Morgunblaðið - 19.08.1993, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C
185. tbl. 81.árg.
FIMMTUDAGUR19. ÁGÚST1993
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Geimvarnir
Blekking-
um beitt?
New York. Reuter.
EMBÆTTISMENN stjórnar
Ronalds Reagans, þáverandi
Bandaríkjaforseta, fölsuðu nið-
urstöður tilrauna með geim-
varnavopn árið 1984 til að
blekkja Sovétmenn og fá aukn-
ar fjárveitingar Bandaríkja-
þings, að sögn The New York
Times í gær. Fullyrt var að til-
raun sem fól í sér að árásareld-
flaug yrði skotin niður með
gagnflaug frá varnarstöð í Kali-
forníu, hefði tekist vel þótt
reyndin væri allt önnur.
Haft var eftir fyn-verandi emb-
ættismanni að Sovétmenn hefðu
verið fóðraðir á „hálfum sannleika
og hreinræktuðum lygum“ um
geimvarnaáætlunina, SJ)I, sem nú
hefur að mestu verið lögð á hilluna.
Maðurinn sagði að þetta hefði tek-
ist vel því að Sovétríkin hefðu eytt
sem svarar milljörðum dollara í
rannsóknir og tilraunir með vopn
af sama toga. Sömu upplýsingarnar
hefðu hafnað hjá bandaríska þing-
inu og átt þátt í að sannfæra þing-
menn um gildi áætlunarinnar.
Embættismaðurinn sagði að
Caspar Weinberger varnarmálaráð-
herra hefði lagt blessun sína yfir
fölsunina. Neitar hann því en farið
hefur verið fram á rannsókn á ásök-
unum The New York Times.
Akureyrin í
NÍU íslensk skip voru í gær komin til veiða í „Smugunni“ í Barents-
hafi en í gærkvöld höfðu alls 27 lagt upp í siglingu þangað. Tregt
var til að byija með hjá tveimur fyrstu skipunum, sem hófu veiðarn-
ar, Akureyrinni og Snæfugli en Sturla Einarsson skipstjóri á Akur-
eyrinni sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að veiðin færi
vaxandi og hægt að sjá góðar lóðningar víða. íslensku skipin eru
saman í hnapp sunnarlega í Smugunni við norsku landhelgislínuna.
Sturla segir að þau séu að fá þetta 1-4 tonn í holi og þyki það
Aftenposten/Jon Hauge
„Smugunm
nokkuð gott miðað við aflabrögðin heima. Þorskurinn sé blandaður
en uppistaðan þokkalegur fiskur. Myndin er af Akureyrinni á veiðum
syðst í „Smugunni“, rétt við norsku lögsögumörkin, og er tekin úr
Orion-flugvél norsku strandgæslunnar. Þorskurinn, sem skipið var
að fá, var meðalstór en haft er eftir norskum fiskifræðingum, að á
þessum tíma og síðar geti verið verulegar göngur af stórum þorski
á þessum slóðum.
Sjá ennfremur fréttir á bls. 2, 25 og miðopnu.
Serbar enn með
her á Igmanfjalli
Sáttasemjarar vilja að múslimar fái 30% lands í Bosníu
Sarajevo. Reuter.
SERBNESKIR herflokkar eru enn á Igman-fjalli við Sarajevo og
sumir hafa ekki fengið fyrirskipanir um að hverfa þaðan. Skýrði
talsmaður Sameinuðu þjóðanna í borginni frá þessu í gær. í viðræðun-
um í Genf var samkomulagið um Sarajevo staðfest þrátt fyrir þessi
tíðindi en ágreiningur er um skiptingu Bosníu milli þjóðarbrotanna.
Vilja sáttasemjarar tryggja múslimum að minnsta kosti 30% lands-
ins en Serbar og Króatar, sem hafa 80% landsins á sínu valdi, eru
tregir til að láta nokkuð af hendi.
Uppgangur á verð-
bréfamörkuðunum
London. Reuter.
MIKILL uppgangur var í gær á verðbréfamörkuðum í Evrópu og
er hann rakinn til vona manna og almennrar trúar á, að samdrætt-
inum í efnahagslífinu sé að ljúka og nýtt hagvaxtarskeið að taka
við. Búist hafði verið við vaxtalækkunum víða en þótt þær létu á
sér standa að sinni breytti það engu.
í Bretlandi og Þýskalandi og raun-
ar komu Japanir þar líka við sögu.
