Morgunblaðið - 10.07.1993, Síða 42

Morgunblaðið - 10.07.1993, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞRÓTTIR LAUGARDAGUR 10. JULÍ 1993 HANDKNATTLEIKUR Víkingar stefna að Evrópu- meistaratitli 1996 Jón Hjaltalín Magnússon, fyrrum formaður HSÍ, og aðrir gamlirVíkingar eru með ákveðin markmið Fjölmargir fyrrum leikmenn Víkings í handknattleik hafa komið saman og stofnað áhuga- mannahóp um að styðja við bakið á nýrri stjórn Handknattleiks- deildar Víkings og hvetja hana til dáða. „Markmiðið er að miðla af reynslu okkar og það er ekkert launungarmál að takmarkið er Evrópumeistaratitill keppnistíma- bilið 1995-96,“ sagði Jón Hjaltalín Magnússon, fyrrum formaður Handknattieikssambands íslands og landsliðsmaður úr Víkingi, sem er forsvarsmaður stuðnings- mannahópsins. „Við höfum sett okkur mark- mið og stefnum síðan markvisst að því að ná því markmiði. Víking- ur á marga góða leikmenn, eins og Bjarka Sigurðsson og Birgi Sigurðsson, sem eru landsliðs- menn, og þá á félagið stóran hóp af ungum og efnilegum leikmönn- um, sem félagið mun kappkosta að byggja upp fyrir átök framtíð- arinnar. Þjáifarinn, Gunnar Gunn- arsson, getur nú einbeitt sér betur að þjáifun liðsins, þar sem það er ekki eins mikið álag á honum nú eins og síðasta keppnistímabil er hann var einnig leikmaður i miklum verkefnum með landslið- inu. Við vitum að það eru sjö leik- menn sem leika inni á vellinum, en það þarf stóra beiðfylkingu til að ná settu marki,“ sagði Jón Hjaltalín. -Er Víkingsliðið eins og það er skipað í dag nægilega sterkt til að ná þeim árangri sem þið stefnið á? „Nei, ekki til að ná Evrópu- meistaratitli.“ - Þið þurfið þá að ná í sterka leikmenn í Evrópupúsluspilið? „Já, Víkingur þarf að fá tvo til þijá sterka leikmenn til viðbótar. Við munum ná i þá innanlands og erlendis frá. Ég hef góð sam- bönd um alla Evrópu og mun ég nýta þau í leit að góðum leikmönn- um.“ Víkingar hafa sett markið hátt og það er stórhugur í herbúðum þeirra. „Það eru mörg spennandi verkefni framundan hjá Víking- um,“ sagði Jón Hjaltalín Magnús- son. ÚRSLIT Golf EM pilta Keppnin fer fram í Ascona í Sviss: íslenska liðið tapaði fyrir Portúgal, 2:3, og leika um síðasta sætið gegn Hollandi eða Sviss í dag. Sigurpáll Sveinsson og Birgir L. Hafþórsson unnu sína leiki. Syjaleikarnir Fimleikar íslensku keppendurnir í fimleikum unnu öll gull og silfurverðlaun á Eyjaleikjunum. ■ í skylduæfingum í karlaflokki urðu þeir Jón Finnbogason, Guðmundur Brynjólfsson og Jóhannes Níels Sigurðsson í efstu sætun- um. ■í fijálsum æfingum vann Jón gull, Jó- hannes Niels silfur og Guðmundur brons. ■ ! keppni á einstökum áhöldum fékk Jó- hannes Níels gull fyrir gólfæfingar og hringi, brons fyrir stökk og gull fyrir saman- lagt. Guðmundur fékk silfurverðlaun fyrir gólfæfingar og stökk og einnig fyrir saman- -Jagðan árangur. Jón Finnbogason féll silfur- ''’verðlaun fyrir hringi og varð fjórði í saman- lögðum árangri. ■ í skylduæfingum kvenna vann Sigurbjörg Ólafsdóttir gull, Þórey