Morgunblaðið - 19.08.1993, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1993
Minning
Amór V. Þorláks-
son loftskeytamaður
Fæddur 18. desember 1927
Dáinn 12. ágúst 1993
Sorg, gleði og minningar eru
okkur efst í huga þegar við kveðjum
Amór afa. Sorg vegna þess hvað
við höfum misst mikið, gleði vegna
þess að kvalirnar sem hann þurfti
að líða eru yfírstaðnar.
Við þökkum fyrir allar samveru-
stundimar sem við áttum. Þær
munu seint gleymast. Þær vom
ófáar ferðirnar sem farnar vora á
sunnudögum niður að Tjörn, niður
að höfn að skoða skipin og loks var
keyptur ís áður en haldið var heim
til ömmu í sunnudagssteikina. Á
þessum ferðum vöknuðu spuningar
um gang lífsins, margar og skrítn-
ar, en afi átti réttu svörin við þeim
öllum. Afi var náttúraunnandi og
undi sér vel úti í óspilltri náttúr-
unni í leit að ævintýram. Við nutum
vel þessarar ævintýraþrár afa og
tjaldferðirnar með afa og ömmu
vora vinsælar. Þegar ekið var vítt
og breitt um landið, áð í grænum
lautum þar sem nestisboxið og tepp-
ið var dregið út úr bílskottinu, bor-
in vora kennsl á nýjar fuglategund-
ir og framandi fjöll.
Afi var í Oddfellow-stúku en við
hátíðleg tækifæri klæddust allir
meðlimir kjólfötum. Okkur er í
fersku minni þegar afi fór á slíka
fundi, þá vora kjólfötin tekin fram,
lakkskómir pússaðir og hárið vatns-
greitt. Okkur fannst ekkert vanta
nema svartan pípuhatt til þess að
hann liti út eins og stjömumar á
hvíta tjaldinu.
Við þökkum afa fyrir vináttuna
og fyrir allt sem hann gerði fyrir
okkur.
Arnór Gauti, Harpa Hörn
og Hildigunnur.
í dimmum skugga af löngu liðnum vetri
mitt ljóð til þín var árum saman grafíð.
Svo ungur varstu, er hvarfstu út á hafið,
hugljúfur, glæstur, öllum drengjum betri.
Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína
sem hefði klökkur gígjustrengur brostið.
Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið,
sem hugsar til þín alla daga sína.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna,
sem horfðu eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn, og blómgast ævinlega,
þitt þjarta vor í hugum vina þinna.
Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir,
sem ung á morgni lífsins staðar nemur,
og eilíflega, óháð því, sem kemur,
í æsku sinnar tignu fegurð lifir?
Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki
um lífsins perlu í gullnu augnabliki.
(T. Guðmundsson)
Blessuð sé minning Arnórs
frænda míns og vinar. Innilegar
samúðarkveðjur til Ástu og fjöl-
skyldu.
Ása og Sveinn.
í dag er til grafar borinn tengda-
faðir minn Arnór V. Þorláksson er
lést 12. ágúst. Arnór var fæddur í
Reykjavík 18. desember 1927, son-
ur Ingibjargar Arnórsdóttur frá
Tungu í Nauteyrarhreppi og Þor-
láks V. Kristjánssonar bónda í Álfs-
nesi á Kjalarnesi.
í rúm 20 ár hefur heimili þeirra
hjóna Ásthildar Torfadóttur og
Amórs V. Þorlákssonar verið sam-
ofið mínu og við jafnan verið au-
fúsugestir jafnt á gráum hversdags-
degi sem á jólahátíðum. Þannig
varð hús ömmu og afa miðja stór-
fjöiskyldunnar þar sem þau tóku
þátt í uppvexti bamabarnanna af
alúð og umhyggjusemi.
Ég minnist Amórs í hlutverki
afans sem gaf barnabömum sínum
tíma og rúm til að svara áleitnum
spumingum um lífið og tilverana
og brúaði þannig biiið milli kynslóða
þar sem ungur nemur og gamall
temur.
Ég minnist Arnórs sem manns
er hafði öðlast lífsfyllingu þess
aldna sem kom fram við samferða-
menn sína af háttvísi og yfírvegun.
Hann hafði sterka samkennd fyrir
þeim sem á hallaði í þjóðfélaginu
og var eldheitur jafnaðarmaður.
Ég vil fyrir mína hönd og bama
minna þakka samfylgdina þann
stutta vegarspotta er við áttum
samleið sú vegferð hefði mátt vera
lengri. Ég minnist hans með vin-
semd og virðingu.
Helgi Gíslason.
í dag kveðjum við tengdaföður
minn Arnór Þorláksson sem andað-
ist 12. ágúst síðastliðinn.
Arnór fæddist í Reykjavík 18.
desember 1927, sonur Ingibjargar
Arnórsdóttur frá Tungu í Nauteyr-
arhreppi við ísafjarðardjúp og Þor-
láks Varmdal Kristjánssonar bónda
frá Álfsnesi á Kjalarnesi. Amór ólst
upp hjá móður sirini og ömmu hér
í Reykjavík þar til móðir hans gift-
ist Sæmundi Bjamasyni og fluttist
í Búðardal. Ingibjörg og Sæmundur
eignuðust tvíburana Þorstein og
Auði, fædda 1939, en einnig á Arn-
ór fjórar systur samfeðra. Ingibjörg
lést árið 1988.
