Morgunblaðið - 19.08.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.08.1993, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1993 Friðrikka Jakobs- dóttir - Minning‘ Fædd 13. nóvember 1941 Dáin 10. ágúst 1993 Ó dauði, taktu vel þeim vini mínum, sem vitjað hefur þreyttur á þinn fund. Oft bar hann þrá til þín í huga sínum og þú gafst honum traust á banastund. Nú leggur hann það allt, sem var hans auður, sitt æviböl, sitt hjarta að fótum þér. Er slíkt ei nóg? Sá einn er ekki snauður, sem einskis hér á jörðu væntir sér. (Tómas Guðmundsson) í dag verður vinkona mín Frið- rikka Jakobsdóttir (Dista) jarðsung- in frá Akureyrarkirkju. Dista var glæsileg kona sem færði samferða- fólki sínu mikla gleði og var glettni hennar einstök. Fegurðarskyn hennar var mjög fágað og bar heimili hennar og Jóns að Hvammshlíð 4 á Akureyri þess perki að þar hafa tvær persón- ur sameinað krafta sína til að kalla allt það fegursta fram. Það er ekki bara umgjörðin sem hefur hlíft þeim fyrir veðri og vind- um sem ber þennan glæsileika, þau hjónin hafa komið upp þremur glæsilegum börnum. Fjölskyldan hefur stækkað, í hópinn hefur bæst yndisleg tengdadóttir og sonardótt- ir, lítil prinsessa sem hefur fært ömmu sinni og afa ómælda gleði Dg hamingju. Það var ánægjulegt að sjá hvað hringingar hennar frá Akureyri á Landspítalann kveiktu mikla gleði hjá Distu, þegar sú litla var að tjá henni væntumþykju sína á sinn hátt. Dista háði hetjulega baráttu við sjúkdóm sem sigraði að lokum og læknavísindin hafa því miður ekki enn náð að hemja. í þessari baráttu stóð Dista ekki ein, hún átti yndislega fjölskyldu sem barðist með henni á leiðarenda. Kæru vinir, ég bið góðan Guð að veita ykkur styrk í þessari miklu sorg og gefa ykkur kjark til þess að takast á við framtíðina. Hér situr minning mild og hrein sem máttug gleðilind. En manni og bömum brosir æ, í bijósti hennar mynd. (Fr. Fr.) Ykkar vinur Björg. Mig langar að minnast ástkærrar æskuvinkonu minnar sem lést í Landspítalanum 10. ágúst síðastlið- inn eftir langa og erfiða sjúkdóms- legu. Ósjálfrátt reikar hugurinn aftur í tímann þar sem við áttum samleið frá bamsaldri og ekki minn- ist ég þess að nokkurn tíma hafi fallið skuggi á vinskap okkar, svo mikið áttum við sameiginlegt, og mun ég geyma þær minningar með mér. Get ég lítið gert annað en þakkað allar þær yndislegu stundir sem við áttum saman. Dista, eins og hún var ávallt kölluð, giftist Jóni Karlssyni. Bjuggu þau sér fallegt heimili með börnin sín þijú. Það heimili stóð alltaf opið mér og fjölskyldu minni og ekki vom ófáar ferðir okkar til Akureyrar í vinahópinn til þess að gleðjast saman. Dista var lánsöm að eiga sér við hlið góðan eiginmann og þijú vel gerð börn sem reyndust henni ávallt vel til hinstu stundar. Aðdáunarvert var að sjá hvemig Jón annaðist hana á erfíðum stundum á sjúkra- beðinum. Elsku Jón, Jakobína, Karl, Haukur og aðrir ástvinir, söknuður- inn er sár. Ég og fjölskylda mín vottum ykkar einlæga samúð á þessari kveðjustund. Góði Guð, ég er þakk- lát fyrir að hafa fengið að kynnast og eiga svo góða vinkonu sem Dista var. Taktu vel á móti henni. t Okkar ástkæri sonur og vinur, FINNBOGI G. STEINGRÍMSSON (BUBBI), lést í Kaupmannahöfn 13. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Ásta Bjarnadóttir, Helga Marfa Guttormsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SIGURÐUR ÓLAFSSON lyfsali, Grandavegi 47, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 20. ágúst kl. 15.00. Þorbjörg Jónsdóttir, Ólafur Sigurðsson, Helga Kjaran, Jón Sigurðsson, Ásdfs Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EMILI'A LÁRUSDÓTTIR, Suðurgötu 24, Sauðárkróki, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugárdaginn 21. ágúst kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Sjúkrahús Skagfirðinga. Sveinn Brynjólfsson, Stefanfa Brynjólfsdóttir, Jóhanna Brynjólfsdóttir, Brynjólfur Dan Halldórsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Guð blessi minningu Friðrikku Jakobsdóttur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem) Lilja Guðmundsdóttir og fjölskylda. Þegar sorgin knýr dyra verða mannleg orð oft svo máttlítil og marklaus. Orð sem hæfa virðast svo vandfundin. Við verðum orðlaus um stund og ef til vill er í þeirri djúpu og alvarlegu þögn fólgin einlægasta samúðin. Og þannig var okkur inn- anbijósts í dag, þegar við kveðjum Distu, þennan kæra vin, sem allt of fljótt var frá okkur tekin. Við drúpum höfði í djúpri þögn og þökk. Og minningarnar streyma um hug- ann. Dista var sannarlega eftirminni- leg manneskja. Það ríkti engin logn- molla í kringum hana. Hún var svo kraftmikil, hreinskiptin og einlæg. Hún var lifandi í orðins fyllstu merkingu. Hún drap ekki á dyr, þegar hún kom í heimsókn. Hún þurfti þess ekki. En það leyndi sér ekki hver var á ferð. Glettin röddin gaf til kynna hver gekk um dyr: Er einhver heima í þessu húsi? Er ekki heitt á könnunni? Hvurslags ómynd er þetta og ég með þennan stærðar poka af brauði frá Stjána baker. Og svo var hellt upp á. Það er sagt, með réttu, að með bamabömunum komi fyrst skiln- ingur á orðinu sólargeisli. Við áttum og eigum með Distu og Jóni, sólar- geisla. Litla Fanney var henni kær. Eins og ömmu og öfum er tamt, stóðum við sameiginlega i þeirri meiningu að litla Fanney væri ekk- ert annað en undrabam. Og auðvit- að höfðum við á réttu að standa. Dista kallaði hana skítahrúguna sína. Sannarlega fremur óvanalegt gælunafn og frekar gróft, svona á prenti. En þegar Dista sagði þetta, þá virtist það svo undur mjúkt og fallegt. Maður skynjaði svo vel í röddinni óendanlega mikla hlýju og svo djúpan kærleika. Það þarf sér- stakan og sterkan persónuleika til að breyta á þennan hátt merkingu orða. En þannig var hún Dista. Það var glettni í dökkum augunum og glaðværð í röddinni. Kvik í fasi og framkomu heillaði hún alla, sem henni kynntust. Og þannig viljum við og skulum muna hana. Kæri Jón. Það væri hægt að skrifa langt mál um einstaka fómfýsi þína, ást og umhyggju, en það verður ekki gert hér. Við sendum þér, Jakob- ínu, Kalla og Hauki, svo og öðrum ástvinum, okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Að lokum orð, sem ekki eru mannleg, máttlaus eða mark- laus. Orð frá Kristi úr heilagri ritn- ingu: Ég lifí og þér munuð lifa. Naninga og Jón. Sumarið sunnan heiða hefur ver- ið gott og sólin óspör á geisla sína. Þó flökti skuggi í hugum okkar vegna elskulegrar vinkonu, sem barðist hetjulega fyrir lífí sínu, og gat því ekki notið sólarinnar og sumarsins með okkur. En þrátt fyr- ir erfíðleikana bar hún sig vel og var alltaf brosandi og bjartsýn, enda var aldrei annað í huga henn- ar en að sigra í stríði sínu. Það fór þó ekki þannig, og yfir henni var friður á lokastundu, þeg- ar hún kvaddi þennan heim, sátt við allt og alla, á leið í nýjan vem- stað. Dista, eins og hún var alltaf köll- uð, hafði góð áhrif á umhverfi sitt. Með góðum smekk og næmu augu vom allir hlutir henni tilheyrandi fallegir og vandaðir. Kímnigáfa hennar var einstök, hún gat séð spaugilegar hliðar á ótrúlegustu hlutum, þessir kostir skiluðu sér ómældir í skemmtilegum ferðum, sem við áttum saman. Nú stendur eftir minningin ein, sem aldrei gleymist. Hún átti stóran vinahóp, og elskulega aðstandendur, sem börð- ust dyggilega við hlið hennar á þeim erfiðu tímum sem á undan em gengnir. Missirinn er mikill, söknuðurinn og sorgin sár, það skarð sem nú er höggvið verður aldrei fyllt. Við biðjum guð um styrk til handa Jóni, börnum og aðstandend- um. Við vottum þeim einlæga