Hlutabréf í Hollandi, Frakklandi
og Italíu hækkuðu einnig í verði en
í Svíþjóð tóku þau mikið stökk upp
á við og þar hefur verðbréfavísital-
an ekki verið hærri áður.
Sjá „Vaxtalækkanir ...“ á bls.
24.
„Menn eru nú að meta framtíð-
arhorfumar næsta hálfa annað eða
tvö árin,“ sagði einn fjármálasér-
fræðingurinn og í Bandaríkjunum
er nú mikill áhugi á að fjárfesta í
Evrópu og væntanlegum efnahags-
bata. Bandarískir fjárfestar áttu
einnig mikinn þátt í þeirri verð-
hækkun sem varð á mörkuðunum
Barry Frewer, talsmaður gæslu-
liðs SÞ í Sarajevo, sagði í gær,
að nokkur hluti serbneska herliðs-
ins væri enn á Igman-fjalli þrátt
fyrir samkomulag um, að brott-
flutningnum skyldi lokið sl. laug-
ardag. Aðstoðaryfirmaður bosn-
íska stjórnarhersins sagði, að serb-
nesku hermennirnir væru að
minnsta kosti 250 talsins og fleiri
í felum í skógunum. Áður höfðu
Serbar og Sameinuðu þjóðirnar
tilkynnt, að brottflutningnum af
Igman-fjalli og Bjelasnica væri
lokið.
Samkomulagið um Sarajevo fel-
ur í sér, að borgin verður undir
stjóm Sameinuðu þjóðanna í tvö
ár eftir að undirritaðir hafi verið
samningar um frið í öllu iandinu.
í viðræðunum í Genf er tekist á
um ólík kort eða hugmyndir um
skiptingu Bosníu en sáttasemjarar
SÞ og Evrópubandalagsins leggja
áherslu á, að 30% landsins að
minnsta kosti komi í hlut músl-
ima. Þeir eru rúm 40% af íbúum
Bosníu. Serbar og Króatar vilja
hins vegar lítið gefa eftir af land-
vinningum sínum.
Fórnarlömbin
BEJAN Zvizdale, átta ára gam-
all, styttir sér hér stundir á
sjúkrahúsi í bænum Kasindol
með því að skoða Tarzan-blað
en hann missti báða fætur í
sprengjuárás.
Króatar hóta hefndum
Króatar í Bosníu sökuðu í gær
alþjóðastofnanir um að skeyta
engu um grimmdarverk, sem mús-
limar hefðu framið á Króötum, og
létu að því liggja, að þess yrði
hefnt. Sögðu þeir, að dráp á króat-
ísku fólki væru skilgreind sem
„einangruð ofbeldisverk“ en ekki
sem kynþáttahreinsun. Segir Jadr-
anko Prlic, forseti króatíska varn-
arráðsins, að múslimar hefðu
„hreinsað“ að minnsta kosti 50
króatísk þorp og bæi og framið
fjöldamorð á hundruðum manna.
Austurríki
Oánægja
með útlend-
ingalöggjöf
Vín. Reuter.
HORÐ mótmæli voru í gær höfð
í frammi í Austurríki vegna nýrra
laga stjórnvalda sem eiga að
sporna við búsetu útlendinga í
landinu. Samkvæmt lögunum er
þess m.a. krafist að hver einstakl-
ingur í fjölskyldu innflyljenda
hafi minnst 10 fermetra til ráð-
stöfunar en húsnæðiskostnaður
er geysimikill í landinu.
Alls búa um 600.000 útlendingar
í Austurríki og hefur þeim fjölgað
mjög síðustu árin vegna upplausnar
og átaka í grannlöndunum; frá fyrr-
verandi Júgóslavíu hafa komið
60.000 manns.
Hægriöfgamenn reka áróður gegn
innflytjendum og samsteypustjórn
jafnaðarmanna og íhaldsmanna ótt-
ast uppgang öfgasinna í kosningum
á næsta ári ef ekki verður reynt að
hefta fólkstrauminn til landsins. í
janúar fékk lögregla heimild til að
ráðast inn í híbýli innflytjenda án
dómsúrskurðar telji hún líkur á að
ólöglegir innflytjendur hafist þar við.
100.000 ábrott?
Max Koch, fulltrúi stofnunar yf-
irvalda í Vínarborg sem sér um að
innflytjendur aðlagi sig aðstæðum,
segir að 58.000 manns þar í borg
og sennilega rúm 100.000 í landinu
öllu geti nú átt á hættu brottvísun.