í Búðardal var hann fram yfir
fermingu en fór þá í Gagnfræða-
skólann á ísafirði og á sumrin vann
hann við vegavinnu í „Dölunum".
í vegavinnunni var gist í tjöldum
heilu sumrin og þar fékk hann úti-
vistarbakteríuna. Hann var mikill
náttúruunnandi og kunni góð skil
á örnefnum og sögu landsins. Hann
fór reglulega í fjallgöngur og
gönguferðir en síðustu árin lét hann
sér nægja að fara með barnabömin
upp að rótum Esju. Einnig hafa þau
hjón ferðast mikið innanlands sem
erlendis.
Þegar Amór var 18 ára settist
hann á skólabekk í Loftskeytaskól-
anum og varð það hans lífsstarf að
vera loftskeytamaður. Eftir útskrift
fékk hann starf sem loftskeytamað-
ur í flugtuminum á Reykjavíkur-
flugvelli. Fljótlega réðst hann sem
loftskeytamaður á togarann Maí og
var þar árin 1947-1950. Um 1950
réðst hann á togarann Úranus og
var þar til 1954 er hann fór fyrst
að vinna í Loftskeytastöðinni í
Gufunesi.
í Gufunesi vann hann til 1963
en leysti þó alltaf af á millilanda-
skipum á sumrin. Árið 1963 fer
hann aftur til sjós, fyrst á Vatnajök-
ul en síðan á Hofsjökul. Alfarið er
hann kominn í land 1965 og vann
ávallt síðan í Loftskeytastöðinni í
Gufunesi, síðustu árin sem varð-
stjóri.
Ég veit að hann þótti góður loft-
skeytamaður, öruggur og nákvæm-
ii r.
Árið 1949 kvæntist hann Ásthildi
Torfadóttur launagjaldkera, dóttur
Torfa H. Halldórssonar skipstjóra
úr Bolungarvík sem löngum var
kenndur við Þorstein RE 21 og
Bjargar Finnsdóttur frá Hjöllum á
Þorskafirði.
Dætur þeirra eru: Hallgerður
ljósmyndari og skrifstofumaður,
fædd 1949, gift Helga Gíslasyni
myndhöggvara. Þeirra börn era:
Arnór Gauti, fæddur 1972, Harpa
Höm, fædd 1977, og Hildigunnur,
fædd 1983. Björk Inga hjúkranar-
fræðingur, fædd 1959, gift undirrit-
uðum. Þeirra börn era: Sindri,
fæddur 1986, Kári, fæddur 1989,
og Atli Steinar, fæddur 1992.
Addi og Ásta byrjuðu sinn bú-
skap í leiguhúsnæði, en árið 1953
réðust þau í byggingu húss að
Akurgerði 21. Þar bjuggu þau til
ársins 1965 er fjölskyldan flutti að
Fellsmúla 5. Árið 1969 byggja þau
hús á Staðarbakka 12 sem varð
þeirra heimili upp frá því.
Ég kynntist Arnóri fyrir átta
árum og sá fljótlega hvern mann
hann hafði að geyma. Hann var
úrræðagóður þegar til hans var leit-
að, varkár bæði í orði og verki,
traustur félagi og lund hans var
ávallt létt. Hann var mikill fjöl-
skyldumaður og bar hag fjölskyld-
unnar ávallt fyrir bijósti. Ef hann
byijaði á einhverju verki þá hætti
hann ekki fyrr en því var lokið.
Undanfarnar vikur hafa bílakaup
verið í deiglunni og var það eitt af
hans síðustu verkum að ganga frá
þeim ásamt Ástu. í veikindum Arn-
órs kom í ljós styrkur Ásthildar
konu hans, en hún annaðist hann
af stakri umhyggju til síðustu
stundar.
Fyrir tæpum tveimur áram
kenndi hann fyrst þess sjúkdóms
sem nú hefur lagt hann að velli.
Það var þó ekki fyrir nema rúmlega
hálfu ári að sýnt þótti hvert stefndi.
Það var þungur dómur fyrir mann
sem átti eftir að gera svo margt.
Að lokum vil ég þakka tengda-
föður mínum samfylgdina. Það
verður sjónarsviptir að missa þann
stuðning sem hann veitti og hafa
hann ekki lengur tiltækan þegar
taka þarf erfiðar ákvarðanir. Öll
höfum við misst mikið, ekki síst
barnabörnin, en við vonum að
tíminn muni græða sárin. Minning-
in lifir.
Fyrir hönd aðstandenda vil ég
þakka hjúkranarfræðingum og
læknum heimahlynningar Krabba-
meinsfélagsins fyrir mjög góða
umönnun, án þeirra hefði hann ekki
getað verið heima í veikindum sín-
um.
Eiginkonu, dætrum^ barnabörn-
um, systkinum og öðrum aðstand-
endum votta ég samúð mína.