Elísdóttir silfur, Erla Þorleifsdóttir varð fjórða og Ragnhildur Guðmundsdóttir sjötta. ■ í fijálsum æfíngum varð Sigurbjörg í fyrsta sæti, Þórey í öðru sæti og Erla í því fjórða. ■í keppni á áhöldum kvenna fékk Þórey gull fyrir tvíslá, silfur fyrir stökk og brons fyrir gólfæfingar. Hún fékk gull fyrir sam- anlagt. Sigurbjörg fékk silfur fyrir tvíslá, jafnvægisslá og samanlöðum árangri. Ragnhildur fékk silfur fyrir gólæfingar, brons fyrir tvislá og einnig fyrir samanlagð- an árangur. Erla fékk gull fyrir stökk og jafnvægisslá, brons fyrir gólfæfingar, en keppti ekki á tvíslá. Badminton Elsa Nielsen varð í gær sigurvegari í einliða- ' teik kvenna er hún vann Bridger Hunt frá Guemsey 11:8 og 11:2. ■Elsa og Áslaug Jónsdóttir fengu silfur í tvfliðaleik. Skotfimi Island vann í liðakeppni í keppni með loft- skambyssu (2272), en haglabyssuskotmenn höfnuðu í fjórða sæti. íslenska sveitin varð sigurvegari í fijálsri skambyssukeppninni (3094 stig), en í einstaklinskeppni varð Ölafur P. Jakobsson annar með 1073 stig. Hjólreiðar Staðan í Tour de France eftir sjö keppnis- leiðir. Tími fyrsta keppnismanns, en síðan koma tíma hvað næstu menn eru langt á eftir honum. Það munar t.d. aðeins 12 sek. á fyrstu tveimur keppendunumr' M. Cipollini, Ítalíu.........25.21:28 W. Nelissen, Belgíu.......... 12 J. Bruyneel, Belgfu............... 30 , L. Jalabert, Frakklandi........... 44 Á. Zuelle, Sviss.................. 45 Z. Jaskuia, Póllandi.............. 53 E. Breukink, Hollandi........... 1:03 P. Louviot, Frakklandi.......... 1:16 S. Bauer, Kanada................ 1:21 J. MuSeeuw,J3elgíu............... 1:22 F. Ballerini, Italíu......... 1:29 C. Mottet, Frakklandi........... 1:33 A. Hampsten, Bandar............. 1:34 HJOLREIÐAR / TOUR DE FRANCE Reuter Hvaða hamagangur er þetta í blíðunni?...geta beljurnar sem liggja í hvíldarstöðu á grasbala í Normandí hugs- að, þegar keppendur í Tour de France-hjólreiðakeppninni bruna framhjá heimahögum þeirra í langri röð. FRJALSIÞROTTIR Barist um gullklumpa á Bislet-leikvanginum í Ósló í kvöld Morceli reynir heimsmet Alsírbúinn Noureddine Morceli, sem ætlar sér að bæta átta ára gamalt heimsmet í míluhlaupi í kvöld á Bislet-leikúnum í Ósló, fær óvæntan keppinaut á brautinni þar sem er Bretinn Steve Cram, heims- methafi í greininni. Bretinn, sem tilkynnti þátttöku í míluhlaupinu í Osló að þessu sinni á síðustu stundu, hljóp á 3 mín. 46,32 sek. er hann setti metið, á Bislet-leikun- um sumarið 1985. Bislet-leikarnir eru ætíð eitt skemmtilegasta mót sumarsins í ftjálsum og ósjaldan hafa heimsmet í hlaupum fallið á leikvanginum, enda stemmningin alltaf framúr- skarandi og stuðningur áhorfenda við keppendur góður. Mótið á Bislet er eitt hinn fjóru stærstu stigamóta alþjóða ftjáls- íþróttasambandsins í ár — Gullmót- anna fjögurra sem svo hafa verið kölluð — þar sem aðeins þeim bestu í hverri grein hveiju sinni er boðið. Sigurvegari í hverri grein í kvöld, eins og á þremur síðari gullmótun- um, í Zurich, Berlín