráðherra ferðast
um Borgarfjörð
Halldór Blöndal landbúnaðarráð-
herra var á ferð í Borgarfirði
fyrir skömmu. Heimsótti hann all-
marga bændur og kynnti sér bú-
skap í héraðinu. Skoðaði hann með-
al annars hefðbundin kúa- og
sauðfjárbú, svínabú og garðyrkju-
stöðvar og spjallaði við bændur.
Með honum voru þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins í lq'ördæminu.
Heimsóknin var gagnleg og
skemmtileg, að sögn gestgjafa.
Myndin var tekin þegar landbúnað-
arráðherra skoðaði vetrarræktun á
gúrkun í gróððurhúsi á Laugalandi
í Stafholtstungum. Ráðherrann er
lengst til hægri á tali við Bjarna
Helgason garðyrkjubónda, þá er
Bjami Gottskálksson ráðherrabíl-
stjóri, þingmennirnir Guðjón Guð-
mundsson og Sturla Böðvarsson og
lengst til vinstri er Þórhallur
Bjamason garðyrkjubóndi.
SONGLEIKIR
Lloyd Webber vekur
mikla eftirvæntingu
Andrew Lloyd Webber, sem
slegið hefur í gegn með ótal
söngleikjum gegnum tíðina, sviptir
hulunni af nýjasta sköpunarverki
sínu, „Sunset BouIevard“, í næstu
viku. Þessi 300 milljóna kr. söng-
leikur hefur vakið gríðarlega eftir-
væntingu meðal leikhúsgesta í
London og þarf að leita aftur um
tæplega 40 ár til þess að finna
hliðstæðu. Þá var það söngleikur-
inn „My Fair Lady“ sem var frum-
syndur í Londeftir að hafa slegið
í gegn á Broadway. „Sunset Bo-
ulevard" hefur hins vegar hvergi
verið frumsýnt og virðist ætla að
slá öll met áður en til þess kemur.
Miðar pantaðir fyrr 400
milljónir króna
Lesendum Morgunblaðsins
kann að þykja söngleikurinn í dýr-
ari kantinum en Andrew Lloyd
Webber veit greinilega hvað hann
syngur því verkið hefur þegar
halað inn meira en 400 millj. kr.
í miðapöntunum. Titillag söng-
leiksins, „With One Look“, sem
sungið er af Barbra Streisand,
hefur þegar náð miklum vinsæld-
um og telja Bretar það gefa fögur
fyrirheit um tónlist Webbers í Sól-
setrinu.
Tæknilegir örðugleikar seink-
uðu framsýningu verksins um
tvær vikur en eins og kunnugt er
þá réðu tæknimenn ekkert við hina
rafvæddu sviðsmynd vegna truf-
lana frá talstöðvum leigubíla og
þráðlausum símum. Þetta vanda-
mál er nú úr sögunni og er fyrir-
hugað að frumsýna verkið 12. júlí
fyrir breskan aðal og gallharða
gagnrýnendur. Þá mun það bætast
í hóp fjögurra annarra verka Lloyd
Webbers sem sýnd eru í London
um þessar mundir.
Glenn Close fer með
aðalhlutverkið
íbúar Los Angeles þurfa að bíða
fram í desember til þess að beija
söngleikinn augum en þar vestra
mun leikkonan Glenn Close fara
með aðalhlutverkið.
En hvað segir Andrew Lloyd
Webber um velgengni sína? „Eg
vil ekki hljóma hrokafullur en ég
get auðveldlega skilið vinsældir
verka minna,“ segir hinn 45 ára
gamli milljónamæringur sem hlaut
riddaratign bresku krúnunnar á
síðasta ári.
„Það er einfaldlega vegna þess
að þeir söngleikir sem boðið er upp
á eru, því miður, almennt ekki
nógu góðir,“ segir hann. Það verð-
ur fróðlegt að sjá hvort „Sunset
Boulevard“ tekst að bæta þar úr.
Titillag söngleiksins „With One
Look“, sem Barbra Steisand syng-
ur hefur þegar náð miklum vin-
sældum.
SÆNSKAR GO-GO" STULKUR A HOTEL ISLANDI
.. Næstu 4 helgar munu þær Jannica Midas og Sara Simsson koma fram 5 sinnum á
kvöldi og skipta jafnoft um búninga og dansa við tónlist frá diskótímabilinu.
Diskótekarar
Daddi DJ - Alli Bergás - Gísli Sveinn Hollywood/Sigtún rifja upp gamlar rispur.
MIÐASALA OG BORÐAPANTANIR I S: 687111