Siggeir Þorsteinsson.
Kveðja til afa
Nú er afi okkar kominn til guðs
og líður núna vel en hann var búinn
að vera veikur svo lengi.
Við munum eftir öllum ferðunum
með afa niður á tjörn, að kaupa ís
eða í göngutúra.
Okkur þótti gaman að fara með
afa og ömmu í Elliðaárdalinn með
nesti.
Afa þökkum við fyrir hvað hann
var alltaf tilbúinn að hjálpa okkur,
kenna okkur ýmsa hluti og sækja
okkur á leikskólann.
Sindri, Kári og Atli Steinar.
í dag verður kvaddur hinstu
kveðju góðvinur minn, Arnór V.
Þorláksson, Staðarbakka 12,
Reykjavík. Arnór var fæddur í
Reykjavík 18. desember 1927.
Hann gekk í Gagnfræðaskólann á
ísafirði og bjó fyrsta námsárið á
heimili Hannibals Valdimarssonar,
enda vora Ingibjörg móðir Arnórs
og Hannibal Valdimarsson systk-
inabörn. Amór var vel greindur og
sú góða menntun er hann hlaut í
æsku vestur á ísafirði reyndist hon-
um styrkur og stoð allt lífið. Oftar
er einu sinni er við ræddum um
æskuár okkar minntist Arnór skóla-
ára sinna á ísafirði með miklum
hlýhug til allra sem þar áttu hlut
að máli. Á köldu haustkvöldi árið
1944 hittumst við Arnór fyrst af
einskærri tilviljun og með okkur
tókst vinátta sem entist þar til hann
féll frá. Árið 1945 hóf Arnór nám
við Loftskeytaskólann og lauk því-
með ágætis vitnisburði 1946. Að
námi loknu hóf hann störf í flug-
turninum á Reykjavíkurflugvelli en
1947 fer hann sem loftskeytamaður
á togarann Maí frá Hafnarfirði.
Næstu ár starfaði Arnór á toguran-
um Skinfaxa og Úranusi eða til
ársins 1954 er hann fer í land og
hefur störf á ný hjá flugþjón-
ustunni en þá í Gufunesi. Flestir
loftskeytamenn þekktust á því
hvemig þeir „ræstu" talstöð eða
sendistöð, áður en nokkurt orð var
sagt eða stutt á „lykilinn“. Margir
loftskeytamenn höfðu afburða fal-
lega „sendingu“, Amór var einn af
þeim og er mér enn í fersku minni
er hann var loftskeytamaður á tog-
aranum Maí og var að senda skeyti
til Reykjavík Radio og þegar Hall-
grímur Matthíasson stöðvarstjóri á
Reykjavík Radio kvittaði fyrir mót-
töku, sagði hann áður en hann
kvaddi: „ Prýðileg sending." Á þetta
atvik minntist Amór oft og hló þá
jafnan. 1954 til 1963 starfaði Am-
ór hjá Jöklum hf. sem loftskeyta-
maður á skipum félagsins en frá
árinu 1963 og þar til í febrúar á
þessu ári hjá Pósti og síma í fjar-
skiptastöðinni í Gufunesi og einnig
kenndi hann við Loftskeytaskólann.
Arnór giftist 1949 Ásthildi Torfa-
dóttur og eignuðust þau tvær dæt-
ur. í nóvember 1991 verður Amór
fyrst var við þann sjúkdóm er nú
hefur lagt hann að velli. í desember
1991 gekkst hann undir lungnaað-
gerð og eftir þá aðgerð birti til um
stundar spkir. Hann hóf störf á ný
í Gufunesi í mars 1992,.en í febr-
úar á þessu ári veikist hann á ný
og er nú horfinn sjónum okkar.
Ég hefði gjaman kosið að minn-
ingargrein þessi um látinn vin hefði
verið ýtarlegri því að ég hefði getað
dregið fram mynd af góðum vini
og miklum drengskaparmanni, en
hér læt ég staðar numið en mun
um ókomin ár geyma í hugarfylgsn-
um mínum það sem ég læt hér
ósagt.
Með söknuð í huga kveð ég Am-
ór V. Þorláksson og bið góðan Guð
um að styrkja eiginkonu, dætur og
aðra ástvini.
Valdimar Tryggvason.
Ungum drengjum er eðlilegt að
eiga sér ævintýrahetjur. Ég var þar
engin undantekning þegar ég var
að alast upp vestur í Búðardal, en
þeim mun betur settur en ýmsir,
að hetjan mín sendi mér iðulega
hlutdeild af ævintýrinu og gerði
mig þar með einnig að hetju um
stund.
Ég var stoltur af minni hetju.
Þessar era mínar fyrstu minning-
ar um minn ástkæra bróður, sem
nú er kvaddur. Víst var hann þó
nærri er ég var í þennan heim bor-
[í l?s
k LEGSTEINAR % %
i MOSAIK H.F.
Hamarshöfda 4 — sími 681960 m
F®
SKÓÚTSALA
Laugavegi 41,
sími 13570
Skéverslun Þörðar
Kirkjustræti 8,
sími 14181