Morgunblaðið - 19.08.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.08.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1993 11 Samsýning í Nýlistasafni Myndlist Eiríkur Þorláksson Nýlistasafnið við Vatnsstíg heitir upp á ensku „The Living Art Museum“ — safn hinnar lif- andi listar. Það felst ákveðin djörfung í slíku nafni, og getur verið erfitt að standa undir því í hinu árlega sýningarstarfi; en það verður sífellt að reyna, og síðan geta menn deilt um árang- urinn. Einn þáttur í starfi safns- ins hlýtur því að vera að bregða ljósi á það sem ungt listafólk er að fást við, og sú sýning, sem nú stendur yfir í Nýlistasafninu, er einmitt til þess ætluð. Hér er á ferðinni samsýning ellefu ungra listamanna, sem eiga það sammerkt að hafa út- skrifast úr Myndlista- og hand- íðaskóla íslands 1990-92 (flest árið 1991). Einnig er athyglis- vert að flest þeirra stunduðu nám við fjöltæknideild skólans, þann- ig að þau byggja að umtalsverðu leyti á sameiginlegum bak- grunni, þótt frekara nám og per- sónuleg einkenni hafi auðvitað mótað þau til þeirrar ólíku listar, sem ber fyrir augu. Þeir listamenn sem fylla sali Nýlistasafnsins (auk þess að eiga verk utandyra) eru Finnur Arn- ar, G.R. Lúðvíksson, Jóhann Valdimarsson, Jón Garðar Henr- ýsson, Katrín Askja Guðmunds- dóttir, Lilja Björk Egilsdóttir, Lind Völundardóttir, Magnús Sigurðsson, Sigurður Vilhjálms- son, Þórarinn Blöndal og Ragn- heiður Ragnarsdóttir. Auk þessa fylltu verk eftir þýska listamanninn Ralf Samens setustofu safnsins fyrri sýn- ingarvikuna. Þessi listamaður býr í Sviss og var staddur hér á vegum Bern-borgar í yfirreið til sex borga í Evrópu til að kynna sér myndlist á ólíkum menn- ingarsvæðum. Sýning hans, sem var í boði Nýlistasafnsins, hefur nú verið tekin niður, og er lítill söknuður að því, enda borin uppi af ómarkvissum og lítt spenn- andi tækifærisverkum, sem voru varla samboðin staðnum. í verkum hinna éllefu ungu listamanna kennir hins vegar ýmissa grasa, og er fróðlegt að sjá hve margt unga fólkið er að takast á við. Mikið af því sem ber fyrir augu byggist á hug- myndalist af einu eða öðru tagi, og naumhyggjan á hér sína full- trúa, eins og vænta má. Einnig er hér athyglisvert og vel skipu- lagt umhverfisverk, og loks skip- ar málaralistin hér meiri sess en hún hefði gert meðal ungs lista- fólks fyrir nokkrum árum. Það er óhægt um vik að fjalla ítarlega um framlag hvers og eins á sýningu sem þessari, en þó er vert að nefna nokkur at- riði. Af listmálurunum sýnir Sig- urður Vilhjálmsson að það er sí- fellt hægt að finna persónuleg tök á landslagsmálverkinu, en það gerir hann með annarlegum litum og allt að þvi geómetrísku myndefni; Jón Garðar Henrýsson heldur upp á kímnina í listinni, og Jóhann Valdimarsson vísar í málverkum sínum á persónuleg- an hátt til hins súrrealíska arfs manna eins og Chirico. Umhverfisverk G.R. Lúðvíks- sonar er skemmtilega uppbyggt, og ljóst að listamaðurinn hefur lagt mikla vinnu og hugsun í það samhengi og framhald sem hann vildi byggja upp í verkinu; einnig er til fyrirmyndar á hvern hátt hann leggur áhorfandanum lið í að nálgast verkið. Hugmyndalistin og naum- hyggjan kemur einna best fram í verkum þeirra Ragnheiðar Ragnarsdóttur og Lindar Völ- undardóttur, sem gerir heilan vegg að forvitnilegu lesverki fýr- ir þá sem gefa sér góðan tíma. Vaxmyndir Magnúsar Sigurðs- sonar eru skemmtilegur viðauki höggmyndalistarinnar, einkum vegna þeirra tilvísana í varanleik tímans, sem óneitanlega fylgir þessu efni. Þó ekki sé ástæða til að benda sérstaklega á fleiri atriði sýning- arinnar, er rétt að taka fram að hér er á ferðinni áhugaverð og fjölbreytt sýning lifandi listar, sem kann að koma ýmsum með- al eldri sýningargesta skemmti- lega á óvart. Samsýningin á verkum hinna ellefu ungu listamanna í Nýlista- safninu við Vatnsstíg stendur til sunnudagsins 22. ágúst. Kjarvalsstaðir Sýning á Ijóðum eftir Þorstein frá Hamri Á Kjarvalsstöðum opnar sýning á ljóðum eftir Þorstein frá Hamri laugardaginn 21. ágúst kl. 14. Fyrsta Ijóðabók Þorsteins kom úr þegar hann var tvítugur og síðan hafa ellefu í viðbót komið frá hans hendi auk þriggja skáldsagna og annarra ritverka. Tilvistarvandi nútímamannsins er sífellt yrkisefni Þorsteins. Þótt mörg Ijóða hans séu innhverf þá ijalla þau jafnan um mannlífið í kring, um mannleg samskipti og samábyrgð mannsins í heimi þar sem mörg dýrmæt gildi fara for- görðum. Vandamál og efahyggju nútímans skyggnir hann gjarnan skuggsjá sögunnar og landsins, náttúru og veðurfars, oft með vís- unum til fyrri tíðar og margskonar bókmennta. Hann deilir á strlðs- rekstur og valdníðslu og beinir at- hyglinni að óheilindum og sinnu- leysi í fari manna og leitar að frum- hvötunum að baki breytni þeirra. Vandamál skáldskapar og orðabú- skapar eru einnig eftirminnileg yrk- isefni Þorsteins. í fréttatilkynningu segir: Ljóð- stíll Þorsteins frá Hamri er margvís- legur. Hann yrkir bæði háttbundið og óbundið og ljóðform hans er oft frjálslegt með ýmsum eigindum Þorsteinn frá Hamri hefðbundins kveðskapar. Orðfærið er vandað og hnitmiðað og hug- blærinn mótar lágværan hljóm máls en hiti og alvara í tilfinningum ljóð- anna. Kaldhæðni er eitt af stílein- kennum Þorsteins og síðast en ekki síst kröftugar og markvissar ljóð- myndir. Reykjavík undir berum himm, en munið að ef rignir færast sýningar yfír ánæsta dag. W Nánari upplýsing; fást í Biólínunni í f síma 99-1000, I (kr. 39.90.- mín) ' og á bíósíðum FM 88.6 Morgunblaðsins. UK - 17 mexMimir fá 150- kr. afslátt Fararheill fifCTU HfiBQl UH QL\ STUR OG SÍMI meirihdttar gott! YNDA JHovðimbXfibiíi málningfy

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.