og Brussel, fær eitt kíló af gulli í verðlaun. í kvöld getamenn líka átt von á því, í fyrsta skipti, að úr þeim verði tekið blóð- sýni til rannsóknar af þeim sem sjá um lyfjapróf. Morceli, sem er heimsmeistari í 1.500 m hlaupi, hefur náð góðum tímum á hlaupabrautinni að undan- förnu. Hljóp þá vegalengd m.a. á 3:29,20 í Narbonne í Frakklandi í síðasta mánuði. Cram, sem er orð- inn 32 ára, hefur hins vegar ekki verið áberandi upp á síðkastið, og raunar ekki náð neinum merkileg- um árangri síðan hann varð Evr- ópumeistari í 1.500 m hlaupi fyrir sjö árum, enda átt við erfið meiðsli að stríða. Hann er ekki eins fljótur og áður og hefur að mestu helgað sig 5.000 m hlaupi í ár, en nærvera hans í kvöld er þó talin gera mílu- hlaupið — lokagrein mótsins — enn athyglisverðari og skemmtilegri en ella. Cram er þó ekki talinn munu Cipollini tekur aftur við gulu peysunni Belgíumaðurinn Johan Bruyneel varð sigurvegari á sjöttu keppnisleiðinni Tour de France hjól- reiðakeppninni í gær, sem varð til þess að landi hans Wilfried Nelissen, sem leiddi keppnina, þarf að afklæð- ast gulu keppnispeysunni, sem sá keppandi klæðist sem besta tíma hveiju sinni klæðist. Italinn Mario Cipollini, sem lét Nelissen fá peys- una sólarhring áður, tekur á ný við peysunni og hjólar í henni sjöundu keppnisleiðina. Bruynell, sem setti í „fluggír" síðustu 15 km af hinni 158 km löngu leið frá Evreux, — kom í mark á þremur tímum 11.30 mín., eða þrettán sek. á undan Cipollini, sem kom næstur í mark. blanda sér í baráttu um sigur kvöld enda góðir hlauparar sem taka þátt; m.a. spænski ólympíumeistarinn í greininni frá því í Barcelona, Ferm- in Cacho og David Kibet frá Kenýa, sem sigraði í míluhlaupinu á Bislet í fyrra. Carl Lewis og félagar í Santa Monica fijálsíþróttafélaginu eru farnir heim til Bandaríkjanna til að undirbúa sig fyrir HM í Stuttgart, eftir nokkur mót í Evrópu, en aðrir frægir landar þeirra verða í Osló í kvöld. Michael Johnson og heims- methafinn Butch Reynolds taka t.a.m. báðir þátt í 400 m hlaupi, en Johnson afrekaði það í síðasta mánuði að bera sigurorð af, Reyn- olds á þeirri vegalengd á bandaríska úrtökumótinu fyrir HM. Þá mætast þeir Andre Cason frá Bandaríkjunum og Bretinn Linford Christie í 100 m hlaupi. Cason á besta tíma ársins, en Christe varð Ólympíumeistari í Barcelona í fyrra. Risakast Bodení Laugar- dalnum — tryggir honum þriðja sætið á heimslistanum Risakast sænska spjótkastar- ans Patrik Boden á Laug- ardalsvellinum 17. júní, þar sem hann kastaði 88.26 m og setti vallarmet, hefur tryggt honum þriðja sætið á heimsafrekalist- anum, sem var gefinn út í gær. Yfirburðarspjótkastari á árinu er 95.54 Jan Zelezny frá Tékkn- eska lýðveldinu, sem hefur kast- að spjótinu 95.54, en næst lengsta kastið á árinu á Þjóð- veijinn Raymond Hecht — 88.90. UTI EROBIKK með Bertu íæfingastúdíóinu JLaugard. kl. 14.00 og 16.00 Sunnud. fcl. 14.00 og 16.00 NATTURUPARADIS I GRINDAVIK Sími 92-68526

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.