sam- úð okkar, og þökkum Distu fyrir allt sem hún gaf okkur á sinni allt- of stuttu ævi. Hilda og Jóhannes. Dáinn, horfinn! - Harmafregn! Hvflík orð mig dynur yfir! en ég veit að látinn lifir. Það er huggun harmi gegn. (Jónas Hallgrímsson) Já, það er erfítt að sætta sig við dauðann, en eins og segir hér að ofan þá trúum við því að Dista eins og við kölluðum hana muni lifa með okkur áfram. t Eiginmaður minn og faftir okkar, EYSTEINN JÓNSSON fyrrverandi ráðherra, Miðleiti 7, er lést 11. ágúst 1993, verður jarftsunginn frá Hallgrímskirkju föstudaginn 20. ágúst 1993 kl. 3. Sólveig Eyjólfsdóttir og börn. t Faftir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSGEIR GUNNARSSON, Silfurbraut 10, Höfn, sepn lést í Landspítalanum 15. þ.m., verftur jarðsunginn frá Hafnar- kirkju laugardaginn 21. ágúst kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Erla Ásgeirsdóttir, Gunnar Ásgeirsson, Ásgerður Arnardóttir, Ingvaldur Asgeirsson, Gréta Friftriksdóttir, Ásta Ásgeirsdóttir, Albert Eymundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Starfsfólk kemur og fer, sumir stoppa stutt við, aðrir lengi, og var Dista ein af þeim. Við erum því margar sem áttum því láni að fagna að kynnast henni náið. Ymsar minningar koma upp í hugann sem ylja okkur um hjarta- rætur og við munum geyma. Lífs- gleðin var aðalsmerki Distu og átti hún oft frumkvæði að því að við vinnufélagarnir gerðum eitthvað skemmtilegt saman. Hún var falleg kona og hafði næmt auga fyrir umhverfí sínu. Ef setustofan okkar hafði fengið nýtt yfírbragð og blóm voru komin í vasa vissum við að þar hafí Dista komið við. í starfi á leikskóla reynir á marg- víslega hæfni fólks til að takast á við hina ýmsu erfiðleika sem geta komið upp hjá börnunum. þar sýndi Dista vel í verki hversu næm hún var, umhyggjusöm og hlý. Þennan eiginleika fundu börnin og oft sáum við litla hönd lauma sér í lófa henn- ar. Minningin um góðan starfsfélaga og vinkonu lifir björt og fögur eins og hún var. Elsku Jón, Jakobína, Haukur, Kalli, Sigga og litla Fanney Mar- grét, við sendum ykkur hugheilar samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Kveðja frá samstarfsfólki á leikskólanum Síðuseli. Að hiyggjast og gleðjast hér um fáa daga að heilsast og kveðjast það er lífsins saga. (PJ. Árdal) Hér skiljast leiðir að sinni. Við trúum því að nú líði henni vel. Leið- ir okkar Distu og Jóns lágu fyrst saman á Akureyri 1977. Við hðfð- um fengið úthlutað lóðum hlið við hlið í Hvammshlíðinni. það var haf- ist handa við^að koma sér upp þaki yfír höfuðið. í Hvammshlíðinni hafa þau svo búið síðan ásamt börnum sínum, Jakobínu, Karli og Hauki. Þau vináttubönd sem þá urðu til hafa aldrei rofnað, og höfum við átt margar góðar stundir saman síðan. Drengimir okkar eru á svip- uðu reki og léku sér mikið saman. Kalli og Gísli höfðu mikið úthald við silungsveiðina og eyddu oft löngum stundum saman, þeir yngri, Haukur, Mundi og Siggi, héldu sig meira heima, við kanínubúskap og fleira. Þetta var góður og skemmti- legur tími þrátt fyrir þetta vanalega álag sem fylgir húsbyggingum. Eftir að við fluttum suður var það fastur liður að skreppa norður einu sinni eða oftar á sumri og var þá alltaf komið við í Hvammshlíðinni. Þar var okkur ætíð tekið opnum örmum. Við eigum margar góðar minningar um Distu vinkona okkar, sem við munum varðveita. Elsku Jón, Bína, Haukur, Kalli og fjölskylda, við biðjum góðan Guð að styðja ykkur og styrkja, nú og um alla framtíð. Sigurbjörg, Hannes, Kristmundur og Sigurður. ERFIDRYKKJUR ifVerð frá kr. 850- P E R L A n sími620200 Erfidrykkjur (ílæsileg kaíli- hlaðborð tallegir síilir ogmjög góð |)jÓllllStíL llpplýsingar í sínia 2 23 22 FLUGLEIDIR HÓTEL LOFTLEIiIK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.